Morgunblaðið - 18.10.2005, Page 41

Morgunblaðið - 18.10.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 41 DAGBÓK Vegleg rússnesk menningarhátíð stend-ur nú yfir í Kópavogi. Bókasafn Kópa-vogs tekur virkan þátt í dagskránnien Hrafn Andrés Harðarson er bæj- arbókavörður: „Við flöggum, sem bókasafn, bókum rússneskra höfunda, bæði í íslenskum þýðingum og á öðrum tungumálum, sem og á rússnesku því Bókasafn Kópavogs er móð- ursafn rússneskra bókmennta í samstarfsverk- efni almenningsbókasafna á Íslandi,“ segir Hrafn. „Við eigum dágóðan kost rússneskra bóka auk þess að hafa nýlega fengið mikið safn af listaverkabókum um rússneska myndlist. Þær bækur eru allar á rússnesku, en málverkin tala engu að síður sínu máli.“ Fjölbreytt dagskrá er í bókasafninu á Rúss- nesku menningardögunum: „Við erum með sýn- ingu í samstarfi við Sendiráð Rússlands á skjöl- um sem leynd hefur nýlega verið svipt af og varða meðal annars samskipti Íslands og Sov- étríkjanna á þeim tímum þegar Ísland verður lýðveldi.“ Að auki er í safninu ljósmyndasýning frá rússnesku vígstöðvunum í seinni heims- styrjöld. „Þetta eru mjög sláandi ljósmyndir og glæsilegar,“ segir Hrafn. Eins og vera ber verður lestrardagskrá í bókasafninu, þar sem Tolstoy verður í sviðsljós- inu, en einnig verða öðrum helstu skáldum Rússlands gerð ágæt skil. „Í tilefni hátíð- arinnar höfum við prentað út þýðingar á ljóðum rússneskra skálda, sem fólk fær með í pokann þegar það fær lánaðar bækur hjá safninu.“ Af dagskrárliðum á menningarhátíð hlýtur Kvikmyndahátíð bókasafnsins að standa upp úr: „Í Kórnum, á neðstu hæð bókasafnsins, verða sýndar rússneskar bíómyndir: sú elsta frá 1925, Beitiskipið Potjemkin eftir Sergei Ei- senstein.“ Sýningarskráin spannar nær alla síð- ustu öld og má bæði finna teiknimyndir fyrir börnin sem og alvarlegri myndir og umdeildar. Í dag, þriðjudag, hefst dagskráin kl. 14 á Æv- intýrinu um úlfinn og kanínuna en seinna um daginn, kl. 16 og 18 verður hin hádramatíska ástarsaga Anna Karenina eftir Lev Tolstoy sýnd í tveimur hlutum. Að auki eru allir sýningarskápar bókasafns- ins fullir af matrjoskum (sem Íslendingar þekkja sem babúskur), heimilisiðnaðarmunum allskonar, lakköskjum og lukkueggjum sem gerð hafa verið eftir rússneskri handverkshefð. „Við ætlum með dagskrá okkar að gægjast inn um glugga á húsi þessa mikla stórveldis, því við sýnum aðeins brot af þeirri gríðarlega miklu sögu, menningu og bókmenntum sem Rússland býr yfir,“ bætir Hrafn við að lokum. Sýning | Fjölbreytt dagskrá hjá Bókasafni Kópavogs á Rússneskum menningardögum Kvikmyndir, ljósmyndir og skjöl  Hrafn Andrés Harð- arson er fæddur í Kópa- vogi 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1968, lærði bókasafns- og upplýsingafræði í Lundúnum og útskrif- aðist þaðan 1972. Bókavörður á Borg- arbókasafni Reykjavík- ur frá 1968–76, og bæj- arbókavörður í Kópavogi síðan. Hrafn hefur gefið út sjö ljóðabækur og syngur í óperukór Hafnarfjarðar. Hrafn er kvæntur Önnu Sigríði Einarsdóttur bókasafnsfræðingi og bæjarbókaverði í Hafn- arfirði. Eiga þau dótturina Hörn sem er söng- kona og verkfræðingur. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 18. október,verður sjötugur Guðmundur Sigurðsson, fyrrum umdæmisfulltrúi á Akranesi. Hann er staddur á Spáni á afmælisdaginn ásamt konu sinni. 60 ÁRA afmæli. Í dag, 18. október,er sextugur Þorgeir Jónsson prentsmiður, starfsmaður Alþingis og Þróttari, Kambsvegi 8, Reykjavík. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Við fóðruðum varginn ÚTI á Granda var veiðibjallan óá- reitt í slógi og þunnildum alla nótt- ina. Gerið á kæjanum var, til að sjá, eins og bátar væru í aðgerð. Svo fór hún á haugana í ætisleit á daginn, og settist svo á vatnsból Hafnfirð- inga. Gósentíð. Veiðibjallan kom upp ótal ungum – með okkar hjálp. Fjölgaði ört. Þá var ákveðið að fara að hýsa slógið. Veislan búin. Leggjast á smáfugla, egg og unga. Svangar veiðibjöllur (svart- bakur) fóru þá inn í land í ætisleit. Svartbakar eru stórir fuglar og þurfa óhemju býsn að éta. Nú sjást þeir uppi á heiðum, meira en 100 m yfir sjávarmáli, 100–200 km frá ströndinni, og hér hlakka þeir yfir mófuglum, ungum þeirra, and- arungum, og jafnvel nýbornum lömbum. Þeir sjást í hópum í upp- sveitum. Þeir eiga það til að gera atlögur að manni til að verja veiði- svæði sitt. Lóan í flokkum flaug – Við flutt- um inn mink í náttúruna okkar. Og grimman silfurref. Svo bættist svartbakurinn við. Óðinshanarnir mínir sjást ekki lengur á lóninu. Ló- an sem ,,í flokkum flýgur“ er nú 10 lóur í flokki, en voru 1.000 fuglar í flokki þegar ég var lítil stelpa. Evr- ópubúar skjóta íslensku lóuna í tug- þúsundatali, sér til ánægju, þegar hún hvílir sig eftir flugið suður yfir úthafið. ,,Ég át fegurð fjallanna“, minnir mig að Jón úr Vör hafi ort. „Ég skaut ekki, en ég át.“ Hvers vegna þarf maðurinn að eyðileggja allt líf? Fuglarnir vinna sleitulaust allt sumarið við að koma litlu ungunum sínum upp í litla haganlega gerða heimilinu sínu. Ást og umhyggja í náttúrunni. – Við skulum alfriða rjúpuna, þessa fáu fugla sem lifa af varginn, mannvonskuna og vet- urinn. Guðrún Kristín Magnúsdóttir rithöfundur. Ýkt kúl bachelor ÉG var að lesa frábæra grein í Morgunblaðinu í dag, mánudaginn 17. október, í Ljósvakanum á bls. 38. Greinin heitir Ýkt kúl bachelor eftir Orra Pál Ormarsson. Hún er bara í einu orði sagt frábær. Hann dregur þar upp mynd af þættinum eins og hann er. Kona í Keflavík. Sebastian er týndur HANN er gulbröndóttur með rauða hálsól, eyrnamerkt- ur 05G115. Sást seinast í Bryggju- hverfi 5. okt. Þeir sem hafa orðið hans varir síðan vinsamlega hafi samband í síma 552 3762 eða 846 0426. TVÆR af frægustu sálumessum tón- listarsögunnar verða fluttar á tón- leikum Mótettukórs Hallgrímskirkju á allra heilagra messu, sunnudaginn 6. nóvember kl. 17. Á þessum degi í fyrra söng Mótettukórinn sálumessur eftir Gabriel Fauré og Maurice Duruflé við orgelundirleik Mattiasar Wagers. Nú verður sálumessa Faurés flutt á ný, í sjaldheyrðum hljómsveitarbúningi, og aftur mun rödd drengjasópransins Ísaks Ríkharðssonar hljóma í Pie Jesu kaflanum. Seinna verk tónleikanna er sálu- messa Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Í kringum hana hefur spunnist leynd- ardómsfullur vefur þjóðsagna í ljósi þess að tónskáldið unga lést frá verk- inu ókláruðu eftir að hafa fengið dul- arfulla beiðni um að semja það. Sálu- messan verður flutt til minningar um Mozart, en 250 ár verða liðin frá fæð- ingu hans 27. janúar nk. Flytjendur á tónleikunum auk Mót- ettukórs og Kammersveitar Hall- grímskirkju og Ísaks Ríkharðssonar eru einsöngvararnir Pascale Schulze- Schmidt sópran, Alina Dubik alt, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Andr- eas Schmidt bassi. Stjórnandi er Hörð- ur Áskelsson. Miðasala er hafin í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Árni Torfason Sálumessur Mozarts og Faurés í Hallgrímskirkju 41. SKÁLDASPÍRUKVÖLDIÐ verð- ur á Iðu í kvöld kl. 20, í bókahorni bókaverslunarinnar á fyrstu hæð. Gestir mega koma niður með hress- ingu á upplesturinn. Nú er röðin komin að Hallbergi Hallmundssyni að lesa úr eigin ljóðum, smásögum og þýðingum. Hallberg fagnar tveimur nýjum bók- um: smásagnasafni og þýðingakveri. Gunnar Randversson ljóðskáld og Guðmundur Björgvinsson myndlist- armaður og rithöfundur leika nokkur lög á gítar. Hallberg á Skáldaspíru- kvöldi 60 ÁRA afmæli.Í dag, 18. október,er sextugur Þórir Ingvarsson, tæknifræðingur, til heimilis að Stekkjarhvammi 22, Hafnarfirði. Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur, Ingibjörg Sól Ævarsdóttir og Lena Kristín Finnsdóttir, héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.500 krónur. Systir Lenu, Elva Dögg Finnsdóttir, stóð einnig að hlutaveltunni en hana vantar á myndina. Morgunblaðið/Kristján Menningarhátíðar FEB Í Borgarleikhúsinu 19. okt. nk. kl. 14.00–16.00 Í anddyri leikur Júlíkvartettinn frá kl. 13.30–14.00 Kynnir: Herdís Egilsdóttir. Margrét Margeirsdóttir, formaður undirbúningsnefndar, býður gesti velkomna. Ávarp: Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Ljóðalestur: Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld, les eigin ljóð. Kórsöngur: Tólf ára börn úr Ártúnsskóla syngja lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Gunnar Eyjólfsson, leikari, flytur valda kafla úr uppáhaldsverkum. Hlé Einsöngur: Óskar Pétursson, skagfirski tenórinn, undirleikari Jónas Þórir. Ljóð og léttmeti: Séra Hjálmar Jónsson. Harmonikuleikur: Félagar úr Félagi harmonikuunnenda leika nokkur lög. Kórsöngur: Gerðubergskórinn, stjórnandi Kári Friðriksson. Miðaverð kr. 1.800. Miðapantanir í Borgarleikhúsinu í síma 568 8000 og hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í síma 588 2111. Dagskrá Líkunum breytt. Norður ♠KD10 ♥– S/Enginn ♦ÁDG10 ♣ÁG8642 Vestur Austur ♠97642 ♠Á53 ♥K3 ♥G1082 ♦985 ♦764 ♣753 ♣KD9 Suður ♠G8 ♥ÁD97654 ♦K32 ♣10 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Þótt deila megi á opnun suðurs og þá ákvörðun hans að taka út úr þremur gröndum í fjögur hjörtu, er nið- urstaðan eðlileg og geimið alls ekki slæmt. Útspil vesturs er spaði og austur tekur kóng blinds með ás og skiptir yf- ir í laufkóng. Svo er að sjá sem spilið liggi til sagn- hafa: Hann tekur á laufás, fer heim á spaðgosa og spilar hjartaás og litlu hjarta. Vestur fær á á hjartakóng og austur síðar annan slag á tromp, en samtals fær vörnin aðeins þrjá slagi, svo geimið vinnst. En þá erum við komin að kjarna málsins – vörn austurs. Þegar suður leggur niður hjartaás ætti austur að fylgja lit með áttunni! Ef sagnhafi kann til verka mun hann velta stöðunni fyrir sér og komast að þeirri nið- urstöðu að það sé tvöfalt líklegra að áttan sé frá G8 eða 108 heldur en K8. Hann ætti því að spila hjartadrottn- ingu næst til að reyna að gleypa gosa eða tíu. Ef spilið þróast þannig mun suður verða fyrir vonbrigðum þegar hin raunverulega lega kemur í ljós en get- ur huggað sig við að hann spilaði með líkum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.