Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 56
ÖNNUR Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík
efnir til sýningar á kvikmyndinni Network frá
árinu 1976 og umræðna á eftir í samvinnu við
Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna.
Sýningin hefst í Tjarnarbíói klukkan 19 í kvöld og
stendur sýning hennar ásamt umræðum til um
klukkan 22.
Í pallborðsumræðum taka þátt Þorsteinn J. dag-
skrárgerðarmaður, María Sigrún Hilmarsdóttir,
fréttamaður á Sjónvarpinu og mastersnemi í fjöl-
miðlafræði, Þorbjörn Broddason, prófessor við HÍ,
Jóhann Hauksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, og
Heiða Jóhannsdóttir, frá Alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Verðlaunamyndin Network eða Sjónvarpsstöðin
er af mörgum talin til helstu meistaraverka 8. ára-
tugarins en hún fjallar um þróunina í sjónvarps-
fréttamennsku á tímum fyrirtækjasamsteypa og
hnattvæðingar, aukna afþreyingarvæðingu frétta
og söluvænleika veruleikasjónvarps, langt á undan
sínum samtíma. Í myndinni er skyggnst inn í heim
sjónvarpsfréttamennsku en þar segir af umbreyt-
ingartímum á sjónvarpsfréttastöðinni UBS þar
sem ólík viðhorf til hlutverks fréttamennsku takast
á.
Kvikmyndir | Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík
Network sýnd
og rædd FRANSKI leikstjórinn Olivier Assays mun því miðurekki geta verið viðstaddur sýningu á nýjustu mynd
hans, Hrein (Clean) í kvöld. Hátíðinni bárust þau
skilaboð í gær að Assays væri veikur og gæti þess
vegna ekki verið viðstaddur sýninguna.
Kvikmyndin Pelikanmaðurinn verður sýnd í dag kl.
15 í Tjarnarbíói. Aðalleikari myndarinnar, Kari
Ketonen, verður viðstaddur og svarar spurningum og
skemmtir börnunum. Felix Bergsson mun kynna Kari
og vera með skemmtiatriði. Aðgangseyrir handa börn-
um undir 12 ára aldri er einungis 200 krónur. Auk
þess fá öll börn sælgæti frá Nóa Síríus.
Bernd Ogrodnik, yfirbrúðumeistari kvikmyndarinn-
ar Strengir (Strings), verður viðstaddur sýningu
myndarinnar í kvöld kl. 20 í Háskólabíói.
Kvikmyndina 06/05 eftir hollenska kvikmyndagerð-
armanninn Theo van Gogh verður sýnd á AKR í dag
kl. 17 í Regnboganum. Að sýningunni lokinni verður
framleiðanda myndarinnar, Gijs van de Westelaken,
afhent viðurkenning í þágu tjáningarfrelsisins, en
leikstjórinn Theo van Gogh var myrtur í nóvember á
síðasta ári af íslömskum öfgamanni. Halla Gunn-
arsdóttir blaðamaður mun stýra umræðum að sýningu
lokinni.
Gestir á AKR í dag
www.filmfest.is
56 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
LANGT inni í senegalskri sveit býr
lítið samfélag í leirkofum með strá-
þökum. Skjaldbökurnar vappa um
og fara sér hægt, geitur og kiðlingar
leita að æti í götusundum. Helj-
armikil mauraþúfa sperrir sig marg-
arma til himins gegnt moskunni,
reisulegustu byggingunni á svæð-
inu. Þessi ólíku sköpunarverk eru
táknræn fyrir langvarandi og frið-
sæla sambúð mannsins og nátt-
úrnnar.
Kaupmaðurinn á horninu býður
varning sinn til sölu, blíðmáll og
stimamjúkur við þorpskonurnar
sem bera sig vel í litríkum klæðum.
Karlarnir eru sjálfsagt úti á akr-
inum að þreskja kornið.
Undir kyrrláta yfirbragðinu hafa
magnast harðsnúnar deilur. Konur,
undir forystu Colle (Coulibaly), vilja
afnema umskurð á stúlkum og hefur
hún skapað friðhelgi umhverfis hús-
ið sitt, órjúfanlega samkvæmt æva-
fornum siðum. Í griðlandið hennar
Colle hafa flúið nokkrar stúlkur og
sitja þar sem fastast ásamt dóttur
hennar. Í hinum hópnum eru þær
sem vilja viðhalda kennisetningum
Kóransins. Þeir sem stjórna bænum
eru einungis karlmenn í öldunga-
ráðinu og þeim er lítið skemmt.
Moolaadé er einhver kraftmesta
mynd um samstöðu kvenna og sam-
takamátt. Umskurður á stúlkubörn-
um er svívirða sem múslimar hafa
lagt af í flestum löndum öðrum en í
Afríku sunnan Sahara, þar sem aft-
urhaldsöm karlaveldi ríghalda í
ófögnuðinn.
Íhaldssemi karlpeningsins kemur
einnig fram í tilskipun þorpshöfð-
ingjans um að öllum útvarpstækj-
umm verði varpað á brennu og hún
verður ekki til að lægja öldurnar.
Sembene flytur okkur inn í fram-
andi veröld á viðeigandi hátt, frá-
sagnarmátinn og samtölin eru
óvenjuleg og samkvæmt fornum
hefðum þjóðflokksins. Coulibaly er
fremst leikaranna sem hin nútíma-
lega byltingarkona, Colle. Karlarnir
sem fara með stærstu hlutverkin
eru þéttir fyrir, engu líkara en þeir
séu að spinna frammi fyrir mynda-
vélunum, og hafi gert það áður.
Verk á borð við Moolaadé eru
ósviknar hátíðamyndir. Hún er ekki
gerð til þess að taka inn auðævi
heldur að vekja eftirtekt á mik-
ilvægu innihaldinu. Framandi, ljóð-
ræn og beitt í senn og kemur örugg-
lega að notum sem vopn í baráttunni
gegn kúgun og málsvari jafnréttis.
Konur gegn kúgun
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: AKR 2005
Leikstjóri: Ousmane Sembene. Aðalleik-
endur: Fatoumata Coulibaly, Maimouna
Hélène Diarr, Salimata Traoré. 120 mín.
Senegal. 2004.
Moolaadé Sæbjörn Valdimarsson
Moolaadé er kraftmikil mynd um samstöðu kvenna og samtakamátt.
AÐDÁENDUR George Michael hljóta að vera kátir
um þessar mundir. Í heimildarmyndinni um hann sem
sýnd er á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík kemur
hann til dyranna eins og hann er klæddur, oft drep-
fyndinn og að því er virðist algerlega hreinskilinn.
Hann tjáir sig um líf sitt og dregur fátt undan; við
fáum t.d. að heyra hans hlið á því þegar löggan í Los
Angeles hirti hann fyrir ósæmilega hegðun á almenn-
ingsklósetti og hann segir líka frá sambandi sínu við
Anselmo Feleppa, sem dó úr AIDS árið 1992. Svo er
auðvitað allskonar fróðleikur um bernskuna og upp-
vaxtarárin í London, um Wham! sem var einhver vin-
sælasta popphljómsveitin á sínum tíma og margt,
margt fleira.
Nokkrir frægir félagar popparans koma fram, þar á
meðal Elton John, sem segir: „Að koma út úr skápn-
um með því að vera handtekinn á almenningsklósetti
er ekki besta leiðin til að koma út úr skápnum.“
Svo sem fyrr var greint frá er Michael blátt áfram
og hann gerir lítið úr sjálfum sér frekar en hitt. Það
er undirstrikað með brotum úr ótal tónlistar-
myndböndum frá níunda áratugnum, og þau eru að
sjálfsögðu skelfilega hallærisleg, enda skelltu áhorf-
endur upp úr í Háskólabíói á laugardaginn þegar
myndin var sýnd.
George Michael: A Different Story er einstök, fag-
Drepfyndinn George Michael
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: AKR 2005
Leikstjórn: Southan Morris. 95 mínútur. Bretland 2005.
George Michael: A Different Story Reuters
George Michael kemur „til dyranna eins og hann er
klæddur, oft drepfyndinn og algerlega hreinskilinn.“
Jónas Sen
mannlega unnin heimildarmynd um eina mestu popp-
stjörnu sögunnar og óhætt er að fullyrða að hún sé
einn af hápunktum hátíðarinnar.
Regnboginn kl. 17:00
Laugardaginn 8. október
Í þágu
tjáningarfrelsis
www.filmfest.is
NÝR BÚNAÐUR
Í TJARNARBÍÓI
Hollenski kvikmyndagerðarmaðurinn
Theo van Gogh var myrtur í fyrra fyrir
skoðanir sínar. Við sýnum síðasta verk hans
– 06/05 – í dag og veitum framleiðanda
myndarinnar viðurkenningu í minningu van
Goghs og í þágu tjáningarfrelsis.
Háskólabíó
15:40 Töfrakastali Howls
16:00 Hvar er heimili vinarins?
18:00 Nágrannar
20:00 Strengir
22:00 Hrein
Regnboginn
16:00 Postulínsbrúðan
17:00 06 / 05, sjötti maí
18:00 Skjaldbökur geta flogið
18:00 Fullkominn dagur
20:00 Sumarást
22:00 Rekkjusögur
Tjarnarbíó
15:00 Pelikanmaðurinn
17:00 Fædd í vændi
19:00 Sjónvarpsstöðin
22:00 Dauði hr. Lazarescu
Upplýsingar og skráning í símum 863 0611 / 863 0610
og/eða á www.upledger.is
• Á þessu byrjendanámskeiði verður kennd
höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð,
s.s. líffærafræði höfuðbeina og hryggs, hlutverk
mænuvökvans, hvernig á að skynja taktinn í
mænuvökvanum, stöðva hann og lesa í viðbrögð
líkamans. Fjallað verður um bandvefskerfi líkamans og
kennt hvernig losað er um spennu í því. Kennt verður
hvernig höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið starfar.
Kenndar verða aðferðir til að losa um höfuðbein og
spjaldbein.
Byrjendanámskeið (CSTI) á Upledger
höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
verður haldið dagana 13.-16. nóv. 2005 á
RadissonSAS Hótel Sögu.
Upledger höfuðbeina- og
spjaldhryggjarmeðferð
Verð krónur 71.000.- Innifalin er vinnubók,
hádegismatur og kaffiveitingar.
Hlíðarási 5, 270 Mofellsbæ • Sími 466 3090 • info@upledger.is • www.upledger.is