Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 9 FRÉTTIR • Engjateigi 5 • sími 581 2141 NICK buxurnar komnar Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 SÓLEY Tómasdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í eitt af efstu sæt- um í prófkjöri Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs vegna sveitastjórn- arkosninganna í Reykjavík vorið 2006. Í tilkynningu frá Sóleyju segir að hún leggi áherslu á jafn- réttismál, dag- vistarmál, menntamál og íþrótta- og tóm- stundamál. „Það er trú mín að ef áherslur mínar njóta fylgis borgarbúa muni það leiða af sér betri lífskjör fyrir okkur öll.“ Býður sig fram í prófkjöri VG Sóley Tómasdóttir SUNDKAPPARNIR Hálfdán Örn- ólfsson og Heimir Örn Sveinsson syntu sjósund úr eyjunni Skrúð, sem rís úr landi austan Fáskrúðs- fjarðar, fyrir helgi og er það í fyrsta sinn sem það er gert. „Þetta hefur aldrei verið reynt og menn hafa talið þetta vera ógerlegt,“ seg- ir Hálfdán og bætir við að þeir fé- lagarnir hafi afsannað það. „Þetta tókst rosalega vel til,“ segir Hálfdán og bætir því við að það hafi verið mikil vinna á bak við sundið sem hafi tekið gríðarlega á. Þeir fylgdust með sjávarföllum, veðráttu og hitastigi auk þess sem þeir ræddu við trillukarla sem þekkja svæðið manna best. „Það eru alveg gríðarlegir straumar þarna. Þetta er ekkert fyrir Jón Jónsson að fara þetta einn tveir og þrír. Að vera þarna á milli er eins og að vera ofan í grautarpotti.“ Leiðin sem þeir syntu var rúmir þrír kílómetrar og sjórinn um sjö gráða heitur. Þeir voru í þunnum sundbúningi með blöðkur til þess að auðvelda sér sundið. Félagarnir lögðust til sunds kl. 11 í gær og stóð sundferðin í um klukkustund. Þeir félagar eru keppnismenn í sundi og báðir í toppformi. Hálfdán segir þá hafa æft stíft fyrir sundið auk þess sem þeir nýttu sumarið til þess að æfa sjósund. Kunningi þeirra fylgdi þeim á bát og var ferðin mynduð í bak og fyrir enda ekki á hverjum degi sem þetta er gert. Hann segir sundið hafa tek- ið gríðarlega á. „Þegar maður er búinn að peppa sig upp í þetta fer maður svolítið langt á viljanum,“ segir Hálfdán. Hann segir að hon- um þætti gaman að sjá það ef ein- hverjir aðrir tækju sig til og syntu þarna um. Tveir sundkappar syntu sjósund úr Skrúð fyrstir manna „Menn hafa talið þetta vera ógerlegt“ Heimir Örn Sveinsson og Hálfdán Örn Sveinsson æfðu sjósund í Nauthólsvík fyrir stóru átökin fyrir austan. Skrúðssundið tók um klukkustund og var straumurinn gríðarlegur að sögn Hálfdáns Arnar Sveinssonar. STARFSMANNAFÉLAG Reykja- víkurborgar lýsir í ályktun yfir þungum áhyggjum vegna lágra launa og mikils vinnuálags hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Á sumum vinnustöðum hafi auk manneklu verið óviðunandi álag á starfsfólki vegna stórtækra skipu- lags- og stjórnkerfisbreytinga að undanförnu. „Þrátt fyrir viðleitni til að jafna kynbundinn launamun hjá Reykja- víkurborg hafa borgaryfirvöld sýnt lítinn metnað og þor í þá veru að borga starfsmönnum sínum sóma- samleg laun og koma þannig í veg fyrir það ástand sem nú er uppi á fjölmörgum vinnustöðum borg- arinnar. Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar hlýtur því að fagna yf- irlýsingum borgarstjóra, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, um að átak verði gert í að lagfæra launakjör starfsmanna borgarinnar og hugmyndum hennar um að kjarasamningum verði flýtt. Ástandið er óþolandi bæði hvað laun og vinnuálag varðar. Með komandi kjarasamningum verður sú staða að breytast svo um mun- ar,“ segir í ályktun félagsins. Aukið vinnuálag og laun of lág ALLS verða 134 nemendur við nám í Hólaskóla – háskólanum á Hólum í vetur auk 12 til viðbótar sem stunda þar meistara- eða doktorsnám. Árið 2000 var 51 nemandi við skólann. Skúli Skúlason, rektor skólans, sagði í skólasetningarræðu sinni sl. þriðjudag að mikilvægt væri að þróa há- skólanám, bæði námið sjálft og rannsóknarstörfin sem því tengdust. Daginn eftir voru formlega teknar í notkun 43 nýjar íbúðir fyrir nemendur í níu nýbyggðum húsum og opnaði Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra eina íbúðina og afhenti rektor skólans lyklana sem hann hafði áður fengið hjá Ólafi Friðrikssyni byggingameistara. Alls verða níu nemendur á fiskeldis- og fiska- líffræðideild skólans í vetur, 74 í ferðamáladeild, þar af 50 sem stunda fjarnám, og í hrossarækt- ardeild verður alls 51 nemandi. Nemarnir tólf sem eru í meistara- eða dokt- orsnámi eru bæði íslenskir og erlendir og stunda sumir hverjir námið í samvinnu við Háskóla Ís- lands og erlenda háskóla. „Við erum mjög stolt af því að vera með nemendur frá mörgum löndum og í vetur verða nemendur frá alls níu löndum í skól- anum, flestir í hestanámi en einnig eru erlendir nemar í námi í ferðamálum og fiskeldi,“ sagði Skúli Skúlason m.a. í ræðu sinni. Mikilvægt að hafa góða aðstöðu Þá sagði rektor að aðstaða væri mikilvæg í þró- un skóla og sagði mikið hafa verið unnið á Hólum undanfarin ár við nýbyggingar og viðhald bygg- inga. Nú væri á lokastigi frágangur á umfangs- mikilli aðstöðu til kennslu og rannsókna á sjáv- arfiskum í húsnæði Fisk Seafood á Sauðárkróki og hefðu starfsfólk og nemendur þegar komið sér þar fyrir og hafið störf. Rektorinn dró fram sérstöðu Hólaskóla meðal háskólastofnana sem hann sagði felast í því að skólinn ætti mikið samstarf við aðra. Sagði hann þróun skólans undanfarin ár hafa grundvallast á virku samstarfi við aðra skóla, stofnanir og fyr- irtæki. Fælist það m.a. í því að hægt væri að fá nám við Hólaskóla metið við aðra skóla og á Hól- um væri nám annars staðar metið og þessi stefna væri nátengd þeirri stefnu háskólasamfélagsins í dag að auka sveigjanleika í námi. Nýir nemendagarðar í notkun Nýir nemendagerðar hafa verið reistir fyrir Hólaskóla undanfarin ár og sl. miðvikudag lauk byggingu níu húsa með 43 íbúðum af ýmsum stærðum, allt frá einstaklingsíbúðum upp í fimm herbergja íbúðir. Arkitekt er Björn Kristleifsson. „Tilkoma þessara húsa er hrein bylting í aðstöðu nemenda skólans en við megum hafa okkur öll við að útvega ört stækkandi nemendahópnum hús- næði hér á staðnum,“ sagði Skúli Skúlason í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segir talsvert um að nemendur séu fjölskyldufólk og því sé nauðsyn- legt að hafa nokkurt framboð af þokkalega stórum íbúðum. Íbúðalánasjóður fjármagnar 90% af kostnaðinum og Sparisjóður Skagafjarðar lánaði 10%. Eignarhaldsfélagið Þrá á Sauðárkróki ann- ast framkvæmdina. Þrá ehf. er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Friðriks Jónssonar ehf. en Sveit- arfélagið Skagafjörður sér um gatnagerð. Viðstaddir vígslu nýju nemendagarðanna voru nokkrir þingmenn kjördæmisins og sveitarstjórn- armenn sem héldu ræður auk Guðna Ágústs- sonar. Skúli sagði að fram hefði komið í máli þeirra allra mikill stuðningur við uppbyggingu byggðar og allrar starfsemi á Hólum. „Við þurfum að byggja hér samfélag sem er sjálfu sér nógt um flesta innviði og við leggjum mikið upp úr því að vanda til verka á öllum sviðum í því sambandi,“ sagði Skúli einnig og sagði þriðja áfanga nem- endagarða framundan og yrði brátt ráðist í fram- kvæmdir við nokkuð á þriðja tug íbúða sem sumar hverjar yrðu vonandi komnar í gagnið að ári. Einnig flutti Margrét Björk Björnsdóttir, fulltrúi nemenda, ávarp og sr. Jón Baldvin Aðalsteinsson vígslubiskup blessaði húsið. Yfir 130 nemendur verða í Háskólanum á Hólum í vetur Ljósmynd/Sólrún Harðardóttir Guðni Ágústsson flutti ræðu við vígslu nýrra nemendagarða á Hólum og opnaði þá formlega. Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum, flutt ræðu við skólasetninguna. Sérstaðan felst í samstarfinu Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.