Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | HEILSA
!"#$%&'()* +++,-.$-/-,%
Heitir & fallegir
Ofnar
Ofnlokar
Handklæðaofnar
Sérpantanir
www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is
Háteigisvegi 7
Sími: 511 1100
ÖLLUM er ljóst að offita er vaxandi
hér á landi og í nálægum löndum.
Ekki þarf heldur að fjölyrða um öll
þau heilsufarsvandamál
sem af offitu stafa.
Flestir vita líklega líka
að einfaldasta leiðin til
að halda þyngdinni
nokkurn veginn þar
sem hún fer best er að
hreyfa sig meira og
borða minna. Vandinn er hins vegar
að málið er ekki svona einfalt, þess
vegna er allt að helmingur Íslendinga
of þungur. Offita er flókið samspil
umhverfisþátta, hegðunar og erfða.
Mjög miklu máli skiptir að forvarnir
með upplýsingum og hvetjandi um-
hverfi verði efldar, enda stendur það
til.
Törfralausnirnar virka ekki
Ástæða er þó til að minna enn einu
sinni á að venjubundin hreyfing er
sennilega ein einfaldasta, ódýrasta og
tiltækasta aðgerð til almennrar
heilsubótar sem nokkurn tíma er og
verður völ á. Mörgum finnst það hins
vegar vera of mikið í
lagt og hverfa til
megrunarkúra og
vissulega förum við
ekki varhluta af aug-
lýsingum og umræðu
um hvers kyns töfra-
lausnir sem allar eiga
að taka öðrum fram. Því miður er
reyndin ekki þessi og í nýlegri rann-
sókn sem birtist í tímariti bandarísku
læknasamtakanna fyrr á þessu ári
kemur það enn fram.
Vísindamennirnir sem gerðu rann-
sóknina skoðuðu fjóra vinsæla megr-
unarkúra, þar sem einn byggðist á
litlum kolvetnum (margþekktur Atk-
ins), annar var svonefndur „macro-
diet“, sá þriðji byggðist á takmörkun
á kaloríufjölda og sá fjórði á lítilli fitu.
Öllum kúrunum fylgdi tveggja mán-
aða kennsla og ráðgjöf og fólki var
síðan fylgt eftir einu sinni í mánuði
með símtölum.
Eftir eitt ár höfðu þátttakendur
misst að meðaltali 2–3 kg og var eng-
inn munur á milli hinna einstöku kúra
né heldur var munur á því hve margir
héldu kúrinn út. Svipaður árangur
náðist í þeim öllum að því er laut að
lækkun á kólesteróli, sem var reynd-
ar lítil. Ávinningurinn varð hægur yf-
ir tíma, en fólki var ekki fylgt eftir
lengur þannig að ekki er vitað hver
þróun þyngdarinnar varð. Gera má
þó ráð fyrir því að flestir hafi þyngst
aftur, enda er svo farið í fyrri rann-
sóknum á flestum megrunarkúrum.
Skilaboðin eru því enn hin sömu, að
við þurfum að borða minna og hreyfa
okkur meira, þó að mörgum þyki það
þungur boðskapur og erfiður.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið
Af megrunarkúr-
um – enn einu sinni
Skilaboðin eru því
enn hin sömu, að
við þurfum að
borða minna og
hreyfa okkur meira
Sigurður Guðmundsson
landlæknir.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Skyndilausnir duga skammt og best er að borða fjölbreytta fæðu í hófi.
FJALLAFOLARNIR Ólafur Thorarensen og
Aðalsteinn Guðjónsson hafa gengið á fjölmörg
fjöll í sumar. Þeir segja fjallgöngu góða hreyfingu
og gefandi. „Þetta er mjög góð hreyfing,
skemmtilegur félagsskapur, og eykur þekkingu
okkar á landinu og náttúru“ segir Ólafur en hann
skipulagði fyrstu ferðina fyrir hóp af fólki
snemma sumars. Þeir Aðalsteinn hafa síðan farið í
hvaða veðri og vindum sem er og jafnvel bara
tveir þar sem hinir heltust jafnt og þétt úr lest-
inni. „Við vorum fleiri í upphafi en hinir hafa ekki
alltaf komist svo við förum oft tveir núorðið og
mikilvægast er að hafa viljastyrkinn, þá komumst
við hvert sem er,“ segir Aðalsteinn glaðbeittur.
Þeir hafa meðal annars gengið á Hengil, Víf-
ilfell, Keili og Hvalfell og þar sem það eru yfirleitt
ferðirnar með verstu veðrunum sem munað er eft-
ir þá eru Móskarðshnúkar þeim eftirminnileg-
astir. „Þá var brjálað veður og rok en við drifum
hvor annan áfram. Við vorum nánast hættir við á
miðri leið en veittum hvor öðrum styrk og kom-
umst alla leið,“ segir Aðalsteinn. Ólafur bætir við
hlæjandi:„Við stoppuðum í tvær sekúndur uppi á
toppnum og hlupum svo niður, það var svo hvasst,
líklega 25-30 m/sek og jökulkuldi en það var al-
gjörlega þess virði, því skyggni var með mestu
ágætum.“
Það sem skiptir máli í svona göngum er að hafa
rétta búnaðinn. „Það þarf fyrst og fremst góða
skó og að gera ráð fyrir öllum veðrum. Svo er mik-
ilvægt að hafa orku með sér og gott nesti,“ segir
Ólafur. „Ekki má gleyma myndavélinni til að gera
ferðina ódauðlega og góða skapinu,“ er Aðalsteinn
fljótur að bæta við. Væntanlega munu þeir garpar
einnig taka með sér vasaljós héðan í frá þar sem
það tók að dimma ansi fljótt í síðustu göngu þeirra
og minnstu munaði að þeim tækist ekki að finna
bílinn aftur.
Nú liggur nærri að spyrja hvar þessi áhugi sé
upprunninn. „Við erum svo sem ekkert þjálfaðir
en Óli er með reynslu úr skátunum.“
„Við tókum eftir 7 tinda keppninni og ákváðum
að taka þátt, erum komin langleiðina og stefnum á
að klára þetta fyrir 15. september“ segir Ólafur.
Á þá ekki að ganga í vetur? „Jú að sjálfsögðu,
svo framarlega sem við náum að redda okkur bíl
og þá þarf líka betri búnað.“
„Ég myndi mæla með þessu fyrir hvern sem er,
og áætlunin hjá okkur er að fara í alla vega eina
lengri ferð næsta sumar, gista jafnvel í tvær næt-
ur,“ segir Aðalsteinn en þá áréttar Ólafur að það
muni þá ekki verða fyrr en í júlí, eftir HM 2006.
„Er það svo ekki bara Everest 2009?“ spyr Að-
alsteinn sposkur. Það verður tíminn að leiða í ljós.
HREYFING | Göngugarparnir Ólafur Thorarensen og Aðalsteinn Guðjónsson
Náðu upp á topp í ofsaroki
Ólafur og Aðalsteinn á toppi Vífilsfells þar sem er glæsilegt útsýni yfir höfuðborgina.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111