Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 27 DAGBÓK Hauststarf Leikmannaskóla þjóðkirkj-unnar er að hefjast. Á fyrsta námskeiðivetrarins mun séra Þórir Stephensenfjalla um Viðey í sögu og samtíð. Með honum verður séra Kristján Valur Ingólfsson. – Hvað ætlið þið nákvæmlega að skoða varðandi Viðey? „Markmið námskeiðsins er að lyfta hulunni af nokkrum köflum í merkri sögu Viðeyjar og hugleiða framtíðina í ljósi þeirra. Við munum til dæmis velta fyrir okkur af hverju Viðeyjarklaustur var stofnað og hvað þar var gert. Snorri Sturluson fjármagnaði kaupin á Viðey, svo þar mætti koma á fót klaustri. Það var af svokallaðri Ágústínusarreglu. Á Íslandi voru tvær frábrugðnar klausturreglur, Ágústínus- arregla og Benediktsregla. Í þeirri fyrrnefndu voru bræðurnir prestvígðir og kallaðir kanókar en í þeirri síðarnefndu voru munkar og nunnur. Ágústínus- arklaustrin voru miklu sjálfstæðari en hin. Við rann- sóknir mínar hef ég satt best að segja komist að ýmsu sem ég átti ekki von á. Þessi klaustur voru nefnilega ekki eins mikil klaustur og menn héldu. Ég segi ekki meira í bili varðandi það … Í Viðey eru mörg tímabil og við munum einnig fjalla um þau yngri. Bessastaðamenn stofnuðu til dæmis elliheimili í Viðey, svokallað Hospital, þar sem meiningin var að hafa pláss fyrir 12 uppgefna landseta Danakonungs í Gullbringusýslu. Við komu Skúla fógeta flutti þetta Hospital í Gufunes og Skúli byggði Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Þau ár sem Ólafur Stephensen starfaði þarna sem stift- amtmaður var Viðey síðan í raun æðsta valdasetur á landinu. Magnús sonur hans gerði seinna mikið menningarsetur í eynni og flutti þangað meðal ann- ars prentsmiðju. Viðey var síðan seld og Millj- ónafélagið svokallaða stofnað. Á staðnum var mikil útgerð á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Þarna var fyrsta hafskipabryggja við Faxaflóa og umskip- unarhöfn fyrir Reykjavík áður en Reykjavíkurhöfn varð til. Á námskeiðinu munum við einnig líta til fram- tíðar. Ég hef sjálfur stungið upp á lítilli byggð í eynni með gestahúsum fyrir listamenn og fræði- menn. Við viljum gjarnan að þátttakendur á nám- skeiðinu komi með tillögur varðandi framtíð Við- eyjar sem síðan mætti leggja fyrir borgaryfirvöld.“ – Fyrir hverja er námskeiðið? „Allir geta tekið þátt, ungir sem aldnir, lærðir sem leikir. Námskeiðið verður dagana 14., 21. og 28. september frá kl. 18–22 í Grensáskirkju. Auk þess verður farið í staðarskoðun og kirkjuheimsókn í Viðey og endað með sameiginlegum málsverði.“ Námskeið | Fjallað um Viðey í sögu og samtíð hjá Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar Merkileg saga Viðeyjar  Þórir Stephensen er fæddur í Reykjavík 1. ágúst 1931. Hann lauk guðfræðiprófi og hlaut prestsvígslu árið 1954. Hann var sókn- arprestur á Hvoli í Saurbæ, á Sauðárkróki og við Dómkirkjuna í Reykjavík til ársins 1989. Síðustu starfs- árin var hann stað- arhaldari í Viðey og hefur rannsakað sögu Við- eyjar. Þórir lauk MA-prófi í kirkjusögu við HÍ vorið 2002. Eiginkona hans er Dagbjört G. Stephensen og eiga þau þrjú börn. Greiðsludreifing LÍN ÉG er ein af þeim fjölmörgu sem greiða af námslánum hjá LÍN. Fyrir nokkrum árum var boðið upp á þann möguleika að dreifa af- borgunum með greiðsludreifingu og ákvað ég að nýta mér hann. Skemmst er frá að segja að þetta fyrirkomulag er hið prýðilegasta. Skiptast þessar tvær greiðslur á ári í fernt í hvort skipti og hefjast afborganir 1. sept. og 1. feb. ár hvert. Allt hefur gengið prýðilega nema að einu leyti. Málið er að upplýsingar um upp- hæð skuldfærslunnar berast aldrei fyrr en eftir að fyrsta greiðsla í hvert skipti hefur verið greidd. Núna 1. sept. var tekin af reikn- ingnum mínum ákveðin upphæð en greiðsluseðillinn, dagsettur 31. ágúst, barst ekki fyrr en 2. sept- ember. Þetta er ákaflega bagalegt því ekki er um sömu upphæð að ræða í hvert skipti. Fyrir tveimur árum hafði ég samband við Lánasjóðinn og kvart- aði yfir þessu og var mér þá tjáð að þetta hefðu verið mistök vegna bilunar í tölvukerfi sem myndu ekki endurtaka sig, en þetta hefur gerst þrisvar síðan, þ.e. í hvert skipti. Mig langar því að beina þeirri spurningu til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna hverju þetta sæti. Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur. Auglýsingar Íslandsbanka UNDANFARIÐ hef ég lesið tvær greinar hér í Velvakanda þar sem annars vegar bókavörðurinn Einar Ólafsson og hinsvegar Lilja skrifa um það hvernig auglýsingar Ís- landsbanka kenni æsku landsins frekju. Þessum skrifum gæti ég ekki verið meira ósammála. Mér finnst að við eigum alveg að geta treyst unga fólkinu til þess að gera upp á milli þess sjálft hvort slík hegðun er viðeigandi eða ekki. Auglýs- ingar eru til þess að vekja athygli og það hafa þessar auglýsingar gert. Jónas. Strætókerfið í molum NÝLEGA sá ég grein í Morg- unblaðinu, líklega eftir einhvern arkitekt nýja strætókerfisins. Þar sagði að eldri borgarar hefðu notið ofurþjónustu með gamla kerfinu. Ofurþjónustan fólst í því að við þurftum að ganga miklu skemmri leið með innkaupapoka meðan vagnarnir fóru um götur í hverf- unum. Sér er nú hver ofurþjón- ustan að geta dregið björg í bú. Er það virkilega vilji borgarinnar að koma svona fram við gamalt fólk? Gamall. Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar fást gefins á góð heimili, kassavanir. Upplýs- ingar í síma 554 3358. Kettlingar fást gefins KASSAVANIR kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 697 4872. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Kirkjustarf Árbæjarkirkja | STN – 7–9 ára starf. Hittumst í skóla Norðlingaholts á mánudögum kl. 15. Söngur, sögur, leikir og ferðalög fyrir hressa krakka. Helgi- og fyrirbænastund, Hraunbæ 103, alla mánudaga 10–10.30. Umsjón sr. Þór Hauksson og Krisztina Kalló Sklenár, organisti. Áskirkja | Námskeið frá kl. 10–15 í heimsóknaþjónustu miðvikudaginn 14. september. Ragnheiður Sverrisdóttur, verkefnastjóri kærleiksþjónustu Bisk- upstofu, sér um námskeiðið. Öllum op- ið. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku. Boðið upp á léttan hádegisverð. Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf, 6.–7. bekkur, alla mánudaga kl. 16.30– 17.30. Æskulýðsstarf – KGB, 8.–10. bekkur, alla mánudaga kl. 20–22. Grindavíkurkirkja | Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Fyrsta sam- vera 13. september. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk er með fundi á mánudögum kl. 20–21.30. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handavinna kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Fé- lagsvist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, samverustund, fótaaðgerð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan er opin í dag frá kl. 10 til 11.30. Félagsvist verður spiluð í kvöld í Gull- smára kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla kl. 18. Samkvæm- isdans, framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20. Haustlitaferð í Skorradal, kvöld- verður og dans í Skessubrunni, Svína- dal. Uppl. og skráning hjá FEB í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Gull- smárabids. Bridsdeild FEBK í Gull- smára spilar alla mánu- og fimmtu- daga. Þátttökugjöld 200 kr. Skráning kl. 12.45. Spil hefst stundvíslega kl. 13. Kaffi og heimabakað meðlæti fáanlegt í spilahléi. Allir eldri borgarar velkomn- ir. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Frjáls prjónastund. Ganga kl. 9.30. Glerskurður kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–11. Op- in vinnustofa kl. 9–16, silki- og gler- málun, kortagerð. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun virka daga fyrir há- degi. Hádegisverður. Fótaaðgerðir 588 2320. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Leikfimi í dag kl. 14 í Þrótti. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10 ganga, kl. 13–16.30 opin vinnustofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handa- vinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13.30–14.30 leshópur. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Talið upp í þrettán. Norður ♠10654 ♥Á76 N/Enginn ♦KD ♣Á732 Vestur ♠DG9 ♥G1098 ♦1087 ♣D94 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Lesandinn er í vestur og kemur út með hjartagosa gegn sex spöð- um. Suður tekur slaginn heima á kónginn og leggur niður ÁK í trompi. Makker reynist eiga ein- spil, en hann hendir tígli í síðara trompið. Sagnhafi spilar næst tíg- ulás og tígli á kóng, tekur hjartás- inn (fylgir heima) og stingur hjarta. Sendir þig svo inn á tromp- drottningu. Hvernig viltu verjast? Sagnhafi er að reyna að tæla þig til að hreyfa laufið, en þú skalt ekki láta það eftir honum. Skipting suð- urs liggur fyrir – hann á fimm tromp og 2-2 í rauðu litunum og þar með fjögur lauf. Því skiptir engu máli þótt þú spilir tígli eða hjarta í tvöfalda eyðu: Norður ♠10654 ♥Á76 ♦KD ♣Á732 Vestur Austur ♠DG9 ♠3 ♥G1098 ♥D542 ♦1087 ♦G96543 ♣D94 ♣108 Suður ♠ÁK872 ♥K3 ♦Á2 ♣KG65 Það má bara ekki spila laufi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.