Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi DÆLUR FYRIR FISKELDI Sími 568 6625 ÞAÐ ríkti mikil gleði í Hafnarfirði og Kópavogi um helgina þegar tveimur af stærstu bikurum sem keppt er um í knattspyrnunni ár hvert var úthlutað. Breiðablik varð bikarmeistari í kvennaflokki á laugardaginn með því að sigra KR á sannfærandi hátt, 4:1, í úrslitaleik á Laugardalsvell- inum og varð þar með tvöfaldur meistari í ár. Kópavogsfélagið vann einnig öruggan sigur á Íslands- mótinu. Í Hafnarfirði tók karlalið FH á móti Íslandsbikarnum í gær eftir leik sinn við Fylki í næstsíðustu um- ferð. Úrslitin í úrvalsdeildinni voru þegar ráðin, FH-ingar hafa haft mikla yfirburði í sumar og litlu máli skipti þó þeir biðu í gær sinn annan ósigur í röð. | Íþróttir Morgunblaðið/Árni Torfason FH-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan í gær og Heimir Guðjónsson lyfti honum við mikinn fögnuð félaga sinna. Morgunblaðið/Golli Breiðablikskonur tóku við bikarnum á Laugardalsvellinum. Bikargleði FH og Blika „ÞAÐ sér ekki á gullhringnum þótt hann hafi legið í moldinni öll þessi ár,“ segir Maríus Kárason um giftingarhring konu sinnar, Kristbjargar Jónsdóttur, sem yngsta dóttir þeirra hjóna, Haf- rún, fann í vikunni í kart- öflugarði fjölskyldunnar á Hólmavík. Hringurinn glataðist í garðinum fyrir rúmum 30 árum. Aðspurður segir Maríus hringinn hafa týnst þegar þau hjón voru ásamt tveimur elstu börnum sín- um að taka upp kartöflur á sínum tíma. „Konan hafði tekið af sér hringinn til að geyma hann í bíln- um meðan hún væri að róta í moldinni. Krakkarnir voru á ferð og flugi og hafa þá tekið hring- inn úr bílnum og misst hann í moldina,“ segir Maríus og rifjar upp að þónokkuð hafi verið leitað að hringnum á sínum tíma. „En við vissum náttúrlega ekkert hvar þau hefðu misst hann, hvort það hefði verið inni í garði eða úti á grasi eða hvort hann hefði dottið niður á milli í bílnum,“ segir Maríus og tekur fram að hann hafi verið orðinn afar von- lítill um að finna hringinn eftir allan þennan tíma. „Hefur einhver týnt hring?“ Frá því að hringurinn glataðist hefur fjölskyldan nær árlega far- ið upp í garð í því skyni að rækta kartöflur. „Við höfum því sett niður í garðinn stöðugt síðan þetta varð og því alls kyns vélar búnar að tæta upp moldina í tím- ans rás.“ Nú í vikunni voru þau hjón einu sinni sem oftar að taka upp kartöflur og þá kallar yngsta dóttir þeirra sem var að taka upp hvort einhver hafi týnt gullhring. „Maður hefur alltaf hugsað til þess að hringurinn gæti leynst einhvers staðar þannig að maður áttaði sig strax á því hvað um var að ræða þegar dóttirin kallaði hvort einhver hefði týnt hring,“ segir Maríus, en hringurinn er einnig merktur með nafni hans þannig að þegar búið var að skola af hringnum fór ekkert á milli mála hvers kyns var. Að sögn Maríusar er hring- urinn aðeins of þröngur á Krist- björgu þó hún hafi getað komið honum upp. „Við erum hins veg- ar ekki búin að ákveða hvort hringurinn verði áfram geymdur eða stækkaður svo konan geti farið að ganga með hann,“ segir Maríus, en þess má geta að Krist- björg hafði ekki sett upp annan hring í stað þess sem glataðist. Hringurinn fannst eftir rúm þrjátíu ár í jörðu Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Giftingarhringur er heldur óvenju- leg uppskera úr kartöflugarði. Nafn Maríusar grafið í hringinn. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við þúsund manna frístundaþorp á Helln- um á Snæfellsnesi, sem reist er í sam- vinnu Íslendinga og Norðmanna. Þorpið á að heita á Plássið undir Jökli eins og gamla fiskiþorpið þar hét forðum daga þegar útræði var stundað frá Hellnum en þar voru fjöl- margar þurrabúðir. Hellisvellir ehf. keyptu um 30 hekt- ara spildu undir þorpið fyrir ofan kirkjuna og Menningarmiðstöðina á Hellnum í landi Brekkubæjar og ráð- gera að reisa allt að 200 íbúðarhús auk verslana, lista- og handverksgall- ería, hótels og þeirrar þjónustu sem þarf að vera til staðar í íbúavænu þorpi. Húsunum, sem öll verða flutt inn frá Noregi, svipar til svokallaðra katalóghúsa sem Íslendingar fluttu inn til Íslands frá Noregi á 19. öld og enn setja fallegan svip á ýmsa kaup- staði landsins, svo sem Seyðisfjörð, Tjarnargötu í Reykjavík o.s.frv. Hús- in sem hönnuð eru í níu grunngerðum verða heilsárshús og eru smíðuð eftir ströngustu kröfum um styrkleika og gæði. Húsin verða með ólíku sniði og eru þau í nokkrum stærðum frá 50 fermetrar upp í 150 fermetra og eru flest hæð og ris. Þeim er skilað full- búnum til eigenda með innréttingum og ýmsum nútímaþægindum. Eigendur Hellisvalla ehf. eru Þor- steinn Jónsson og Jörn Wagenius, byggingarverktaki frá Bergen í Nor- egi. Jörn rekur stórt byggingarfyr- irtæki þar og er með stór byggingar- verkefni í gangi víða um heim auk þess að vera með verkefni heima fyr- ir. Hann hefur meðal annars byggt upp frístundaþorp í Noregi og er eitt slíkt í 10 mínútna fjarlægð utan við Bergen. Ýmist seld eða leigð Að sögn þeirra félaga munu verða á annað hundrað hús úr timbri, sem mynda þorpið og verða þau ýmist seld eða leigð. Fólk getur flust vestur á Snæfellsnes og búið í þorpinu allt árið með lögheimili eða átt þar athvarf í öðru heimili og nýtt húsið sitt til frí- stunda. Þorsteinn og Jörn reistu Menning- armiðstöðina á Hellnum fyrir tveimur árum og mun hún gegna stóru hlut- verki í þorpinu, en fyrirhuguð er mikil stækkun hennar að vori. Áforma að reisa þúsund manna frístundaþorp á Hellnum  Fasteignablað | 30–31 Skipulagsmynd/Snæfellsnes Húsunum, sem öll verða flutt inn frá Noregi, svipar til svokallaðra katalóg- húsa sem Íslendingar fluttu inn til Íslands frá Noregi á 19. öld. Deilur um verð SAMNINGAVIÐRÆÐUR um kaup ríkisins á eignarhluta Reykjavíkur- borgar og Akureyrarbæjar í Lands- virkjun standa enn yfir. Ekki hefur náðst niðurstaða um hvers virði fyrirtækið er og þar af leiðandi ekki um kaupverð ríkisins á hlut sveitarfélaganna. Í viljayfirlýsingu sem fulltrúar eig- enda undirrituðu í febrúar sl. kom fram að samningaviðræðum ætti að vera lokið fyrir 30. september og að ríkið ætti að hafa keypt eignarhlut sveitarfélaganna fyrir árslok. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að enn beri ansi mikið á milli í viðræðum um verð á eignarhlutum sveitarfélaganna og segist hún vera frekar svartsýn á að samningaviðræðum ljúki fyrir mán- aðarlok. Margir óvissuþættir Margir óvissuþættir séu fyrir hendi þegar virði fyrirtækisins er metið. Hún segir hins vegar að sé rétt haldið á spilunum eigi að vera hægt að ljúka viðræðunum fyrir árslok. Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er góð- ur andi í viðræðunum og undirbún- ingsvinnu að mestu lokið. Hún segir að vilji allra standi til að leysa málið og það sé ekki aðalatriði að viðræðunum ljúki í þessum mánuði heldur að niðurstaða fáist í málið. Eigið fé Landsvirkjunar var 53 milljarðar samkvæmt árshlutaupp- gjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins og má búast við því að verðmæti fyrir- tækisins sé ekki undir þeirri upphæð.  Ágreiningur | 8 Eigið fé Landsvirkj- unar 53 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.