Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Mosfellsbær | Herdís Sigurjóns- dóttir, forseti bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar, tók á þriðjudag fyrstu skóflustunguna að þrjátíu og níu ör- yggisíbúðum fyrir aldraða sem rísa munu við Hlaðhamra 2 í Mosfellsbæ. Áætlað er að íbúðirnar verði full- byggðar hinn 1. desember árið 2006. Í Hlaðhömrum stendur fyrir bygg- ing með 20 vernduðum þjónustu- íbúðum fyrir aldraða, en þeim verð- ur breytt í öryggisíbúðir og munu þær tengjast hinum nýju húsein- ingum með tengigangi. Í lok næsta árs verða því orðnar til 59 öryggis- íbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ. Stefnt er einnig að því, þegar til- skilin leyfi hafa fengist frá ríkinu, að byggt verði hjúkrunarheimili fyrir aldraða á sömu lóð. Það er Eir öldr- unarþjónusta sem annast fram- kvæmdina. Nýbyggingin við Hlaðhamra verð- ur á þremur til fjórum hæðum og byggð sem þrjár húseiningar sem tengdar verða með glerjuðum bygg- ingareiningum. Í eldra húsinu við Hlaðhamra verður nýr aðalinngang- ur fyrir alla íbúa húsanna og þjón- ustumiðstöð fyrir íbúðir þeirra. Í tengiganginum verður einnig sam- eiginleg setustofa. Að sögn bæjaryfirvalda í Mos- fellsbæ er kostnaður opinberra aðila við rekstur öryggisíbúða fyrir aldr- aða einungis um 10% af þeim kostn- aði sem fylgir vist á hjúkrunarheim- ili. Telja þau því gott framboð á öryggisíbúðum til mikilla hagsbóta fyrir alla íbúa Mosfellsbæjar og gefi þær öldruðum tækifæri á að búa lengur heima hjá sér í auknu öryggi, en öryggisíbúðirnar verða búnar öfl- ugu öryggiskerfi og munu íbúar þeirra njóta þjónustu frá þjónustu- miðstöð heimilisins, auk þjónustu frá hjúkrunarheimili, heimaþjónustu og heimahjúkrun. Eir mun einnig ann- ast félagslega heimaþjónustu við íbúa í öryggisíbúðunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jarðvegurinn ruddur Herdís Sigurjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Mos- fellsbæjar, tekur fyrstu skóflustunguna í góðu veðri við Hlaðhamra. Nýjar öryggisíbúðir fyrir aldraða rísa í Mosfellsbæ STARFSFÓLK leikskóla í Reykja- vík telur sig ekki hafa næga þekk- ingu og kunnáttu til að mæta þörf- um barna fyrir sérkennslu, en jafnframt er mikill áhugi og vilji fyrir því að geta það. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri mats- skýrslu Arndísar Bjarnadóttur leik- skólakennara, sem hún vann fyrir Leikskóla Reykjavíkur. Í matsskýrslunni, sem var unnin upp úr könnun meðal kennara og starfsfólks hjá sex leikskólum í Reykjavík, er fjallað um fram- kvæmd sérkennslu í leikskólum Leikskóla Reykjavíkur. Þar kemur fram að hún er vandasöm og mótast af samspili margra þátta sem eru mjög mismunandi milli skóla. Þeir geti verið breytilegir, svo sem þekk- ing og kunnátta starfsfólks, barna- hópurinn og aðbúnaður skólans. Misbrestur á upplýsingagjöf Meðal þeirra málefna sem Arndís kannaði í rannsókn sinni eru m.a. innritunarferli sérkennslubarna, fagleg þekking og kunnátta starfs- manna, snemmtæk íhlutun, einstak- lingsnámskrá, meðferð upplýsinga, nýting stuðningstíma og þjónusta ráðgjafar- og sálfræðideilda. Í nið- urstöðum spurninga Arndísar kem- ur m.a. fram að upplýsingar um sér- þarfir barna berast leikskólum sjaldnast áður en barnið byrjar í leikskólanum og misbrestur er á upplýsingagjöf þegar sérþarfabarn færist milli leikskóla. Þá telur starfsfólk sig ekki hafa næga þekk- ingu og kunnáttu til að mæta sér- þarfabörnum. Arndís bendir í skýrslunni á möguleika til úrbóta og enn fremur á hluti sem vel fara, t.d. vilja starfsfólks til að gera vel og þátttöku foreldra í gerð einstak- lingsnámskrár fyrir sérkennslu- börn svo dæmi séu nefnd. Arndís segir mikla meðvitund um mikilvægi þekkingar og reynslu starfsmanna til að mæta sér- kennslubörnum. Þá séu oftast sér- stakir starfsmenn sem hafi umsjón með sérkennslu eða stjórnun henn- ar. Þá séu hæfustu og menntuðustu starfsmenn leikskólanna valdir í sérkennsluna. Segir Arndís dýr- mæta reynslu skapast við að starfa í skólanum og þess vegna séu starfs- mannaskipti afar erfið. Í skýrslunni segir enn fremur að skólarnir hafi verið sammála um hugtakið „snemmtæk íhlutun“, en merking þess sé að hefja vinnuna strax með barnið um leið og grunur vaknar um þroskafrávik og ekki sé beðið staðfestingar. Mikilvægt sé að setja barn á leikskóla þar sem þekk- ing á viðkomandi fötlun eða þroska- fráviki sé til staðar, þar sem langan tíma taki að byggja upp þekkingu og á meðan vaxi barnið og missi af tækifærum í þroskameðferð. Í skýrslunni kemur Arndís fram með tillögur hvað varðar bætt starf við sérkennslu. Meðal þeirra er að sérkennsla sé unnin meira inni í hinu almenna leikskólastarfi, þar sem barnið fær náms- og félagsleg- um þörfum sínum mætt í skólasam- félagi með jafnöldrum. Þá mælir Arndís með að sett sé fram og kynnt ný skýr stefna um fram- kvæmd sérkennslu í leikskólum, leiðarvísir um verkferla, sem afar mikilvægt sé að allir fari eftir, þá einkum leikskóla- og sérkennslu- ráðgjafar sem og starfsfólk leik- skóla. Reglur skapa öryggi Enn fremur vill Arndís að settar verði fram ákveðnar, skýrar reglur um samskipti milli samstarfsaðila og upplýsingagjöf, en reglur skapi öryggi fyrir foreldra og starfsfólk, efli traust milli aðila og létti og ein- faldi starfsemina. Fagleg þekking og kunnátta starfsmanna verði einnig aukin og enn fremur þekking í gerð einstaklingsnámskrár, en með frekari þekkingu aukist sjálf- stæði skólanna og þeir verði líklega betur í stakk búnir til að mæta þörf- um allra kennslubarna. Að lokum mælir Arndís með því að nokkrir skólar verði gerðir sér- hæfðir, þar sem þekking á sértækri fötlun geti byggst upp í nokkurs konar móðurskólum. Byggðar verði upp og þróaðar færri en stærri ein- ingar, sem gæti leitt til meiri gæða og betri nýtingar fjármuna. Skýrsla Arndísar er aðgengileg á vefslóðinni www.leikskolar.is. Skýrsla um sérkennslu barna með þroskafrávik Starfsfólk viljugt en skortir þekkingu Starfsmanna- skipti erfið leikskólum en þá tapast þekking Ólafsfjörður | Skíðasvæðið í Tinda- öxl í Ólafsfirði var opnað í gær og þar var fjöldi fólks á skíðum og börn í miklum meirihluta. „Hér er ynd- islegt veður, gott skíðafæri og allir ánægðir,“ sagði Heiða Guðmunds- dóttir, gjaldkeri Skíðafélags Ólafs- fjarðar. Heiða sagði að veðrið undanfarna daga hefði verið frekar leiðinlegt en að annað hefði verið upp á teningnum í gær. Ekki er hægt að segja annað en að skíða- vertíðin byrji vel í Ólafsfirði þennan veturinn en sl. vetur var aðeins hægt að hafa svæðið opið í fáa daga. Þau börn sem æfa skíðaíþróttina í bæn- um þurftu því að fara ófáar ferðirnar inn á Dalvík til æfinga. Heiða sagði að töluverður snjór væri í fjallinu og hægt að renna sér ofan af toppi þess. „Þetta lofar góðu, alla vega þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Heiða. Morgunblaðið/Gísli Kristinsson Skíðafæri Unga fólkið í Ólafsfirði fjölmennti í Tindaöxl eftir að skíðasvæð- ið var opnað í gær. Skíðavertíðin byrjar vel í blíðviðri. Skíðasvæðið í Tindaöxl opnað Freistingar | Petrea Björk Óskars- dóttir þverflautuleikari og Þórarinn Stefánsson píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Ketilhúsinu kl. 12.15 á föstudaginn, 4. nóvember, undir heitinu Litlar freistingar. Þau flytja íslenska og franska tónlist og Einar Geirsson landsliðskokkur reiðir fram gómsætar freistingar í stíl. Á efnisskránni eru fjögur verk fyrir flautu og píanó, annars vegar tvö verk eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, Sicilienne op. 78 og Morceau de Concours.    Sýning | Aðalheiður S. Eysteins- dóttir opnar myndlistarsýningu á Café Karólínu í dag, fimmtudaginn 3. nóvember, kl. 18. Á sýningunni gefur að líta splunkuný verk, lág- myndir úr tré, eftir Aðalheiði sem hefur verið afar afkastmikill mynd- listarmaður síðustu ár. Sýningin á Café Karólínu stendur til 2. desem- ber næstkomandi. STARFSMENN Kælismiðjunnar Frosts vilja kaupa fyrirtækið. Frost er með starfsemi á Akureyri og í Garðabæ og hjá fyrirtækinu starfa 27 manns. Fyrirtækið er í eigu Stál- taks og er systurfélag Slippstöðvar- innar á Akureyri sem lýst af gjald- þrota á dögunum. Gunnar Larsen, framkvæmda- stjóri Kælismiðjunnar Frosts, sagði að meirihluti starfsmanna stæði að því að reyna kaupa fyrirtækið. Gunnar sagði allt til sölu fyrir rétt verð og hann gerir ráð fyrir því að málin muni skýrast í næstu viku. Fyrirtækið hefur frá 1993 verið í far- arbroddi í uppbyggingu og þjónustu á kælikerfum fyrir útgerðar- og mat- vælavinnslufyrirtæki landsins. Kælismiðjan Frost Starfsmenn vilja kaupa FÉLAG verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri og ná- grenni, FVSA, varð 75 ára í gær, 2. nóvember, en það er elsta stéttarfélag verslunar- manna hér á landi. Í tilefni af- mælisins verður haldin sýning á 4. hæð Alþýðuhússins á morgun, föstudaginn 4. nóvember og laugardaginn 5. nóvember. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14 til 18 og er öllum opin. Á sýningunni verða myndir og munir úr verslunum og skrifstofum á Akureyri og ná- grenni á árum áður. Það er Iðnaðarsafnið á Akureyri, Smámunasafn Sverris Her- mannssonar og Minjasafnið á Akureyri sem lána sýning- argripina. Allir eru velkomnir á sýn- inguna og býður FVSA gest- um hennar upp á kaffi og af- mælistertu í tilefni þessara merku tímamóta. Af sama til- efni mun félagið færa félags- mönnum sínum gjöf, sem af- hent verður á afmælissýning- unni. Þeir sem ekki komast á sýninguna geta náð í gjöfina á skrifstofu félagsins einhvern næstu daga. Í tilefni tímamótanna hefur félagið gefið út veglegt afmæl- isrit þar sem afmælisins er minnst og verður því dreift í hús og fyrirtæki á félagssvæð- inu. Félag verslunar- og skrifstofufólks 75 ára Munir og myndir frá liðinni öld SÍMINN hyggst nú bæta við fólki og stækka Söluver sitt á næstunni. Ákveðið hefur verið að fara með hluta starfseminnar til Akureyrar og verða allt að 16 hlutastörf auglýst á svæðinu. Síminn hefur um nokkurt skeið haft að stefnu sinni að flytja þau störf á landsbyggðina sem hent- ugt er að vinna þar, þar með talið símaþjónustu, segir í frétt frá fyr- irtækinu. Dótturfyrirtæki Símans, Já (118), er með starfsstöðvar á Egilsstöðum og Akureyri auk Reykjavíkur og er markmiðið að nýta betur starfsstöð Já sem verið hefur á Akureyri. Þannig mun Síminn leigja starfsað- stöðu fyrir 8 manns í einu í húsa- kynnum Já. Það þýðir í raun að hlutastörf fyrir allt að 16 manns munu skapast á Akureyri á næst- unni. Söluver Símans sér um sölu og eft- irfylgni á vörum og þjónustu Símans. Fyrirferðarmesta verkefni ársins í ár hefur verið sjónvarpsdreifing um ADSL kerfi Símans. Söluverið hefur séð um að fylgja þeirri þjónustu eftir og skrá nýja viðskiptavini. Heildar- fjöldi starfsmanna í Söluveri Símans er nú 15 manns en eins og áður sagði verður bætt við allt að 16 manns í hlutastörf. Úthringiverkefni munu felast í átaksverkefnum og könnun- um af ýmsu tagi fyrir viðskiptavini Símans. Síminn bætir við fólki nyrðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.