Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 53
Skemmtanir
Breiðin Akranesi | Í svörtum fötum leikur.
Broadway | Hljómsveitin Miracle ásamt DJ
Sigga Hlö. Miðapantanir og forsala í síma
533 1100.
Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. spilar.
Classic Rock | Rúnar Júl. ásamt fl. tón-
listarmönnum skemmta um helgina.
Grand Rokk | Jan Mayen og Bootlegs kl.
23.
Kaffi Sólon | Dj Brynjar Már á efri hæðinni
með diskó sveiflu. Neðri hæð Dj Steinar
Lár frá kl. 22.
Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit kl. 23.
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Dans á
rósum frá Vestmannaeyjum skemmtir.
Húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis.
Mannfagnaður
Borgfirðingafélagið í Reykjavík | Félagið
efnir til afmælishófs 19. nóv. Miðasala í
síma 822 5609 fyrir 1. nóv.
Ásatrúarfélagið | Danska tríóið Kráka með
Guðjón Rúdolf (Gauja) að Grandagarði 8, 7.
okt. kl. 21. Nánar: www.krauka.dk
Fréttir
Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Skrif-
stofan er flutt að Grandagarði 14, 3. hæð.
Nánar á www.al-anon.is.
Tungumálamiðstöð HÍ | Alþjóðlega þýsku-
prófið TestDaF verður haldið í Tungumála-
miðstöð HÍ 15. nóvember. Skráning fer
fram í Tungumálamiðstöð, Nýja Garði.
Prófgjaldið er 10.000 kr. Skráningarfrestur
er til 13. október. Nánari upplýsingar veitir
Eyjólfur Már Sigurðsson: ems@hi.is.
Fundir
Grikklandsvinafélagið Hellas | Félagið
heldur aðalfund í Kornhlöðunni við Banka-
stræti, kl. 14, að honum loknum flytur Sig-
urður A. Magnússon rithöfundur erindið:
Garður guðsmóður munkríkið Aþos, elsta
lýðveldi veraldar.
Nordica hotel | Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
fjallar um stöðu efnahagsmála og nýtt
fjárlagafrumvarp á fundi SffR, kl. 14, á Nor-
dica hóteli sal H.
OA-samtökin | OA fundur fyrir matarfíkla
á laugardögum kl. 11.30–12.45, í Gula hús-
inu Tjarnargötu 20. Nýliðamóttaka kl. 11.
Safnaðarheimili Grensáskirkju | Kven-
félag Grensássóknar heldur fund mánu-
daginn 10. október kl. 20, í Safnaðarheimil-
inu.
Þjóðminjasafn Íslands | Hádegisfyrir-
lestraröð Sagnfræðingafélagsins, sem ber
yfirskriftina Hvað eru framfarir?, verður 11.
október. Haraldur Bernharðsson málfræð-
ingur flytur erindi sem hann nefnir Er ís-
lenska framfaramál? Fundurinn hefst kl.
12.10, í sal Þjóðminjas. við Suðurgötu.
Fyrirlestrar
Verkfræðideild HÍ | Jóhann Haukur Krist-
inn Líndal heldur fyrirlestur um verkefni
sitt til MS-prófs í iðnaðarverkfræði. Verk-
efnið ber heitið: Aðgerðagreining við
vinnslu á dilkakjöti. Fyrirlesturinn fer fram
11. okt. kl. 14.30, í fundarsal Landbún-
aðarháskóla Íslands á Keldnaholti, 3. h.
Kynning
Krabbameinsfélagið | Í tilefni fyrsta al-
þjóðadags um líkn 8. október standa Sam-
tök um líknandi meðferð á Íslandi fyrir
opnu húsi kl. 13–15 í húsi Krabbameins-
félagsins við Skógarhlíð. Allir eru velkomn-
ir og aðgangur ókeypis. Þar munu líknar-
þjónusturnar á Reykjavíkursvæðinu kynna
starfsemi sína.
Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk-
lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum
15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá
10. nóvember – 10. desember eiga þess
kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að
skrá sig til leiks www.lydheilsustod.is.
Málþing
Kennaraháskóli Íslands | Andreas
Schleicher forstöðumaður námsmats-
stofnunar OECD heldur fyrirlestur á mál-
þingi RKHÍ sem haldið verður 7. og 8. októ-
ber. Alls verða haldnir ríflega 90 fyrir-
lestrar. Dagskrá og skráning á
http://malthing.khi.is.
Námskeið
Áttun | Námskeið í streitustjórnun verður
15. október kl. 10–16, Suðurlandsbr. 10, 2 h.
Ágústína Ingvarsdóttir, sálfræðingur, fjallar
um aðferðir við höndlun streitu og að ná
jafnvægi undir álagi. Skráning: info@life–
navigation.com eða gsm 663 8927. Upp-
lýsingar: www.lifenavigation.com.
Zen á Íslandi | Zen-meistarinn Roshi held-
ur námskeið í zen-iðkun 10. október, í
Gerðubergi kl. 18–22.
Útivist
Ferðafélagið Útivist | Óvissuferð 14.–16.
okt. brottför kl. 20. Farið verður í göngu-
ferð sem byrjar í 455 m hæð og endar í 65
m hæð og eru 20–25 km þar á milli. Sjá
nánar www.utivist.is.
Markaður
Lionsklúbburinn Engey | Lionsklúbburinn
Engey heldur flóamarkað til styrktar
BUGL. Lionsheimilinu Sóltúni 20, í dag og
á morgun og hefst kl. 13, opið er til kl. 16. á
laugardag og til kl. 15 á sununnudag. M.a.
er til sölu nýr og notaður fatnaðar auk
margvíslegs varnings, tombóla o.fl.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 53
DAGBÓK
Félagsstarf
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll-
um opið 9–16. Fastir liðir eins og
venjulega. Aðstaða til frjálsrar hópa-
myndunar. Postulínsnámskeið hefst 7.
okt. kl. 9.00. Framsögn mánudaga kl.
13.30. Skráning í Biblíuhóp stendur
yfir.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Haustfagnaður FEBK og FEBA
verður haldinn á Breiðinni Akranesi
29. okt. Upplýsingar og skráningar-
listar í félagsmiðstöðvunum. Skrá
þarf þátttöku fyrir 15. okt. Miðar seldir
á skrifstofu FEBK kl. 10–11.30 mánud.
13. okt. og miðvikud. 15 okt. og í Gjá-
bakka miðvikud. 15. okt. kl. 15–16.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20,
Caprítríó leikur fyrir dansi. Þórhildur
Líndal, lögfræðingur, verður til viðtals
12. okt. frá kl. 10–12, panta þarf tíma,
sími 588 2111. Fræðslufundur verður
föstudaginn 14. okt. kl. 15 í Stangarhyl
4. Siv Friðleifsdóttir kemur og segir
frá stefnu Framsóknarflokksins í mál-
efnum eldri borgara.
Félagsstarf Gerðubergs | Félags-
starfið er opið fólki á öllum aldri (ald-
ursmörk felld niður) hvern virkan dag
kl. 9–16.30. M.a. opnar vinnustofur
með og án leiðsagnar, dans, göngu-
ferðir um nágrennið, spilasalur opinn,
sund og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug o.m.fl.
Hraunsel | Dansleikir á föstudögum,
tvisvar í mánuði fram að áramótum.
Hljómsveitirnar Caprítrío, Sighvatur
Sveinsson, „Hrókur alls fagnaðar“ og
Tríó Guðmundar Steingrímssonar,
leika tvisvar sinnum hver.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op-
ið öllum. Betri stofa og Listasmiðja kl.
9–16. Fastir liðir eins og venjulega.
Tölvunámskeið hefst 22. okt. Skrán-
ing stendur yfir á framsagnarnám-
skeið. Gönguferð „Út í bláinn“ alla
laugardaga kl. 10. Bókmenntaklúbbur
hefst kl. 20.
Kirkjustarf
Garðasókn | „Konur eru konum best-
ar“. Námskeið þetta er haldið í sam-
ráði við Leikmannaskóla þjóðkirkj-
unnar, sr. Petrína Mjöll Jóhannsdóttir
hefur umsjón með námskeiðinu sem
er haldið í safnaðarheimili Garðasókn-
ar, Kirkjuhvoli 17. og 24. okt. kl. 20–
23. Námskeiðsgjald er kr. 1.000.
Skráning í síma 565 6380 fyrir kl. 14.
okt.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna-
stund kl. 20, einnig er bænastund alla
miðvikudaga í hádeginu frá kl. 12–13.
Allir velkomnir.
Kirkjuskólinn í Mýrdal | Vetrarstarfið
byrjar í dag kl. 11.15 í Víkurskóla.
Brúðuleikhús, söngur, sögur og lita-
stund. Börnin fá bók og límmiða. Allir
hvattir til að mæta og bjóða fólkinu
heima með.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos Námskeið í hugleiðslu
með zen
meistaranum
Jakusho
Kwong-roshi
í Gerðubergi
10. okt. kl. 18.00
Skráning í síma
697 4545 og á
www.zen.is
Menning og samfélag
Skiptir máli hvað stendur í jólabókunum? Skiptir máli hvað er verið að sýna í listasöfnunum?
Hvað græða fyrirtækin á menningu? Hvað græðum við á menningu?
Málþing í tilefni af 80 ára afmæli Lesbókar Morgunblaðsins fimmtudaginn
13. október kl. 17 í Hafnarhúsinu.
Dagskrá þingsins:
• Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík:
Eru menningarmál hluti af umræðunni í breyttu samfélagi?
• Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands:
Samfélagsumræða og rökræðumenning.
• Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur: Gráa svæðið.
• Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands: Viðskipti og menning.
Stjórnandi þingsins er Þröstur Helgason, umsjónarmaður Lesbókar.
Pallborðsumræður verða að erindum loknum. Auk fyrirlesara taka þátt Þorvaldur Þorsteinsson,
forseti Bandalags íslenskra listamanna, Kolbrún Halldórsdóttir,
alþingismaður og leikstjóri, og Þorsteinn Hilmarsson,
upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is