Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í Fréttablaðinu 17. ágúst er forsíðufrétt um að börn verði lík- lega send heim af leikskólum í Reykja- vík vegna manneklu. Formaður mennta- ráðs segir samkeppni um vinnuafl gríð- arlega. „Þensla á vinnumarkaði er gíf- urleg og atvinnuleysi komið niður í nánast ekki neitt.“ Þetta segir kannski meira en ætlunin var. Þetta segir að Reykjavík- urborg rekur starf- semi sína á þeim for- sendum að hægt sé að nýta vandræði fólks þegar atvinnu- ástand er slæmt og fá það í vinnu fyrir lágmarkslaun. Í þessu endurspeglast mikið virðingarleysi bæði gagnvart starfsfólkinu og almenningi sem þarfnast þjónustu borgarinnar. En það er reyndar ekkert nýtt að borgarstofnanir séu í vandræðum með starfsfólk vegna of lágra launa. Kannski einmitt þar sem mest ríður á að hafa gott og stöð- ugt starfsfólk, í ýmsum umönn- unarstörfum, er stöðug mannekla og starfsfólk stoppar stutt við. Síðan hefur hver fréttin rekið aðra um slæmt ástand sem í sum- um tilvikum jaðrar við neyðar- ástand í skólum, leikskólum og heilbrigðisstofnunum. Þetta ástand á ekki bara við um Reykjavík, almennt eru bæði rík- ið og sveitarfélög að borga léleg laun. Það kom fram í einhverju blaði um daginn að byrjunarlaun í lægstu aldursþrepum í þeim störfum sem hér um ræðir eru gjarnan á bilinu 112 til 117 þús- und, en það þýðir þá að starfs- maður sem er orðinn 45 ára og hefur öðlast einhverja starfs- reynslu getur kannski slefast upp í 130 til 140 þúsund krónur. Það má reyndar líta svo á að með þessum lágu launum séu starfs- mennirnir að greiða niður þjón- ustu ríkisins og sveitarfélaganna. Þetta kemur út eins og þeir væru að borga miklu hærri skatt en aðrir, þessi skattur er reyndar ekki bókfærður sem slíkur en nið- urstaðan er sú sama: lægri út- borguð laun. Mættum við þá ekki biðja frekar um að skattprósent- an sé almennt hækkuð og deilt á alla íbúana. Hins vegar væri hækkun skattleysismarka auðvit- að kjarabót fyrir hina tekjulægri. Þegar við í samninganefndum stéttarfélaga opinberra starfs- manna setjumst niður til samn- inga, þá er tvennu borið við gegn almennilegum launahækkunum: annars vegar er ekki til fjármagn til að borga þau laun sem sann- gjörn gætu talist, en hins vegar, og ekki síður, væri það bara óá- byrgt að semja um slík laun, jafn- vel þótt fjármagn væri fyrir hendi, af því að það mundi raska jafnvæginu á vinnumarkaðnum, hleypa af stað launaskriði og koll- keyra allt. Já, sanngjörn hækkun á launum ófaglærðs starfsmanns á leik- skóla með 115 þúsund krónur á mánuði eða faglærðs starfsmanns með 170 þúsund krón- ur mundi kollvarpa öllu heila klabbinu. En það gerist ekkert þótt mánaðarlaun stjórnenda fyrirtækja hoppi upp um einhver hundruð þúsunda króna eða gerðir séu starfslokasamningar upp á tugi milljóna. Þá sjáum við hverjir axla í raun mestu ábyrgðina í þessu samfélagi. Reykjavík- urborg og fleiri sveit- arfélög hafa verið að vinna ágæta vinnu að undanförnu í sam- starfi við stéttar- félögin. Þar á ég við starfsmatið, sem mörgum þótti reyndar gefa lítið í aðra hönd, en starfs- mat eitt og sér tryggir auðvitað ekki almennar launahækkanir þó að samið hafi verið um ákveðnar upphæðir til að laga launin að niðurstöðum matsins. Reyndar þarf að setja miklu meira fé í kerfið til að ná fram tilætluðum breytingum. Nú fara í hönd samningaviðræður Reykjavík- urborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Í þeim við- ræðum þarf að hafa tvennt að leiðarljósi: Annarsvegar þarf borgin að leggja fram á næsta samningstímabili nægilegt fé til að ljúka endurröðun í samræmi við starfsmatið. Hins vegar þarf að koma launum starfsmanna Reykjavíkurborgar almennt í það horf að þau verði ekki lægri en gerist á almennum vinnumarkaði þegar atvinnuástand er í lagi. Eitt meginmarkmið starfsmatsins er að draga úr kynjabundnum launamun. Það markmið næst hins vegar aldrei meðan Reykja- víkurborg rekur láglaunastefnu að öðru leyti. Það eru sem sagt þrenn rök fyrir því að Reykjavík- urborg taki sig nú á og semji um verulegar launahækkanir til handa starfsmönnum sínum: í fyrsta lagi einfaldlega að starfs- mennirnir fái sanngjörn laun, í öðru lagi að ná markmiðum starfsmatsins um launajafnrétti kynjanna og í þriðja lagi að tryggja góða þjónustu borg- arinnar. En það er borgarstjórnar að taka ákvörðun um þetta. Það þýðir ekkert fyrir borgarfull- trúana að varpa kjarasamning- unum bara í hendur samninga- nefndar borgarinnar. Spurningin er: vill borgarstjórn Reykjavíkur komast út úr þessu fari láglauna- stefnunnar? Og þá er ég ekki að tala um 50 milljónir af liðnum ófyrirséð útgjöld til að mæta kostnaði vegna yfirvinnu og álags sem borgarráð samþykkti 8. sept- ember, enda geta þær greiðslur aldrei komið kjarasamningi neitt við. Ég er að tala um kjarasamn- inga sem koma í veg fyrir að í framtíðinni þurfi að grípa til svona reddinga svo að borgin geti haldið uppi lágmarksþjónustu. Borgarstjórn verður að varpa ábyrgðinni á stöðugleika efna- hagskerfisins af herðum sínum og starfsmanna sinna. Almennileg laun handa þeim sem sinna op- inberri þjónustu er spurning um pólitískan vilja og stefnu. Laun hjá Reykja- víkurborg verða að hækka Einar Ólafsson fjallar um laun starfsmanna Reykjavík- urborgar Einar Ólafsson ’Almennileglaun handa þeim sem sinna op- inberri þjónustu er spurning um pólitískan vilja og stefnu.‘ Höfundur er bókavörður og í samninganefnd St.Rv. SEM formaður menningar- og menntamála í Reykavíkurborg tek ég undir áskorun opins fund- ar Bandalags íslenskra lista- manna og listdansara um að mennta- málaráðherra felli úr gildi ákvörðun um að loka Listdansskól- anum í vor. Mér hefur borist fundargerð kenn- arafundar í Listdans- skólanum sem hald- inn var 16. ágúst sl. Þar segir meðal ann- ars um málflutning fulltrúa ráðuneytis: „Framhaldsskólinn verði í MH og grunn- skólinn fari til sveitarfélaganna. Listdansskólinn verði lagður nið- ur haustið 2006. Gengið verði frá nýrri námskrá 45 eininga til stúdentsprófs … Kennsla á grunnskólastigi heyrir undir sveitarfélögin og koma verður í ljós hvernig þau mál verða leyst … Ekkert hefur verið rætt við sveitarfélögin.“ Hér stendur skýrt: Ekkert hef- ur verið rætt við sveitarfélögin, og get ég vottað að það er alveg hárrétt hvað varðar Reykjavík- urborg. Það er nýmæli að ráðu- neytið gefi út í tilskipanastíl að listdanskennsla „á grunn- skólastigi heyri undir sveit- arfélögin“. Í hvaða lög er vísað? Ég velti fyrir mér hvers konar framtíðarsýn það er um listnám í mikilvægri grein að segja: „koma verði í ljós hvernig þau mál verða leyst“. Hefur ráðuneytið yfirleitt nokkra sýn á það hvernig grunn- og framhaldsnám í listum eins og tónlist, dansi, sviðslist og mynd- list á að vera háttað? Svo mikið er víst að eigi listnám í dansi að miðast við getu eins framhalds- skóla eins og MH að leysa úr því með 45 einingum til stúdentsprófs og „koma verði í ljós“ hvernig grunnnám sé leyst eigum við tæp- ast von á metn- aðarfullu danslífi hér á landi. Framtíðarsýn um listnám Á undanförnum misserum hafa sveit- arfélögin þrýst á um að ríkisvaldið axli raunverulega ábyrgð á framhaldsnámi í tónlist eins og öðrum námsgreinum. Ég sat m.a. í viðræðunefnd fyrir hönd Sam- bands íslenskra sveitarfélaga þar sem aðeins tókst að ná fram lít- ilfjörlegum tilslökunum ríkisins til bráðabirgða. Þær eru svipaðar og nú á að innleiða með dansinn á framhaldsstigi. Á hverju strandaði? Skýrri sýn um hvernig standa ætti að kröfuharðasta og metnaðarfyllsta námi þeirra sem vilja helga sig listinni. Svo dregst endalaust að endurskoða lög um tónlistarnám. Á meðan ríkisvaldið þráast við að koma með lausn um tónlistarnám á framhaldsstigi tekur Reykjavíkurborg á sig að halda uppi því metnaðarfulla námi á þessu stigi sem hingað til hefur verið, af þeirri ástæðu að við viljum ekki tapa heilli kynslóð tónlistarfólks í undanfærslu- brögðum ráðuneytisins. Hræddur er ég um að ein- hverjum hefði brugðið ef Reykja- víkurborg hefði tilkynnt um miðj- an síðasta mánuð að hún myndi leggja niður styrki til framhalds- náms í tónlist án fyrirvara eða án viðræðu við nokkurn sem að kem- ur. En þau vinnubrögð viðhefur ráðuneytið með dansinn. Hvers konar framtíðarsýn er þetta um listnám í landinu? Við eigum listaháskóla, en okkur vantar lista-framhaldsskóla þar sem hæfustu nemendum okkar í tón- list, dansi, myndlist og sviðs- listum stendur til boða kröfuhart og metnaðarfullt nám. Hættum við þessa vitleysu. Nú er tími til að hugsa stórt og horfa vítt til þess hvernig við viljum byggja upp listnám í öllum helstu grein- um á Íslandi. Reykjavíkurborg hefur þar af miklu að miðla og vilja til að taka þátt í mótun framtíðarstefnu um þessi mál. Listdansskólinn: Óráð Stefán Jón Hafstein fjallar um listnám ’Nú er tími til að hugsastórt og horfa vítt til þess hvernig við viljum byggja upp listnám í öll- um helstu greinum á Ís- landi. Reykjavíkurborg hefur þar af miklu að miðla og vilja til að taka þátt í mótun framtíð- arstefnu um þessi mál.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. FLESTIR foreldrar þurfa að sjá á eftir barni sínu í gæslu þeg- ar fæðingarorlofi lýkur hvort sem þeim líkar betur eða verr, til þess að halda í stöður sín- ar á vinnumark- aðnum. Vinir og vandamenn eru yf- irleitt einnig útivinn- andi svo foreldrar verða að treysta á þá þjónustu sem þeirra bæjarfélag veitir. Reykjavíkurborg greiðir niður dag- gjöld vegna barna sem eru í gæslu hjá dagforeldrum og í einkareknum leik- skólum frá 6 mánaða aldri. Foreldrar ættu því að hafa þessa valmöguleika, en sú er yfirleitt ekki raunin. Ekki er rekstrargrundvöllur fyrir yngsta aldurshópinn í einkarekn- um leikskólum vegna þess að nið- urgreiðslurnar frá borginni eru umtalsvert lægri fyrir 6–17 mán- aða börn en fyrir 18–24 mánaða börn. Fyrir átta klukkustunda gæslu á þjónustusamningi A hækka mánaðarlegar niður- greiðslur vegna 18–24 mánaða barna sem hér segir: Fyrir börn einstæðra foreldra um 132%, hjónafólks um 279% og námsfólks um 251%. Þessar greiðslur lækka síðan árlega til fimm ára aldurs og eru þá orðnar líkari upphafs- greiðslunum. Hinsvegar eru nið- urgreiðslurnar til dagforeldra þær sömu fyrir alla aldurshópa og eru svipaðar þeim greiðslum sem einkaskólarnir fá fyrir yngsta aldurshópinn, sem ekki er rekstrargrundvöllur fyrir. Dag- foreldrar/dagmæður gæta nú að- allega yngstu barnanna sem eru frá 6–24 mánaða aldri sem virðist vera kostnaðarsamasti aldurshóp- urinn. Dagforeldrar starfa undir ströngu eftirliti daggæsluráðgjafa á vegum Leikskóla Reykjavíkur. Þeir eru í sjálfstætt starfandi ábyrgð- arstöðu og þurfa því réttilega að uppfylla ströng skilyrði til þess að fá starfsleyfi. Kostnaður er mikill við reksturinn, meðal annars vegna örygg- iskrafna, húsbúnaðar og leikfangakaupa. Vegna samkenndar við foreldra eiga dag- foreldrar erfitt með að hækka gjaldskrá sína og reyna því að hafa greiðslurnar í lágmarki. Þeir eru nú að berjast fyrir því að niðurgreiðslur á gjöldum foreldra verði hækkaðar fyrir börnin í þeirra umsjá til þess að rekstrargrundvöllur verði fyrir starfi þeirra. Nú er svo komið að dagforeldrum fer ört fækkandi og eru margir foreldrar með yngstu börnin því í stökustu vandræðum með að koma þeim fyrir. Þó tilvera stéttarinnar í borginni virðist hreinlega í húfi hefur lítið komið út úr viðræðum hennar við borgaryfirvöld. Á kannski það sama fyrir þeim að liggja og starfskonum gæsluvalla Reykjavíkurborgar? Gæsluvell- irnir eru nú því miður liðin tíð og munu börnin fara á mis við að kynnast þeim líflega og góða anda sem þar ríkti. Einnig er skortur á starfsfólki í mörgum leikskólum borgarinnar vegna lágra launa, sem veldur því að oft fá börnin ekki pláss fyrr en þau eru orðin tveggja ára. Foreldrum er því þröngur stakkur skorinn og lítið er um raunverulegt val eða úrræði. Taka má Garðabæ til fyrir- myndar í þessum efnum. Þar hef- ur val um dagforeldri eða leik- skóla verið gert að raunhæfum valkosti fyrir foreldra. Var það gert með því að hækka niður- greiðslur frá 1. september sl. fyr- ir börn sem náð hafa eins árs aldri, bæði hjá dagforeldrum og einkareknu leikskólunum. Með þessu hefur kostnaður foreldra verið jafnaður og ættu þeir að geta valið þá þjónustu sem hent- ar þeirra barni óháð efnahag. Til samanburðar má nefna að hjóna- fólk og sambúðarfólk fær nú nið- urgreitt 40 þúsund krónur mán- aðarlega í ellefu mánuði á ári fyrir 8 stunda vistun barns hjá dagforeldri í Garðabæ, á meðan Reykjavíkurborg greiðir aðeins 13.600 krónur. Umönnunarstörf hljóta að telj- ast með veigameiri störfum vel- ferðarsamfélags en eru samt ekki metin að verðleikum þegar kemur að launum. Með jafnréttisbarátt- unni er launavitund kvenna orðið sterkari, þeim finnst ekki lengur sjálfsagt að þiggja lág laun fyrir annasöm og ábyrgðafull störf. Látið dagforeldra ekki eina um að berjast Sigrún Berg Sigurðardóttir fjallar um dagvistunarmál ’Umönnunarstörfhljóta að teljast með veigameiri störfum vel- ferðarsamfélags en eru samt ekki metin að verðleikum þegar kem- ur að launum.‘ Sigrún Berg Sigurðardóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.