Morgunblaðið - 08.10.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.10.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARFUMRÆÐAN EFTIR að verkefnisstjórn Samtaka sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar lagði fram tillögur sínar um þau sveitarfélög sem sameina skyldi kusu sveitarstjórnirnar á Snæfellsnesi full- trúa í sameiningarnefnd. Þeirri nefnd var falið að vega og meta kosti og galla sameiningar hér á Snæfellsnesi. Er niðurstöður sameiningarnefndar lágu fyrir og fengu umfjöllun og af- greiðslu í bæjarstjórn Snæfellsbæjar lögðust 5 af 7 bæjarfulltrúum gegn kosningum sem vera áttu í apríl sl. Lífdagar sameiningarnefndarinnar voru þá lengdir og nefndin fengin til að búa til kynningarefni og undirbúa kosningar í dag, 8. október. Nefndin sendi frá sér kynningarbækling sem er ágætur miðað við það andrúmsloft sem hann var skapaður í. Fundir voru boðaðir á fjórum stöðum á svæð- inu og efni bæklingsins kynnt 23. og 24. sept. sl. Tími fyrir almenning til að ræða þetta mikilsverða mál er því mjög stuttur. Fleiri atvinnutækifæri Við sem undirritum þetta bréf erum úr hópi Snæfellsbæinga sem eru á þeirri skoðun að samþykkja beri sameininguna í kosningunum í dag. Þeir sem ekki vilja sameiningu núna tala margir þannig, jafnvel bæj- arstjórnarmenn, að auðvitað komi að sameiningu seinna, það sé bara spurning hvenær, jafnvel eftir 5, 10 eða 20 ár. Hér á eftir nefnum við nokkur atriði sem við teljum að skipti máli um að ákvörðun verði tekin strax og að það séu líkur fyrir því að við getum tapað ýmsu á því að bíða. Það liggur ljóst fyrir að sveit- arfélögunum verði boðið upp á að taka við nokkrum verkefnum sem nú eru í umsjá ríkisins. Þau sveitarfélög sem verða valin til að taka við þeim verkefnum verða að vera það öflug að geta mætt kröfum nútímans um þjón- ustu. Nú þegar hafa stór landsvæði sameinast til að ná þessari stöðu. Má þar t.d. nefna sveitarfélögin Borg- arbyggð og Fjarðabyggð. Þessi staða vinnst ekki hjá okkur með því að þrjú sveitarfélög á svæðinu séu að togast á um þessi verkefni. Sameining mun því bæta búsetuskilyrði á öllu Snæ- fellsnesi og skapa fleiri atvinnutæki- færi. Orkukostnaður Á síðustu vikum hafa gerst atburðir sem tengja hluta af Snæfellsnesi við höfuðborgarsvæðið. Orkustofnun Reykjavíkur hefur keypt Hita- og vatnsveitu Stykkishólms og einnig hitaréttindi í Grundarfirði og vatns- veituna þar sem er til mikilla hags- bóta fyrir íbúana. Áður var Orkuveit- an búin að yfirtaka veitur á Akranesi og í Borgarbyggð og samkvæmt síð- ustu fréttum mun fyrirtækið leggja ljósleiðara um þessa staði og til há- skólanna í Borgarfirði. Eftir undirskrift samninganna við Grundarfjörð lét forustumaður Orku- veitu Reykjavíkur þau orð falla í við- tali við fréttamann að næst kæmi að því að skoða það að koma heita vatn- inu til Ólafsvíkur og Hellissands. Ef sú hugmynd að leggja heitavatnslögn frá Grundarfirði til Ólafsvíkur og Hellissands gæti orðið að veruleika myndi það ekki aðeins styrkja þétt- býlið og bæta þar atvinnu- og búsetu- skilyrði heldur auka mikið verðmæti og nýtingarkosti þess lands þar sem lögnin væri lögð um. Besta leiðin til árangurs er að láta þessa hugmynd fá brautargengi og að gera byggðirnar á Snæfellsnesi að einu sveitarfélagi. Til þess er nú tækifæri. Að sjálfsögðu hvetjum við til frekari leitar eftir heitu vatni í Snæfellsbæ. Samgöngumál Góðir áfangar hafa náðst í samgöngu- málum okkar á síðustu árum. Enn vantar þó að ljúka við að leggja nýjan veg um Fróðárheiði með bundnu slit- lagi. Öflugt og sameinað sveitarfélag á Snæfellsnesi gæti beitt sér fyrir að þeirri framkvæmd yrði flýtt. Hafnirnar þrjár í Ólafsvík, Rifi og Arnarstapa hafa allar verið í upp- byggingu. Þó er svo komið að það má kalla sérstakan viðburð ef flutn- ingaskip kemur hér í höfn. Nú eru hafnar umræður um að siglingar muni hefjast um svokallaða norð- urleið milli Austur-Asíu og Evrópu. Ef af þessu verður er gert ráð fyrir að umskipunarhafnir verði á Íslandi. Það liggur vel við að í Breiðafirði verði ein slík höfn. Umræða um þetta málefni er þegar hafin hjá sveit- arstjórnum bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Hér skiptir frumkvæði og samstaða máli ef árangur á að nást. Dreifbýlið Í dreifbýli sameinaðs Snæfellsness verða miklir möguleikar á áframhald- andi öflugri ferðaþjónustu og að land- búnaður blómstri. Sú staðreynd, að á minnsta kosti þremur stöðum sunnan fjalla er að finna nýtanlegt heitt vatn, gefur mikla möguleika til atvinnu- sköpunar í ferðaþjónustu og landbún- aði auk þess að vera hvati að annarri atvinnuuppbyggingu í sveitunum. Sameinuð getum við staðið betur að framgangi þessara mála Snæfellsbæingar. Við höfum nefnt hér nokkur atriði sem tengjast fram- tíð okkar byggðarlags og fleira mætti nefna. Við teljum að til þess að nefnd- ar hugmyndir verði að veruleika sé sú leið líklegust til árangurs að stofna eitt öflugt sveitarfélag á Snæfells- nesi. Við hvetjum fólk til að mæta á kjörstað og kjósa með sameiningu. Styðjum lýðræðið og horfum til fram- tíðar F.h. áhugahóps um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi, PÉTUR S. JÓHANNSSON, DRÍFA SKÚLADÓTTIR, KRISTJÁN ÞÓRÐARSON. Horfum til framtíðar á Snæfellsnesi Frá Pétri S. Jóhannssyni, Drífu Skúladóttur og Kristjáni Þórðarsyni: Morgunblaðið/Ingó Snæfellsnes er einn þeirra staða þar sem kosið er um sameiningu sveitarfé- laga í dag. Greinarhöfundar mæla með sameiningu. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Sameining sveitarfélaga Fjölbreytt vetrarstarf Selfosskirkju hafið VETRARSTARF Selfosskirkju hefst að vanda nú á haustdögum. Dagskrá safnaðarstarfsins í vetur verður m.a. sem hér segir: Almennar messur í Selfosskirkju alla sunnudaga kl. 11. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu á eftir. Barnaguðsþjónustur í lofti safn- aðarheimilisins alla sunnudaga kl. 11.15. Þátttakendur geta komið kl. 11 og verið við upphaf messunnar í kirkjunni, en líka er hægt að koma kl. 11.15 og ganga þá um hliðardyr safnaðarheimilis. Morguntíðir með fyrirbænum eru í kirkjunni þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Þá er einnig tekið við bæn- arefnum. Kaffisopi á eftir. Kvöldguðsþjónustur með léttri tónlist verða haldnar í Selfosskirkju og auglýstar sérstaklega. Þorvaldur Halldórsson, söngvari, hefur veg og vanda af tónlistinni. Opin kirkja – Kyrrðarstundir. Selfosskirkja er að öðru jöfnu opin frá því kl. 9 virka daga og endra- nær, á meðan starfsemi fer fram í henni. Tilvalið er að koma í kirkjuna og eiga þar kyrrðarstund. Kvenfélag Selfosskirkju. Auk al- menns félagsstarfs hefur kven- félagið tekið að sér að annast um léttan hádegisverð að lokinni messu- gjörð í kirkjunni á sunnudögum. Þá sér félagið um erfisdrykkjur, ef ósk- að er, og kaffiveitingar við ýmis tækifæri. Fermingarstörfin í Selfosskirkju. Fyrsti spurningatími vetrarins var 27. september síðast liðinn. Ferm- ingar eru fyrirhugaðar, sem hér segir: Pálmasunnudag 9. apríl, skír- dag 13. apríl, annan í páskum 17. apríl, 23. apríl, 30. apríl og 7. maí. Athugið, að allar athafnirnar hefjast kl. 11. Á næstunni verða haldnir fundir með foreldrum ferming- arbarna, og verða þeir auglýstir sér- staklega. Foreldramorgnar eru miðviku- daga kl. 11–12. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmti- legar og fræðandi samverustundir. Kirkjuskóli fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára starfar í Félagsmiðstöð- inni, Tryggvagötu 23, þriðjudaga kl. 14. Guðspjallið lesið, bænir, sögur og söngvar, auk þess sem margt er sér til gaman gert. Æskulýðsfélag Selfosskirkju heldur fundi í safnaðarheimilinu. Starfið er ætlað fermingarbörnum og þaðan af eldri unglingum. Samkomur leikskólabarna og grunnskólanema á aðventunni. Í samráði við leikskóla Árborgar og grunnskólana á Selfossi koma öll leikskólabörn og grunnskólanem- endur á aðventusamkomur í Selfoss- kirkju í desember. Eldri borgarar. Dagvistun aldr- aðra kemur í heimsókn í kirkju og safnaðarheimili fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Þá er helgistund í kirkju, en skemmtidagskrá, sam- söngur og kaffidrykkja í safn- aðarheimili. Guðsþjónustur á Ljósheimum og Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi. Síðasta sunnudag í hverjum mánuði yfir veturinn eru haldnar guðsþjón- ustur á Ljósheimum kl. 14.30 og á Heilbrigðisstofnuninni kl. 15.15. Kirkjukór Selfoss syngur við messur og aðrar athafnir í Selfoss- kirkju. Hann er kór fullorðinna, undir stjórn organistans, Glúms Gylfasonar. Barnakór Selfosskirkju starfar í tveimur deildum. Í yngri deild eru börn á aldrinum 8 til 10 ára, en í hinni eldri 11 til 12 ára. Kórinn syngur m.a. við guðsþjónustur á sjúkrastofnununum. Stjórnandi er Glúmur Gylfason. Unglingakór Selfosskirkju. Í kórnum eru 13 til 15 ára unglingar. Kórinn syngur annað veifið við messur. Stjórnandi er Stefán Þor- leifsson. Tólf spora námskeið. Námskeiðið verður kynnt í safnaðarheimili mið- vikudaginn 12. október næst kom- andi kl. 20. Hjónanámskeið á vegum Ár- nesprófastsdæmis verður haldið í Skálholti sunnudaginn 20. nóv- ember og hefst námskeiðið á hádegi. Geisli, félag um sorg og sorg- arviðbrögð. Félagið mun starfa með líku sniði og undanfarna vetur, en þá voru haldnir fundir í lofti safn- aðarheimilisins fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 20 og stóðu þeir yfirleitt í rúma klukkustund. Viðtalstímar prests og djákna. Viðtalstími sóknarprests er þriðju- daga til föstudaga kl. 10–13 og eftir samkomulagi. Viðtalstími djákna er þriðjudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 10–12 og eftir sam- komulagi. Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju SUNNUDAGINN 9. október nk. kl. 14 fer hin árlega haustmessa fram í Krýsuvíkurkirkju. Sætaferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Sr. Gunnþór Þ. Ingason, sókn- arprestur Hafnarfjarðarkirkju, messar. Svava Kristín Ingólfsdóttir, sópran, verður forsöngvari og syng- ur einsöng. Sveinn Sveinsson leikur á þverflautu. Við lok messunnar verður „Upprisa“ altaristafla kirkj- unnar tekin ofan til vetrardvalar í Hafnarfjarðarkirkju. Eftir messuna er Sveinshús opið en þar stendur enn yfir sýningin „Fuglar í myndum“. Henni lýkur á þessu hausti. Á liðnu sumri voru tekin upp at- riði í Krýsuvík fyrir stríðs- kvikmyndina „Flags of our fathers“, sem Clint Eastwood leikstýrir. Sú kvikmyndataka setti mörk sín á um- hverfið, en sökum árvekni og gagn- rýni umhverfisvina urðu þau sem betur fer minni en virtist stefna í fyrr í sumar. Jafnframt var varað við því að draga minningu skelfing- aratburða síðari heimsstyrjaldar inn í friðsæla náttúru og sögu Krýsuvík- ur, þar sem kirkjan litla miðlaði Guðsblessun yfir hrjóstrugt lands- lag og mannlíf fyrri tíðar. Enn veitir hún skjól og frið þeim sem til hennar leita svo sem gestabækur hennar vitna um er fyllast fljótt af þakk- látum umsögnum erlendra og inn- lendra ferðalanga. Og messa í Krýsuvíkurkirkju reynist þeim dýr- mæt og gefandi sem hana sækja. Æðruleysimessa í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 9. október nk. kl. 20 fer fram æðruleysismessa í Hafnarfjarðarkirkju. Sr. Karl V. Matthíasson, vímuefnavarnaprest- ur, mun stýra henni ásamt sr. Gunn- þóri Ingasyni, sóknarpresti Hafn- arfjarðarkirkju. Hljómsveitin Gleðigjafar sér um tónlistarflutning á léttum og björtum nótum. Þess er vænst að AA-menn, fjöl- skyldur þeirra og velunnarar sæki messuna en hún er öllum opin. Eftir hana er opið hús í Ljósbroti Strand- bergs þar sem hægt er að spjalla yf- ir kaffibolla, kexi og kökum. Þrír AA-hópar sækja vikulega fundi í Vonarhöfn, safnaðarheimilisins Strandbergs. Svo sem endranær fer fram guðsþjónusta í kirkjunni kl. 11 á sunnudagsmorguninn. Fræðsla og messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 9. október kl. 10 hefst dagskrá dagsins í Hallgríms- kirkju á fræðslumorgni sem verður í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar, en hann mun ræða um starf ísl. kirkj- unnar á erlendri grund. Kl. 11. verð- ur messa og barnastarf. Sr. Sig- urður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hró- bjartssyni. Magnea Sverrisdóttir djákni sér um barnastarfið. Hörður Áskelsson verður organisti og stýrir söng félaga úr Mótettukór Hall- grímskirkju. Eftir messu verður boðið upp á kaffisopa. Þiðjudaginn 11. október verður þriðji opni 12 spora fundurinn í Hall- grímskirkju kl. 20, en fundirnir eru í kórkjallara kirkjunnar, gengið inn um austurdyr. Fyrstu fjórir fundir vetrarins eru opnir, en eftir það er ekki bætt inn í hópinn. Opið hús í Hallgrímskirkju Í FYRRAVETUR buðum við fólki sem komið er af léttasta skeiði til samveru í safnaðarheimili kirkj- unnar. Efnið var menningarlegt, fræðandi og vonandi oft skemmti- legt. Í vetur verður haldið áfram á sömu braut og boðum við nú til fundar miðvikudaginn 12. október kl. 14. Að þessu sinni mun Birna Hjaltadóttir rifja upp minningar frá Kúveit og sópransöngkonan Helga Magnúsdóttir syngja einsöng. Vetrarstarf eldri borgara í Háteigskirkju VETRARSTARFIÐ fyrir eldri borg- ara í Háteigskirkju er hafið. Fé- lagsvist á mánudögum klukkan 13. Kaffi, söngur og upplestur. Miðviku- daga er fyrirbænastund klukkan 11, súpa klukkan 12, brids klukkan 13.Allir velkomnir. Fimmtudaga klukkan 13.30 eru Vinafundir í Setr- inu kl. 14 alla fimmtudaga í október og nóvember í umsjón séra Tómasar og Þórdísar þjónustufulltrúa. Á vinafundum hjálpast fólk við að vekja upp gamlar og góðar minn- ingar. Kaffi á eftir. Föstudaga er bridsaðstoð frá klukkan 13 og kaffi. Allar upplýsingar gefur Þórdís í síma 511 5405. Kirkjudagurinn í Óháða söfnuðinum Á MORGUN sunnudaginn 9. október er Kirkjudagurinn í Óháða söfn- uðinum kl. 14. Messan er fjöl- skyldumessa, þar sem allir eru inni í kirkjunni á meðan guðsþjónustan varir. Verður leikræn boðmiðlun höfð um hönd í guðsþjónustunni. Á eftir verður kaffisala kven- félagsins til styrktar starfinu, og eru allir velkomnir í þessa fjölskyldu- guðsþjónustu. Kaffisala í Kristniboðssalnum ÁRLEG kaffisala Kristniboðsfélags karla í Reykjavík verður í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, norðurenda og 3. hæð, sunnudaginn 9. október kl. 14–17. Karlarnir í fé- laginu hafa lengi haft þann sið að bjóða hverjum sem vill að kaupa kaffi hjá sér og renna því – tesop- anum eða gosdrykknum – niður með gómsætum kökum og styðja um leið málefnið. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til starfs Kristniboðs- sambandsins í Eþíópíu, Kenýu og Asíu. Fjórir kristniboðar eru við störf í Eþíópíu og þrír í Kenýa. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöldið 9. Morgunblaðið/KristinnSelfosskirkja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.