Morgunblaðið - 08.10.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.10.2005, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF © 2005 KPMG Endurskoðun hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn. Viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir Þriðjudaginn 11. október Morgunverðarfundur Gestur okkar er Dr. Jakob Schröder, sérfræðingur á sviði fyrirtækjaráðgjafar hjá KPMG í Þýskalandi. Framsaga hans sem flutt verður á ensku fjallar um eftirtalin atriði: Sérsvið Dr. Schröder er sameiningar fyrirtækja og meðferð viðskiptavildar og annarra óefnislegra eigna í samstæðu- reikningum. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 11. október frá kl. 8:30 til 10:00 í húsakynnum KPMG, Borgartúni 27.  Accounting for business combinations.  Allocation of purchase price to assets, liabilities and goodwill.  Determination of fair value of intangible assets.  Allocation of assets, liabilities and goodwill to cash-generating units.  Impairment test according to IAS 36.  Determination of the recoverable amount. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir klukkan 16:00 n.k. mánudag í síma 545 6000 eða með tölvupósti á netfangið kpmg@kpmg.is ● HLUTABRÉF lækkuðu í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan lækk- aði um 0,39% og er 4462 stig. Hefur vísitalan þá lækkað um 3,63% þessa viku. Viðskipti með hlutabréf námu 1,7 milljörðum króna, þar af 564 milljónum með bréf Landsbank- ans. Bréf Mosaic Fashions hækk- uðu um 2,88%, bréf Nýherja hækk- uðu um 0,76% og Actavis um 0,75%. Bréf Landsbankans lækkuðu um 1,4% og bréf Kögunar um 1,29%. Úrvalsvísitala lækkar um 3,63% í vikunni                          !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3           /) & $%  #/ )2$  4 - $%   ,    $  56-2  7! 2    89  $ 8- -/ :;!! $!/ ) ) $  < $$  ) $        !  - % =;22)  "$% >/ & $%  . 1? ! .) $%  :@ @  "# $% 4A=B .>)   ) -)            0  0         0 0   0 0 0 -; $! 1 ;  ) -)   0 0 0 0 0 0 0  0  0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 C  DE C 0DE C  DE C 0 DE 0 0 0 0 C 0 DE C 0 DE 0 0 C 0 DE C 0DE 0 0 C 0 DE 0 C DE C DE C 0DE C 0 DE 0 0 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ : ') >  %! F * .                       0  0        0 0  0 0 0                                            < )   > +G   :# H !$  2 %  )          0 0    0 0 0 0 0 :#0 <-!$ ;  ')  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HLUTABRÉF danska raftækjafram- leiðandans Bang & Olufsen hafa hækkað um 8,7% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag en félagið birti í morgun árs- fjórðungs- uppgjör sem sýndi að hagnaðurinn hefur fimm- faldast frá sama tímabili á síðasta ári. Á fyrsta fjórðungi reikningsárs félagsins, tímabilinu júlí til sept- emberloka, nam veltan 799 millj- ónum danskra króna og jókst um 10% milli ára. Hagnaður fyrir skatt nam 50 milljónum samanborið við 10 milljónir í fyrra. Í tilkynningu frá B&O segir að sala hafi gengið vel á öllum mörkuðum í Evrópu og einnig víða í Asíu. Bréf Bang & Olufsen hækka í verði ● FÆREYSKA olíuleitarfyrirtækið Atl- antic Petroleum hefur opnað, ásamt öðrum, nýja borholu í hafinu út af Liv- erpool, í svokölluðu West Lennox svæði. Um er að ræða prófholu sem ætl- að er að nota til að meta magn olíu í West Lennox svæðinu, og vegna við- skiptaöryggis verður nákvæmri stað- setningu holunnar haldið leyndri. Verið er að rannsaka holuna og fara yfir öll gögn svo hægt verði að taka ákvörðun um framtíð svæðisins. Hlutur Atlantic Petrolium í rann- sóknarverkefninu er 25%, en fyr- irtækið er skráð í Kauphöll Íslands. Atlantic Petroleum opnar borholu VÍSITALA neysluverðs mun hækka um 0,7% gangi spá greiningardeildar Landsbankans eftir. Í september hækkaði eldsneytisliður vísitölu neysluverðs (VNV) um 4,91% á milli mánaða. Olíuverð lækkaði þó nokkuð í september, bæði á heimsmarkaði og á Íslandi og t.a.m. lækkuðu ís- lensku olíufélögin eldsneytisverð að meðaltali um 1,8% í mánuðinum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 0,6% í ágúst- mánuði og segir í Vegvísinum að erf- itt sé að segja til um hvort lækkunin sé fyrirboði um dvínandi hækkanir á fasteignamarkaði, en ljóst sé að ef hægja fari á hækkun íbúðaverðs muni verðbólguþrýstingur minnka nokkuð. Gangi spá greiningardeild- arinnar eftir mun tólf mánaða verð- bólga lækka úr 4,8% í 4,7%. Spáir hækk- un neyslu- verðsvísitölu TEKJUR flugfélagsins easyJ- et síðastliðna tólf mánuði hafa aukist um 150 milljarða króna, eða 23%, m.v. sama tímabil á síðasta ári. Aukninguna má rekja til hærra meðalverðs á hverjum seldum flugmiða auk þess sem farþegum hefur fjölg- að talsvert, eða um 21%, á tíma- bilinu, að því er kemur fram í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans. EasyJet er næststærsta lágfargjaldaflug- félagið í Evrópu og eru 13,01% þess í eigu fjárfestingafélagsins FL GROUP. Alls flugu 2,74 m. farþegar með easyJet í september, sem er 17% aukning miðað við sept- embermánuð í fyrra. Ef sæta- nýting félagsins á síðastliðnum tólf mánuðum er skoðuð kemur í ljós að hún hefur aukist um 0,7% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Forstjóri easyJet, Ray Webster, segir í fréttatilkynn- ingu að búist sé við því að hagn- aður félagsins verði á sama bili og hagnaður síðasta rekstrar- árs, en þá nam hann 62,2 millj- ónum punda (6,8 milljörðum króna). Þá tekur hann einnig fram að uppi séu áform um að fjölga leiðum félagsins á næstu misserum, einkum til og frá Bretlandseyjum. Farþega- fjölgun hjá easyJet DÆGURVERÐ á 95 oktana bensíni á heimsmarkaði var við lokun mark- aðar í London í fyrradag 620 dollarar hvert tonn. Hefur verðið því lækkað um 95 dollara frá því á mánudag og hefur ekki verið lægra síðan 18. ágúst síðastliðinn þegar það var 613,5 dollarar/tonn. Í Svíþjóð lækkaði Statoil olíufélag- ið verð á bensíni um 30 sænska aura/ lítra og í samtali við fréttastofuna TT segir Helena Fornstedt, upplýsinga- fulltrúi félagsins, lækkunina á heimsmarkaðsverði vera þá að dreg- ið hefur úr eftirspurn á vökvanum verðmæta. Olíufélagið og Skeljungur lækk- uðu verð á bensíni um eina krónu fyrir hvern lítra í gær og er það vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs samkvæmt tilkynningum frá félög- unum. &' ( )    *  ( +, #- / %F  /% 9$$       I!G  .- 7    Bensínverð ekki lægra síðan í ágúst ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, aðstoð- arforstjóri Time Warner- fyrirtækisins, leiðir nú viðræður um samvinnu netdeildar fyrirtæk- isins, America Online, við netdeild Microsoft, MSN. Samkvæmt frétt Wall Street Journal leita fyr- irtækin nú leiða til að tvinna sam- an gagnasafn AOL á vefnum og leitarvél MSN, en hvað varðar önnur viðfangsefni viðræðnanna er minna vitað. Til dæmis er ekki ljóst hvort stefnt er að því að sam- eina vefþjónustur fyrirtækjanna, en um 21 milljón manns fer á net- ið með aðstoð AOL, og tæpar þrjár milljónir í gegnum Micro- soft. Eins og áður segir fer Ólafur J. Ólafsson með umsjón viðræðn- anna fyrir hönd Time Warner, en fulltrúi Microsoft er að- stoðarforstjórinn Henry P. Vigil. Gegn Google Gengi bréfa net- fyrirtækja hefur hækkað mjög undanfarið í Banda- ríkjunum og eru yfirmenn Time Warner og Microsoft sagðir óánægðir með að netdeildir fyr- irtækjanna hafi ekki verið metnar til jafns við sjálfstæðu fyrirtækin. Með því að sameina fyrirtækin að einhverju leyti og setja það á markað gætu fyrirtækin hagnast á uppganginum í netgeiranum nú. Þá sjá menn fyrir sér að með nánari samvinnu gæti Microsoft dreift eigin leitarvél til við- skiptavina AOL og þannig komið höggi á samkeppnisaðilann Go- ogle. Í dag kaupir Google auglýs- ingar á heimasíðu AOL fyrir 300 milljónir bandaríkjadala, en AOL er sagt vilja eiga í nánara sam- bandi við auglýsendur sína. Forstjóri Time Warner sagði í síðasta mánuði að fyrirtækið þyrfti ekki endilega að eiga 100% hlutabréfa í AOL, svo lengi sem það hefði stjórn á rekstri fyr- irtækisins. Samvinnuviðræður Time Warner og Microsoft Ólafur Jóhann Ólafsson 5 %J .K8      D D :.= L M       D D A A 7,M     D D *M 5 -      D D 4A=M LN ($-    D D
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.