Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FANGABÚÐIR CIA
Bandaríska dagblaðið The Wash-
ington Post sagði frá því í gær, að
bandaríska leyniþjónustan, CIA,
væri með leynilegar fangabúðir í
Austur-Evrópu og víðar og þangað
væru fluttir meintir hryðjuverka-
menn. CIA og Bandaríkjastjórn
neita að tjá sig um þetta en Jimmy
Carter, fyrrverandi Bandaríkja-
forseti, segir Bush-stjórnina fótum
troða þau gildi, sem áður hafi verið
höfð í heiðri í Bandaríkjunum. Tékk-
nesk stjórnvöld segjast hafa hafnað
beiðni Bandaríkjamanna um búðir af
þessu tagi og Ungverjar segja, að
við þá hafi ekki verið rætt. Haft er
eftir heimildum, að Bandaríkja-
mönnum hafi orðið betur ágengt
annars staðar í A-Evrópu.
Leynilegir fangaflutningar
Flugvél með sama kallnúmer og
vél sem erlendir fjölmiðlar hafa
fjallað um í tengslum við leynilega
fangaflutninga bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA fór fimm sinnum
um íslenska lofthelgi á árinu 2003.
Tvisvar var hún á leiðinni til flug-
valla í Austur-Evrópu en þrisvar á
leið til Washington.
VÍS í útrás
Vátryggingafélag Íslands hefur
keypt 54% hlutafjár í breska trygg-
ingafélaginu IGI Group og varð þar
með fyrst íslenskra tryggingafélaga
til að eignast meirihluta í erlendu
tryggingafélagi.
Vímuefnanotkun minnkar
Áfengisdrykkja 9. og 10. bekkinga
grunnskólans heldur áfram að
minnka milli ára samkvæmt nýrri
rannsókn unninni af Rannsóknum
og greiningu. Þar kemur einnig
fram að daglegar reykingar drógust
saman milli áranna 2004 og 2005, en
hassneysla og -fikt stendur í stað.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
VERALDAR“
Ó
lafur G
unnarsson, rithöfundur
„BESTA BÓKVERALDAR“
www.jpv.is
HUGMYND Gísla Jafetssonar um
fleytitíð varð hlutskörpust í hug-
myndasamkeppni Samgönguviku
2005 sem Reykjavíkurborg og Rás 2
efndu til. Afhenti Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, borgarstjóri, Gísla
verðlaunin í gær um leið og hún af-
hjúpaði nýtt göngu- og hjólreiðakort
á gatnamótum göngustígs við
Suðurlandsbraut og Langholtsveg.
Sagði Gísli að hugmynd sín hefði
kviknað þegar hann sat fastur í um-
ferðinni einn morguninn. „Umferð-
armannvirkin eru ekki fullnýtt allan
liðlangan daginn og þá datt mér í
hug að hafa breytilegan vinnutíma
til þess að dreifa álaginu því skól-
arnir byrja allir á sama tíma,“ sagði
Gísli aðspurður um hugmyndina.
Leggur hann því til að skólar og aðr-
ar stofnanir Reykjavíkurborgar
hefji t.d. kennslu á mismunandi tím-
um, því það sé staðreynd að stórum
hluta skólabarna sé ekið í skóla á
hverjum degi. Þá sér hann fyrir sér
að fyrirtæki hafi breytilegan vinnu-
tíma til að gera fólki þetta kleift.
Segir í umsögn dómnefndar að hug-
myndin hafi víðtæk áhrif á umferð-
arálag og umferðarflæði í borginni.
Önnur verðlaun hlaut Hreiðar
Sigtryggsson, skólastjóri Langholts-
skóla, fyrir hugmynd um hjólagrind-
ur við skóla. Sagðist Hreiðar vilja
laga umferðina í kringum skóla með
því að hvetja börn og fullorðna til
þess að koma gangandi eða hjólandi
í skólann þegar færi gefst og eins til
að hægja á og minnka bílaumferð.
Helgi Guðnason hlaut þriðju verð-
laun fyrir hugmynd um sporvagna-
kerfi í Reykjavík. Stungið er upp á
því að á væntanlegri Sundabraut
verði svæði fyrir sporvagn sem
gangi milli Mosfellsbæjar og
Lækjartorgs um Grafarvog.
Alls barst á fimmta tug tillagna
frá hugmyndaríkum borgarbúum og
voru þær afar fjölbreyttar. Sagði
borgarstjóri margar þeirra nú þegar
komnar í farveg hjá borginni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hreiðar Sigtryggsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Gísli Jafetsson og Helgi Guðnason við afhendingu
verðlauna í hugmyndasamkeppni Samgönguviku 2005. Rúmlega 40 fjölbreyttar hugmyndir bárust í keppnina.
Fleytitíð liðki fyrir samgöngum
LÖGREGLUMENN frá embætti
lögreglustjórans á Seyðisfirði gerðu
í síðustu viku húsleit í nokkrum
vinnubústöðum við Kárahnjúka, í
samstarfi við og eftir ábendingum
frá verktakafyrirtækinu Impregilo.
Við leit í einum skálanum fannst um-
talsvert magn af fíkniefnum, eða 100
grömm af ætluðu hassi í sölupakkn-
ingum, sem talið er að tilheyri starfs-
manni fyrirtækisins. Starfsmaður-
inn var í fríi en var handtekinn á
Egilsstöðum sl. þriðjudag. Þá var
hann með tæp 300 grömm af ætluðu
hassi í fórum sínum sem einnig var í
sölupakkningum. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu frá lögreglustjór-
anum á Seyðisfirði. Þar kemur jafn-
framt fram að hinn handtekni hafi
verið í yfirheyrslum bæði þriðjudag
og miðvikudag, en krafist hefur verið
farbanns yfir honum. Við aðgerðir
við Kárahnjúka í síðustu viku naut
lögreglan aðstoðar lögreglumanns
með fíkniefnahund.
Í yfirlýsingu sem Impregilo sendi
frá sér, er ítrekað að stefna fyrirtæk-
isins kveði skýrt á um að fíkniefna-
notkun starfsmanna sé ekki liðin.
Verði starfsmenn uppvísir að neyslu
fíkniefna er það brottrekstrarsök.
Fram kemur, að á þeim rúmu
tveimur árum, sem Impregilo hafi
starfað á Íslandi, hafi samstarf fé-
lagsins við lögregluyfirvöld verið
gott. Vakni grunur innan fyrirtæk-
isins um að starfsmenn brjóti lands-
lög sé lögreglan skilyrðislaust kvödd
á staðinn. Segist Impregilo fagna ár-
angri samstarfsins við yfirvöld, jafn-
framt því að harmað er að grunur
leiki á að starfsmaður félagsins hafi
brotið lög með jafn vítaverðum hætti
og hér sýnist.
Hald lagt á fíkniefni
við Kárahnjúka
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands hefur lýst
yfir miklum vonbrigðum með viðbrögð atvinnurek-
enda og ríkisstjórnar við áherslum ASÍ til lausnar
á þeirri stöðu sem er í viðræðum um endurskoðun
kjarasamninga.
Fulltrúar ASÍ áttu í gærmorgun fund með
þremur ráðherrum ríkisstjórnarinnar og kváðust
þeir ekki ánægðir með niðurstöðu þess fundar. Á
fundi miðstjórnar var rætt um stöðuna í viðræðum
við atvinnurekendur og ríkisstjórn vegna endur-
skoðunar kjarasamninga. Miðstjórnarmenn lýstu
þar yfir miklum vonbrigðum með viðbrögð at-
vinnurekenda og ríkisstjórnar við áherslum ASÍ til
lausnar á þeirri stöðu sem er í viðræðum um end-
urskoðun kjarasamninga.
Á fundi ASÍ með fulltrúum ríkisstjórnarinnar
var rætt um áherslur verkalýðshreyfingarinnar í
endurskoðun kjarasamninga. Að sögn Gylfa Arn-
björnssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusambands
Íslands, eru línur að skýrast í viðræðunum. Farið
var opinskátt yfir stöðuna, vilja og sjónarmið við-
ræðuaðila.
Þann 15. nóvember næstkomandi þarf viðræðu-
nefnd sem metur forsendur kjarasamninga að
skila niðurstöðu um hvort forsendur teljist hafa
staðist eða ekki. Segir Gylfi að ljóst sé að forsendur
kjarasamninga hafi ekki staðist en ákvæði sé um
að hægt sé að semja um frávikin. Ef ekki næst
samkomulag þar um öðlast aðildarfélögin heimild
til að segja upp kjarasamningum.
Enn skortir verulega á samstarfsvilja
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ segir í samtali
við Morgunblaðið að SA og ríkisstjórninni hafi ver-
ið gerð grein fyrir stöðu mála eins og hún snýr að
Alþýðusambandinu. „Miðstjórnin mat stöðuna í
viðræðunum við atvinnurekendur og ríkisstjórn og
er þeirrar skoðunar að verði ekki breyting á þeirri
stöðu blasi við að reyna á uppsagnarákvæðið,“ seg-
ir Grétar. „Við höfum hins vegar enn tíma til fimm-
tánda nóvember til að semja um þessi mál. Samn-
ingsaðilar gengu út frá því við samningsgerðina að
verðbólga yrði um 2,5 prósent, en raunin er allt
önnur í dag. Það eru engar deilur meðal samnings-
aðila um það. Viðfangsefnið er að brúa þetta bil og
til þess þurfa bæði SA og ríkisstjórnin að mæta til
leiks með efni í þá brúargerð, en enn skortir veru-
lega á það. Ef menn ná ekki endum saman reynir á
uppsagnarákvæðið í kjarasamningunum.“
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs
Ásgrímssonar, forsætisráðherra, segir að ríkis-
stjórnin eigi einnig viðræðufundi með fulltrúum at-
vinnulífsins og áfram verði rætt við þessa aðila á
næstunni.
Miðstjórn ASÍ ósátt við viðbrögð ríkisstjórnar og atvinnurekenda
Stefnir í uppsögn samninga
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
fimm manns á aldrinum 16 til 26
ára fyrir frelsissviptingu og rán
þegar starfsmanni Bónuss á Sel-
tjarnarnesi var rænt, stungið í skott
á bíl og ekið að hraðbanka og
neyddur til að taka út 33 þúsund kr.
og afhenda ákærðu. Þeir eru líka
ákærðir fyrir að berja fórnar-
lambið og nota ræsibyssu við ránið.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær og neita þrír
piltanna alfarið sök en tveir játa
sök að hluta. Aðalmeðferð hefst 21.
nóvember.
Ákærðir fyrir að
ræna starfsmanni
EKIÐ var á eldri konu fyrir utan
verslun á Akranesi í gærdag, en
mikil umferð var á svæðinu og
gekk konan í veg fyrir bifreið. Að
sögn lögreglunnar er ekki vitað
nánar um meiðsl hennar en hún var
meðvitundarlítil þegar lögreglu
bar að. Konan var flutt á sjúkra-
húsið á Akranesi til aðhlynningar.
Ekið á eldri konu
á Akranesi
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 32
Úr verinu 14 Umræðan 32/40
Erlent 16/19 Bréf 39/40
Minn staður 20 Minningar 41/43
Höfuðborgin 22 Myndasögur 48
Akureyri 22 Dagbók 48/51
Suðurnes 24 Staður og stund 50
Landið 24 Leikhús 52
Menning 25, 54/57 Bíó 54/57
Daglegt líf 26/27 Ljósvakamiðlar 58
Neytendur 28/29 Veður 59
Forystugrein 30 Staksteinar 59
* * *
TÓLF kindur drápust þegar ekið
var á þær við bæinn Eyjanes í
Hrútafirði á þriðjudagskvöld.
Vörubíll mun hafa ekið á fjórar
kindur í fyrra skiptið og jeppi á
átta kindur í síðara skiptið. Talið er
að jafnvel hafi fleiri kindur drepist,
kindur sem hlupu særðar út í
myrkrið, en málið er í athugun hjá
lögreglunni á Blönduósi.
Ekið á 12 kindur
í Hrútafirði