Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum í 30 daga á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 19. október frá kr. 59.990 m.v. 2 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr.59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó. Innifalið: Flug, gisting í 30 nætur og skattar. Síðustu sætin - 30 dagar þúsund tonna skip geti haft þar við- komu, 230 m löng og 33 m breið. Heildarkostnaður er með öllum framkvæmdum rúmlega 1.200 millj- ónir króna, þar af hafnargerðin sjálf um 800 milljónir. Ríkissjóður leggur til um 425 milljónir króna, en heild- Reyðarfjörður | Síðdegis í gær var stóriðjuhöfnin á Hrauni í Reyð- arfirði vígð af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra, að viðstöddu fjölmenni. „Við leggjum áherslu á um þessar mundir að bæta samgöngu- mannvirkin á Íslandi og innviði sam- félagsins, til að auðlegðin geti orðið sem mest í tengslum við atvinnu- uppbygginguna“ sagði Sturla við vígsluna. Guðmundur Bjarnason, bæj- arstjóri Fjarðabyggðar sagði við vígsluna að höfnin væri einn af þeim þáttum sem sýndu raunverulega að hverju grunnur var lagður, þegar viðræður um byggingu álversins hófust fyrir nokkrum árum. Bryggjukanturinn er 384 m lang- ur, fylling innan hans er um 340 þús- und rúmmetrar og við dýpkun voru um 90 þúsund rúmmetrar efnis fjar- lægðir úr legustæðinu. Landfylling nam 300 þúsund rúmmetrum. Um 2500 tonn af stálþili voru notuð við hafnargerðina. Mannvirkið er hann- að með það fyrir augum að allt að 80 arhlutur Hafnarsjóðs Fjarðabyggð- ar í kostnaði er um 600 milljónir. Auk almennrar skipaumferðar mun Fjarðaál Alcoa nýta höfnina til að dæla súráli til vinnslu í álverinu. Reiknað er með að lágmarki tveim- ur skipum á vegum álversins í mán- uði, að meðaltali, eftir að álverið hef- ur starfsemi. Fyrirtækið hefur forgang. Bechtel, sem byggir álver Fjarðaáls Alcoa, notar höfnina til að skipa upp birgðum til bygging- arframkvæmdanna. Hafnarsjóður Fjarðabyggðar und- irbýr nú lóðir við höfnina og er áætl- að að þær verði tilbúnar á næsta ári. Mun hafnarsjóður leigja þær út, en meðal annarra aðila hafa bæði Sam- skip og Eimskip sýnt áhuga á lóð- unum. Lokið verður að fullu við gerð hafnarinnar í nóvember árið 2006. Ný stóriðjuhöfn vígð á Reyðarfirði Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri á bakka nýju stóriðjuhafnarinnar á Reyðarfirði í gær. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Teinarnir á þeim hluta hafnarbakkans sem sést á myndinni eru fyrir risa- vaxinn krana sem landa mun súráli til álversins. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is JÓNÍNA Benediktsdóttir hefur höfðað staðfestingarmál á lögbanni sem sett var á birtingu tölvupósta hennar í Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365-prentmiðla. Í stefnunni sem birt var í gær er þess jafnframt krafist að Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins, verði gerð „ýtrasta refsing“ fyrir að hafa, án samþykkis, skýrt opinberlega frá efni tölvupóst- anna. Jónína krefst fimm milljóna króna í miskabætur. Krafan um refsingu á hendur Kára er reist á lögum um prentrétt. Í stefnunni segir að téðar greinar í Fréttablaðinu séu ekki höfundar- merktar með fullnægjandi hætti í skilningi laga um prentrétt og því beri ritstjóri fébóta- og refsiábyrgð á efni blaðsins. Almennar fréttir blaðs- ins eru merktar með tölvupóstfangi blaðamanna, ekki fullu nafni þeirra. Neitaði að hætta birtingu Í stefnunni segir að 24. september hafi Fréttablaðið byrjað að birta með áberandi hætti upplýsingar úr tölvupóstsendingum sem bersýni- lega voru fengnar úr tölvu Jónínu. Í stefnunni er því haldið fram að það hafi verið gert á þann veg að sam- hengi hluta hafi verið fært úr skorð- um og lagt út af efni þeirra með vís- vitandi villandi hætti í því skyni að meiða æru stefnanda. Komið hafi fram í Fréttablaðinu að þessi einkagögn væru fengin frá ónafngreindum þriðja aðila og við- urkennt að blaðið hefði ekki fengið samþykki Jónínu fyrir birtingu þeirra. Í stefnunni segir að í símtali við Kára Jónasson hafi Jónína kraf- ist þess að birtingu gagnanna yrði hætt og þau afhent sér. Þessu hafi Kári neitað og lýst því yfir að áfram yrði birt úr gögnunum, hvað sem liði afstöðu Jónínu. Fréttablaðið hafi haldið áfram birtingunni og daglega boðað að meira yrði birt úr gögn- unum á síðum blaðsins, að því er seg- ir í stefnunni. Lögmaður Jónínu, Hróbjartur Jónatansson hrl., sendi stefnuna til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem hún var gefin út í gær. Málið verður þingfest þriðjudaginn 11. október nk. klukkan 10.00. Jón Magnússon hrl. tók við stefn- unni fyrir hönd Kára og 365-prent- miðla. Hann sagði að hann myndi væntanlega taka sér stuttan frest til að skila greinargerð í málinu og myndi fara fram á flýtimeðferð. Stefnir 365-prentmiðlum og ritstjóra Fréttablaðsins Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGFRÆÐINGAR í dómsmála- ráðuneytinu sögðu Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni í ágúst 2004 að ekki yrði með góðu móti séð að málsókn Jóns Ólafssonar gegn honum í Eng- landi, gæti upp- fyllt meginreglur Lúganó-samn- ingsins um varn- arþing og kynni að vera ástæða til að vísa málinu frá, kæmi til málsókn- ar á þeim grundvelli. Stuttu síðar var Hannesi Hólm- steini birt stefna í málinu. Hann ákvað hins vegar að taka ekki til varna og var hann dæmdur fyrir um- mæli sín í júlí sl. Í svarbréfi ráðuneytisins til Hann- esar Hólmsteins kemur fram að hann hafi spurt hvort samningar milli Ís- lands og annarra ríkja leyfi að unnt sé að höfða mál gegn honum í Bret- landi eða annars staðar fyrir hugs- anleg meiðyrði á ensku á heimasíðu hans. Jafnframt spurði hann hvort úrskurður í slíku máli væri aðfarar- hæfur hér á landi, þ.e. hvort hægt væri að framfylgja úrskurðinum hér á landi. Í þessu máli er tekist á um ákvæði Lúganó-samningsins svokallaða sem hefur lagagildi hér á landi. Samning- urinn fjallar í stuttu máli um að dóm- ar í einkamálum, þ.e. dómsmálum sem höfðuð eru af einstaklingum, gildi á milli landa. Önnur meginregla Í bréfi ráðuneytisins, sem ritað er af tveimur lögfræðingum þess, er sérstaklega fjallað um ákvæði samn- ingsins sem fjalla um varnarþing. Að- alreglan sé sú að höfðað skuli mál gegn mönnum í því landi sem þeir eru búsettir í. Í undantekningartilfellum megi lögsækja menn í öðru samn- ingsríki. „Um meginreglur er varða einkaréttarlega málsókn fyrir bresk- um dómstólum fer vitaskuld sam- kvæmt breskum réttarreglum og verður í sjálfu sér gengið út frá því að mönnum sé nokkurn veginn frjálst að stefna málum fyrir þarlenda dóm- stóla að uppfylltum þarlendum laga- skilyrðum. Hins vegar verður ekki með góðu móti séð að málsókn fyrir breskum dómstólum er varða slíkt sakarefni, sem þér nefnið ... geti upp- fyllt áðurgreindar meginreglur samningsins um varnarþing, og því kunni að vera uppi frávísunarástæða, komi til málsóknar á þeim grundvelli sem virðist gengið út frá,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Fram hefur komið að Hannes Hólmsteinn leitaði einnig álits hjá lögfræðingi Háskóla Íslands. Heimir Örn Herbertsson hdl., kom hins veg- ar ekki að málinu fyrr en eftir að dómur hafði fallið í Bretlandi. Svar dómsmálaráðuneytisins til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar vegna málsóknarinnar í Englandi Ekki með góðu móti séð að málsóknin geti uppfyllt meginreglur Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Hannes Hólmstein Gissurarson HANNES Hólmsteinn Gissurarson hefur sent bréf til formanna Blaða- mannafélags Íslands og Rithöf- undasambands Íslands þar sem hann leitar eftir ályktunum þessara félaga um meiðyrðamálið sem Jón Ólafsson höfðaði gegn honum og dæmt var Jóni í vil í Bretlandi fyrir skemmstu. Í bréfum sínum rifjar Hannes upp málið og getur þess að ummæli sín um Jón Ólafsson hafi hann viðhaft á blaðamannaþingi í Reykholti árið 1999 og voru þau birt á heimasíðu Hannesar sem vist- uð var á vefsíðu Háskóla Íslands. Hannes segist engin tök hafa haft á að halda uppi vörnum í Bretlandi og vegna fjarveru hans hafi Jón fengið sér dæmdar 12 milljónir króna sem hann reyni nú að inn- heimta með aðstoða fógeta. „Hefur ekki oft verið ályktað af minna til- efni?“ spyr Hannes í bréfum sínum. Arna Schram formaður Blaða- mannafélags Íslands er stödd er- lendis og sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki vera búin að lesa bréf Hannesar en mundi svara því síðar. Ekki náðist í Aðalstein Ásberg Sig- urðsson, formann Rithöfunda- sambandsins. Samkvæmt upplýs- ingum Hannesar bað hann Friðrik Rafnsson vefritstjóra HÍ að loka heimasíðu sinni, í tölvuskeyti 3. júlí 2004, en Friðrik hefði ekki lokað síðunni fyrr en 6. september og þá hefði Jón verið búinn að stefna Hannesi. Ennfremur segir hann að lögfræðingur HÍ hafi veitt honum það ráð að sinna ekki málarekstr- inum í Bretlandi enda væri hægt að endurupptaka málið seinna ef þess þyrfti. Lögmannsstofan ytra hafi að vísu svarað bréfi hans um sumarið með því að þetta nægði ekki, en Hannes hyggur þó að hún hefði ekki hafið málareksturinn ytra ef háskólinn hefði lokað heimasíð- unni. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld vildi Friðrik ekkert tjá sig um málið að öðru leyti en því að það væri ekki á valdsviði hans að loka heimasíðum. Jón bauð sættir Í frétt á Stöð 2 í gær kom fram að Jón Ólafsson er tilbúinn að sættast við Hannes ef hann biðst afsökunar á ummælum sínum. Í frétt á heima- síðu Stöðvar 2 er haft eftir Hannesi að hann hafa aðeins sagt sannleik- ann. Leitar eftir ályktunum Blaðamannafélags Íslands og Rithöfundasambandsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.