Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 9
FRÉTTIR
Þri. 18/10: Karrýkorma og nanbrauð
m/tveimur salötum og
híðishrísgrjónum.
Mið. 19/10: Maíspönnukökur og
chillipottur m/tveimur salötum og
híðishrísgrjónum.
Fim. 20/10: Próteinbollur með
cashewhnetusósu m/tveimur salötum
og híðishrísgrjónum.
Fös. 21/10: Súrsætur pottur með
góðu buffi m/tveimur salötum og
híðishrísgrjónum.
Helgin 22.-23/10: Hummus &
ofnbakað grænmeti & buff m/tveimur
salötum og híðishrísgrjónum.
Póstsendum
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Flott undirföt
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 5 1 2040
Silkitré og silkiblóm
Glæsilegt
úrval af
innitrjám
www.feminin.is
Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Töff peysur
og jakkarj
Str. 38-56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mán. - fös. frá kl. 10 - 18 lau. kl. 10 - 16
Þunnar peysur
Str. 36-56
Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020
www.ljósmynd.is
Fermingarmyndartökur
Tilboðsmyndatökur
Fjölskyldumyndatökur
Pantið tímanlega
Kjólföt
Laugavegur 74 • 105 Reykjavík • Sími 551 3033
Hágæða kjólföt og allir
fylgihlutir
• Kjólföt 35.900
• Kjólföt m/svörtu vesti 39.800
• Pípuhattar 19.500
• Lakkskór 13.600
Skyrtur, slaufur og allir
fylgihlutir.
Berið saman verð og gæði.
Hverfisgötu 6, sími 562 2862
S O K K A B U X U R
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Póstsendum
1.000 kr. dagur í dag
* sígaunapils
* peysur
* gallabuxur
* jakkar
* bolir
og margt fleira
Laugarvegi 63
s: 551 4422
NÝ SENDING
ULLARJAKKAR,
DÚNÚLPUR,
HETTUKÁPUR
FYRSTU skrefin nefnist
nýr sjónvarpsþáttur um
meðgöngu, fæðingu og
fyrstu æviárin sem nú er í
undirbúningi og sýndur
verður vikulega á SkjáEin-
um innan skamms. „Við
munum leitast við að koma
til skila á bæði jákvæðan
og skemmtilegan hátt
þessu undri og kraftaverki
sem felst í því að eignast
barn,“ segir Guðrún
Gunnarsdóttir, dagskrár-
gerðarkona, sem vinnur
þættina í samstarfi við
Hauk Hauksson, upptöku-
stjóra, sem áður vann m.a.
að gerð fréttaskýringar-
þáttarins Í brennidepli fyr-
ir Sjónvarpið.
„Við munum beina sjón-
um okkar að því hvernig
við getum höndlað lífhamingjuna
saman sem foreldrar og fjölskylda
og gert það sem er best fyrir barnið
sem og okkur sjálf,“ segir Guðrún
og leggur áherslu á að foreldrar og
börn verði í aðalhlutverki í þátt-
unum. „Okkur til aðstoðar verða síð-
an færustu sérfræðingar á þessu
sviði og fólk sem kemur að velferð
barna,“ segir Guðrún og tekur fram
að af viðbrögðum fólks við þættinum
að dæma þá sé greinilegt að for-
eldrum finnist löngu orðið tímabært
að fá þátt á borð við Fyrstu skrefin.
Vel er þekkt að þeir sem von eiga á
erfingja séu fróðleiksfúsir og dug-
legir að leita sér upplýsinga um
meðgönguna, fæðinguna og hvað sé
barninu fyrir bestu bæði á Netinu
og í hinum ýmsu bókum. Aðspurð
segir Guðrún sjónvarpsþættina
hugsaða sem góða viðbót við það
efni sem fyrir er. „Að mörgu leyti
má segja að sjónvarpsþáttur sé að-
gengilegra form fyrir fólk, auk þess
sem mikilvægt er að fá íslenskt
sjónarhorn á þetta málefni, því okk-
ar veruleiki og íslenski reynsluheim-
urinn er oft svolítið frábrugðin þeim
veruleika sem birtist í erlendum
bókum eða þáttum.“
Ætti að höfða jafnt til
foreldra sem afa og ömmu
Að sögn Guðrúnar er ráðgert að
framleiða tólf þætti til að byrja með
og beina sjónum að einu tilteknu
þema í hverjum þætti. „Þannig
munum við t.d. fjalla um fyrirbura
og fjölbura, svefnröskun og ýmsa al-
genga kvilla á borð við eyrnabólgur
og magakveisur, auk þess sem við
verðum með sérstakan pabbaþátt,
enda feður sífellt að taka aukinn
þátt í uppeldi barna sinna.“ Aðspurð
um framhaldið segir Guðrún að auð-
veldlega megi bæta við fleiri þáttum
fái fyrstu tólf þættirnir góðar við-
tökur, enda af nægu efni að taka. Að
mati Guðrúnar ættu þættirnir að
geta höfðað jafnt til foreldra, afa og
ömmu, sem og fólks sem er að huga
að barneigum. „Einnig ættu þætt-
irnir að geta höfðað til fólks sem
þegar er búið að ala upp börnin sín.
Enda gæti ýmislegt sem fram kem-
ur í þáttunum komið þeim á óvart,
þar sem ýmislegt er breytt frá því
fyrir bara t.d. tíu árum enda breyt-
ast hlutir hratt í þessum geira.“
Samhliða sjónvarpsþáttunum hef-
ur nýtt mánaðalegt tímarit göngu
sína þar sem finna má ítarefni með
þáttunum. Að sögn Hlyns Sigurðs-
sonar, sem framleiðir Fyrstu skref-
in og gefur út tímaritið í samstarfi
við Fróða, verður nýja tímaritið góð
viðbót við Uppeldi, eina blaðið á
markaðnum þar sem uppeldi og
meðganga er til umfjöllunar. „Mark-
miðið er að tímaritið verði fræðandi,
skemmtilegt og forvitnilegt fyrir
alla sem áhuga hafa á börnum og
barnauppeldi, en þar verður fjallað
um allt sem viðkemur meðgöngu,
fæðingu og uppeldi barna að fjög-
urra ára aldri,“ segir Hlynur og
bendir á að bæði þátturinn og tíma-
ritið verði í samstarfi við barna-
land.is, en notendur vefjarins munu
geta haft áhrif á umfjöllunarefni
þáttarins og blaðsins.
Nýr sjónvarpsþáttur á SkjáEinum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Guðrún Gunnarsdóttir og Haukur Hauksson
fjalla um meðgöngu, fæðingu og uppeldi í
nýjum sjónvarpsþætti á SkjáEinum.
Foreldrar og börn
í aðalhlutverki í
Fyrstu skrefunum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Innihaldið skiptir máli