Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 31
Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Fjör var meðal áhorfenda á föstudagskvöldið. Donna Mess er stjórnlaus og í rusli. Sveitin er skip- uð þeim Björgu, Iðunni og Söru. „ÓHÆTT er að segja að aldrei hafi eins ólíkar stefnur komið saman áð- ur,“ sagði m.a. í kynn- ingu á tónlistarviðburð- inum Orðið Tónlist 2005 sem stóð frá miðvikudegi til laugardags. Án þess að fjölyrt sé um þá fullyrð- ingu var að minnsta kosti af nógu að taka á hátíð- inni. Morgunblaðið var í Iðnó á föstudags- og laugardagskvöldið. Á föstudaginn spiluðu pönksveitin Rass, sem fyrir stuttu gaf út sína fyrstu breiðskífu; Mamm- út, sem vann Músíktil- raunir í fyrra; Dr. Spock, sem gaf út breiðskífuna „Dr. Phil“ á dögunum; diskórokksveitin Jeff Who?, sem hitaði upp á Franz Ferdinand-tónleik- unum; og tveggja manna laid-back indie-rokksveitin Hairdoctor. Laugardagskvöldið var ekki síður stjörnum prýtt en þá spilaði Dä- lek (borið fram dialect), sem er nýstárleg bandarísk hiphop- hljómsveit frá Newark í New Jersey-ríki í Bandaríkjunum. Ghostigital, hið súra samstarfsverkefni Einars Arnar og Bibba Curver, var einnig á dagskrá, auk sveit- anna Forgotten Lores, Skakkamanage og Donna Mess. Jeff Who? sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu „Death Before Disco“ í september. M or gu nb la ði ð/ E gg er t Hljómsveitin Rass þykir gríð- arhress og syngur m.a. um umboðs- mann Alþingis sem stendur sig ekki. Í Iðnó var Orðið Skakkamanage hefur komið fram, meðal ann- ars með Mice Parade, múm og Kimono. Morgunblaðið/Eggert 400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l. Sýnd kl. 6 ísl tal Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 8Sýnd kl. 6 Í þrívídd Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Miðasala opnar kl. 17.15 Sími 551 9000 Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30 b.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10.15 KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  VINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 6 ísl tal Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára 553 2075☎ Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i 16 ára ÞEGAR EKKI ER MEIRA PLÁSS Í HELVÍTI MUNU HINIR DAUÐU RÁFA UM JÖRÐINA  TOPPFIMM.IS  DV  KVIKMYNDIR.IS ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! MEISTARI HROLLVEKJUNNA R SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna!   MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 31 G entlemen Prefer Blondes er ein af helstu myndum snilldarleikkon- unnar Marilyn Monroe. Þarna er hún á hátind- inum,1953, og sýnir allar hliðar á hæfileikunum, með söng og dansi. Myndin er gerð eftir frægum söngleik. Grunnhugmyndin er þessi: Dáfagra dansmærin Lore- lei neytir allra bragða til að „komast yfir“ ríka menn, og demantar eru það ómótstæðileg- asta sem hún getur hugsað sér. Úr þessari einföldu og sterku hugmynd verður heil hljóm- kviða, þar sem vinkonurnar Do- rothy (Jane Russell) og Lorelei (Marilyn Monroe) eru í aðal- hlutverkum. Það er djörf hug- mynd að setja á oddinn tvær kvenstjörnur, og nokkuð sem óperuhöfundar hafa forðast kerfisbundið – tvær sópr- ansöngkonur saman í aðal- hlutverkum – illframkvæm- anlegt. En samspil þessara tveggja er dásamlegt og vináttan trú- verðug, svo ólíkar sem þær eru. Ég man varla eftir skemmtilegri vinkonum úr bíómynd. Dorothy sér í gegnum vinkonu sína en kann samt að meta góða kosti hennar. Lorelei ber umhyggju fyrir Dorothy og hefur sér- stakar áhyggjur af því að vin- kona hennar hefur bara smekk fyrir fátækum mönnum. Það er einn bónus við Gentle- men Prefer Blondes að Par- ísarrómantíkin blómstrar, því stöllurnar fara í siglingu – og þetta kemur sérstaklega við hjartað í þeim sem hafa París alltaf í farangrinum, sem veislu. Hápunktur mynd-arinnar er þegarMarilyn Monroesyngur Diamonds Are a Girl’s Best Friend – ómót- stæðileg fyrir áhorfandann eins og demantarnir eru fyrir henni. Ein ástæða fyrir því hvað Mari- lyn Monroe virkar sterkt er sú að snilldin hjá henni er hjúpuð í þoku fegurðar og þokka. Enginn er barinn í hausinn með þessari snilld, heldur er hún bara á sínu róli bak við glitrandi framhlið- ina, og byrjendur gætu villst á henni og einhverju öðru. Örlög snilldargyðjunnarMarilyn Monroe urðuþau að hún hætti aldr-ei að vera til. Nýlega dúkkuðu upp segulbands- upptökur sem sagt er að séu frá geðlækninum hennar og afhjúpa forvitnileg atriði úr hennar einkalífi. Aftur vöknuðu spurn- ingarnar um dauða hennar, að hún hafi ekki stytt sér aldur eins og opinberlega var sagt, heldur að hún hafi verið myrt. Þannig hefur skáldkonan Joyce Carrol Oates það líka í skáld- sögudoðrantinum um Marilyn. Marilyn Monroe lék líka í ein- hverri bestu gamnmynd allra tíma, Some Like It Hot (Enginn er fullkominn). Hún batnar með hverju skipti sem hún er skoð- uð. Sú mynd og Gentlemen Pre- fer Blondes eiga það sameig- inlegt að samtölin í þeim eru óborganlega snörp og vel skrif- uð. Eitt lítið dæmi úr þeirri síð- arnefndu, þegar hefðarkonan með hattinn ætlar að ná aftur skartgripnum sem hefur horfið frá henni, og hún hnykkir á al- vöru málsins: And I mean business (Og mér er alvara). Then why are you wearing that hat? (Af hverju ertu þá með þennan hatt?) Ég er ekki viss um að nóg rækt sé lögð við samtalslistina í bíómyndum nútímans – synd ef satt er, því bíómynd er líka gerð úr orðum. B í ó k v ö l d m e ð M a r i l y n M o n r o e Enginn bar- inn í hausinn Steinunn Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.