Morgunblaðið - 18.10.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.10.2005, Qupperneq 12
Neysla áfengis og annarra vímuefna raskar uppvexti og ógnar velferð margra barna. Sum bíða ævarandi tjón. Það er bitur reynsla foreldra og annarra aðstandenda að sjá barn sitt lenda í fjötrum vímuefnaneyslu og villast á brautir glæpa og ofbeldis. Það er átakanleg fórn sem snertir okkur öll. Í æsku er lagður grunnur að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri og hvatningu til neyslu áfengis og annarra vímuefna. Rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk byrjar neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Höfum það í huga. Tökum höndum saman um að skapa börnum þroskavænleg skilyrði. Styðjum börn og ungmenni í að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna. Látum velferð þeirra ráða við mörkun stefnu í áfengis- og vímuefnamálum. Hagsmunir barna og ungmenna eiga að hafa forgang! Komum í veg fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna! VÍMUVARNAVIKA 2005 - Kynntu þér slóðina vvv.is Bandalag íslenskra skáta Biskupsstofa Brautin – bindindisfélag ökumanna Íþrótta- og ólympíusamband Íslands Félag íþrótta-, æskulýðs-, og tómstundafulltrúa Heimili og skóli KFUM&K Krabbameinsfélag Reykjavíkur Kvenfélagasamband Íslands Lionshreyfingin Samtök félagsmiðstöðva - SAMFÉS Samstarfsráð um forvarnir Samtök skólamanna um bindindisfræðslu Barnahreyfing IOGT ÍUT-forvarnasamtök Ungmennahreyfing IOGT IOGT á Íslandi Ungmennafélag Íslands Vímulaus æska/Foreldahús SAMFOK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.