Morgunblaðið - 08.10.2005, Side 29

Morgunblaðið - 08.10.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 29 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 28 90 9 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta M IX A • fít • 5 0 9 2 5 Landsvirkjun efnir til samkeppni um útilistaverk í Fljótsdal og við Kárahnjúka. Um er að ræða tvær samkeppnir. Samkeppni um útilistaverk Samkeppnin fer fram samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistar- manna. Trúnaðarmaður SÍM vegna keppninnar er Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur og veitir hann nánari upplýsingar í tölvupósti, trth@hi.is, og í símum 525 4239 og 864 2938. Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á www.lv.is. Þar eru samkeppnislýsingar fyrir báðar samkeppnirnar ásamt yfirlitsmyndum og teikningum af svæðunum og mannvirkjum í Fljótsdal og við Kárahnjúka. Óskað er eftir tillögum að listaverkum á og/eða við mannvirki tengd aflstöð Kárahnjúka- virkjunar undir Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Dómnefnd velur 5-10 tillögur af þeim sem berast og höfundum þeirra verða greiddar kr. 300.000 til að útfæra þær nánar áður en endanlegt val á verki til uppsetningar fer fram. Öllum myndlistarmönnum er heimil þátttaka. Áhugasamir skili undir dulnefni teikningu/mynd á tveimur A4 blöðum ásamt einnar síðu greinargerð fyrir tillögunni í samræmi við samkeppnislýsingu á vef Landsvirkjunar. Skilafrestur er til 21. nóvember 2005. Samkeppni um útilistaverk í nágrenni aflstöðvar virkjunarinnar í Fljótsdal Óskað er eftir umsóknum frá þeim listamönnum sem áhuga hafa á þátttöku. Dómnefnd velur sex þátttakendur úr þeim umsóknum sem berast og verða hverjum þeirra greiddar kr. 300.000 fyrir tillögugerð. Öllum myndlistarmönnum er heimil þátttaka. Áhugasamir skili inn upplýs- ingum um bakgrunn sinn og list í samræmi við samkeppnislýsingu á vef Landsvirkjunar. Skilafrestur er til 31. október 2005. Samkeppni um umhverfislistaverk við Kárahnjúka í nágrenni Hálslóns Ferðavefur um Austurland Ferðamálasamtök Austurlands hafa opnað nýjan ferðavef sem ætlað er að hjálpa ferðafólki að finna það sem máli skiptir varðandi ferðalög um lands- hlutann, að því er fram kemur í Frétta- bréfi Ferðamálaráðs Íslands. Auk almennra upplýsinga um Austur- land, áhugaverða staði, einstök sveitarfélög o.fl. má á vefnum meðal annars finna myndasafn og atburða- dagatal. Þá er á vefnum gagna- grunnur með upplýsingum um ferðaþjónustuaðila í fjórðungnum, svo sem gististaði, veitingastaði, afþreyingarfyrirtæki, söfn o.fl. Skíðaferðir í Noregi Í Noregi var nýlega kynnt til sögunnar skíðavefslóð sem á að þjóna Norð- mönnum, Svíum og Dönum þeim sem áhuga hafa á ódýrum skíðaferðum. Hægt er að leita eftir skíðaferðum til ýmissa staða á Ítalíu, í Frakklandi, Austurríki og á Spáni og frá nokkrum stöðum í Svíþjóð og Noregi og Dan- mörku. Ferðirnar eru með ýmsum ferðaskrifstofum og lággjaldaflug- félögum. Einnig er hægt að fá upplýsingar um hina ýmsu skíðastaði. Öðruvísi London Hvernig væri að heimsækja búð með 20 þúsund býflugum sem framleiða hunangið á staðnum? Þetta er eitt af því sem hægt er að gera í London. Breska Ferðamálaráðið hefur sett saman lista með 101 öðruvísi upplifun í bresku höfuðborginni sem hægt er að finna á netinu. Meðal þess sem þar er að finna er hjólatúr í Austur-London, risaeðlusýn- ing í National History Museum, síð- degiste, lautarferð í Primrose Hill, skoðunarferð um brýrnar yfir Thames og fleira og fleira. Reuters Býflugur í hungansverslun er meðal þess sem finna má í London. Norska skíðavefslóðin: www.ski- faktor.no Frekari upplýsingar um Austur- land er að finna á slóðini: www.east.is Nánari upplýsingar um áhuga- verðastaði í London: www.visitbritain.se/london STJÓRNENDUR ferða á skemmtiferðaskipum bjóða nú í æ fleiri til- fellum upp á nýja og spennandi möguleika í skoðunarferðum sem m.a. höfða til yngra fólks. Lengi hefur viljað loða við skemmti- ferðaskipin að þau væru talinn ferðamáti sem hentaði hvað best fólki sem komið væri yfir miðjan aldur. Það fólk nyti þess margt að ferðast í rólegheitum með samfarþegum sínum á skipum þar sem öll þægindi væri að finna um borð, s.s. góða veitingastaði, bingósali, bíósali, jógatíma o.fl. Stutt stopp á við- komustöðum skipanna dugðu farþegunum svo til að kíkja á markaði, í búð- ir og skoða markverðustu staði í skipulögðum rútuferðum. Að sögn New York Times virðast margir stjórnendur skemmtiferða- skipa hins vegar nú bjóða í síauknum mæli upp á orkumeiri ferðir út frá skipunum, s.s. kajaksiglingar, köfunarferðir, útreiðartúra og aðrar slíka skemmtan sem kemur blóðinu á hreyfingu. „Neytendur í dag eru reyndir safnarar. Að fara eitthvert bara til að skoða er ekki nóg,“ hefur blaðið eftir Bill Smith, einum yfirmanna sölu- og markaðsmála hjá Crystal Cruises, sem segir fólki ekki lengur nægja að sigla bara til staðarins heldur vilji það raunverulega upplifa hann. Aukið adrenalín í skemmtisiglingum  SIGLINGAR Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.