Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞÚ MYNDIR ALDREI LJÚGA AÐ MÉR, ER ÞAÐ NOKKUÐ? AUÐVITAÐEKKI ÞAÐ VORU ÞRJÚHUNDRUÐ FJÖRUTÍU OG ÁTTA DAGAR SÍÐAN ÉG „BÍPAÐI“ ÞIG SÍÐAST ÞETTA VORU ÞRJÚ- HUNDRUÐ FJÖRUTÍU OG ÁTTA GÓÐIR DAGARBÍP! HVAÐ ÆTLARÐU AÐ VERA Á HREKKJAVÖKU? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. ÉG Á Í VANDRÆÐUM MEÐ AÐ ÁKVEÐA MIG HUGMYNDIN ER SÚ AÐ ÞÚ KLÆÐIR ÞIG UPP SEM ÞAÐ ÓGURLEGASTA SEM ÞÉR DETTUR Í HUG! HMMM... ÆTLI ÉG VERÐI EKKI BARA ÉG! ÉG ÆTLA AÐ VERA GEISLA- VIRKUR ÚRGANGUR ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KOMINN TÍMI TIL AÐ FINNA SÉR NÝTT STARF HVAÐA STARF? VIÐ GÆTUM OPNAÐ BÚÐ SEM SELUR NOTAÐAR ÖRVAR „ JOE MILLIONARE“ MÆTIR „THE SWAN“ ÁSTIN MÍN, ÞETTA ER EKKI ALVÖRU LÍKAMI MINN ELSKAN, ÉG ER EKKI MILLJÓNA MÆRINGUR ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ SIGGA HAFI BOÐIÐ ÞÉR VINNU? EKKI ÆTLARÐU AÐ TAKA ÞVÍ? HÚN BAUÐ MÉR MUN BETRI LAUN EN ÞÚ HEFUR UNNIÐ HJÁ OKKUR Í MEIRA EN TVÖ ÁR. ÞÚ ERT ORÐIN PARTUR AF FJÖLSKYLDUNNI. ÞAÐ HLÝTUR AÐ SKIPTA MÁLI AUÐVITAÐ SKIPTIR ÞAÐ MÁLI ÉG GERI MÉR GREIN FYRIR ÞVÍ! EN ÞETTA ERU BANDARÍKIN EF ÞÚ HEFÐIR EKKI BJARGAÐ MÉR ÞÁ HEFÐI ÉG DÁIÐ PUNISHER HEFÐI VILJAÐ ÞAÐ ÚFF! HANN HEFUR LOSAÐ RIFFILINN ÞETTA VAR BARA VIÐVÖRUNAR- SKOT, HEFÐI HANN VERIÐ AÐ MIÐA ÞÁ HEFÐI HANN HÆFT OKKUR Dagbók Í dag er þriðjudagur 18. október, 291. dagur ársins 2005 Kunningi Víkverja,tónlistarmaður með meiru, sat á kaffihúsi ásamt Vík- verja í gærkvöldi og drukku þeir saman kaffi. Kaffihúsið er af- ar þægilegt og kjörið til ljúfra stunda, enda er þar píanó sem fær- ir gestir mega taka í, og þá lækkar bar- þjónninn í tónlist hússins. Ungur mað- ur af suðrænum ætt- um töltir að píanóinu og sest við það og hef- ur leik. Músíkin lækk- ar undir eins og nokkrir gestir stað- arins snúa sér að píanóleikaranum. Eftir tvö lög snýr píanóleikarinn sér að kunningjanum og spyr hvort hann kunni ekki einhver lög sem hann langi að syngja. Kunninginn bregst kátur við og þeir fara að syngja og tralla og fyrr en varir er kunninginn búinn að ná í gítarinn, byrjaður að gutla með píanóleik- aranum og þeir syngja hinir kát- ustu. Víkverji tók vissulega undir og gestir staðarins með. Engir svaka slagarar voru þar á ferð en fólk kunni lögin og stemningin var góð. Þessi stund varði í rúman klukku- tíma, hin ágætasta gleðistund sem fer í minningabók Víkverja sem eitt af þessum kvöldum sem full- komna góðan dag. Í góðra vina hópi, syngjandi róleg lög og slappandi af á sunnu- dagskvöldi. Ekkert bull eða sull, bara ljúf- ir tónar og vinátta út í gegn. Svona á stemn- ingin að vera. Víkverji er þó ekki bara kátur í dag. Hann lendir alltaf í því í umferðinni að einhverjir bévítans vitleysingar halda að þeir séu að leika í stjörnu- stríðsmynd og séu að fljúga ein- hvers konar X-vængju. Þjóta á milli bíla þar sem rétt rúm bíllengd skil- ur að og valda Víkverja hreinlega áfalli. Þetta er ekki hægt! Þótt þess- ir vitleysingar séu alveg svellkaldir og kippi sér ekkert upp við þetta hræða þeir líftóruna úr fólkinu sem keyrir við hliðina á þeim. Og svo þolir Víkverji ekki heldur fólk á stórum palljeppum sem það hefur ekkert við að gera nema að menga andrúmsloftið enn frekar og taka tvö bílastæði. En Víkverji er vænt- anlega bara að predika upp í kórinn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Tónlist | Í þessari viku mun Sinfóníuhljómsveit Íslands halda ferna skóla- og kynningartónleika í Háskólabíói, þá fyrstu í dag kl. 11.00 en þá munu nem- endur frá Menntaskólanum við Sund heiðra hljómsveitina, aðra á miðviku- dag kl. 9.30 en þá koma gestir frá Iðnskólunum í Hafnarfirði og Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Klukkan 11.00 sama dag er svo komið að nemendum Menntaskólans í Reykjavík. Á fimmtudaginn klukkan 10.30 er öllum eldri borgurum boðið á tónleika en einnig eru væntanlegir gestir frá Háskóla Ís- lands og Háskóla Reykjavíkur. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen frá Finnlandi og einleikari er Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari. Efnisskrá er eftirfarandi: Johann Strauss: Leðurblakan, forleikur; Edouard Lalo: Symphonie Espagnole, 1. þáttur; Bela Bartók: Tveir rúmenskir dansar; Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7, 3. og 4. þáttur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sinfónían kynnir sig MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh. 20.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.