Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Raðauglýsingar Húsnæði í boði Einbýli til leigu Glæsilegt einbýlishús við sjávarsíðuna í Kópavogi til leigu til lengri tíma. Einstakt út- sýni. 180² á tveimur hæðum. Innbyggður bíl- skúr. Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Gróinn garður með stórri aflokaðri verönd. Losnar fljótlega. Frekari upplýsingar í netfangi odagmar@indosat.net.id fyrir 1. nóvember. Félagslíf I.O.O.F. Rb. 4  15410188-8½ III*  HLÍN 6005101819 VI  FJÖLNIR 6005101819 III EDDA 6005101819 I I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18610188  Fl Á ÁRI hverju er Atskákmót Ís- lands haldið og hefur sú hefð skapast að einvígið um Íslandsmeistaratitil- inn er sýnt í beinni útsendingu í Sjón- varpinu. Engin breyting varð á þessu í ár né heldur urðu umskipti á því hverjir öttu kappi saman um titilinn þar eð Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson mættust einnig til úrslita árið 2004. Útsendingunni var stýrt af Bjarna Felixsyni en honum til halds og trausts voru Friðrik Ólafsson, stórmeistari og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksam- bands Íslands. Eins og við mátti bú- ast var taflmennska beggja kepp- enda traust og í fyrri skákinni svaraði Jóhann kóngspeðsleik Hannesar með kóngspeði sínu og upp kom spænski leikurinn. Hægt og sígandi virtist sem færi Jóhanns á drottningarvæng væru öflugri en sókn hvíts á kóngs- væng. Til að halda meira lífi í stöðu sinni fórnaði Hannes peði og stuttu eftir það kom eftirfarandi staða upp: Hér hefði Hannes geta leikið 1. Rd4 og virðist þá sem veilan á c6 og biskupar hvíts ætti að gefa hvítum a.m.k. jafnt tafl. Hannes hinsvegar lék 1. Bf4? og eftir 1. ... Rh5! var hann lentur í miklum vandræðum. Þegar hér var komið við sögu var tími hans orðinn naumur og var því skiljanlegt að hann tók ekki eftir eina leiknum í stöðunni sem var 2. Rd4 þar sem eftir 2. ... Db4 3. De3 Hxc1 4. Hxc1 Rxf4 5. Dxf4 Dxd4 6. Df5+ nær hvítur mann- inum til baka. Sú staða er vissulega mun betri á svart en þó ekki gjörtöp- uð á hvítt eins og eftir leik Hannesar 2. Hxc8 Rxg3! 3. Hxe8 Rxf5 og svart- ur náði að knýja fram sigur með manni meira. Í síðari skákinni svar- aði Hannes drottningarpeðsleik Jó- hanns með drottningarindverskri vörn og upp kom athyglisverð staða. Sjálfsagt hefur Hannes verið búinn að jafna taflið þegar hann gaf hvítum færi á að skipta upp svartreitum biskupum beggja herja. Við þessi uppskipti urðu hangandi peð svarts veikari fyrir vikið sem síðar leiddi til þess að hvítur vann peð. Í staðinn fékk svartur nokkur færi og við gríp- um inn í stöðuna þegar hvítur hafði nýlokið að svarað riddaraskák á f3 með Kg1-Kg2. Hannes lék 1. ... Rd2 og eftir 2. Bd3! átti hann ekki annars úrkosta en að leika 2. ... Hb3 og varð fram- haldið þá 3. Bxa6 Hxa3 4. Bb7 og í þessari stöðu þáði Hannes jafnteflis- boð Jóhanns enda útilokað fyrir svartan að vinna skákina peði undir og án nokkurra gagnfæra að viti. Þegar staðan í stöðumyndinni er könnuð nánar hefði verið athyglis- vert að sjá hvernig Jóhann hefði svarað 1. ... Re5! Svartur hótar þá ill- þyrmilega 2. ... Rfg4 eða 2. ... Re4. Eina leiðin fyrir hvítan að svara því væri að leika 2. He1! og ætti hann þá ekki að standa lakar þar sem 2. ... Re4 væri svarað með 3. He2. Að finna hinsvegar 2. He1 var mun örð- ugra verkefni en 2. Bd3. Með þessum sigri Jóhanns varð hann Íslandsmeistari í atskák í þriðja sinn og hefur hann þá unnið titilinn næst oftast en Helgi Ólafsson hefur unnið hann í flest skipti eða alls fjór- um sinnum. Helgi hefur komist átta sinnum í úrslit og sjálfsagt hefur Jó- hann komist jafnoft í úrslitin. Hannes hefur einnig margoft teflt til úrslita en eingöngu einu sinni hampað titl- inum. Endanleg úrslit á HM liggja fyrir Lokaumferðin í heimsmeistara- keppni FIDE fór fram föstudaginn 14. október sl. í San Luis í Argentínu. Eins og við mátti búast gerði Ves- elin Topalov með hvítu stutt jafntefli við Judit Polgar en sú ungverska átti erfitt uppdráttar á mótinu og lenti í neðsta sæti. Viswanathan Anand tryggði sér annað sætið á stigum með því að gera stutt jafntefli með svörtu gegn Peter Svidler. Michael Adams náði ekki að vinna sína fyrstu og einu skák á mótinu þó að hann væri manni yfir gegn Alexander Morozevich. Rússinn varðist fimlega í erfiðri stöðu og peðin tvö sem hann hafði upp í manninn dugðu til að ná jafn- tefli. Peter Leko náði að ljúka mótinu með sigri á fyrrverandi heimsmeist- ara FIDE, Úsbekanum Rustam Kas- imdzhanov. Lokastaða mótsins varð því þessi: 1. Veselin Topalov (2.788) 10 vinninga af 14 mögulegum. 2.–3. Viswanathan Anand (2.788) og Peter Svidler (2.738) 8½ v. 4. Alexander Morozevich (2.707) 7 v. 5. Peter Leko (2.763) 6½ v. 6.–7. Rustam Kasimdzhanov (2.670) og Mich- ael Adams (2.719) 5½ v. 8. Judit Polgar (2.735) 4½ v. Haustmóti TR lýkur á miðvikudaginn Úrslitin í A-flokki Haustmóts TR eru enn ekki ráðin þegar ein umferð er eftir en Guðmundur Kjartansson er efstur. Snorri G. Bergsson getur náð honum að vinningum með sigri í frestaðri skák gegn Kristjáni Eð- varðssyni. Hrannar Baldursson hef- ur þegar tryggt sér sigur í B-flokki en í C-flokki eru Einar S. Guðmunds- son og Vilhjálmur Pálmason jafnir og efstir. Síðasta umferð mótsins hefst kl. 19.30 miðvikudaginn 19. október og eru allir skákáhugamenn hvattir til að mæta á svæðið og fylgjast með spennandi skákum. Jóhann varð Atskák- meistari Íslands Morgunblaðið/Ómar Jóhann Hjartarson varð Atskákmeistari Íslands 2005. SKÁK Skáksamband Íslands ATSKÁKMÓT ÍSLANDS 2005 15. október 2005 daggi@internet.is HELGI ÁSS GRÉTARSSON Húsavík | Jósef Matthíasson var einn margra húsvískra veiðimanna sem héldu til rjúpnaveiða á laug- ardaginn þegar veiði hófst að nýju eftir tveggja ára veiðibann. Hann hélt á Þeistareykjasvæðið með fé- laga sínum Birgi Mikaelssyni og höfðu þeir 10 rjúpur upp úr krafs- inu. Þeir sögðu ekki mikið af rjúpu á svæðinu, a.m.k. ekki þennan dag og hún væri ljónstygg. Höfðu þeir svipaða sögu að segja af þeim veiðimönnum sem þeir höfðu spurnir af og hittu á þessu svæði í ferð sinni. En þeir Jósef og Birgir voru þó kampakátir með feng fyrsta dags- ins og sögðu að ekki mætti taka allan skammtinn í fyrstu ferð, nú væri ástæða til að fara aftur síðar. Fengu 10 rjúpur fyrsta veiði- daginn Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Jósef Matthíasson með feng fyrsta veiðidagsins. STYRKTARFÉLAG krabbameinssjúkra barna, SKB, afhenti fyrir skömmu Barnaspít- ala Hringsins nýja íbúð til afnota fyrir fjöl- skyldur barna utan af landi sem koma í krabbameinsmeðferð á spítalann. Íbúðin sem er við Lindargötu er þriggja herbergja, fullbúin húsgögnum og öðrum húsbúnaði. Barnaspítalinn hefur umsjón með rekstri og úthlutun íbúðarinnar þótt hún sé í eigu SKB. Fyrirtækin IKEA, Eirvík og Elko studdu SKB dyggilega við kaup á húsbúnaðinum. Myndin er tekin við afhendingu íbúðar- innar við Lindargötu. Frá vinstri: Ásgeir Har- aldsson sviðsstjóri lækninga á Barnaspítala Hringsins, Benedikt Axelsson formaður SKB, Anna Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri hjúkr- unar, Sigrún Þóroddsdóttir hjúkrunarfræð- ingur á göngudeild krabbameinssjúkra barna, Kristín Rútsdóttir ritari og umsjónarmaður íbúða á vegum Barnaspítalans og Auður Ragnarsdóttir deildarstjóri dag- og göngu- deild. Afhenti Barnaspítalanum íbúð til afnota UNGLINGAMEISTARAMÓT Taflfélags Reykjavíkur fór fram sl. laugardag og voru Norðurlanda- meistarar, Íslandsmeistarar og Reykjavíkurmeistarar á meðal þátttakenda. Leikar fóru svo að efstur varð Ingvar Ásbjörnsson með 5 vinninga úr sex skákum, Hjörvar Steinn Grétarsson varð jafn Ingvari að vinningum en lægri á stigum og í 3. sæti með 4,5 vinning varð Daði Ómarsson. Daði varð jafnframt Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2005, þar sem tveir hinir fyrrnefndu eru ekki fé- lagsmenn. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og að auki var farandgripur fyrir efsta sætið. Að auki gaf Smekkleysa aukaverðlaun fyrir 5 efstu sætin og efsta sæti stúlkna og voru það Sverrir Þorgeirsson, Vil- hjálmur Pálmason og Sigríður Björg Helgadóttir sem hlutu þau verðlaun. Vilhjálmur Pálmason, Sigríður Björg Helgadóttir, Sverrir Þorgeirsson, Ingvar Ásbjörnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Daði Ómarsson. Unglingameistari TR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.