Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HALTU áfram að læra svo lengi
sem þú lifir. Þetta var það geðorð
sem ég var beðinn að hugleiða og
alkunnugt orðtak kom
óðar upp í hugann:
Hvað ungur nemur,
gamall temur. Stað-
reyndin sú að sann-
leikur þessara orða
hefur mér orðið æ
ljósari eftir því sem
árunum hefur fjölgað,
hversu svo sem mér
hefur gengið að temja
mér það sem ég ung-
ur nam af góðum og
gildum heillaráðum.
Auðvitað er stað-
reyndin sú að alla æv-
ina er verið að með-
taka eitthvað nýtt og
nauðsynin mest að
taka því opnum huga
en samt með aðgát í
hverju einu. Að læra
og nýta þann lærdóm
er dýrmætt meðan
andans þrek leyfir og
þar getur undirrit-
aður nefnt um aug-
ljóst dæmi þegar
hann er að slá þessi
orð inn á tölvuna, sem
ég er alltaf að læra á
meira og meira, var
enda orðinn löggilt
gamalmenni þegar það nám hófst,
svo er dóttursyninum Herði Seljan
fyrir að þakka. Sömu reynsluna
getur jafnaldran, kona mín, vottað,
sem fór að skera út um leið og ég
tók til við tölvuna og skilar hverju
listaverkinu á fætur öðru og bæði
eru sannfærð í hjarta sínu um lífs-
fyllinguna sem í þessu felst. En það
að trúa á getu sína til að nema eitt-
hvað nýtt er hverjum manni nauð-
syn, annað kallar á andans doða og
sálarauðn í versta falli. Eflaust tek-
ur það lengri tíma eftir því sem ald-
ur færist yfir en þeim mun
skemmtilegra þegar þokkalega
tekst til.
Að lifa lífinu lifandi
með virkri þátttöku í
hverju einu sem hugur
heimtar er sjálfsögð
skylda þeim er það
geta á annað borð
vegna heilsu sinnar.
Þetta tengist því einnig
að hafa eitthvað fyrir
stafni, lifa fyrir eitt-
hvað, með öðrum og
fyrir aðra. En það má
ekki síður rækta með
sér ákveðna eðlisþætti
sem hefur ekki verið
sinnt sem skyldi í erli
annríkis, umburð-
arlyndi, hjálpsemi,
náungans-kærleik og
þá gott að minnast geð-
orðanna góðu úr for-
eldrahúsum sem lutu
svo mjög að þessu.
Engum er meiri nauð-
syn þessa en þeim sem
aldnir eru.
Spurt var hversu
þetta geðorð gæti
hjálpað til framtíðar og
það er mín einlæg trú
að aldrei sé of seint að
hefja sig upp frá vana-
bundinni hegðan og
reyna eitthvað nýtt, trúa á sjálfan
sig til allra góðra verka, rækta sinn
andans garð sem bezt og láta um-
fram allt námið í skóla lífsins og
reynslu áranna verða sjálfum sér
og öðrum til gagns og góðs. Aldrei
að segja aldrei, ætti að vera kjörorð
geðorðanna.
Aldrei að segja
aldrei
Helgi Seljan skrifar um
Geðorð númer 3
Helgi Seljan
’Að lifa lífinulifandi með
virkri þátttöku í
hverju einu sem
hugur heimtar
er sjálfsögð
skylda þeim er
það geta á ann-
að borð vegna
heilsu sinnar.‘
Höfundur er fv. alþingismaður og for-
maður fjölmiðlanefndar IOGT.
MÉR hefur, í gegnum þau ár sem
ég hef haft ástæðu til að fagna geð-
heilbrigði mínu, þótt 10. október
vera góður dagur til
þess. Haustið er góður
árstími til að minna
sig á geðheilbrigði.
Minna sig á hvaða
þættir hafa áhrif á
lundina og hverja
þeirra við getum haft
áhrif á. 10. október er
Alþjóðageðheilbrigð-
isdagurinn.
Dagurinn hefur ver-
ið haldin hátíðlegur
um heim allan frá
1992, en það ár fékk
Richard Hunter, þá-
verandi forseti Alþjóða Geðheil-
brigðissamtakanna, þá hugmynd að
gera 10.10. að alþjóðlegum virkni-
degi samtakanna. Deginum var ætl-
að það hlutverk að vekja athygli á
geðheilbrigðismálum í samfélögum
þjóðanna. Bæði þjónustu við geð-
sjúka, þátttöku þeirra í samfélaginu
sem og geðheilbrigðisástandi allra.
Þessi hugmynd hefur svo þróast yf-
ir í þann dag sem 10. október er
fagnað um allan heim. Það er í dag
8. október sem við hér á Íslandi
fögnum Alþjóðageðheilbrigðisdeg-
inum þetta árið.
Fyrstu árin sem ég tók þátt í há-
tíðarhöldum dagsins hér á Íslandi, í
kringum ’95, var dagurinn helgaður
geðsjúkum og réttindabaráttu
þeirra. Við gengum í kröfugöngu
með skilti sem á voru letruð bar-
áttuorð og kröfur í garð spítalanna
og stjórnvalda. Þetta var iðulega fá-
mennur hópur sem samanstóð af
notendum þjónustunnar, aðstand-
endum og pirruðu starfsfólki. Þó að
ákveðin þemu hafi verið tengd deg-
inum frá og með 1994 á alþjóðavísu
varð að mínu viti ekki almennileg
viðhorfsbreyting hér á landi, um að
dagurinn væri dagur geðheilbrigðis
og þannig eign og fagnaðarefni allra
fyrr en um og eftir 2000. 10. október
árið 2000 gekk fylkingin, sem nú
samanstóð af mun stærri og fjöl-
breyttari hóp en áður, niður Skóla-
vörðustíginn í átt að Ráðhúsinu með
bréfpoka yfir höfði sem
tákn um fordóma gegn
geðsjúkdómum. Pok-
arnir voru svo fjar-
lægðir og brenndir við
Ráðhúsið í táknrænni
athöfn. Það var svo
sama dag þetta ár að
verkefninu Geðrækt
var ýtt úr vör. Það má
segja að með því hafi
orðið straumhvörf og
eftir tilurð verkefnisins
sem var ætlað að efla
og rækta geðheilbrigði
landsmanna hafi pend-
úll Alþjóðageðheilbrigðisdagsins
sveiflast yfir geðheilbrigði allra
jafnt geðsjúkra og geðheilbrigðra.
Þema Alþjóðageðheilbrigðisdags-
ins í ár: tengsl geðheilsu og lík-
amlegrar heilsu út æviskeiðið, end-
urspeglast að vissu leyti í
skilgreiningu Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar frá 1946 á heilsu
sem: „algjörri líkamlegri, andlegri
og félagslegri vellíðan en ekki ein-
ungis fjarveru sjúkdóma eða heilsu-
brests.“ Það er því ljóst að í dag er
verið að fagna geðheilsu í samspili
við líkamlega heilsu. Að gera sér
grein fyrir þessu samspili á öllum
stigum lífsins, allt frá ófrískri móð-
ur til eldri borgara, er mikilvægt
fyrir samfélagið og einstaklinga.
Heilbrigðismál hafa tekið miklum
breytingum síðustu árin og munu að
mínu viti breytast enn frekar næstu
árin. Upplýsingaaldan (seinni) hefur
opnað málaflokkinn sem end-
urspeglast í lýðheilsu og tengdum
lífstílsáhrifum heilsu. Hér áður var
áherslan á afleiðingar vanlíðunar og
sjúkdóma sem sérhæfðir „heilbrigð-
is“starfsmenn, menntaðir í veik-
indum, tókust á við á sjúkrahúsum.
Allt heila ferlið virtist vera aðeins
nær Almættinu en við hin og var því
sjaldan sett spurningarmerki við
dóm á sjúkri afleiðingu, ellegar
hvað væri sjúkt og hvað ekki. En
upp úr 1980 fór að aukast áhersla
læknavísindanna á orsakir afleiðing-
anna og þar með bættust þættir
eins og forvarnir og heilsuefling.
Jafnframt þessari breyttu áherslu
kom til aukinn áhugi almennings á
heilbrigðum lífstíl og hreyfingu.
Samfara þessu hafa samfélög okkar
og lifnaðarhættir breyst hratt og
orðið á margan hátt heilsuspillandi.
Markaðssamfélög líkt og við búum
við geta verið erfið heilsu borg-
aranna, þar sem togast á vilji mark-
aðarins til að græða, gróða sem
nærist á ójafnvægi borgaranna og
aftur vilji (mismikill) stjórnvalda til
að búa borgurum sínum samfélag
þar sem hagsmunir heildarinnar
eru hafðir að markmiði. Þegar svo
borgarinn telur hag sínum best fyr-
irkomið með auknu efni og aukinni
efnislegri velsæld hagnast ójafn-
vægi markaðarins og einstaklings-
hyggjan nær yfirtökum á samvinnu
og samneyslu þeirri sem ríkisvaldið
stendur fyrir. Breyttur (ó)hagur
okkar í efninu hefur skilið eftir sig
samfélagslega holu sem endurspegl-
ast í þáttum eins og ójöfnuð sem
samneyslunni var stillt á móti, fé-
lagslegri einangrun, skjálífi, sam-
skiptabrenglun, einmanaleika, lágu
sjálfsmati, firringu o.fl. Allir þess-
ara þátta hafa mikil áhrif á heilsu.
Lífstíll okkar ætti að vera okkar
eigið mál, en það líður að því að við
þurfum að gera upp við okkur hvort
við ætlum að lifa fyrir okkur sjálf
eða fyrir aðra. Mögulega gætum við
fundið jafnaðarlínu þarna á millum,
líkt og línan sem liggur einhver-
staðar á milli einstaklings og sam-
félags, stundum kennd við þriðju
leiðina. Ef til vill er það besta sem
við getum gert fyrir okkur sjálf og
þar með vellíðan okkar og heilsu, að
gera eitthvað fyrir aðra. Það má
vera að ég sé kominn svolítið frá
þema dagsins en það er allt í lagi,
grunnur heilbrigðis okkar liggur í
samfélögunum sem við búum í og
samskiptum innan þeirra og þau
þurfum við fyrst og fremst að bæta.
Ég vil, góðir landsmenn, um leið
og ég óska ykkur góðrar geð- og lík-
amsræktar, minna á að ef við erum
öll sandkorn þá er best að upplifa
sig sem eyðimörk.
Geðland
Héðinn Unnsteinsson
fjallar um geðheilbrigðismál ’… í dag er verið aðfagna geðheilsu í sam-
spili við líkamlega
heilsu.‘
Héðinn Unnsteinsson
Höfundur er sérfræðingur á geðheil-
brigðissviði Evrópuskrifstofu WHO
og stundakennari við HR auk þess að
vera fyrrverandi notandi íslenskrar
geðheilbrigðisþjónustu.
Í DAG, 8. okt., kl. 12
mun Sjósundfélag Ís-
lands standa fyrir svo-
nefndu Geðsundi í
Nauthólsvík í tilefni af
Alþjóðlega geðheil-
brigðisdeginum. Að
baða sig eða synda í ís-
köldum sjó kallar á
breytt viðhorf til lífsins.
Sá sem syndir í sjónum
breytist – verður annar
maður. Hann stælist og
hressist og byggir upp
sterkara ónæmiskerfi
sem ver hann gegn
ýmsum kvillum. Sál-
rænt hefur sá hinn
sami öðlast nýja sjálfs-
vitund, hann getur
eitthvað sem hann hélt
að honum væri fyr-
irmunað áður. Með
sjósundi tökum við
náttúruna í áþreifanlega sátt – sátt
sem kennir okkur að lifa með henni,
ekki á móti. Virkjun lífsorkunnar á
grundvelli Sahaja yoga, sem bæði
greinarhöfundur og fleiri munu leið-
beina fólki með í Nauthólsvík á svip-
uðum tíma, felur í sér sömu um-
breytingu og
sjósundið, bara dýpri
og átakaminni, að
þessu sinni á þurru
landi. Þessi virkjun
lífsorkunnar er grund-
völluð á hávísinda-
legum jógafræðum
sem hin heilaga kona
Shri Mataji Nirmala
Devi fann upp. Þau
miðast við að tengja
mann við lífsupp-
sprettuna sjálfa og
læra að beisla hana
með hugleiðslu og ein-
földum handahreyf-
ingum. Markmiðið er að
verða sinn eigin meist-
ari og geta stillt líkam-
ann á hærri vitund-
arsvið, rétt eins og
hljóðfæri, í átt til meira
jafnvægis, þroska og
velfarnaðar fyrir sjálf-
an sig og alla aðra. Hittumst heil í
Nauthólsvík.
Geðsund og virkjun
lífsorkunnar
Benedikt S. Lafleur skrifar í
tilefni af Alþjóðlega
geðheilbrigðisdeginum
Benedikt S. Lafleur
’Að baða sigeða synda í ís-
köldum sjó kall-
ar á breytt við-
horf til lífsins.‘
Höfundur er listamaður og útgefandi.
VIRKNI, að hafa hlutverk og upp-
lifa jafnvægi í daglegu lífi stuðlar að
góðri heilsu. Þátttaka í
iðju sem er hæfilega
ögrandi og viðráðanleg
er nauðsynleg til að
auka vellíðan. Iðjan
getur tengst starfi jafnt
og einkalífi, að taka
þátt í tómstundaverk-
efni í einhverju sem
aldrei hefur verið feng-
ist við áður er ögrandi
og oftar en ekki kemur
útkoman á óvart og
eykur ánægju og vellíð-
an.
Hver og einn hefur
mörg hlutverk sem hann þarf eða
langar til að sinna. Dæmi um hlut-
verk eru starfsmaður, húsmóðir/
húsfaðir, maki, móðir/faðir, dóttir/
sonur, vinur, félagsmaður. Hverju
hlutverki fylgja venjur og viðfangs-
efni sem skapa ákveðið jafnvægi eða
skipulag í daglegu lífi. Hlutverkin
ráða því að mörgu leyti hvað það er
sem fengist er við yfir daginn. Hlut-
verkin breytast yfir æviskeiðið, með
aldrinum bætast ný við og önnur
falla út. Hlutverkin eru fæst í
bernskunni þar sem meginviðfangs-
efnið er leikur og nám, þeim fjölgar á
unglingsárum þegar m.a. hlutverk
starfsmanns bætist við og eru flest á
árunum frá 25 til 50 ára þegar m.a.
umönnun barna og húsmóður/
húsföður hlutverkin bætast við.
Þetta eru árin þegar flestir tala um
að sólarhringurinn dugi ekki fyrir öll
verkefnin. Á efri árum fækkar hlut-
verkum aftur en þá er mikilvægt að
velja og njóta þeirra verkefna sem
hlutverkin bjóða upp á, t.d. að vera
virkur í félagsstarfi og gefa e.t.v.
ömmu og afa hlutverk-
inu meiri tíma.
Margir eru sífellt í
kapphlaupi við tímann
en það er óhrekjanleg
staðreynd að öll höfum
við sömu 24 klukku-
stundirnar í sólar-
hringnum en hver og
einn verður að velja og
hafna, forgangsraða í
hvað þessar klukku-
stundir fara. Viljum við
að þær fari eingöngu í
starfið eða gefum við
tíma í að hlú að okkur
sjálfum og okkar nánustu? Það er
mikilvægt að staldra við og skoða
hvað er það sem gefur orku. Er það
hreyfing eins og gönguferð eða
tækjasalur eða er það að vinna að
skapandi verkefnum eins og að
vatnslita, prjóna eða vinna í garð-
inum eða eitthvað allt annað? Mest
um vert er að hver og einn geri sér
grein fyrir hvað það er sem fyllir á
orkutankinn og setji sér markmið
sem tryggir reglulega áfyllingu.
Annars fer fyrir okkur eins og bíln-
um sem gleymist að setja bensín á.
Eitt af því sem stuðlar að geð-
heilsu er jafnvægi í daglegu lífi, en þá
er átt við að jafnvægi sé á milli eigin
umsjár, vinnu eða skyldustarfa og
tómstunda. Þetta má orða á annan
hátt, að jafnvægi sé á milli þess sem
þarf að gera, ætlast er til að gert sé
og þess sem mann langar til að gera.
Virkni og jafnvægi
bætir geðheilsu
Lilja Ingvarsson fjallar
um geðheilsu
Lilja Ingvarsson
Höfundur er formaður
Iðjuþjálfafélags Íslands.
Þetta jafnvægi er einstaklingsbundið
og það sem fyrir einum er skyldu-
starf getur verið áhugamál hjá öðr-
um. Fyrst og fremst snýst þetta jafn-
vægi um að velja og forgangsraða.
Hvað er það sem skiptir mestu máli á
þessum tímapunkti í lífinu? Er það
starfsframinn, makinn og hjóna-
bandið, börnin og velferð þeirra?
Hver einstaklingur getur haft áhrif á
líf sitt með því að staldra við, skoða
hlutverk sín, verkefnin sem liggja
fyrir og forgangsraða í samræmi við
gildi og trú sína. Spyrja sig spurn-
inga eina og hvaða hlutverkum er ég
að sinna og hverjum ekki? Er ég
ánægð/ur með þessi hlutverk? Valdi
ég þau sjálf/ur? Hvernig ætla ég að
breyta jafnvæginu í lífi mínu þannig
að ég sé ánægð/ur? Ekki má gleyma
að hlúa að gleðinni, en þátttaka í
skapandi verkefnum getur verið upp-
spretta gleði. Það er algengt að ekki
sé gefinn tími til gleðigjafa í amstri
dagsins, en þá er mikilvægt að njóta
þeirra stunda sem gefast, jafnvel að
setja sér að markmiði að taka þátt í
einhverju sem veitir gleði einu sinni í
viku. Það getur verið að fjölskyldan
horfi saman á sjónvarp, bjóða í vinum
í mat, fara í heimsókn, eða að taka
þátt í bekkjarkvöldinu.
Undanfarna daga hefur verið
fjallað um geðorðin 10 hér á síðum
Morgunblaðsins. Tökum eftir þeim,
höfum þau í huga og gerum þau að
okkar og stuðlum þannig að betri
geðheilsu.
’Geðorðin 10. Tökumeftir þeim, höfum þau í
huga og gerum þau að
okkar og stuðlum þann-
ig að betri geðheilsu.‘
Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur 10. október