Morgunblaðið - 08.10.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á LANDSÞINGI sambandsins
2002 var mörkuð sú stefna, að á yf-
irstandandi kjörtímabili sveit-
arstjórna skyldi markvisst unnið
að stækkun og eflingu
sveitarfélaganna með
frjálsri sameiningu og
við það miðað að þau
nái a.m.k. yfir heild-
stæð atvinnu- og þjón-
ustusvæði. Í samræmi
við þá stefnumörkun
var á árinu 2003 hrint
af stað samstarfsverk-
efni sambandsins og
ríkisstjórnarinnar um
eflingu sveitarstjórn-
arstigsins.
Fjöldi sveitarstjórn-
armanna vítt og breitt
af landinu hefur komið að því verk-
efni og lagt á sig gríðarlega vinnu
m.a. með starfi í sameiningarnefnd
og samstarfsnefndum heima í hér-
aði og kynningu og umfjöllun á
fundum og í fjölmiðlum. Auk
þeirra hefur félagsmálaráðherra,
verkefnisstjóri verkefnisins,
starfsmenn félagsmálaráðu-
neytisins og alþingismenn, sem
sæti áttu í sameiningarnefnd, unn-
ið að kynningu og fræðslu um til-
gang og markmið verkefnisins með
sama hætti og mætt á fjölmarga
kynningarfundi.
Samstarfsnefndir
hafa gefið út og
dreift kynningarefni
og efnt til fjölda op-
inna funda með íbú-
unum, þar sem sam-
einingartillögurnar
hafa verið kynntar og
ræddar. Auk þess
hefur félagsmála-
ráðuneytið og sam-
starfsnefndirnar
haldið úti sérstökum
heimasíðum með
margskonar upplýs-
ingum um verkefnið. Íbúar hlut-
aðeigandi sveitarfélaga hafa því
haft greiðan aðgang að öllum upp-
lýsingum um sameiningartillög-
urnar, um hvað málið snýst og
verkefnið í heild sinni.
Þær atkvæðagreiðslur s
er til í dag eru afrakstur þ
samstarfsverkefnis. Sú frj
ferð sem viðhöfð er í atkvæ
greiðslunni er eins lýðræð
kostur er og það er nú á va
hvers einstaks sveitarfélag
ákveða hvort þeirra sveita
verður sameinað öðru svei
eða sveitarfélögum.
Ástæða er til að hvetja a
arstjórnarmenn til að vinn
góðri þátttöku íbúanna í at
greiðslunni nk. laugardag.
Þórður Skúlason hvetur til
góðrar þátttöku í kosningu um
sameiningu sveitarfélaga ’... það er nú á valíbúa hvers einstak
sveitarfélags að ák
hvort þeirra sveita
lag verður samein
öðru sveitarfélagi
sveitarfélögum.‘
Þórður Skúlason
Höfundur er framkvæmda
Sambands íslenskra sveita
Stuðlum að góðri
kosningaþátttöku
ÞAÐ hefur lengi verið baráttu-
mál okkar sveitarstjórnarmanna
að efla sveitarstjórnarstigið og
færa þangað verkefni sem nú eru
hjá ríkinu. Þess
vegna fóru forsvars-
menn okkar til fé-
lagsmálaráðherra og
óskuðu eftir sam-
starfi við að sameina
sveitarfélög, efla þau
og stækka. Fram-
haldið þekkjum við
og á laugardaginn
hafa þegnar þessa
lands sögulegt tæki-
færi til mestu þjóð-
félagsbreytinga sög-
unnar.
Sveitarfé-
lagaskipan hefur í raun breyst
mjög lítið. Í upphafi markaðist
stærð þeirra af landfræðilegum
aðstæðum og einingum sem gátu
séð um samtryggingu ákveðins
fjölda fólks. Meðan þjóðfélagið er
allt á fleygiferð hafa sveit-
arfélögin flest hver setið eftir og
eru sem afl og vald íbúum til
heilla, oft á tíðum næsta gagns-
laus.
Ef litið er til nágrannalanda
okkar þá má sjá þar allt aðra
þróun. Sveitarfélögin eru öflugar
einingar og þeim er trúað fyrir
mörgum og miklum verkefnum.
Þar fara sveitarfélög með 60–70%
skatttekna en ríkið 30–40%. Hér
er þessu öfugt farið. Þetta er
ekki náttúrulögmál og þessu á að
breyta. Öflugri sveitarfélög hafa
metnað og burði til að taka aukin
fjölda verkefna til sín, verkefni
sem tengjast nærþjónustu við
íbúa s.s. þjónustu við aldraða,
fatlaða og heilsugæslu. Þá geta
íbúar haft raunveruleg áhrif á
hvernig þessi þjónusta er veitt og
geta auðveldar barist fyrir sínum
áherslum. Sama getur vel gilt um
ákveðna hluta vegakerfisins s.s
safn- og tengivegi.
Mér hefur undanfarna daga
fundist leggjast lítið fyrir margan
góðan félagann á sveitarstjórn-
arstiginu. Þegar glittir í árangur
af starfi Sambands íslenskra
sveitarfélaga með
dyggri hjálp félags-
málaráðherra, þá
skríða þeir undir
borð og hætta að
kannast við eigin
málflutning und-
anfarinna ára. „Þetta
er nú ekki sú sam-
eining sem ég vildi.“
„Við óttumst að
verða jaðarsvæði.“
„Við eigum ákveðnar
eignir sem við höfum
áhyggjur af.“ Hvað
er orðið af há-
stemmdum ræðum þessa sama
fólks um þá byggðastefnu sem í
því felst að fá aukin verkefni frá
ríkinu, störf sem þeim verkefnum
tengjast, völd og áhrif sem fylgir
eflingu sveitarstjórnarstigsins?
Hvað er orðið um hagsmuni
heildarinnar? Er hún einskis
virði ef menn geta lagt svolítið
með sér?
Í rannsóknum sem gerðar hafa
verið í sameinuðum sveit-
arfélögum er það rauði þráðurinn
að íbúar eru sáttir við breyting-
arnar. Auðvitað eru ekki allir
ánægðir en flestir eru á því að
þjónusta hafi batnað og hún sé
jafnari. Menn fagna líka betri
stjórnsýslu og öflugra stoðkerfi.
Ekki nema von því allt of mörg
sveitarfélög hafa ekkert stoð-
kerfi, engar undirnefndir, skrif-
stofu á heimili oddvita og aðrir
hreppsnefndarmenn eru að vinna
á hnjánum á sér. Þjónustan er
bundin í byggðasamlögum, sem
oft lifa sjálfstæðu lífi. Þetta er
ekki illa meint gangvart þeim
sem þessum störfum sinna af
ósérhlífni, heldur einungis verið
að benda á að þetta eru e
stæður sem neinum eru b
Ekki hreppsnefndarmönn
ekki íbúum. Íbúar og fyri
eiga rétt á að um þeirra m
fjallað af fagmennsku og
greiðsla taki mið af því. Þ
að búa þannig um hnútan
þeir fáu sem fást til að vi
þessi störf hafi til þess að
fjarlægðir og önnur vinna
ekki til að fæla menn frá,
sæmandi laun og vinnuað
Þá er líka hægt að gera t
meiri kröfur en hægt er í
Ef við höfum raunveru
áhuga á því að flytja verk
sveitarfélaga, auka völd o
á eigin mál og byggja sve
arfélög sem eru einhvers
þá samþykkjum við þær t
sem nú er kosið um. Nú e
inn til að stefna út úr dal
yfir ána. Annars heldur b
áfram að byggjast upp í R
vík og forræði okkar mál
áfram í þeirri fjarlægð að
sem um fjalla finna ekki
hjartsláttur byggðarinnar
og veikist og …
Verkefnin, valdið og
ábyrgðina heim í héra
Sveinbjörn Eyjólfsson fjallar
um sameiningu sveitarfélaga ’Hvað er orðið af stemmdum ræðum
þessa sama fólks u
byggðastefnu sem
felst að fá aukin ve
efni frá ríkinu, stö
sem þeim verkefn
tengjast, völd og
áhrif …?‘
Sveinbjörn Eyjólfsson
Höfundur er oddviti Borga
arsveitar og formaður sam
arnefndar í Borgarfirði no
Skarðsheiðar og Kolbeins-
staðahreppi.
Sameining sveitarfélaga
Kjósendur í 61 sveitarfélagi, alls um 70 þúsund manns, ganga í
dag til kosninga um sameiningu við önnur sveitarfélög. Kosið
verður um 16 sameiningartillögur víðs vegar um landið og gert
ráð fyrir að sveitarfélögum í landinu fækki úr 101 í 47.
VIÐHORF TIL MENNTUNAR
Andreas Schleicher, forstöðu-maður námsmatsstofnunarOECD og einn af aðalskipu-
leggjendum PISA-kannananna, sem
bera saman árangur grunnskólanem-
enda á milli landa, segir í viðtali við
Morgunblaðið í gær: „Eru gerðar
nógu miklar kröfur til íslenskra nem-
enda? Fá þeir nógu mikinn stuðning?
Eru námsmarkmiðin nógu skýr með
framtíðina í huga? Er námskráin í
samræmi við kröfur framtíðarinnar?
Segja má að íslenskir nemendur
standi sig vel en spyrja verður um
hvað helst ógni árangri í framtíðinni
og bregðast við með það að leiðarljósi
að gera betur.“
Það er full ástæða til þess fyrir yf-
irvöld menntamála á Íslandi að fylgja
spurningum Schleichers eftir. Margir
foreldrar íslenzkra skólabarna, ekki
sízt þeir sem hafa samanburð frá öðr-
um löndum, spyrja fyrstu spurning-
arinnar harla oft. Mörgum finnst
vanta upp á að gerðar séu nægilega
miklar kröfur í skólanum, ekki sízt til
beztu nemendanna.
Íslendingar eiga ekki að sætta sig
við að vera um miðjan hóp í PISA-
könnununum. Að sjálfsögðu eigum við
að stefna að því að vera í fremstu röð.
Ein leiðin til þess er auðvitað að gera
meiri kröfur í skólanum, a.m.k. til
þeirra sem standa undir slíkum kröf-
um.
Schleicher er augljóslega hugleikinn
sá munur, sem er á frammistöðu pilta
og stúlkna í grunnskóla hér á landi, en
sá munur er hvergi meiri í OECD.
Strákar standa sig mun verr en stúlk-
ur í skóla, ekki sízt á landsbyggðinni.
„Það er spurning hvort þessi munur er
vegna galla á menntakerfinu eða hvort
hann endurspeglar félagslega stöðu
nemendanna en það þarf að taka á
vandamálinu. Árangur íslenskra
stúlkna skipar þeim á meðal þeirra
bestu í heiminum en íslenskir piltar
eru á meðal þeirra sem skipa neðsta
þriðjunginn hvað frammistöðu varð-
ar,“ segir Schleicher.
Áður hefur verið bent á að skipulag
grunnskólans sé um of miðað við stelp-
ur, en taki ekki mið af þörfum stráka,
sem þurfi útrás fyrir krafta sína. En
liggur vandinn eingöngu í menntakerf-
inu? Hvernig stendur á því að það er
einkum á landsbyggðinni, sem strákar
standa sig verr í skóla en stelpur?
Getur verið að samfélagið hvetji þá
einfaldlega ekki til að afla sér mennt-
unar? Getur verið að í sjávarútvegs-
og landbúnaðarsamfélögum sé borin
takmörkuð virðing fyrir menntun?
Í frumframleiðslugreinunum verður
æ meiri þörf fyrir fólk með góða
menntun. Sama á enn frekar við um
nýjar atvinnugreinar, sem leitazt er
við að byggja upp á landsbyggðinni, til
dæmis þekkingariðnað og ferðaþjón-
ustu.
Sérhvert samfélag verður að líta í
eigin barm og velta fyrir sér, hvort
börn fái nægilega jákvæða mynd af
menntun og gildi hennar. Andreas
Schleicher bendir á að margir íslenzk-
ir nemendur, einkum piltar, komi ekki
auga á möguleikana, sem felist í nám-
inu. Standa fyrirmyndir þeirra sig
sem skyldi? Benda feður, afar og
frændur ungum strákum á gildi þess
að læra dönsku – til dæmis til að geta
starfað í ferðaþjónustu eða alþjóða-
viðskiptum – eða stærðfræði, sem opn-
ar þeim dyr sem vilja læra að stýra
skipi eða vinna við tölvur?
GEGN PYNTINGUM
Það er undarlegt að hugsa til þessað í upphafi 21. aldarinnar skuli
Bandaríkjaþing þurfa að samþykkja
bann við því að bandarískir hermenn
pynti og niðurlægi fanga. Enn furðu-
legri er sú tilhugsun að talið er að svo
geti farið að George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, beiti neitunarvaldi
sínu gegn samþykktinni.
John McCain, öldungadeildarþing-
maður repúblikana frá Arizona og
fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var
fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sem
var samþykkt með 90 atkvæðum gegn
níu.
Bandaríkjastjórn hefur borið því við
að í fyrirliggjandi lögum sé bannað að
fara illa með fanga, en með samþykkt
öldungadeildarinnar, sem hengd var á
fjárlög hersins, væru hendur forsetans
í hlutverki yfirmanns bandaríska her-
aflans í stríðinu gegn hryðjuverkum
bundnar.
McCain hefur sagt frá því að hann
hafi ákveðið að leggja samþykktina
fyrir þingið eftir hvatningu frá Ian
Fishback, kapteini í Bandaríkjaher.
Fishback hefur í eitt og hálft ár barist
án árangurs fyrir því að fá yfirboðara
sína til að samþykkja skýrar reglur
um meðferð stríðsfanga.
„Óvinirnir, sem við berjumst gegn
bera enga virðingu fyrir lífinu og rétt-
indum manna. Þeir eiga enga samúð
skilda. Þetta snýst þó ekki um það
hverjir þeir eru. Þetta snýst um hverj-
ir við erum. Um það sem skilur okkur
frá þeim,“ sagði McCain, sem sjálfur
var stríðsfangi í Víetnam í fimm ár.
Meðferð Bandaríkjamanna á föng-
um er álitshnekkir. Heimsbyggðinni
var brugðið þegar myndir birtust frá
Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad þar
sem fangar voru niðurlægðir og pynt-
aðir. Í ljós hefur komið að aðfarirnar í
Abu Ghraib voru ekki einangrað fyr-
irbæri og kerfisbundið væri farið illa
með fanga í Írak, Afganistan og fang-
elsinu í Guantanamo á Kúbu. Banda-
ríkjamenn hafa sent fanga sína til yf-
irheyrslu í löndum á borð við Sýrland
og Egyptaland þar sem vitað er að
pyntingum er beitt til að knýja menn
til frásagnar. Einnig hefur komið á
daginn að Bandaríkjastjórn hefur sér-
staklega látið kanna hvernig í raun
megi ganga á svig við ákvæði Genf-
arsáttmálans um meðferð fanga.
Bandaríkjamenn segja að stríðið
gegn hryðjuverkum sé háð í nafni
frelsis og lýðræðis. Það kann að vera
hægt að rökstyðja misþyrmingar á
föngum með ýmsum hætti, þótt því sé
einnig haldið fram að framburður, sem
þvingaður sé fram með þeim hætti, sé
marklaus. En þegar öllu er á botninn
hvolft er málið einfalt: Hvernig er
hægt að verja málstað með því að
grafa undan honum? Verða mannrétt-
indi varin með því að brjóta þau?
Hvernig geta Bandaríkjamenn kinn-
roðalaust gagnrýnt aðra fyrir mann-
réttindabrot þegar þeir stunda þau
sjálfir?
John McCain hitti naglann á höfuðið
þegar hann sagði að þetta snerist ekki
um hverjir þeir væru, heldur hver við
værum. Beiti Bush neitunarvaldi verð-
ur það álitshnekkir fyrir hann og
stjórn hans.