Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Jeep Cherokee Jamboree, ár- gerð 1994, ekinn 200 þús., 5 gíra, 2.5 bensín, í góðu lagi. Einn eigandi. Verð 390 þús. Upplýsingar í síma 565 6145 eða 847 8132, Ólafur. Góður ferða- eða húsbíll Econoline 350, árgerð 1999, 15 manna, hópleyfissk., krókur, sk.´06, ek. 60.000 km, 5,4 bensín. Verð 1,6 m. Áhv. um 1,35 m. Upplýsingar í síma 899 0410. Glæsilegur BMW X5, árg. 2001, til sölu. Gulllitaður. Hlaðinn aukahlutum. Uppl. í s. 898 1141. Árg. '98, ek. 127 þ. km, góður bíll, vel með farinn, vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 894 0616 og 861 1572. Bílskúrssala verður að Sævangi 33, Hafnarfirði, laugardaginn 8. október frá kl. 12-17 og sunnu- daginn 9. október frá kl. 13-15. Ýmislegt í boði, m.a. skatthol, þrekhjól, skíði, vinylplötur, fatnaður og margt, margt fleira. Endilega komið og gerið góð kaup. Allt selst ódýrt. Ágóði rennur til langveiks barns sem er í aðgerð í Ameríku. Vantar þig pening? Ertu að leita að nýjum leiðum til að auka inn- komuna? Lítil fyrirhöfn og býður uppá mikil laun? Kíktu á aukavinna.com. Frímerkja- sýning í Síðumúla 17, 2. hæð. Opið fös. kl. 17-21 og lau. kl. 11-15. Barnahorn milli kl. 11-13 á laugardeginum. Félag frímerkjasafnara. Bílar VW Golf VR6 2800, 190 hö, árg.'96 Vertu ekki of seinn í skól- ann eða vinnuna! Kraftmikill og flottur Golf VR6 2800, 190 hö. Upplýsingar í síma 659 9966. Toyota Rav, árg. 2004, ekinn 20 þús. km. Er á heilsársdekkjum, stærri dekkin. Verð 2.380 þús. kr. staðgreitt. Uppl. í s. 554 2357 og 866 2210. Tilboð óskast í Hyundai Sonata GLSI, árgerð 1995, ekinn 140 þús- und km. Góður bíll. Upplýsingar í síma 8966971. TILBOÐ 290.000.- Nissan Micra LX árg 1997 ekinn 119 þ. álfelgur - geislaspilari - spoiler - sumar og vetrardekk fylgja - ný skoðað- ur - gott eintak í toppstandi og eyðir litlu. Upplýsingar í síma 897 7166 Tilboð 2850 þús. + vsk Mercedes Benz Doka 313 CDI, 4x4, með læsingu. Sk. 06.2003. Ekinn 57 þús. km. 6-7 manna. Pallur 3,25x1,95x0,4. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333 og 820 1071. Til sölu VW Passat station, árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur, nýjar bremsur, sk. '06. Glæsilegur bíl. Verð 750 þús. Áhv. 700 þús. Uppl. í síma 669 1195. Til sölu Toyota Corolla XLI, sjálfskiptur, ekinn 133 þús., nýskr. 12.11. 1993. Verð 290 þús. Upplýs- ingar í síma 897 1998. Til sölu Subaru Legacy LS, 4x4, árg. 1995, ekinn 145 þús. km. ABS bremsur, topplúga o.fl. Bíll í topp ástandi. Verð 490 þús. Upplýsingar í síma 822 7191. Subaru, árg. '05, ek. 8600 km. Til sölu Subaru Legacy, árg. 2005, ek. 8600 km, kastarar, litaðar rúður, drkrókur, þverbogar o.fl. Upplýsingar í síma 693 5404. Nissan Terrano 2,7 TDi árg. '04. 5 gíra, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, álfelgur, ný vetr- ardekk. Ekinn 16 þús. km. Verð 3.190 þús. Ath. skipti á ódýrari. Sími 690 2577. MMC Pajero Sport, árg. 1999. Ekinn 140.þús. Ný yfirfarinn. Ný tímareim og nýtt bremsukerfi. Útlit mjög gott. Aukadekk á felg- um. Verð 1.590 þúsund. Upplýsingar í síma 894 1871. M.BENZ 32O, E 4-MATIC Avantgarde. Nýskránd. 08/03, ek. 28 þús, hlaðinn aukahl. ABS-ASR spólvörn, ESP stöðugleikakerfi, leiðsögukerfi, glertopplúga, leð- uráklæði, litað gler, rafdrifin sæti með minni, Xenon aðalljós, árekstrarvari, geisladiskamaga- sín, hiti í sætum, þjófavörn o.m.fl. Vetrardekk á felgum. Einn eigandi. Verð 4.350 þúsund. Upplýsingar í síma 897 1875. Klár í snjóinn Subaru Legacy árg. ´00, beinsk., ekinn 98.000 km, krókur, sk.´06. Ný sumardekk, negld vetrardekk. Verð 1,5 m. Áhv. um 1 m. Uppl. í s. 899 0410. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl AÐ loknum fyrri hluta heims- meistaramóts FIDE var sú óvænta staða komin upp að einn keppandinn, Veselin Topalov (2.788), hafði unnið alla andstæðinga sína fyrir utan að gera jafntefli við einn þeirra, Visw- anathan Anand (2.788). Í fjórtán um- ferða móti er harla gott fyrir Topalov að hafa í veganesti fyrir seinni hlut- ann tveggja vinninga forskot á næsta mann. Í upphafsskákum seinni hlut- ans var Peter Leko annar keppand- inn sem gerði jafntefli gegn búlg- örsku hraðlestinni þegar þeir skildu jafnir í stuttri skák í áttundu umferð. Forskot Topalovs minnkaði ekkert við þessi úrslit þar eð næsti maður, Peter Svidler (2.738), gerði einnig jafntefli. Staðan að loknum átta skákum er þessi: 1. Veselin Topalov (2.788) 7 v. 2. Peter Svidler (2.738) 5 v. 3. Viswanathan Anand (2.788) 4½ v. 4.–5. Peter Leko (2.763) og Alexander Morozevich (2.707) 4 v. 6. Rustam Kasimdzhanov (2.670) 3 v. 7. Michael Adams (2.719) 2½ v. 8. Judit Polgar (2.735) 2 v. Taflmennska Topalovs hefur verið kraftmikil og hefur hann engin grið gefið andstæðingum sínum. Í fimmtu umferð mætti hann Svidler með svörtu en þá munaði eingöngu hálf- um vinningi á þeim. Skákin varð bráðfjörug þar sem saman fóru takt- ískir hæfileikar Topalovs og tækni hans við að vinna úr stöðuyfirburð- um. Hvítt: Peter Svidler (2.738) Svart: Veselin Topalov (2.788) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rg4 Kasparov gerði þennan leikmáta vinsælan fyrir nokkrum árum og virðast fræðin meta það svo að mögu- leikar svarts séu prýðilegir. 7. Bg5 h6 8. Bh4 g5 9. Bg3 Bg7 10. h3 Re5 11. Rf5 Bxf5 12. exf5 Rbc6 13. Rd5 e6 Þessi staða er athyglisverð í ljósi þess að í umferðinni á undan hafði Kasimdzhanov leikið 14. fxe6 gegn Anand og unnið þá skák um síðir. Svidler bregður útaf þeirri skák en kemur ekki að tómum kofunum hjá Topalov. 14. Re3?! Da5+! 15. c3 Næsti leikur svarts hlýtur að hafa verið rannsakaður gaumgæfilega af Topalov og aðstoðarmönnum hans fyrir skákina. 15... Rf3+! Eftir þessa óvenjulegu fórn hrifsar svartur frumkvæðið í skákinni. 16. Dxf3 Bxc3+ 17. Kd1 Da4+ 18. Rc2 Bxb2 Lykillinn að fórn svarts er að hrókurinn hvíti á ekki skjól fyrir árásum svarta biskupsins og eftir at- vikum drottningarinnar svörtu ef hvítur léki 19. Hb1 Dxa2. Svidler bregður á það skynsamlega ráð að fara í endatafl þar sem hann hefur tvo létta menn en svartur hefur hrók, tvö peð og virkari liðsafla. 19. fxe6 fxe6 20. Db3 Dxb3 21. axb3 Bxa1 22. Rxa1 Ke7 23. Bd3 Hac8 24. He1 Rd4 25. f3 Vandi hvíts er að samhæfing manna hans er ekki eins og best verður á kosið og erfitt er að finna veilur í svörtu stöðunni. Á hinn bóg- inn hefur svartur mikið svigrúm til að bæta stöðu sína og nýta sér veil- urnar í hvítu stöðunni. Næsti leikur svarts ber þess merkis. 25... Hc3! 26. Kd2 Hhc8 27. Hb1 H3c5 28. b4 Hd5 29. Bf2 Kd7 30. Be3 Rf5 31. Bf2 Rh4! 32. Bxh4?! gxh4 33. Rc2 h5 34. He1 Hg8 35. Kc3 a5 36. Bc4? Hvítur hefði ekki átt að skilja við svartreita biskup sinn en þessi leikur innsiglar örlög hans þar eð nú nær svartur að leppa biskupinn og það hefur óhjákvæmilega í för með sér liðsmissi fyrir hvítan. 36... Hc8! 37. Re3 Hb5! 38. Kd3 Hxb4 39. Bxe6+ Kxe6 40. Rc2+ Kd5 41. Rxb4+ axb4 42. He7 b5 43. Hh7 Hc3+ 44. Kd2 Hc4 og hvítur gafst upp. Það verður mjög spennandi að fylgjast með lokaumferðum heims- meistaramótsins enda hefur tafl- mennska keppenda verið einkar líf- leg og enn má ekkert útaf bregða hjá Topalov til þess að keppnin um heimsmeistaratitilinn verði afar spennandi. Áhugamenn um keppn- ina geta fylgst með gangi mála í beinni útsendingu á skákþjóninum ICC sem og á heimasíðu mótsins. Vinsælasta íslenska skáksíðan, www.skak.is fylgist einnig með mótinu og þaðan er hægt að nálgast aðrar góðar erlendar vefsíður. Snorri og Bergsteinn efstir á Haustmóti TR Þegar fimm umferðum af níu er lokið í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur eru Snorri G. Bergsson (2.259) og Bergsteinn Einarsson (2.235) jafnir og efstir með 3½ vinn- ing. Þrír skákmenn koma næstir með þrjá vinninga, þar á meðal Guðmund- ur Kjartansson (2.230) sem á eina frestaða skák til góða gegn Kristjáni Eðvarðssyni (2.237). Guðmundur gæti með sigri í þeirri skák, tekið for- ystuna á mótinu en áhugavert verður að fylgjast með framvindu þessarar jöfnu baráttu um efsta sætið. Í B- flokki mótsins hefur Hrannar Bald- ursson (2.182) eingöngu leyft eitt jafntefli í fimm skákum og hefur vinningsforskot á þá Hjörvar Stein Grétarsson (1.926) og Ólaf Gísla Jónsson (1.932) sem hafa 3½ vinning. Í opna flokknum, C-flokki, eru Atli Freyr Kristjánsson (1.825), Einar S. Guðmundsson (1.685) og Vilhjálmur Pálmason (1.470) efstir og jafnir með fjóra vinninga af fimm mögulegum. Alls taka 27 þátt í flokknum og eru því samtals 47 keppendur á mótinu öllu. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu TR, www.skak- net.is. Íslandsmót skákfélaga fer fram um helgina Mesta skákveisla hvers árs í ís- lensku skáklífi, Íslandsmót skák- félaga, verður haldin í Menntaskól- anum í Hamrahlið nú um helgina 7.–9. október. Vænta má þess að margir sterkir skákmenn taki þátt, þ.á m. erlendir stórmeistarar. Eins og venja er til er dagskrá keppninnar þétt, teflt er föstudagskvöld, laugar- dags- og sunnudagsmorgna ásamt því að það er umferð síðdegis á laug- ardeginum. Íslenskir skákmenn eru flestir vanir þessari rútínu en mörg- um erlenda meistaranum þykir nóg um þetta álag! Búast má við að fjöldi skemmtilegra skáka verði tefldur um helgina og eru allir skákáhugamenn hvattir til að mæta á staðinn. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.skak.is. Er Topalov stunginn af? SKÁK San Luis í Argentínu HEIMSMEISTARAKEPPNI FIDE 27. september – 16. október 2005 Reuters Búlgarinn Veselin Topalov hefur teflt einsog sannur heimsmeistari á HM. Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.