Morgunblaðið - 18.10.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.10.2005, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÓRÐA STÆRSTA Actavis er orðið fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims eftir kaup þess á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Al- pharma Inc. Kaupverðið nemur 810 milljónum dala, um 50 milljörðum króna. Eftir kaupin verður Actavis með starfsemi í 32 löndum. Vill lægra hlutfall Geir H. Haarde segir að sú mála- miðlun að miða við 25% eignarhlut í fjölmiðlum sé of há og miða eigi við lægra hlutfall. Þá segir hann að af- nema eigi 26. grein stjórnarskrár um synjunarvald forsetans. Býður upp á svindl Konur af erlendum uppruna eiga erfitt á vinnumarkaði hér á landi og mikið er um að svindlað sé á þeim, að því er fram kemur í fréttaskýr- ingu Morgunblaðsins í dag. Að sögn viðmælenda blaðsins þarf að bæta upplýsingaflæði til kvennanna. Vara við hræðslu Talsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar vöruðu fólk í gær við því að ýkja hættuna af fuglaflensu sem getur borist í menn. Var m.a. bent á að faraldrar af ein- hverju tagi gengju reglulega yfir heimsbyggðina og engin breyting yrði á því. ESB hvatti hins vegar aðildarríkin til að koma sér upp nægum birgðum af flensulyfjum. Eltu rússneskan togara Norsk varðskip á Barentshafi eltu í gær rússneskan togara sem flúði undan þeim en um borð í togaranum voru tveir norskir varðskipsmenn. Fóru þeir um borð á laugardag til að kanna hvort skipið hefði verið að ólöglegum veiðum. Skipstjórinn hafði heitið að sigla til Tromsø en skipti um skoðun og ákvað að flýja í átt til Múrmansk. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                         HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vís- aði í gær frá kröfu Orkuveitu Reykjavíkur um að felldur yrði úr gildi úrskurður kærunefndar út- boðsmála í máli sem Toshiba Int- ernational (Europe) kærði til nefnd- arinnar. Nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu að OR væri skaða- bótaskyld gagnvart Toshiba vegna útboðs á vélbúnaði og hverflum fyrir Hellisheiðarvirkjun. Samið var við Mitsubishi og nam heildarverðmæti samningsins um tveimur milljörðum. Kærunefndin taldi að í ákveðnum efnum hefði OR brotið gegn hinni al- mennu jafnræðisreglu útboðsréttar og væri því skaðabótaskyld gagnvart Toshiba. Ekki var lagt mat á tjónið, enda ekki í verkahring nefndarinnar, heldur einvörðungu kveðið á um að OR skyldi greiða fyrirtækinu 600.000 krónur í málskostnað. Þess- um úrskurði skaut OR til Héraðs- dóms Reykjavíkur. Í úrskurði hér- aðsdóms segir að álit nefndarinnar á skaðabótaskyldu sé ekki bindandi og hafi enga beina þýðingu í dómsmál- um. Þó að nefndarálitið geti valdið þeim óþægindum sem talinn er skaðabótaskyldur verði sá hinn sami að búa við þau óþægindi, svo lengi sem hann leitar ekki ásjár dómstól- anna. „Álit kærunefndarinnar um skaðabótaskyldu lýsir einvörðungu skoðunum þeirra sem í nefndinni sitja án þess að þær hafi nokkrar réttarverkanir og að lögum er ekki hægt að ógilda skoðanir manna.“ Friðgeir Björnsson kvað upp dóm- inn. Hjörleifur B. Kvaran hrl. flutti málið fyrir OR en Gunnar Jónsson hrl. var til varnar. Deilur Orkuveitu Reykjavíkur og Toshiba International Ógildingarkröfu OR vísað frá héraðsdómi SYSTURNAR Snædís Rán og Ás- laug Ýr Hjartardætur, sem báðar eru daufblindar, voru glaðar í bragði í gær þegar þær fengu afhent ný hjól frá Lionsklúbbnum Frey í Reykjavík. Hjólin, sem framleidd voru í Bandaríkjunum, eru sérstak- lega hönnuð fyrir daufblinda. Þær Snædís Rán og Áslaug Ýr eru báðar nemendur í Hlíðaskóla. Það var Brynja Blumenstein, kennari þeirra, sem átti hugmyndina að því að út- vega systrunum hjól, en henni fannst leiðinlegt að þær ættu þess ekki kost að fara út að hjóla líkt og önnur börn. Brynja sneri sér til Lionsklúbbsins sem tók vel í að styrkja málefnið. Hún segir það hafa mikla þýðingu fyrir systurnar að fá hjólin. „Hvaða barn dreymir ekki um að fara út að hjóla?“ segir hún og bætir við að ekki spilli að fjölskylda systranna sé áhugafólk um hjólreið- ar. Pabbi þeirra sé í fjallahjólaklúbbi og hjóli svonefnda Nesjavallaleið á hverju ári. Hafi það verið draumur systranna að komast með. Jónatan Guðjónsson, félagi í Lionsklúbbnum Frey, segir hjólin handsmíðuð af bandarískum hjól- reiðamanni og að reiðhjólaverslunin Örninn hafi veitt ómetanlega aðstoð í málinu. Þá hafi verslunin boðist til þess að sjá um viðgerð og stillingar á hjólunum. Jónatan segir að Sjónstöð Íslands hafi umsjón með hjólunum. „Hvaða barn dreymir ekki um að fara út að hjóla?“ Morgunblaðið/ÞÖK TÍU blindir og hreyfihamlaðir far- þegar mega ferðast í einu með flug- vélum Icelandair og tveir með vélum Iceland Express, án þess að fyrir- fram séu tilgreindir samferðamenn þeirra. Níu blindir einstaklingar hafa höfðað mál á hendur írska lág- gjaldaflugfélaginu Ryanair en þeim var neitað um inngöngu í flugvél fé- lagsins þar sem reglur þess leyfa að- eins fjóra fatlaða einstaklinga í hverju flugi. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi FL Group, að Icelandair hefði engar reglur um hámarks- fjölda fatlaðra farþega. „Þó gildir sú regla að ekki mega fleiri en tíu blind- ir eða hreyfihamlaðir farþegar fara með flugvél án þess að fyrirfram séu tilgreindir samferðamenn þeirra. Séu samferðamenn engir þarf að gera sérstakar ráðstafanir, til dæmis að fjölga í áhöfn vélarinnar, svo hægt sé að fylgja öllum öryggisatriðum,“ sagði Guðjón. Lísa Ólafsdóttir, yfirflugfreyja hjá Iceland Express, segir að komi blindir eða hreyfihamlaðir farþegar með samferðafólki þá gildi um þá engar reglur um hámarksfjölda. „Sé fólkið hins vegar að ferðast einsam- alt þá getum við aðeins tekið við tveimur blindum eða hreyfihömluð- um manneskjum í hverja vél,“ segir Lísa. Aðeins fjórir fatlaðir Írska lággjaldaflugfélagið Ryan- air leyfir aðeins fjóra fatlaða farþega í hvert flug og hefur þessi regla nú leitt til málsóknar gegn félaginu. Málavextir eru þeir að hópur níu blindra og sjónskertra farþega ætl- aði að fljúga frá Stanstead-flugvelli í London til Ítalíu. Þeim var vísað frá þar sem fyrir voru þrír fatlaðir um borð í vélinni. „Þessi regla er viðhöfð af öryggisástæðum, svo að áhöfnin geti hugsað um þessa farþega, bæði á flugi og ef neyðarástand kemur upp,“ segir talsmaður Ryanair við vefmiðil BBC News um málið. Sam- kvæmt upplýsingum frá félaginu var ekki tekið fram við pöntun að um blinda einstaklinga væri að ræða. Katherine Hurst var ein farþeg- anna blindu og segist hún hafa feng- ið þær upplýsingar hjá Ryanair að engin vandamál væru þótt farþeg- arnir væru blindir. Hún segir hópinn hafa verið niðurlægðan opinberlega af Ryanair. „Þetta var óheppilegt og við finnum til með þeim sem urðu fyrir þessu,“ segir talsmaður Ryan- air. Fatlaðir stefna Ryanair en aðrar reglur eru hjá Icelandair Tíu fatlaðir mega ferðast í einu á eigin vegum UM 20 hús á Höfn í Hornafirði skemmdust í vatnsveðrinu um helgina. Ekki hefur verið lagt mat á tjónið en það mun væntanlega liggja fyrir síðar í vikunni. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri tjónasviðs Sjóvár, segir að þegar vatn leki inn í hús vegna skyndilegs skýfalls eða asahláku gildi aðrar reglur um tryggingar en ef vatn lekur inn í hús af völdum t.d. stíflaðs niðurfalls eða ónýtrar vatnslagnar. Tjón á húsum, gólf- efnum og veggjum sem verður vegna skýfalls eða asahláku er tryggt með fasteignatryggingu en heimilistrygging bætir tjón á hús- gögnum, rafmagnstækjum o.þ.h. Morgunblaðið/Sigurður Mar Tjón vegna skýfalls eru bætt TVÆR japanskar konur sem hér eru á ferðalagi sluppu með skrámur eftir að bíll þeirra valt á Kjalvegi um klukkan 17.30 í gær. Lögreglan á Blönduósi segir að svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum á ójöfnum vegi. Bíllinn valt um 8 kílómetrum sunnan við Áfangafell og var mikil þoka á svæðinu auk þess sem þar er símasambandslaust, að sögn lögreglu. Það varð konunum til happs að rjúpnaveiðimenn sem höfðu þurft að hætta veiðum vegna þokunnar, óku fram á þær. Lögregla segir að bíllinn sem kon- urnar voru á hafi gereyðilagst við veltuna, en um var að ræða bílaleigu- bíl. Sluppu með skrámur eftir bílveltu MARGIR fundu fyrir truflun- um á Netinu á sunnudagskvöld sem varð í kjölfar bilana sem urðu á lendingarstað FAR- ICE-1 sæstrengsins í Norður- Skotlandi. Að sögn Jóns Birgis Jónssonar, formanns FARICE hf., munu þessar truflanir heyra sögunni til upp úr ára- mótum en samningar hafa náðst um að tvöfalda 500 km af leið ljósleiðarans sem tengir sæstrenginn við land. „Það hafa verið óvenju mikl- ar bilanir, meira en við bjugg- umst við á þessari leið á lend- ingarstað norður í Skotlandi og til Edinborgar,“ segir Jón Birgir. Hann segir að samning- ar hafi náðst um að tvöfalda a.m.k. 500 km af leiðinni. „Upp úr áramótum ætti að vera kom- ið tvöfalt kerfi. Jafnframt fram- lengjum við þetta til London. Þannig að það verður tvöfalt kerfi frá Inverness til London,“ segir Jón og bætir því við að bilanir ættu þá að heyra sög- unni til. Jón Birgir segir að í flestum tilvikum hafi mátt rekja bilanir til þess að eitthvað hafi farið úr- skeiðis við vinnu verktaka og annarra aðila á þessum slóðum og var það raunin á sunnudag. Bilanir heyra brátt sögunni til Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 26 Úr verinu 14 Viðhorf 28 Viðskipti 15 Bréf 31 Erlent 16/17 Minningar 32/37 Akureyri 21 Dagbók 40 Höfuðborgin 20 Víkverji 40 Austurland 20 Velvakandi 41 Suðurnes 21 Staður og stund 41 Landið 21 Menning 44/45 Daglegt líf 22 Ljósvakamiðlar 50 Menning 23 Veður 51 Umræðan 24/31 Staksteinar 51 * * *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.