Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag verður ekki svo slæmur. Yfirboðarar þínir ætlast eft- ir sem áður til fullrar kurteisi af þinni hálfu. Ekki draga að þér nei- kvæða athygli. Láttu berast með straumnum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Óvenjulegar fréttir tengdar útgáfu, útlöndum eða tækni gleðja nautið hugsanlega í dag. Líklega rekst það á manneskju frá öðrum menning- arheimi eða fjarlægum stað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Óvæntur glaðningur, greiðvikni og hlunnindi gætu fallið tvíburanum í skaut í dag. Þiggðu það sem að þér er rétt, þú átt það skilið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið er beint á móti krabbamerk- inu í dag. Samskipti þín við aðra verða lágstemmd en ánægjuleg. Fólk vill djúpar samræður. Það hentar krabbanum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Metnaður þinn hefur verið vakinn og væri ráð að nota daginn til þess að koma mikilvægum verkefnum af stað. Fólki þykir mikið til þess sem þú gerir koma. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tungl í steingeit á ágætlega við meyjarmerkið. Notaðu tímann í skapandi og listræn viðfangsefni. Einnig væri ekki úr vegi að ræða barnauppeldi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er íhaldssöm í sambandi við eitthvað sem tengist heimilinu. Hún vill koma sínum hugmyndum að. Fyrst lærir maður að ganga, svo að hlaupa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugmyndir þínar eru hagnýtar en óvenjulegar. Ekki hika við að leggja tillögur þínar fram. Þú sérð hlutina í nýju ljósi í dag og fólki þykir mikið til koma. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ef þú festir kaup á einhverju í dag finnst þér það þurfa að endast um langt skeið. Þar að auki þarf það að vera hagnýtt og gagnlegt. Kannski er um að ræða græju af einhverju tagi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er þínu merki í dag, sem gef- ur þér nokkurt forskot á náungann. Kannski verður þú líka eilítið tilfinn- ingasamari en ella. Til allrar ham- ingju líður þér líklega vel í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að finna þér tíma til þess að vera svolítið í einrúmi í dag, ef þú mögulega getur. Þú þarft á því að halda til þess að koma þér á réttan kjöl. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dagurinn í dag er upplagður fyrir al- varlegar samræður innan fjölskyld- unnar. Viðfangsefnið er lang- tímaáætlanir tengdar fasteignum eða dvalarstað. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir miklu hugrekki og tekst á við það sem að höndum ber. Þú ert líka hugsjónamanneskja með sterka siðferðiskennd. Fólk nýtur þess að vera í návist þinni, því þú ert vin- gjarnleg og fyndin persóna. Þú ert dul og tekur það sem skiptir þig máli afar alvarlega. Fáir skilja þig til fullnustu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 húfu, 8 messu- klæði, 9 tekur, 10 starf, 11 magran, 13 endur- skrift, 15 él, 18 bjargbú- ar, 21 hrós, 22 hugleys- ingi, 23 mannsnafns, 24 gráti nær. Lóðrétt | 2 drykkfelldur, 3 reyfið, 4 snjóa, 5 fær af sér, 6 óblíður, 7 þurrð, 12 illdeila, 14 illmenni, 15 hrím, 16 logi, 17 kátt, 18 dögg, 19 hóp, 20 gang- setja. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skrök, 4 fegin, 7 ríkur, 8 Regin, 9 tún, 11 port, 13 bana, 14 eyddi, 15 þjöl, 17 káta, 20 hné, 22 negul, 23 tregt, 24 illur, 25 riðla. Lóðrétt: 1 skróp, 2 rýkur, 3 kort, 4 forn, 5 gegna, 6 nenna, 10 úldin, 12 tel, 13 bik, 15 þandi, 16 öngul, 18 áreið, 19 aftra, 20 hlýr, 21 étur. Sudoku © Puzzles by Pappocom Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Myndlist Artótek Grófarhúsi | Ingimar Waage myndlistarmaður sýnir olíumálverk á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Sýningin er liður í að kynna verk þeirra listamanna sem eiga listaverk í Artóteki – Listhlöðu í Borgarbókasafni. http://www.artotek.is Þetta er 9. einkasýning Ingimars. Sýning- unni lýkur 25. september. BANANANANAS | Sýning á verkum Þur- íðar Helgu Kristjánsdóttur og Tinnu Æv- arsdóttur til 24. sept. Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til. 30. september. Eden, Hveragerði | Sigurbjörn Eldon Logason sýnir vatnsliti, olíu, akríl og teikn- ingar til 12. september. Gallerí BOX | Darri Lorenzen. Stað sett. Hljóðverk, ljósmyndir og teikning. Til 17. september. Opið fim. og lau. 14 til 17. Gallerí Sævars Karls | Sýningu Sólveigar Hólmarsdóttur hefur verið framlengt til 14. september. Hafnarborg | Eiríkur Smith til 26. sept- ember. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir í Menningarsal málverk og út- saum til 4. okt. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Und- irliggjandi. Kaffi Sólon | Víðir Ingólfur Þrastarson. Ol- íumálverk. Til 24. sept. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1945– 1960 Frá abstrakt til raunsæis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Meist- ari Kjarval 120 ára. Afmælissýning úr einkasafni Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar. Til 2. októ- ber. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úrval verka frá 20. öld til 25. september. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir, Erró og Hvernig borg má bjóða þér? Norræna húsið | Sýning 17 danskra lista- kvenna á veggteppum í anddyri. Skaftfell | Listamaðurinn Carl Boutard – „Hills and drawings“ í sýningarsal Skaft- fells. Listamaðurinn Dodda Maggý með sýningu sína „verk 19“ á vesturvegg Skaftfells. Til 18. sept. Skriðuklaustur | Helga Erlendsdóttir sýn- ir 13 olíumálverk af jöklalandslagi Horna- fjarðar. Suðsuðvestur | Gjörningaklúbburinn/ The Icelandic Love Corporation. Til. 25. sept. Opið fim. og fös. 16–18 og helgar 14–17. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin er af- rakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminjasafnsins. Markmið sýningarinnar er að kynna til sögunnar listamenn frá 16., 17. og 18. öld sem hægt er að eigna ákveðin listaverk í eigu Þjóð- minjasafns Íslands. Í kjölfarið kom einnig út bók eftir Þóru um sama efni. Listasýning Bæjarbókasafn Ölfuss | Ágústa Ágústs- dóttir, söngkona og listamaður, sýnir verk sín á Bæjarbókasafni Ölfuss, Þorlákshöfn. Listaverkin eru m.a. búin til úr hlutum sem Ágústa hefur fundið í fjörunni. Söfn Bókasafn Kópavogs | 11. september verk- efnið er samvinna bókavarða um heim all- an sem hvetur til kynningar á frelsi og lýð- ræði. Sjá slóðina http://www.theseptemberproject.org Safnið minnist atburðanna með kvik- myndasýningum 7.–30. sept. o.fl. Sjá heimas. Bókasafnsins http://www.boka- safnkopavogs.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir, Bókminja- safn. Auk þess veitingastofa með hádegis- og kaffimatseðli og lítil en áhugaverð safnbúð. Þjóðmenningarhúsið | JAM-hópurinn – haustsýning. Sýnt íslenskt bókband gert með gamla laginu eins og það var unnið á 17. og 18. öld. Til 12. okt. Þjóðminjasafn Íslands | Þjóðminjasafn Ís- lands varðveitir minjar sem veita okkur innsýn í menningarsögu okkar. Grunnsýn- ing safnsins er hugsuð sem ferð í gegnum tímann. Opið kl. 10–17 alla daga. Fundir ITC-Harpa | ITC Harpa heldur fund á morgun kl. 19, á þriðju hæð í Borgartúni 22. Gestir velkomnir. Tölvupóstfang ITC Hörpu er itcharpa@hotmail.com heima- síða http://itcharpa.tripod.com Nánari uppl. Eva S:6617250. Fyrirlestrar Opni Listaháskólinn | Fyrirlestur verður í LHÍ, Laugarnesvegi 91, stofu 024, kl. 12.20. Anne Brydon, aðstoðarprófessor í mannfræði við Vilfrid Laurier University í Waterloo, Kanada, ræðir um þær rann- sóknir sem hún stundar nú á listiðkun samtímans á Íslandi í fyrirlestri sem hún kallar „Entitled Life Skills for Nomads“. Fyrirlesturinn er á ensku. Málstofur Lögberg | David Grinlinton prófessor við lagadeild Aucklandháskóla á Nýja Sjá- landi, flytur opinn fyrirlestur um nýsjá- lensku náttúruauðlindalögin, Resource Management Act frá 1991 (RMA). Mál- stofan fer fram í Lögbergi, stofu 201 kl. 12.15 og er öllum opin. Fundarstjóri er Að- alheiður Jóhannsdóttir, dósent. Námskeið Alþjóðahúsið | Námskeiðið um konur og islam verður haldið í þriðja sinn 14. sept. kl. 17–20. Leitað er svara við hvaða áhrif islam hefur á líf kvenna í löndum múslima. Námskeiðið er haldið í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, 3.hæð, af Amal Tamimi, fé- lagsfræðingi. Verð er 5.000 kr. Skráning: amal@ahus.is,530–9308. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Nýtt Alfa 1 námskeið hefst kl. 19. Enn eru laus pláss, hægt er að skrá sig í síma 5354700 eða mæta á staðinn. www.gospel.is. Staðlaráð Íslands | Námskeið 22. sept- ember, ISO 9000 gæðastjórnunarstaðl- arnir – Lykilatriði, uppbygging og notkun. Markmið: Að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000:2000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. Upp- lýsingar á www.stadlar.is. Ráðstefnur Nordica hotel | Norræn ráðstefna um landupplýsingar haldin á Nordica Hótel 14.–17. september. Allt það nýjasta á sviði landupplýsinga og notkunar landupplýs- ingakerfa. Fimmtíu fyrirlesarar og sýning. Nánari upplýsingar á: http://www.meet- ingiceland.com/ginorden2005/. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos  1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 d5 5. Rf3 0-0 6. Bd3 b6 7. cxd5 exd5 8. 0-0 Bb7 9. a3 Bd6 10. b4 a6 11. Db3 De7 12. b5 axb5 13. Rxb5 Rc6 14. Rxd6 Dxd6 15. a4 Hfe8 16. Ba3 Dd8 17. Hfc1 Ra5 18. Dc2 Ba6 19. Bxa6 Hxa6 20. Rd2 c6 21. Bb4 He6 22. Ha3 Rd7 23. Hc3 Rb8 24. e4 Ha8 25. e5 Rb7 26. f4 Hh6 27. Rf3 Ra6 28. Ba3 c5 29. f5 De8 30. Hd1 Rb4 31. Bxb4 cxb4 32. Hc7 Ra5 33. f6 gxf6 34. Dd2 Hg6 35. Dxb4 Rc4 36. He1 fxe5 37. Rxe5 He6 38. Hf1 Rxe5 39. dxe5 Hxa4 40. Db3 Hc4 41. Hb7 Dc8 42. Hbxf7 Dc5+ 43. Kh1 Hc1 44. Dh3 Hxf1+ 45. Hxf1 De7 46. Dg4+ Hg6 47. Df3 Kg7 48. Dxd5 Hg5 49. He1 Hf5 50. h3 Df7 51. Db5 De6 52. Kh2 Hf2 53. Hd1 Hf5 54. Hd5 Dh6 55. Dd7+ Hf7 56. Dg4+ Dg6 57. Dd4 Kg8 Staðan kom upp á sterku al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu á Spáni. Alexander Beljavsky (2.599) hafði hvítt gegn gamla brýninu Vikt- or Korsnoj (2.615). 58. e6! og svartur gafst upp þar sem eftir 58... Dxe6 59. Hg5+ Kf8 60. Dd8+ De8 61. Hg8+! vinnur hvítur auðveldlega. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 12. sept-ember, er sjötug María Berg- mann, til heimilis á Skólavörðustíg 6b, Reykjavík. María verður að heiman á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 12. sept-ember, er sextugur Sigurjón Skúlason, Klettási 14, Njarðvík. Eig- inkona hans er Elínborg Þorsteins- dóttir. Þau eru stödd erlendis. 40 ÁRA afmæli. Í dag, 12. sept-ember, er fertug Auður Dagný Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 246. tölublað (12.09.2005)
https://timarit.is/issue/262095

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

246. tölublað (12.09.2005)

Aðgerðir: