Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FRÉTTUM liðinnar viku var greint frá samkomulagi milli rík- isins og Reykjavíkurborgar um að byggt verði nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Sogamýri og það tekið í notkun ár- ið 2007. Um 110 hjúkrunarrými verða á heimilinu, allt ein- býli, en gert ráð fyrir að aðstaða verði fyrir hjón og sambúð- arfólk. Þetta eru mjög jákvæðar frétt- ir, enda skortur á hjúkrunarrými veru- legur á höfuðborg- arsvæðinu og var haft eftir heilbrigðisráðherra að hann fagni samkomulaginu sérstaklega þar sem hér sé stigið skref til að fullnægja eftirspurn eftir hjúkr- unarrýmum í Reykjavík. Jafn brýnt væri að efla þjónustuna við þennan hóp og það væri að efla heimaþjónustu og heimahjúkrun stórlega. Allt er þetta gott og blessað en við lestur fréttarinnar staldraði ég við að hér væri verið að fullnægja eftirspurn í Reykja- vík. Ekki þarf að fara langt til að sjá andstæðu þessarar jákvæðu fréttar. Í fréttum Ríkissjónvarps- ins sl. fimmtudag 6. okt. var fjallað um Sólvang í Hafnarfirði og þann erfiða aðbúnað og þrengsli vistmanna sem þar ríkja. Þetta er búið að vera okkur Hafn- firðingum lengi ljóst og ráðuneyt- inu líka og því með ólíkindum hve seint gengur að fá ákvörðun ráðu- neytisins til lausnar þessu máli. Sólvangur hefur starfað í rúm 50 ár og veitt frábæra þjónustu við hjúkrun og umönnun aldraðra og á tímabili aðra heilbrigðisþjón- ustu. Allt frá árinu 1986 hafa verið settar fram tillögur og hugmyndir um stækkun Sólvangs en ekki náðst niðurstaða um það. Hafn- firðingar hafa einnig notið þess að Sjómannadagsráð hefur með rekstri Hrafnistu í Hafnarfirði komið til móts við aukna þörf fyrir hjúkrunarrými bæði fyrir Hafnfirðinga og aðra. Með sanngirni má segja að lengst af hafi verið sæmilega sinnt eftirspurn eftir hjúkrunarrými í Hafnarfirði en nú síð- ustu árin stefnt í vandræði. Auk nauð- synlegrar fjölgunar hjúkrunarrýma í Hafnarfirði, sem við- urkennd var í vist- unarrýmisáætlun ráðuneytisins sem gefin var út 2002, hefur um árabil verið horft til þess og lögð áhersla á, að bæta aðstöðu vistmanna á Sólvangi sem eru nú 82. Flestir þeirra eru á þriggja manna stof- um, sumir á fjögurra manna og til skamms tíma voru einnig í notkun fimm manna stofur. Vistmenn og starfsfólk á Sólvangi hafa um ára- bil sætt sig við þetta ástand og er aðdáunarvert hvernig tekist hefur að stunda umönnun og hjúkrun vistmanna við þessar aðstæður. Ofannefnd áætlun um vist- unarrými gerði ráð fyrir að 30 ný rými bættust við í Hafnarfirði árið 2006 og nú ríkir enn óvissa um hvort ráðuneytið tekur nú af skar- ið og fylgir settri áætlun. Miðað við staðla og stefnu ráðuneytisins ættu að vera einn til tveir vist- menn á hverri stofu með viðeig- andi hreinlætis- og salern- isaðstöðu og lágmarksrými fyrir hvern vistmann um 25 m². Á Sól- vangi er rými nú fyrir hvern vist- mann um helmingur þessa lág- marks. Ráðuneyti heilbrigðismála er því í algerri mótsögn við stefnu sína um bættan aðbúnað aldraðra á nýrri öld þegar sama ráðuneyti gerir þá kröfu að hvert rými sé nýtt í þeim eina tilgangi að ná inn nægum daggjöldum til reksturs Sólvangs í óbreyttri mynd. Frá og með næstu áramótum verða Sól- vangur og St. Jósefsspítali sam- einaðar undir eina stjórn en sú ákvörðun gengur í þá átt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælt með. Við hefðum reyndar viljað ganga alla leið með því að sameina einnig heilsugæsluna þessum stofnunum. Ráðuneytið kaus held- ur að setja allar heilsugæslu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu undir eina miðstýrða ríkisstofnun sem gengur þvert á yfirlýsta stefnu bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar um að gera þjónustu- samning við ríkið um rekstur þessa málaflokks Nú er að sjá hvað sameining Sólvangs og St. Jósefsspítala hefur í för með sér en þess verður þó að vænta að tekið verði nú af festu á þreng- ingum Sólvangs því að ljóst er að biðlund er á þrotum. Við sem er- um kjörnir fulltrúar til að gæta hagsmuna Hafnfirðinga munum halda áfram málefnalegri baráttu fyrir að eðlilegar og sanngjarnar úrbætur fáist í heilbrigðis- og öldrunarmálum sveitarfélagsins. Hjúkrun aldraðra – Málefni Sólvangs Almar Grímsson fjallar um þjónustu við aldraða ’Staðall ráðuneytisinser að lágmarksrými fyr- ir hvern vistmann sé um 25 ferm., en á Sólvangi er rými nú fyrir hvern vistmann um helmingur þessa lágmarks.‘ Almar Grímsson Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Prófkjör HafnarfjörðurAÐ ÓREYNDU hefði ég ekki trúað því að Reykjavíkurborg gæti komið á óvart í skipulags- framkvæmdum, en nýlega kynnt tillaga að tónlistarhúsi er óvænt ein ánægjuleg- asta útkoma í skipu- lagsmálum í Reykja- vík seinni ár. Hér, í fyrsta skipti síðan fyrir stríð, er komin fram tillaga um al- vöru borgarskipulag í höfuðborginni. Verkefnið skiptist í raun í tvær einingar, önnur sem viðbót við miðborgina (blönduð byggð) og hin sem aðdráttarafl á brún hennar (tónlistar- húsið). Forskriftin er erfið, nauðsynlegur massi tónlistarhúss- ins er yfirgnæfandi og valdsmikill og hætta á að hann yrði farg sem myndi sliga miðborgina. En með skilningi og tilfinn- ingasemi er dregin fram haldbær lausn. Tónlistarhúsið er fært sem fjærst mið- borginni og er að- skilnaðurinn undirstrikaður með opnu svæði sem um leið minnkar skynjaðan skala hússins. Tónlistar- húsið er fellt að svæði Sæbraut- arinnar, eyðilegs hraðbraut- arskipulags sem hefur þörf fyrir upplyftingu, fylgt er þeirri ein- földu hönnunarreglu að bæta það sem er slæmt, en láta það vera í friði sem er gott. Hönnun tónlistarhússins sjálfs er ekki monumentalismi Sidney óperuhússins eða Bilbao safnsins, enda eru aðstæður aðrar. Þó tón- listarhúsið sé á hafnarbakkanum er það ekki á stað þar sem það er í góðri sjónlínu yfir flóann, stærð- arhlutföll eru fyrir fólkið inní og í nánasta umhverfi við húsið. Mið- borgin er smágerð og lítil þörf á „minnismerkja“ arkitektúr, sem nóg er annars af á landinu. Í raun er sjálf hönnun tónlistar- hússins ekki mikilvæg í þessu verkefni, og ekki það sem sýnir best hæfileika hönnuða og skilning þeirra sem stjórnuðu verkinu. Hér ber að líta á þann hluta sem snýr að miðborginni sjálfri. Milli Lækj- artorgs og tónlistarhússins er al- vöru hefðbundið borgarskipulag, eitthvað sem varla hefur sést síðan Guðjón Samúelsson gerði fyrsta skipulagið fyrir Reykjavík árið 1921. Öll aðaleinkenni borg- arskipulags eru í þessu verkefni: Rúðustrikað skipulag, þar sem reitaskiptar byggingarnar, í rétt- um stærðarhlutföllum við byggðina í Kvosinni, sitja fast við umferð- aræðar, skilgreina skýrt útirými milli reitanna og innan þeirra. Hér eru öll rými notuð, með ákveðni og rýmisskilningi. Almenningsrými eru smágerð og fjölbreytt, og eru vel til þess fallin að lagast saum- laust að útirýmum miðborg- arinnar. Slík borgarhönnun er sjaldséð gleði í úthverfavæddu ís- lensku skipulagi, þar sem áráttan er að staðsetja byggingar á miðju túni umkringdum fálmkenndri kös af grasbölum og bíla- stæðum. Forsendur Tónlistarhús Reykjavíkur þurfti að uppfylla tvö skilyrði. Fyrir það fyrsta urðu tónlistarsalir að stand- ast hljómvæntingjar. Tónlistarsalir lúta sömu lögmálum um hljómburð og hljóð- færi. Líkt og með hljóðfæri er engin 100% uppskrift að slíkri hönnun, heldur skalar frá fullkomnun Stradivarius niður í versta óhljóm. Reykja- víkurborg tók enga áhættu og kaus að fara þá leið að velja margreynda fjölda- framleidda sal- arhönnun. Annað skilyrði var að tónlistarhúsið og allt sem því fylgdi þyrfti að taka tillit til staðsetningarinnar. Verkefni af þessari stærðargráðu getur gert útaf við það umhverfi sem það er sett í. Í London er haft á orði að skipulag og arkitektúr borgarstjórnarinnar (GLC) hafi eyðilagt meira á eftirstríðsárunum en þýski flugherinn gerði í stríð- inu. Samlíkingu í Reykjavík má finna í skipulagi duftkirkjugarðs, flugvallar og hraðbrautar í mið- borginni, en með þessari tillögu hefur borgin uppfyllt þörfina ofar öllum væntingum með glæsibrag. Forsaga Forsaga þessa verkefnis er píslasaga, þar sem einhæf ráðgjöf og metnaðarlítil samkeppni leiddi til samkeppnistillagna undir vænt- ingum. En líklega var þessi for- saga til góðs. Borgaryfirvöld virð- ast hafa hlustað með ró á gagnrýnisraddir án þess að pólsk- ipta skoðunum eins og oft vill verða í málefnaumræðu í borginni. Þetta er skólabókardæmi um góða stjórnun, þar sem hlustað hefur verið á rök, skynsamleg ákvörðun er tekin og sérfræðingum leyft að njóta sín undir mjög ákveðnu markmiði. Tónlistarhúsið er merki um lýðræðislegan þroska borg- arstjórnar meir en nokkuð annað og um leið algjör stefnubreyting í skipulagsmálum. Fyrir stríð var Íslendingum hampað á al- þjóðavettvangi fyrir gæði skipu- lagsmála (Gjerlöff 1936). Fallið af þeim stalli var langt, en nú virðist glitta í fyrsta skrefið í klifrinu uppávið. Gleði Skipulag Austurhafnarinnar er einfaldlega besta lausnin á þessu verkefni, á þessum stað, sem sýnd- ur hefur verið til þessa og er það vonandi að sama næmnin muni fara í hönnun bygginganna þegar það verk fer af stað. Glerkassar og samleitar byggingar væru mistök í Kvosinni, en gamla Morgunblaðs- húsið er stór áminning um það. Kvosin er miðborgarbyggð, sam- ansafn misleitra húsa frá mismun- andi tímum, og þyrftu bygging- arnar að falla inn í það umhverfi. Prófessionalisma og næmni hönnuða, og stjórn borgaryfirvalda í þessu máli ber að fagna og von- andi leiðir þessi útkoma til frekari þroska skipulags- og bygginga- listar á Íslandi, ásamt því að verða tónlist til framfara. Endurreisn Borgarskipulags Guðjón Erlendsson fjallar um tónlistarhús Reykjavíkur Guðjón Erlendsson ’Kvosin er mið-borgarbyggð, samansafn mis- leitra húsa frá mismunandi tímum, og þyrftu bygging- arnar að falla inn í það um- hverfi.‘ Höfundur er arkitekt. HVERGI hafa tillögur til sam- einingar sveitarfélaga verið felldar með jafn afgerandi hætti og í neðanverðri Árnes- sýslu. Mörgum kann þess vegna þykja það á skjön á við þá nið- urstöðu að fara á flot með eindregna tillögu um sameiningu tveggja sveitarfélaga á þessu svæði. Þar á ég við sveitarfélögin Ölfus og Hveragerði. Þó að ég hafi að baki aðeins þriggja ára búsetu í Þorláks- höfn hef ég smátt og smátt verið að sjá betur og betur þá miklu kosti sem fylgja því fyrir velflesta íbúa í Ölfusi og Hveragerði að sameinast og það strax. Ég hef hins vegar fundið fyrir ýmsum fordómum gegn þeim gjörningi en á bak við þá eru engin haldbær rök. Líklega mun einhverjum Hvergerðingum finnast að með þeirri sameiningu gleypi Ölfusið Hveragerði, en það er langur veg- ur frá því að þannig færi. Samein- ingin er hagur beggja, hvorugur gleypir hinn. Ávinningur Hveragerðis Hveragerði er sveitarfélag með yfir 2.000 íbúa. Það er hins vegar í skipulagslegri spennitreyju. Sumir íbúar þar geta vart fengið sér kvöldgöngu án þess að fara yfir ósýnileg landamæri og vera komn- ir inn í Ölfus. Hinn fornfrægi Garðyrkjuskóli, sem flestir halda eðlilega að tilheyri Hveragerði er hins vegar hluti af Ölfusi, fátt sýnir bet- ur hve Hveragerði er aðþrengt skipulags- lega. Ávinningur Ölfuss Sveitarfélagið Ölfus er meira en Þorláks- höfn. Það er eitt víð- feðmasta sveitarfélag landsins, nær frá sjó upp að Sogi, inn á Ingólfsfjall, upp í Hengil og vestur fyrir Herdís- arvík. Það er mikil uppbygging í Þorlákshöfn, þar er landrými nær ótakmarkað. En í efra Ölfusi er einnig mikil uppbygging og skal engan undra. Landgæði mikil og nálægðin við höfuðborgarsvæðið hreinlega kallar á aukna landnýt- ingu. Efra Ölfus á eðlilega miklu meiri tengsl við Hveragerði en Þorlákshöfn. Fjölgandi íbúum í efra Ölfusi á að vera eðlilegt að eiga sinn grunnskóla, sinn leik- skóla einnig og aðra opinbera þjónustu í Hveragerði. Þegar sveitarfélögin hafa verið sameinuð þarf ekkert um þetta að semja, þetta er eins eðlilegt og hugsast getur. Fjölmennt sveitarfélag og öflugt Með þessari sameiningu yrði til sveitarfélag með nær 4.000 íbúa og þeim mun fjölga hratt á næstu árum. Ég sé ekki þörf á að fleiri sveitarfélög gangi inn í þá samein- ingu, tel fullvíst að Ölfusá verði um langan aldur landamæri öfl- ugra sveitarfélaga. Ég tel einnig að sameining Ölf- uss og Hveragerðis verði til að flýta fyrir sameiningu austan Ölf- usár, líklega hefur íbúum þar þótt bitinn í nýliðnum kosningum of stór. Ég skora hér með á sveit- arstjórnir í Ölfusi og Hveragerði að setjast nú niður, skoða málið vandlega í eigin ranni og síðan sameiginlega. Ekki síður skora ég á íbúa þessara sveitarfélaga að ýta frá sér einhverjum gömlum grill- um. Hvernig sem ég skoða málið sé ég ekkert nema sterk rök fyrir sameiningu, engin rök gegn henni. Áskorun til Hvergerðinga og Ölfusinga Sigurður Grétar Guðmundsson vill sameina Ölfus og Hveragerði ’Hvernig sem ég skoða málið sé ég ekkert nema sterk rök fyrir sameiningu …‘ Sigurður Grétar Guðmundsson Höfundur er pípulagningameistari og pistlahöfundur, búsettur í Þorlákshöfn. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.