Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðræður um kaupríkisins á hlut Ak-ureyrarbæjar og Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun hafa staðið yfir undanfarna mánuði í kjölfar þess að viljayfir- lýsing um málið var und- irrituð í febrúar sl. Enn á hins vegar eftir að ákveða virði fyrirtæk- isins og þar af leiðandi verð á eignarhluta sveit- arfélaganna. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, borgar- stjóra, ber mikið í milli að nið- urstaða um verð náist. Í viljayfirlýsingunni, sem þau Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur og Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, undirrituðu í febrúar kom fram að ríkið myndi leysa til sín eignarhluta sveitarfé- laganna tveggja fyrir næstu ára- mót ef samkomulag um verð næðist. Stefnt var að því að við- ræðum um verð yrði lokið eigi síðar en 30. september. Fyrirhuguð kaup ríkisins eru liður í þeirri stefnu að breyta Landvirkjun í hlutafélag sem á að gerast í fyrsta lagi árið 2008 í ljósi nýrra raforkulaga sem fela í sér samkeppni í vinnslu og sölu raforku. Í viljayfirlýsingunni kom fram að söluandvirði eignarhluta sveitarfélaganna yrði varið til líf- eyrisskuldbindinga sveitarfélag- anna gagnvart starfsmönnum sínum og er enn gengið út frá því að svo verði, að sögn Valgerðar Sverrisdóttur. Hlutur Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er um 5% en Reykjavíkurborg á um 45%. Mik- ið verk er að meta verðmæti jafn- stórs fyrirtækis og Landsvirkjun er og hefur sérstök samninga- nefnd fengist við það verkefni að undanförnu. Í nefndinni sitja fulltrúar frá öllum aðilum og hef- ur nefndin meðal annars fengið til sín óháða aðila til þess að leggja mat á verð fyrirtækisins. „Ekki mikil vinna eftir“ Valgerður Sverrisdóttir segir að góður andi sé í viðræðunum og gerir sér vonir um að viðræðum ljúki í mánuðinum. „Það er svo sem ekki aðalatriði í raun, heldur að það náist niðurstaða. En að mínu mati er ekki mikil vinna eft- ir,“ segir Valgerður og bætir við að henni sýnist sem það sé vilji allra að leysa málið. Enn á eftir að komast að nið- urstöðu um verð fyrir eignarhlut- ann og aðspurð segist Valgerður ekki tilbúin að tjá sig um hvernig það verði fundið út. „Ég held ég fari ekki út í það að sinni. En það sem sagt á eftir að ná endanlegri niðurstöðu, það er ljóst, en það er búið að vinna alla undirbúningsvinnuna, að mínu mati.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir að við- ræðurnar gangi vel. „Ég hef ekki heyrt annað frá fulltrúa okkar í samninganefnd- inni,“ segir Kristján en tekur fram að erfitt sé að segja til um hvenær viðræðunum ljúki. Stefnt hafi verið að því að sveitarfélögin færu út fyrir áramót og ef það eigi að nást þyrfti viðræðum að ljúka í september. Spurður um verðmat á fyrir- tækinu segir Kristján að sú vinna fari fram í nefndinni en vill ekki segja til um hvaða aðferðum sé beitt við að ákveða verðið. Margt hefur áhrif á verðið Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að málið sé í ákveðnum farvegi hjá nefndinni. „Þessi hópur hefur ekki skilað af sér til okkar og það er enn ágreiningur um verðmat fyrir- tækisins. Meðan svo er, þá er ekki hægt að fara með málið lengra vegna þess að þá er ekki ljóst hver hlutur sveitarfélaganna er. Ég hugsa að það sé einhver tími þangað til að niðurstaða liggi fyrir,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að það markmið sem fram kom í vilja- yfirlýsingunni um að ljúka við- ræðum fyrir lok september náist, segist hún vera frekar svartsýn á það. Hins vegar eigi að vera hægt að ljúka málinu fyrir ára- mót ef rétt verði haldið á spil- unum. „En það er ekki verið að fara að skrifa undir á næstu dögum eins og ráðherrann gaf í skyn í fjölmiðlum,“ segir Steinunn og á þar við ummæli sem fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði eftir Val- gerði Sverrisdóttur um helgina. Steinunn segir að nefndin fái til sín ákveðna óháða aðila til að reyna að leggja mat á virði fyr- irtækisins en svo sé það auðvitað þannig að bæði Reykjavíkurborg og ríkið hafi ákveðnar hugmyndir um verðið. „Það ber einfaldlega ennþá ansi mikið á milli,“ segir Stein- unn og þegar hún er innt eftir því í hverju sá munur felist segist hún ekki vilja tjá sig um það. „Menn geta auðvitað sagt sér það þegar verið er að selja svona fyr- irtæki þá eru ýmsar óvissufor- sendur sem koma þar inn, meðal annars skuldsetning fyrirtækis- ins og framtíðarmöguleikar sem geta haft áhrif á verðmætið,“ segir Steinunn. Fréttaskýring | Viðræður um kaup ríkisins á hlut sveitarfélaga í Landsvirkjun Ágreiningur um verð Óvíst að samningaviðræðum ljúki fyrir lok mánaðarins eins og stefnt var að Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í febrúar. Eigið fé Landsvirkjunar 53 milljarðar króna  Erfitt er að segja til um hvaða verð ríkið mun greiða fyrir eign- arhluta sveitarfélaganna í Landsvirkjun. Eigið fé fyrirtæk- isins er 53 milljarðar króna sam- kvæmt árshlutareikningi fyrstu sex mánaða ársins og er ekki ólíklegt að verðið verði eitthvað yfir þeirri tölu. Þannig var kaupverð Símans til að mynda töluvert hærra en eig- ið fé fyrirtækisins þegar hann var seldur í júlí sl. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.isearge MARGT fólk var samankomið í Hraunsrétt í gær en eins og venja er til láta menn sig ekki vanta í réttina þar sem Hraunsréttardag- urinn er ein mesta hátíð Aðaldæl- inga. Þar hefur verið réttað í meira en 170 ár og tíðkaðst jafnan að þangað fari allt rólfært fólk þótt það hafi breyst með árunum með minni fjárbúskap. Þótt sauðfé hafi fækkað hefur dagurinn sitt aðdráttarafl og þótt þungbúið væri og rigning var jafn gaman að draga og hitta fólkið eins og alltaf. Að sögn fjallkóngsins í Aðaldal, Sæþórs Gunnsteinssonar í Prest- hvammi, gekk vel að smala og féð er vænna en oft áður. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Hraunsrétt á und- anförnum árum en hún hefur verið minnkuð nokkuð í takt við nýja tíma. Lokið var við að draga um há- degi en á árum áður tók það allan daginn að draga enda var Hrauns- rétt önnur stærsta skilarétt á Norð- urlandi. Allir sem geta reyna að mæta í Hraunsrétt Þetta barn var að mæta í réttina í fyrsta skipti, en væntanlega ekki síðasta. Hraunsrétt er yfir 170 ára gömul. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Það getur tekið á að draga féð, en þegar tveir hjálpast að gengur betur. FULLTRÚAR Sambands ungra sjálfstæðismanna heiðruðu Rögnu Björnsson á 95 ára afmælisdegi hennar sl. laugardag. Ragna er eini núlifandi stofnfélagi SUS, en sam- bandið var stofnað 27. júní árið 1930 við hátíðlega athöfn í Hvannagjá á Þingvöllum. Að sögn þeirra sem til Rögnu þekkja er hún ennþá skráð í Sjálfstæðisflokkinn og fylgist vel með starfi hans. Kunnugir gantast með það að Ragna sé kannski táknræn fyrir það að þegar menn einu sinni ganga í flokkinn þá fara þeir ekki úr honum aftur. Ragna gerðist ung atvinnurek- andi og rak m.a. um áratugaskeið gistiheimili á Ásvallagötu 24 og var einnig fyrsta konan sem rak heild- sölu hérlendis, þ.e. heildsöluna Kemikalía hf. Margt var um mann- inn í afmælisveislu Rögnu sem hald- in var á Jómfrúnni, en meðal gesta voru Geir H. Haarde fjármálaráð- herra, sem Ragna hefur þekkt síð- an hann var 12 ára, og Björgólfur Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbanka Ísland, sem vann sín fyrstu störf hjá Rögnu en hún réð hann sem sölumann hjá sér í heildsölunni þegar hann var um tví- tugt. Stofnfélagi SUS heiðr- aður á afmæl- isdegi sínum Morgunblaðið/Golli Friðjón R. Friðjónsson, varaformaður SUS, Bjarki Baxter, framkvæmda- stjóri, og Hafsteinn Þór Hauksson, formaður félagsins, færðu Rögnu Björnsson blóm á 95 ára afmælisdaginn hennar sl. laugardag. Rögnu á hægri hönd er systir hennar Ágústa Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.