Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND Reyðarfjörður | Halla Einarsdóttir og Gunnar Hjaltason hafa rekið Saumastofu Höllu frá árinu 1997, heima hjá sér á Reyð- arfirði. „Gunnar var á sjó og ég ein heima,“ segir Halla, sem í byrj- un saumaði flíspeysur og fékk sér litla vél til að bródera. „Ég var bara að prófa hvort þetta gengi. Við fórum að fá beiðnir um ýmis verk og svo hefur þetta undið upp á sig. Við keyptum okkur stóra tölvustýrða útsaumsvél 1997 og aðra til sl. haust. Þetta eru dýr tæki og kosta bílverð hvort um sig.“ „Nú er ég að glíma við Latabæ,“ segir Gunnar og sýnir hvernig hann hefur forritað útsaumsvélina til að gera mynd af sjálfum Íþróttaálfinum. Þau sauma í vinnufatnað, hand-klæði og íþróttabúninga og merkja fyrir margvísleg félög. Lausa- traffíkin er töluverð og menn að biðja um ýmis viðvik í sauma- skap. Bandaríski verktakinn Bechtel sem reisir álverið, samdi t.d. við þau um að sauma fleiri hundruð lambhúshettur undir öryggishjálma starfsmanna, ásamt dálitlu af myrkvunar- tjöldum í starfsmannahús í bænum. „Við erum orðin fullorðin þannig að það væri ekki sniðugt ef maður væri á haus frá átta til sjö,“ segir Halla. „Við lifum hreint ekki af þessu, en saumarnir eru búbót og fínt fyrir okk- ur á þessum aldri að hafa sem verkefni. Við höfum aldrei spáð í að stækka og reksturinn myndi aldrei bera það að kaupa starfskraft.“ Sér á parti fyrir austan Blaðamanni er boðið í stofu og skenkt kaffi með jólakökunni. „Ég er á sjó,“ segir Gunnar. „Á handfærum og er hreinrækt- aður trillukarl. Það er að vísu bilað núna. Við erum fjórir trillu- karlar hér og einn að fara. Ég er með 35 tonn og í góðum mál- um. Ég hef verið trillukarl síðan 9́2. En þetta er því miður allt að hverfa héðan af fjörðunum.“ Gunnar hefur verið í landi síðan 10. ágúst þegar bilaði hjá honum. Hann segir gæftir ekki hafa verið góðar undanfarið, fínt á línuveiði og frést af mokveiði. „Ég er nú ekkert mjög stressaður yfir því að komast ekki út, hældrifið fer að komast í bátinn og þá gerist eitthvað. Annars virðist veðurfarið hafa breyst mjög til hins verra og lægðir fara t.a.m.allt aðrar braut- ir en áður. Nú eru bara nokkrar klukkustundir á milli lægða og þær margar djúpar. Þetta er eins og með fellibyljina í Banda- ríkjunum, þeir eru miklu fyrr á ferðinni en áður. Núna er t.d. skítabræla og straumur og þá þýðir ekkert fyrir okkur að fara út. Við erum alveg sér fyrir austan, því það er svo mikill straumur hérna og er hvergi annars staðar. Straumhraðinn fyrir utan firðina er sá langmesti í kringum landið og getur far- ið allt upp í sex mílur. Í stærsta straumi ferð þú ekk-ert á sjó, hvorki með línu né færi. jafnvel þó veður sé gott. Þetta eru al- veg sérvísindi.“ Gunnar er formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi „Það er heilmikil þróun í málefnum smábátanna. Bátarnir eru að stækka og eru með fullkominn beitningarbúnað um borði. Ég er hræddur um að færaveiðarnar heyri brátt sögunni til. Það er bara spurningin hvenær ég og þeir örfáu sem eftir eru hætta. Þá kaupa þessir stóru. Þeir hafa fjármagnið.“ Gunnar segir þó ýmislegt jákvætt að gerast hjá smærri bát- unum. Krafan um að fá fisk veiddan á króka fer vaxandi. Innfæddir hverfa í fjöldann „Mér líst vel á þróunina á Reyð-arfirði,“ segir Halla. „Hvað hefur ekki breyst hér? Það er miklu meiri umferð, verið að byggja um allt og á eftir að byggja meira. Það verður gott þeg- ar búið er að tengja neðri leiðina út fyrir Valhöll, þá fer von- andi mest af umferðinni þar um.“ Hús þeirra Höllu og Gunnars stend-ur einmitt við aðalgötuna í gegnum bæinn og eftir henni blátt áfram streyma stórvirkar vinnuvélar og flutningabílar eins og fiskar í fljóti. „Það er líka mikil breyting í mannlíf-inu,“ segir Gunnar. „Maður rekur t.d. upp stór augu ef maður sér original Reyðfirðing í Krónunni. Við erum minnihlutahópur orðinn í bænum og allt mjög öðruvísi en áður var. Flest-ir eru ánægðir og þetta var jú það sem við báðum um í 30 eða 40 ár. Við höfum ekki heyrt um nein vandamál þessu samfara. Svo er eitthvað af unga fólkinu að koma til baka. Bærinn á eftir að stækka mikið og þetta á eftir að verða miklu meira en maður heldur. Reyðarfjörður verður miðjan á Austurlandi held ég.“ Gunnar bætir við að Fáskrúðsfjarðargöng breyti miklu. „Á endanum verða öll þessi fjöll boruð og undir Berufjörðinn og allt saman, það er bara spurningin um röðina. Það verður ekki hætt að bora fyrr en menn finna ekki fleiri fjöll! Þá verða vega- lengdirnar litlar og engir fjallvegir. Sjáðu svo bara Norð- urhafssiglingarnar. Við erum eini staðurinn sem getur tekið þær. Og þá mun ekki veita af öllu undirlendinu hér. Stóru skip- in sem við horfum á núna verða eins og litlar jullur í sam- anburði við það sem kemur.“ Halla og Gunnar segjast því hvergi bangin og ætla að halda sig við bróderí og fiskirí ásamt því að umfaðma öll barnabörnin sín, sem mun ærinn starfi og skemmtilegur. Þegar þau hjónin fara af bæ er settur miði á útidyrnar á heimilinu, saumastofunni og útgerðinni. Þar gæti staðið eitt- hvað á þessa leið: „Fór niður í búð, kem bráðum.“ Hjónin Halla og Gunnar á Reyðarfirði reka saumastofu og trillu og segja vel ganga Bróderað í fiskiríið Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Taka sporið Halla Einarsdóttir og Gunnar Hjaltason við saumavélarnar sem hvor um sig kosta bílverð. Glímt við Sigmund Gunnar forritaði þá Arthúr Bogason og Kristján Ragnarsson í útsaumsvélina. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Seltjarnarnes | Orku- veita Reykjavíkur hefur samið við Hive, Hring- iðuna og Skýrr um sölu á netþjónustu til heimila sem tengjast ljósleið- araneti OR, en uppbygg- ing á ljósleiðarakerfinu stendur nú yfir á Seltjarn- arnesi. Stefnt er að því að bjóða upp á símaþjónustu og sjónvarp um ljósleið- aranetið á næstunni. Á ljósleiðarakerfið að vera opið öllum sem vilja veita þjónustu um kerfið, en OR mun aðeins veita aðgang að kerfinu, ekki selja þjónustu í gegnum það. Fram kemur í til- kynningu frá OR að búist sé við því að samningar takist við fleiri aðila um sölu á þjónustu. Fyrst um sinn verði boðið upp á allt að 30 Mb/s hraða í báðar áttir, sem sé hraði sem ekki náist með hefð- bundnum fjarskiptateng- ingum. Seinkun á lagningu ljósleiðarans Stefnt er að því að fjölga þeim sem vinna að lagn- ingu ljósleiðara á Sel- tjarnarnesi á næstu vik- um, en nokkur seinkun hefur orðið á verkinu frá upphaflegri verkáætlun. Hefur tekist að nýta að- ferðir við lagningu ljós- leiðarans, t.d. að bora hann að húsum, sem leiða munu til minni röskunar innan lóða en hefðbund- inn skurðgröftur felur í sér. Þrír bjóða netið um ljósleiðaraÁlftanes | Hagstæðara er fyrir sveit- arfélagið Álftanes að reisa eigið stjórn- sýsluhús, þjónustumiðstöð fyrir aldr- aða og bókasafn en að leigja aðstöðu fyrir slíkt af Hjúkrunarheimilinu Eiri, að mati Álftaneshreyfingarinnar, og ótímabært að skrifa undir samning við Eiri. Fulltrúar hreyfingarinnar segja að engin sátt ríki um uppbyggingu hjúkr- unarheimilisins á íbúðum fyrir aldraða sem meirihlutinn í bæjarstjórn samdi um fyrir helgi. „Verulegar deilur eru uppi í sveitarfélaginu um skipulag á miðsvæðinu en þar ætlar Hjúkr- unarheimilið Eir að byggja. Þau mál eru ekki til lykta leidd. Þá hefur ekki verið tekinn saman rekstrarkostnaður sveitarfélagsins við þessa öldrunar- byggingu þrátt fyrir að það sé skylt samkv. 65. grein sveitarstjórnarlaga. Sá kostnaður getur numið tugum millj- óna,“ segir m.a. í tilkynningu frá Álfta- neshreyfingunni. Ótímabært var að skrifa undir samninga við Eiri að mati hreyfing- arinnar. „Jafnvel þó að mikið lægi við, því bæjarstjóri hefur boðið nokkrum völdum vinum sínum í ferð með Eiri til Danmerkur nú á sunnudag til að hitta m.a. sveitarstjórnarmenn, þingmenn og jafnvel ráðherra þar.“ Óljósir og ófullgerðir samningar Ennfremur segir í tilkynningunni: „Í upphafi kjörtímabilsins beitti Álftanes- hreyfingin sér fyrir því að byggðar væru fyrir eldri borgara Álftaness hagkvæmar íbúðir. Við stóðum að rammasamningi við Eiri um þetta mál. Þegar farið var að ræða um 90 íbúðir og byggingu stjórnsýsluhúss töldum við að skoða þyrfti málin ítarlega áður en farið yrði út í svona víðtækar fram- kvæmdir. Sú skoðun eða umræða inn- an sveitarfélagsins hefur hvergi farið fram. Því teljum við ástæðulaust að skrifa undir óljósa og ófullgerða samn- inga.“ Óhagstætt að leigja af Eiri Vatnsmýrin | Skipulagning svæðis eins og Vatnsmýrarinnar, sem er skammt frá miðbænum, er einstakt tækifæri fyrir jafngamla og gróna borg og Reykjavík. Þetta var meðal þess sem fram kom á málþinginu Krókur eða kelda? sem fram fór á laugardaginn í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, en bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar héldu þar erindi. Á málþinginu var fjallað um framtíð Vatnsmýrarinnar vítt og breitt og að sögn Sigríðar Steindórsdóttur, eins skipuleggjanda málþingsins, tókst vel til. Arkitektafélag Íslands, Félag ís- lenskra landslagsarkitekta, Verkfræð- ingafélag Íslands, Skipulagsfræðinga- félag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands stóðu saman að málþinginu og segir Sigríður að þetta sé fyrsta sam- starfsverkefni félaganna fimm. „Við erum með þessu að leggja heppnast afar vel og fróðlegt hafi verið að heyra frá Machleidt. Sænski verk- fræðingurinn Håkan Jonforsen fjallaði um almennar athuganir vegna stað- setningar flugvalla og spænski arki- tektinn Manuel de Sola-Morales hélt erindi um umfang og eðli breytinga í borgum en Morales kom meðal annars að skipulagningu Ólympíuþorpsins í Barcelona á sínum tíma. Vakti hugmyndir Sigríður segir að umræðan á mál- þinginu hafi verið góð og hafi sannfært þann hóp sem þangað kom um mikil- vægi þess að vandað yrði til verka við skipulagningu Vatnsmýrarinnar. „Þetta var breiður hópur íslenskra og erlendra fræðimanna og þarna komu upp alls konar hugmyndir sem áður eru þekktar og hafa verið ræddar,“ segir Sigríður og nefnir þar þróun fræðaset- urs, vísindabyggðar og háskóla. áherslu á að þetta mikilvæga mál sé unnið á faglegum grundvelli. Við viljum ekki horfa um öxl og fara í þau för með umræðuna sem eru þegar kunn, heldur viljum við frekar beina stjórnmála- mönnum, sem og öðrum, í rétta átt með það hve það er mikilvægt að unnið sé fag- og fræðilega að þessu verkefni,“ segir Sigríður. Vakti ýmsar spurningar Markmiðið með málþinginu var frek- ar að vekja spurningar en að leggja fram afmarkaðar lausnir og hugmyndir fyrir svæðið, að sögn Sigríðar. Hún seg- ir að erindi þýska arkitektsins Hilde- brand Machleidt hafi vakið athygli. Í er- indinu var fjallað um Adelhof-svæðið í Berlín en Machleidt sá um skipulagn- ingu þess. Þar var gömlu flugvallar- svæði gefið nýtt hlutverk og tekin upp þekkingarstarfsemi og íbúðabyggð og segir Sigríður að þetta verkefni hafi Morgunblaðið/GolliÁhugi Fundargestir voru áhugasamir um erindi framsögumanna. Alþjóðlegt málþing um framtíð Vatnsmýrarinnar Einstakt tækifæri fyrir borg eins og Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.