Morgunblaðið - 18.10.2005, Side 15

Morgunblaðið - 18.10.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Kristján Rúnar Kristjánsson eðlisfræðingur, 28 „Mér hefur alltaf þótt gaman að glíma við krefjandi verkefni — og það er sérstaklega heillandi að fást við rannsóknir sem hafa það lokamarkmið að skilja innsta eðli náttúrunnar,“ segir Kristján Rúnar Kristjánsson sem varði nýverið doktorsritgerð við raunvísindadeild Háskóla Íslands undir heitinu Lotubundið hraðeindasvið og rafhlaðin svarthol. Áður lauk hann BS-prófi bæði í stærðfræði og eðlisfræði frá HÍ og MS-prófi í kennilegri eðlisfræði frá sama skóla. „Svarthol eru dularfull fyrirbæri sem hafa svo mikið aðdráttarafl að þaðan sleppur ekkert í burtu — ekki einu sinni ljósið,“ segir Kristján, semm.a. hefur sökkt sér í rannsóknir á þessum furðufyrirbærum og verið í samstarfi við erlenda vísindamenn um allan heim. Hann er leiftrandi í áhuga sínum á vísindunum og nær þar líka að sameina vinnu og ferðalög, sem eru eitt áhugamála hans. En Kristján á sér fleiri áhugamál og segist t.d. frá unga aldri hafa verið mikill áhugamaður um froska. Hann á nokkra slíka sem nú hefur verið komið í fóstur því Kristján er fluttur til Kaupmannahafnar þar sem hann mun stunda rannsóknir næsta árið hjá Nordita, norrænu stofnuninni í kennilegri eðlisfræði, og halda þar áfram að fást við krefjandi verkefni á sínu sviði. Sjá nánar um rannsóknir Kristjáns á vefnum www.visindi2005.is [svarthol og froskar] Vísindi – minn vettvangur P R [p je e rr ]                          !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3           /) & $%  #/ )2$  4 - $%   ,    $  56-2  7! 2    89  $ 8- -/ :;!! $!/ ) ) $  < $$  ) $      !"  - % =;22)  "$% >/ & $%  . 1? ! .) $%  :@ @  ! #$ %& 4A=B .>)   ) -)                  0 0       0 0  0 0 0 0 0 -; $! 1 ;  ) -) 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 C DE C DE C DE C 0 DE 0 C  DE C 0DE 0 C 0DE C  DE C 0 DE 0 C DE C DE 0 0 0 0 C  DE 0 C 0DE 0 0 0 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ : ') >  %! F * .                       0 0     0 0  0  0 0 0                                                                  < )   > +G   :# H !$  2 %  )           0 0    0 0  0 0 0 0 :#0 <-!$ ;  ')  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær 11.021 milljónum króna, mest með hlutabréf eða fyrir um 6.777 milljónir króna. Mestu hluta- bréfaviðskipti urðu með bréf Íslands- banka eða fyrir um 4.814 milljónir króna. Var þar að mestu um að ræða sölu á bréfum í eigu Landsbanka Ís- lands, 2,36% hlut eða fyrir rúma 4 milljarða króna, vegna framvirkra samninga. Bréf í Flögu Group hf. hækkuðu mest í Kauphöllinni í gær eða um 10,1% og bréf Actavis hækkuðu um 5,5%. Mesta lækkunin varð aftur á móti á bréfum í FL Group en þau lækkuðu um 1,4%. Mikil viðskipti með Íslandsbanka AB INDUSTRIVARDEN í Svíþjóð seldi í gær 19,5% af hlutafé í Össuri sem jafngildir 75 milljónum hluta. Kaupendur eru William Demant In- vest A/S í Danmörku, Eyrir Invest ehf. og Vik Investment Holding S.a.r.l, eignarhaldsfélag í eigu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar. Eftir söluna á Industrivarden 3,8% í Össuri. Eftir þessi viðskipti er William Demant Invest stærsti hluthafi Öss- urar með 36,9% hlutafjár. Næst- stærsti hluthafinn er Eyrir Invest ehf. með 14,6% hlut. Eyrir er að stærstum hluta í eigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar. Þriðji stærsti hluthaf- inn með óbreyttan hlut er Mallard Holding S.a.r.l. eignarhaldsfélag í eigu Össurar Kristinssonar, stofn- anda Össurar og fjölskyldu hans. Fjórði stærsti hluthafinn er Vik In- vestment Holding með 6,4% hlut. Góð ávöxtun Að sögn Niels Jacobsen, stjórnar- formanns William Demant Invest, eru þeir ánægðir með kaupin. „Það býr mikill þróttur í Össuri og félagið stendur frammi fyrir víðtækum tækifærum sem við höfum fulla trú á að félagið nái að nýta sér,“ segir Jac- obsen. Að sögn Bengt Kjell, fram- kvæmdastjóra hjá Industrivarden, hefur fjárfestingin í Össuri skilað fé- laginu mjög góðri ávöxtun þessi rúmlega þrjú ár sem þeir hafa verið hluthafar. „Við vorum fyrstir erlendra fjár- festa til að koma auga á Össur sem góðan fjárfestingakost. Við höfum sett mark okkar á félagið sem hefur vaxið gríðarlega og náð góðum ár- angri,“ segir Kjell. William Demant keypti 46 milljón hluti á 88,5 krónur fyrir hvern hlut (4 milljarða króna), og Eyrir Invest keypti 14 milljón hluti á sama verði (1,2 milljarðar samtals), en Vik In- vestment keypti 15 milljón hluti og greiddi 85 krónur á hlut (1,3 millj- arða samtals). Industrivarden selur 19,5% í Össuri I / J-/$ 4$-  =;  4$-  , % # % $! <  4$- /-$ ./ '( $ $   $ )  )*    5 %K .L8      D D :.= J M    D D A A  7,M     D D *M 5 -     D D 4A=M JN ($-     D D FJÁRFESTINGAR árið 2006 og hvar bestu tækifærin liggja verða umfjöllunarefni hins árlega haust- fundar Eignastýringar Íslands- banka, sem haldinn verður Nordica hóteli kl. 20 í kvöld. Sérstakur gest- ur verður Chris Gessel, aðalritstjóri Investor’s Daily (IBD) í Los Angel- es. Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eignastýringar Ís- landsbanka, mun einnig flytja erindi. Hvar er best að fjárfesta? BAKKAVÖR Group hefur keypt fyr- irtækið Hitchen Food í Bretlandi fyr- ir 44 milljónir punda, sem svarar til um 4,7 milljarða íslenskra króna. Í til- kynningu frá Bakkavör segir að áreiðanleikakönnun vegna kaupanna sé lokið og kaupverðið að fullu greitt, en kaupin eru fjármögnuð með brú- arláni frá KB banka. Hitchen Foods framleiðir ferskt niðurskorið græn- meti og salat fyrir smásölumarkaðinn í Bretlandi. Ágúst Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar Group, segir kaupin endurspegla stefnu félagsins um áframhaldandi vöxt á sviði ferskra, kældra og tilbúinna mat- væla. „Hitchen Foods fellur vel að rekstri okkar og með kaupunum skapast gott tækifæri til að styrkja stöðu okkar á markaðinum fyrir ferskt niðurskorið grænmeti. Þá ger- um við ráð fyrir að samlegðaráhrif og stærðarhagkvæmni sem næst með yfirtökunni muni stuðla að áfram- haldandi velgengi og vexti fyrirtæk- isins,“ segir Ágúst. Markaður fyrir ferskt niðurskorið grænmeti hefur vaxið um 80% frá árinu 2000 í Bretlandi og er spáð áframhaldandi vexti í takti við aukna eftirspurn eftir ferskum tilbúnum matvörum, að því er fram kemur í til- kynningu Bakkavarar. Hitchen Foods er fjölskyldufyrir- tæki, stofnað 1961 og um 750 starfs- menn starfa hjá fyrirtækinu sem rek- ur eina verksmiðju í Wigan, Lanca- shire, í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta og fjármagns- liði á yfirstandandi ári verði liðlega 900 milljónir króna og veltan í kring- um 5,1 milljarður króna. Bakkavör kaupir grænmetisfyrirtæki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson DÆGURVERÐ á 95 oktana bensíni lækkaði verulega á heimsmarkaði síðastliðinn föstudag og kostaði tonnið við lokun markaða 569 doll- ara. Hefur verðið ekki verið lægra síðan 4. júlí síðastliðinn þegar það var 563 dollarar hvert tonn. Jafn- framt er þetta í fyrsta skipti síðan 31. júlí sem verð fer niður fyrir 600 dollara/tonn. Bensínið niður fyrir 600 dollara ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.