Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Þorsteinn segir kajakleiguna ganga vel. Starfsemin eykst hægt og bítandi ár frá ári. Samt heldur hann að þetta mundi ekki borga sig nema vegna þess að hann hef- ur brennandi áhuga á þessu. „Fyrst í stað var ég eingöngu með hálfs- og heilsdagsferðir um svæðið næst Stykkishólmi en smám saman hefur þetta þróast yfir í lengri ferðir og meiri kennslu. Ég ætla að þróa starf- semina meira í þá átt á næstu ár- um. Það er mikill áhugi á kajak- róðri á Íslandi og hefur verið í nokkur ár Nú finnst mér eins og áhuginn sé að breytast og fólk taki þessa íþrótt alvarlegar, prófi fleiri hluti og sé óhræddara við að nýta sér þá möguleika sem eru fyrir hendi kringum landið. Svæði í kringum Stykkishólm er alveg kjörið til að kenna byrj- endum og til að fara í lengri sem styttri ferðir. Svæðið er í skjóli fyrir úthafsöldunni og er með því veðursælasta á landinu. Þar er mikil náttúrufegurð og fjölbreytt dýralíf og góðar aðstæður til róðra. Því geta bæði nýliðar og þeir sem lengra eru komnir fund- ið eitthvað við sitt hæfi.“ Að leika sér með Beckham Þegar viðtalið birtist er Þor- steinn staddur í Port Townsend í Bandaríkjunum. Þar fer fram fyrstur Íslendinga, sem er við- urkenndur um allan heim sem traustur staðall fyrir leið- sögumenn í kajakróðri. Í Stykkishólmi finna allir eitthvað við sitt hæfi „Ég leitast við að viða að mér kunnáttu og þekkingu á íþróttinni hvar sem ég get og þegar erlendir ræðarar koma til landsins reyni ég að komast í að róa með þeim,“ segir hann. „Þegar og ef ég hef tækifæri til þá fer ég á samkomur erlendis til að kynnast fólki og læra kennsluaðferðir til að verða betri í því sem ég er að fást við.“ Stykkishólmur | Í nágrenni Stykkishólms er kjörið svæði til kajakróðra. Þegar Þorsteinn Sig- urlaugsson sjómaður fluttist þangað hafði hann aðgang að kaj- ak og var fljótur að sjá hvað um- hverfið var freistandi til sjókajak- róðurs og notaði hvert tækifæri sem gafst til að róa þar um. Nú var hann að ljúka sínu fimmta sumri með fyrirtækið Sagan kaj- akferðir sem stækkað hefur ár frá ári. „Frá því að ég var smá patti hef ég alltaf haft áhuga á sjónum og hef unnið við sjómennsku í mörg ár. Ég kunni auðvitað ekkert á kajakróður þegar ég byrjaði en fljótlega fór ég að leita mér þekk- ingar og leiðsagnar og stofnaði svo fyrirtækið vorið 2001,“ segir Þorsteinn. „Ári síðar kom hingað til lands Justine Curgenven og reri Vestfirðina ein síns liðs. Í framhaldi hélt hún námskeið í Reykjavík. Ég skellti mér á það og sá hvað ég átti mikið eftir ólært, en jafnframt hversu miklir möguleikar felast í þessari íþrótt.“ Þorstein má eflaust flokka sem dellukarl því greinilega varð ekki aftur snúið. Justine sagði honum frá kajakhátíð sem haldin er fyrstu helgina í maí ár hvert í Wales og hann ákvað að skella sér. Þar var hann innan um heimsfræga ræðara og kennara á heimsmælikvarða. „Á þessari hátíð byrjaði ég að vinna mig upp í staðalkerfi kaj- akræðara sem viðurkennt er um allan heim. Fólk kemur til Wales, hvaðanæva úr heiminum, til að taka prófin, en aðstæður þarna eru sérstaklega góðar. Það þykir mikill kostur að vera með gráðu sem maður hefur náð sér í þarna. Ég var eini Íslendingurinn þetta vor, en síðastliðið vor vor- um við sex. Þetta sýnir meðal annars vaxandi áhuga meðal sjókajakræðara hér á landi að hækka standardinn og reyna sig við meira krefjandi hluti.“ Síðastliðið vor náði Þorsteinn svokölluðum fimm stjörnu staðli West Coast Seakayak Symposium sem er einn af stærri viðburðum í íþróttinni í Bandaríkjunum. Þar er hann í fylgd með Shawna Franklin og Leon Somme sem reru hringinn í kringum Ísland sumarið 2003 og segir hann þau hafa verið mikla hvatningu fyrir marga íslenska kajakræðara, en þau eru heimsþekktir kajak- kennarar. Hann segir þau hafa beðið fyrir kveðju og þakklæti til allra sem aðstoðuðu þau í ferðinni. Þau skrifuðu grein um ferðina í kanadíska tímaritið Adventure Kayak sem nefnist „Utopia in The North Atlantic“. Þorsteini var boðið að halda fyrirlestur á ráð- stefnunni um helgina um sjó- kajakróður á Íslandi og það sem landið hefur upp á að bjóða í þeim efnum. „Ég hvet alla sem áhuga hafa á sjókajakróðri og hafa kannski verið að dunda sér við hann í ein- hvern tíma að sækja svona við- burði. Ég líki þessu oft við það að fótboltaáhugamenn fái tækifæri til að leika sér með Beckham, Figo og svoleiðis köppum í nokkra daga. Þannig er tilfinn- ingin hjá mér á þessum sam- komum því hér fær maður tæki- færi til að hitta og læra af heimsins fremstu kajakræðurum og eignast „kajak vini“ um allan heim.“ Á kajak í skjóli fyrir úthafsöldunni Gaman Þorsteinn hefur haft áhuga á sjónum frá barnæsku. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Á kajak Aðstæður til að stunda kajakróður frá Hólminum eru frábærar. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is VESTURLAND Hellissandur | Fornleifavernd ríkisins bauð leiðsögn um fjóra kirkjustaði á land- inu í tilefni af Menningarminjadegi Evr- ópu 10. september. Á Vesturlandi var Ingjaldshólskirkja við Hellissand í sviðs- ljósinu. Magnús A. Sigurðsson minjavörð- ur Vesturlands og Vestfjarða kynnti stað- inn, kirkjugarð og kirkju. Ingjaldshóll á sér langa og merka sögu. Sem kirkju- staður er hann líklega einn sá elsti á land- inu. Í Sturlungu er getið um Halldór Oddsson prest þar um 1200. Núverandi kirkja var byggð árið 1903 og er elsta steinsteypta kirkja heims. Mikið er af minningarmörkum í kirkjunni og kirkju- garðinum en merkust eru talin tveir leg- steinar. Annar þeirra er legsteinn Magn- úsar Jónssonar (1642–1694) lögmanns en hinn er legsteinn Guðmundar Sigurðs- sonar sýslumanns (1700–1753) en hann var móðurbróðir og tengdafaðir Eggerts Ólafssonar. Eggert var einmitt á leið til Ingjaldshóls þegar hann drukknaði og er minnismerki um hann sunnan við kirkj- una. Að lokinni skoðun minja undir leið- sögn minjavarðar bauð sóknarnefndin upp á veitingar. Morgunblaðið/Hrefna Fróðlegt Margir skoðuðu kirkjugarðinn. Ingjaldshóll á menning- arminjadegi Evrópu Skilmannahreppur | Minninsvarði um systk- inin Guðmund, Ástu og Kristmund Þorsteins- börn á Klafastöðum í Skilmannahreppi undir Akrafjalli var afhjúpaður í hlíðum Akrafjalls á sunnudag. Grundarteigur er útivistarsvæði fyrir hreppsbúa í Skilmannahreppi og al- menning, en landið var gefið úr landi Klafa- staða á áttunda áratugnum. Gjöfinni fylgdu þær kvaðir að Íslenska járnblendifélagið myndi planta trjám í teiginn og var stofnuð um hann sérstök sjálfseignarstofnun. Systkinin á Klafastöðum vildu með þessari gjöf gefa sveitungum sínum tækifæri til að sjá skóg spretta og njóta þeirra lífsgæða sem felast í því að dveljast innan um trjágróður. Þau voru öll meðlimir í skógræktarfélagi Skilmannahrepps. Fullplantað var í teiginn á tíu árum og er í Grundarteigi nú mynd- arlegur skógur, mest birki. Komið hefur verið upp bautasteini úr landi Klafastaða með koparskildi og jafnframt hef- ur verið útbúin fyrir gesti útivistarsvæðisins hvíldaraðstaða með borði og sætum. Að lokinni athöfninni bauð Íslenska járn- blendifélagið til kaffisamsætis í húsakynnum verksmiðjunnar á Grundartanga. Ljósmynd/Sigurður Bogi Við minnismerkið Á myndinni eru Jón Eiríksson, bóndi í Gröf, Helgi Þórhallsson, aðstoð- arforstjóri Járnblendisfélagsins, og Birgir Guðmundsson blaðamaður. Minnisvarði um systkinin á Klafastöðum Hellissandur | Verktakafyrirtækið Stafna- fell ehf. vinnur nú að endurlögn Útnesvegar um vestanverða Breiðavík á Snæfellsnesi. Lengd kaflans er 6,6 km. frá Gröf um Hnausa- og Klifhraun að Arnarstapa. Nú- verandi vegur er snjóþungur og á honum er snjóflóðahætta og einnig hætta á grjóthruni. Það hefur því lengi verið áhugamál íbúa á svæðinu og einnig íbúa á Hellissandi og Rifi að vegurinn yrði færður neðar í landið. Sú verður nú raunin en með hinni nýju vega- gerð er vegurinn færður frá hættusvæðum og á snjóléttara svæði. Þess er vænst að með þessari framkvæmd verði Útnesveg- urinn allur góður vetrarvegur. Á myndinni eru Stafnafellsmenn að verki í austurjaðri Klifhrauns. Þar kemur mikil landfylling. Grísafossá fellur meðfram hraunjaðrinum. Áin verður færð nokkuð í austur og hleypt þar undir nýbygginguna í víðum steinrörum. Jóhannes Kjarval trúði því að vatnið sem safnast í þessa á úr lækj- unum í Smálækjahlíð væri lifandi og hefði lækningamátt. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Vegargerð Það er verktakafyrirtækið Stafnafell ehf. sem vinnur að endurlögn Útnesvegar. Vegagerð um Klifhraun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.