Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 33
UMRÆÐAN
NÚ ER elsku karlinn hann
Davíð hættur blessaðurinn og
helstu fjandvinir hans búnir að
senda honum tóninn með ýmsum
hætti. Álit manna á Davíð var al-
mennt jafn misjafnt og þeir voru
margir en spurningin er þó líklega
bara hvort þeir sem oflofuðu hann
hafi verið honum verri en þeir
sem reyndu að koma „sannleik-
anum“ á framfæri að mati grein-
arhöfunda og jafnframt sýna fram
á hvað Davíð hafi verið vondur.
Einn skemmtilegasti frasinn svona
í lokin var þegar hann var að
pakka niður í flýti, nánast í skjóli
nætur að hann eins og svo margir
einræðisherrar og ódámar í bíó-
myndum reyndi að taka með sér
sem mest af gulli ríkisins á flótt-
anum. Davíð fór þó fínna í þetta.
Hann snarhækkaði eftirlaun sín
með góðum fyrirvara og lét gera
væntanleg ritsörf sín í ellinni
skattfrjáls auk þess að taka með
sér æðsta embætti seðlabankans.
Honum fannst embættið skamm-
arlega lágt launað og lét sam-
stundis hækka laun fyrir það um
27%. Toppgrínari, alltaf leikrænn,
fyndinn og ótrúlega skemmtilegur,
eða hitt þó heldur að mati sumra.
Reyndar þekkir Davíð Oddsson
ekki annað en greiðslur til sín frá
opinberum aðilum þar sem hann
hefur alla tíð verið opinber starfs-
maður ólíkt Geir Hallgrímssyni
sem rak bæði stóra lögmannsstofu
og risafyrirtæki í Reykjavík. Í
samanburði við Geir er Davíð
einskonar þiggjandi sem alltaf
hefur verið á framfæri hins op-
inbera og undir það síðasta
skammtað sér laun sjálfur úr elli-
launapakka ríkisins og æðsta emb-
ætti Seðlabankans. En þetta grín
er ekki aðalatriðið núna. Það sem
er heitast í þessari umræðu eru
mál kvenna í Sjálfstæðisflokknum.
Þær héldu að sinn tími væri kom-
inn þegar Davíð tók völdin á sín-
um tíma. Að þessi nýji aðsópsmikli
draumaprins mundi vippa þeim
upp á stjörnuhimininn eins og
ekkert væri enda þekktur fyrir
kraftmikla framkvæmdasemi sem
konur eru svo hrifnar af. En ekk-
ert gerðist og þær hafa setið og
vonað og vonað. Veik von í hvert
skipti sem Davíð myndaði stjórn.
Þegar Framsóknarflokkurinn fór í
samstarf með Sjálfstæðisflokknum
þá tóku Frammararnir frum-
kvæðið og tefldu fram nokkrum
konum í ráðherraembætti meðan
Sjálfstæðisflokkurinn hafði enga
eða í mesta lagi eina konu sem
ráðherra. Í fyrsta ráðuneyti Dav-
íðs Oddssonar sem var stofnað 30.
apríl 1991 var engin kona frá
Sjálfstæðisflokknum en Jóhanna
Sigurðardóttir frá Alþýðuflokki fé-
lagsmálaráðherra og Rannveig
Guðmundsdóttir tók við af henni
12. nóvember 1994. Í öðru ráðu-
neyti Davíðs Oddssonar sem
stofnað var 23. apríl 1995 var ein
kona, Ingibjörg Pálmadóttir, frá
Framsóknarflokki heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra. Í þriðja
ráðuneyti Davíðs Oddssonar sem
stofnað var 28. maí 1999 voru loks
fjórar konur en aðeins ein frá
Sjálfstæðisflokki en þrjár frá
Framsóknarflokki. Sólveig Péturs-
dóttir dóms- og kirkjumálaráð-
herra frá Sjálfstæðisflokki, Siv
Friðleifsdóttir frá Framsókn-
arflokki umhverfis- og samstarfs-
ráðherra Norðurlanda, Valgerður
Sverrisdóttir frá Framsókn-
arflokki iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra og Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra sem sat til 14. apríl
2001. Fjórða ráðuneyti Davíðs
Oddssonar tók við völdum 23. maí
2003 og var áfram ein kona frá
Sjálfstæðisflokki, Þorgerð-
ur,Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra en tvær konur, þær
Valgerður og Siv, héldu áfram frá
Frammsókn en Sigríður Anna
Þórðardóttir Sjálfstæðisflokki tók
við af Siv 15. september 2004. Það
var í fyrsta skipti undir stjórn
Davíðs Oddssonar
sem tvær sjálfstæð-
iskonur voru ráð-
herrar á sama tíma.
Vá maður. Í öllum
þessum fjórum rík-
isstjórnum sem fóru
með völd á annan
áratug undir stjórn
Davíðs Oddssonar
var engin leið að
leyfa konum í hans
flokki að taka þátt.
Þetta ástand er
slæmt í öðrum
stjórnmálaflokkum
en í Sjálfstæðisflokknum þykir
sjálfsagt að ganga framhjá konum.
Hvað ætli flokkurinn hafi annars
sagt við konurnar til að sannfæra
þær um að þær væru ekki gjald-
gengar í nein valdaembætti? Að
karlarnir í flokknum
vissu allt en þær ekk-
ert? Að sjálfstæð-
iskonur væru verri en
aðrar konur í öðrum
flokkum og ættu því
að þegja þegar aðrir
flokkar opnuðu mörg
ráðherraembætti fyrir
sínar konur? Að þær
væru lágkúrulegir
aumingjar? Maður
bara spyr. Hvað er
það sem fær allar
þessar konur í stærsta
stjórnmálaflokki
landsins til að sætta sig við þessa
kúgun í áratugi og þegja um það?
Eða eru ef til vill engar gjald-
gengar konur í Sjálfstæð-
isflokknum? En það eru ekki bara
konurnar sem eru sniðgengnar af
þessum karlastjórnmálaflokki. Það
eru einnig málaflokkarnir sem
konur eru þekktari fyrir að styðja
frekar en karlarnir, málefni barna,
aldraðra, öryrkja og sjúkra. Þor-
gerður Katrín hefur nú verið kjör-
in varaformaður. Hvort hún
kemmst áfram í einhver frekari
valdaembætti er algerlega óráðið
þó að varaformenn Sjálfstæð-
isflokksins hafi sumir á endanum
fengið þægilega bita, enda „Dav-
íðs“ karlmenn sem Þorgerður
Katrín er væntanlega ekki. Þessi
kvennalágkúrukúltúr Sjálfstæð-
isflokksins er til mikillar nið-
urlægingar fyrir flokkinn og
spurningin hvernig konurnar í
Sjálfstæðisflokknum minnast
Davíðs.
Kvennagullið og
grínarinn Davíð
Sigurður Sigurðsson fjallar
um stjórnmálaferil
Davíðs Oddssonar ’En það eru ekki barakonurnar sem eru
sniðgengnar af þessum
karlastjórnmálaflokki. ‘ Sigurður Sigurðsson
Höfundur er verkfræðingur.