Morgunblaðið - 08.10.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 57
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Lið-a-mót
FRÁ
BLÁSIÐ VAR til Októberfest á lóð Háskóla
Íslands fyrr í vikunni en hátíðin er orðin að ár-
legum sið hjá háskólanemum.
Opnunarhátíðin fór fram síðastliðið fimmtu-
dagskvöld að viðstöddu fjölmenni.
Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði, meðal
annars úr sýningunni Kabarett, auk þess sem
Kvennakór Reykjavíkur tók lagið og Brass-
bandið spilaði fjöruga lúðratónlist.
Boðið var upp á margvíslegar veitingar að
þýskum sið enda Októberfest upprunnin í
Þýskalandi. Háskólanemar kunnu vel að meta
hinar þýsku veigar og skemmtu sér kon-
unglega fram eftir kvöldi í geysistóru tjaldi
sem komið hafði verið fyrir fyrir framan að-
albyggingu Háskólans.
Morgunblaðið/ÞÖK
Borgþór, Inga Hrefna og Hildur Karen.
Þær Særún og Guðrún sáu til þess að enginn
færi þyrstur heim.
Þau Silvía, Páll og Árni sóttu Októberfest Há-
skóla Íslands.
Október-
fest í Há-
skólanum
Móðir Pete Doherty, söngvarahljómsveitarinnar Babys-
hambles, er sögð hafa áhyggjur af
lifnaðarháttum
sonarins en hún
mætti á eina
tónleika sveit-
arinnar og
ræddi við hann.
Móðir Do-
herty, Jacqui,
og Amy systir
hans komu á
tónleika sem
sveitin hélt í
Bristol á dög-
unum, að því er
Ananova greinir
frá og hefur eftir The Sun. Do-
herty var sofandi í rútu hljóm-
sveitarinnar þegar þær komu á
vettvang og öryggisverðir trúðu
því ekki í fyrstu að þær væru
skyldar söngvaranum.
Að lokum var þeim þó hleypt
inn á svæðið og þar ræddu þær
við Pete áður en tónleikarnir hóf-
ust.
Maður sem varð vitni að sam-
ræðunum sagði: „Þau föðmuðust
mikið og kysstust en Pete virtist
þó fremur fjarrænn. Jacqui sagði
honum hvað henni þætti vænt um
hann og hversu miklar áhyggjur
hún hefði af honum,“ sagði heim-
ildarmaðurinn.
Til stóð að Babyshambles léki á
Iceland Airwaves-hátíðinni sem
stendur í Reykjavík dagana 19.–
23. október.
Í vikunni var tilkynnt að ekki
yrði af því vegna þess að Doherty
hefði verið handtekinn. Hann mun
hafa átt við alvarlegan fíkniefna-
vanda að stríða.
Fólk folk@mbl.is