Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikið úrval stórra og smárra heimilistækja ásamt lömpum, þráðlausum símum og farsímum á sann- kölluðum Búhnykks- kostakjörum. Komið og gerið frábær kaup. GH - SN 05 09 00 2 EFTIR er að ákveða nákvæmlega hvaða svæði það er sem telst til Vatnsmýrarinnar í hugmyndasam- keppni borgarinnar, en ef miðað er við flugvallarsvæðið og næsta ná- grenni má segja að þegar sé búið að skipuleggja rúman þriðjung lands- ins, segir Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann segir að svæðið á korti sem hann hefur látið útbúa sé um 200 hektarar, og þar af sé búið að skipu- leggja um 70 hektara, fyrir Háskól- ann í Reykjavík, nýja samgöngumið- stöð, íþróttafélagið Val o.fl., og því tækifærið til þess að skipuleggja Vatnsmýrarsvæðið í heild sinni glat- að. „Ég er alls ekki á móti hugmynda- samkeppni í sjálfu sér, og finnst aug- ljóst að slík alþjóðleg keppni eigi að fara fram um þetta svæði, enda leit- un að öðru eins tækifæri í borgar- skipulagi þróaðra borga eins og Vatnsmýrin gefur okkur Reykvík- ingum. Það er tímasetningin sem ég set spurningamerki við,“ segir Gísli. Peningum kastað á glæ? Reykjavíkurborg hefur ekki enn samið við ríkið um brotthvarf flug- vallarins, og því segir Gísli að hug- myndasamkeppni sé að vissu leyti ótímabær. Forsendur sem settar eru í keppninni geti breyst og þá sé hætta á að þeim 80–100 milljónum sem reiknað er með að keppnin kosti sé kastað á glæ. „Segjum sem svo að samningar milli borgaryfirvalda og samönguyf- irvalda sigli í strand og það næðist ekki samkomulag um brottflutning flugvallarins, þá er hugmyndasam- keppni sem gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn hverfi ómerk. Ef allar hugmyndirnar gera ráð fyrir því að hér sé ekki flugvöllur eru þær ónýtar ef hann verður hér áfram. Það gildir á hinn veginn líka; ef hugmyndirnar gera ráð fyrir einni flugbraut sem svo verður ekki,“ segir Gísli. „Það er auðvitað mjög bagalegt að borgaryfirvöld skuli ekki búin að fá niðurstöðu um það hvort flugvöllur- inn fer eða ekki áður en farið er í hugmyndasamkeppni,“ segir Gísli. Hann segir að sá flýtir sem hafa á við hugmyndasamkeppnina, þar sem niðurstaða eigi að vera ljós fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, bendi til þess að Reykjavíkurlist- inn vilji flýta sér að klára skipulagið í stað þess að taka þann tíma sem þarf til að gera það vel. Þarf að gefa sér tíma „Menn mega ekki láta pólitískar kosningar sem verða næsta vor skemma þetta einstaka tækifæri. Mér finnst að menn séu að drífa sig með samkeppnina til þess að geta skreytt sig með henni fyrir næstu kosningar, en mér finnst þetta mál miklu stærra en einar borgarstjórn- arkosningar. Þetta er mál sem við eigum að vinna í sameiningu. Fyrst þurfum við að fá niðurstöðu um örlög flugvallarins, og fara svo í stóar al- þjóðlega hugmyndasamkeppni og vinna málið þá af myndugleik, hratt og örugglega,“ segir Gísli Marteinn. Þriðjungur Vatnsmýrarinnar hefur þegar verið skipulagður Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is                                     GRUNNSKÓLINN á Hólmavík hreppti nú um helgina fyrstu verð- laun í samkeppni meðal grunnskóla landsins um vefsíðugerð um sjáv- arútvegsmál. Í öðru sæti varð Grandaskóli í Reykjavík og í því þriðja Garðaskóli í Garðabæ. Sam- keppnin fór fram á síðasta skólaári og var haldin í tilefni 100 ára afmælis komu fyrsta togarans til Íslands, þ.e. Kútts. Að sögn Ellenar Ingvadóttur, blaðafulltrúa Íslensku sjávarútvegs- sýningarinnar, hlutu allir vinnings- hafar glæsileg verðlaun sem Lands- banki Íslands gaf til keppninnar, en keppnin var skipulögð af sjáv- arútvegsráðuneytinu og mennta- málaráðuneytinu. Verðlaunin voru afhent við hátíð- lega athöfn í anddyri Smáraskóla á laugardagsmorgun að viðstöddum sjávarútvegs- og menntamálaráð- herra, auk fulltrúa Landsbanka Ís- lands, ásamt stórum hópi grunn- skólanemenda. Að afhendingu lokinni fóru skólabörnin í tveimur hópum um sýninguna í fylgd aðstandenda henn- ar og heimsóttu fimm sýningarbása. Grunnskólinn á Hólmavík var með bestu vefsíðuna Morgunblaðið/Golli Nemendur á Hólmavík, Grandaskóla í Reykjavík og Garðaskóla í Garðabæ.  Meira á mbl.is/ítarefni ELDUR kom upp í húsnæði Hreinsitækni við Stórhöfða í Reykjavík á laugardag. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í götusóp- aravél í húsnæðinu en ekki er vitað nánar um eldsupptök. Mikinn og svartan reyk lagði frá eldinum. Að sögn Jóns Viðars Matthíasson- ar slökkviliðsstjóra var talsverður viðbúnaður vegna eldsins, m.a. vegna þess að vitað var um gaskúta inni í húsnæðinu og óttast að þeir kynnu að springa. Einnig var um að ræða stórt húsnæði og lítið skyggni var inni. Voru slökkviliðsmenn á frí- vakt kallaðir út en mikið álag var á starfsmönnum slökkviliðsins þennan sólarhring vegna björgunaraðgerða og leitar á Viðeyjarsundi. Eldur í húsnæði Hreinsi- tækni NÝTT húsnæði Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni að Stang- arhyl 4 sem tekið var formlega í notkun nú um helgina markar ánægjuleg tímamót í sögu félagsins. Þetta segir Margrét Margeirsdóttir, formaður félagsins. „Með tilkomu nýja húsnæðisins verður öll starf- semin, bæði félagsstarfið og skrif- stofan, loksins á einum og sama staðnum,“ segir Margrét og upplýsir að áður hafi félagið verið með starf- semi sína á tveimur stöðum, þ.e. fé- lagastarfið var í Glæsibæ og skrif- stofurnar í Faxafeni, sem hafi ekki aðeins verið óhentugt heldur mun kostnaðarsamara en ella. Að sögn Margrétar var margt um manninn um helgina og ljóst að fé- lagsmönnum lítist afar vel á nýja húsnæðið. „Sem er líkt og sniðið að okkar þörfum. Um er að ræða 580 fermetra húsnæði á tveimur hæðum þar sem skrifstofur og fundarsalir eru staðsettir á neðri hæð hússins. Á efri hæðinni er salur ætlaður fyrir félagsstarfið sem tekur 140 manns í sæti, en með skilrúmum er mögulegt að skipta salnum í tvennt,“ segir Margrét og segir húsnæðið allt hið glæsilegasta með fallegum og vönd- uðum innréttingum og góðu aðgengi, en lyfta er í húsinu fyrir hreyfihaml- aða. Félag eldri borgara í Reykjavík er að sögn Margrétar fjölmennt og öfl- ugt með rúmlega 8.200 skráða með- limi. Aðspurð segir hún um 500 heimsóknir hafa verið í félagsmið- stöðina á viku þegar hún var staðsett í Glæsibæ, en gera megi ráð fyrir að þeim fjölgi með tilkomu nýja hús- næðisins. Að sögn Margrétar er fé- lagsstarf félagsins umfangsmikið og gríðarlega öflugt. „Við erum hér með fjölmennan kór, sem kemur fram við ýmis tækifæri, og leikfélagið Snúð og Snældu. Einnig er hér boðið upp á brids- og skákiðkun, hægt er að spila félagsvist og dansa, auk þess sem sérlegur bókmenntaklúbbur hittist annan hvern þriðjudag,“ segir Mar- grét sem trúir að flutningurinn verði til þess að efla starfsemina verulega. Félag eldri borgara í Reykjavík flytur í nýtt húsnæði í Stangarhyl Markar tímamót í sögu félagsins Morgunblaðið/ÞÖK Margt var um manninn í nýju húsnæði Félags eldri borgara í Reykjavík. „ÉG stend alveg við það sem ég hef sagt í þessu máli,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, um ummæli Ólafs H. Jóns- sonar, formanns landeigenda í Mý- vatnssveit í Morgunblaðinu. Ólafur sagði að búið væri að ná samningum um leigu vegna pappabrettaverk- smiðju, en ekki hafi verið staðið við greiðslur með leigu. Ekki sé því rétt að það standi á landeigendum. Valgerður segist hins vegar vera ánægð með það sem Ólafur segi um að samningar hafi náðst og því eigi að vera hægt að leysa málið á stuttum tíma. Enn eigi þó eftir að leysa málið gegn landeigendum. „Það er það sem þarf að gerast til þess að málið sé í höfn,“ segir Val- gerður. „Nýsköpunarsjóður er að koma þarna inn með mikla fjármuni og að sjálfsögðu þarf hann að hafa skoðanir á fyrirtækinu og ýmsu sem það varð- ar til að geta keypt hlutafé fyrir 200 milljónir og það er sú vinna sem hefur verið í gangi. Það hefur verið fyrirstaða sem snýr að landeigendum og hún hefur ekki verið leyst en miðað við orð Ólafs H. Jónssonar, er ég bjartsýn á að það geti leyst mjög fljótt, enda er þetta mjög spennandi mál bæði hvað varðar umhverfismál og atvinnuuppbygg- ingu á svæðinu,“ segir Valgerður. Valgerður Sverrisdóttir „Stend við það sem ég hef sagt“ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.