Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 25 MENNING STOPPLEIKHÓPURINN frum- sýnir í dag nýja leikgerð Eggerts Kaaber og Katrínar Þorkelsdóttur á sögu Herdísar Egilsdóttur um Siggu og skessuna í fjallinu. „Leikritið byggist á fyrstu bókinni, þegar Sigga og skessan kynnast, og verða vinir,“ segir Eggert. Bækur Herdísar um vinkonurnar tvær eru íslenskum börnum vel kunnar, en í vetur er von á fleiri sög- um um þær af hendi Herdísar, að sögn Eggerts. Í leikritinu kynnast Sigga og skessan, og þegar þær eru orðnar vinkonur býður Sigga skessunni með sér í afmæli. „Þar eiga þær saman skemmti- legar stundir – bæði fyrir og eftir af- mælið.“ Sýningin er ætluð yngstu börn- unum, frá 1–8 ára, og er ferðasýn- ing. „Hún er hönnuð þannig að hún komist inn í minnstu rýmin, þannig að segja má að þetta sé lítil og sæt barnaskóla- og leikskólasýning, með björtum litum í ævintýrastíl,“ segir Eggert. Frumsýningin verður í dag kl. 14 í Leikskóla KFUM og K við Holta- veg, en þaðan fer sýningin út um allt, að sögn Eggerts. Brúður og grímur skipa stóran þátt í sýningunni, en þær skapaði Katrín Þorvaldsdóttir, brúðu- og grímugerðarkona, og hún leikstýrir jafnframt brúðu- og grímuleik. Sigga er brúða, sem Katrín Þorkels- dóttir stjórnar, en skessan er hálf- gríma og túlkar Eggert Kaaber skessuna. Katrín hannaði líka bún- inga og aðstoðaði hópinn við gerð leikmyndar. Stoppleikhópurinn fékk liðsauka frá skapara þeirra vinkvenna, Her- dísi, sem samdi tvo söngtexta fyrir verkið, við lög eftir leikstjórann, Valgeir Skagfjörð. Sagan um Siggu og skessuna í fjallinu er sígild, og fjallar um vin- áttuna. „Hún segir okkur að það sé í lagi að vera öðruvísi, hvort sem mað- ur er lítill eða stór, feitur eða mjór, fallegur í framan eða ekki. Það getur oft verið stutt í einelti þegar einhver leyfir sér að vera öðru vísi, og ég er hræddur um að fullorðnir geti líka dregið lærdóm af sögunni um þær vinkonurnar. Sagan er afskaplega falleg, það er mikill kærleikur í henni og skessan er með stórt hjarta. Þótt hún sé stór, er hún bara barn eins og Sigga, og við reynum að hafa stórt hjarta í sýningunni.“ Þetta er í fyrsta sinn sem sögur Herdísar um Siggu og skessuna í fjallinu komast á leiksvið, en áður hafa verið gerðar sjónvarpsútgáfur af þeim. Stoppleikhópurinn fagnar tíu ára afmæli í vetur og eftir áramót verð- ur frumsýnt nýtt verk eftir Árna Ibsen. Leiklist | Sigga og skessan í fjallinu hjá Stoppleikhópnum Sýning með stórt hjarta Morgunblaðið/Kristinn Það er í lagi að vera öðruvísi. Vinkonurnar Sigga og skessan í fjallinu. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is TENGLAR .............................................. http://www.stoppleikhopurinn.com eftir Herdísi Egilsdóttur. Leikgerð: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Brúður, búningar og leikmynd: Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist: Valgeir Skagfjörð. Söngtextar: Herdís Egilsdóttir Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Sigga og skessan í fjallinu Í FYRRA var stofnaður í Alsace og Moselle í Frakklandi félagsskapurinn IAMI-DEFIS. Það var Íslandsvinurinn Catherine Ulrich sem var hvatamaður að því, en markmið fé- lagsins er að stuðla að auknum samskiptum Frakka og Íslendinga. Ætlunin er að félagið aðstoði við undirbúning á fundum, nám- skeiðum, námsferðum, ráðstefnum, kvik- myndatöku, myndbanda- og hljómdiskagerð, sögu á geisla- og mynddiskum, heimsóknum og sölu heimilisiðnaðar. Markmið félagsins er einnig að stuðla að ýmiss konar viðskiptum, menningar- og list- viðburðum hvers konar. Í félaginu eru um 100 manns. Fyrsta verkefni IAMI-DEFIS er vegleg Íslandskynning, sem hefst í Strassborg í dag. Um er að ræða tvær sýningar. Önnur þeirra, Islande forces de la terre, forces de’lesprit, eða Ísland, orka jarðar og orka hugans, verð- ur í stórum sýningarsal í Hotel du Départ- ment, sem er í Ráðhúsi Strassborgar. Þar verður sýndur hvers konar listiðnaður, til dæmis glervara, keramik, textíl, prjónles, skúlptúr og fleira. Á veggjum verður fjöldi ljósmynda eftir Rafn Hafnfjörð, auk stöð- ugrar litskyggnusýningar. Í sýningarsalnum Painters Gallery á Sofitel-hótelinu verður svo sýning á íslenskri myndlist, aðallega málverkum. Þar mun Catherine Ulrich halda fyrirlestra um nátt- úru Íslands og menningu. Gert er ráð fyrir að mikið verði fjallað um Ísland í flestum fjölmiðlum borgarinnar með- an á sýningunum stendur, og eru vonir bundnar við að kynningin muni auka mark- aðsstöðu Íslands sem ferðamannalands í Frakklandi. Meðal þeirra sem eiga verk á sýningunum í Strassborg eru: Rafn Hafnfjörð, Hjördís Hafnfjörð, Soffía Sæmundsdóttir, Jónas Bragi Jónasson, Anna Sigríður Sigurjóns- dóttir, Guðrún Benedikta Elíasdóttir, Ingi- mar Waage, Steinunn Marteinsdóttir, Freyja Ögmundsdóttir, Helga Kristmunds- dóttir og Katrín Helga Ágústsdóttir, en meðal verka verða einnig Gríma eftir Sig- urjón Ólafsson og afsteypa af Öldu aldanna eftir Einar Jónsson. Catherine Ulrich var í gær í óða önn að vinna að uppsetningu sýninganna ásamt ís- lensku listamönnunum. „Þetta er mjög spennandi, og það gleður mig mjög að sendi- herrann ykkar hér, Tómas Ingi Olrich, skuli koma hingað til að opna sýningarnar. Ég elska allt sem íslenskt er og hef mjög gaman af að skipuleggja þetta.“ Catherine kom fyrst til Íslands árið 1992 og heillaðist svo af landi og þjóð að síðan hefur hún komið hingað 27 sinnum og oft með fjölda manns með sér, enda hefur hún haldið marga fyrirlestra ytra um Ísland og skipulagt hópferðir hingað. Hún er tónlistar- kennari að mennt og hefur stjórnað hljóm- sveitum og kórum víða um Evrópu. Fyrir þau störf hefur hún hlotið viðurkenningar og verðlaun. Hún hefur leikið í nokkrum ís- lenskum kirkjum, meðal annars á Selfossi í Heimaey og í Árbæ. Rafn Hafnfjörð tók í sama streng og Catherine, og sagði mikla tilhlökkun og spennu í undirbúningi sýninganna. Hann sagði þær vera að verða mjög „bólgnar“ og umfangsmiklar. „Það voru sjónvarpsmenn hér í dag að fylgjast með undirbúningnum, og ég sé ekki betur en að þetta verði fyrsta flokks land- kynning.“ Menning | Vegleg Íslandskynning opnuð í tveimur sýningarsölum í Strassborg í Frakklandi í dag Ég elska allt sem íslenskt er Catherine Ulrich, sem hér sést í íslenskri fífu- brekku, hefur komið 27 sinnum til landsins frá 1992 er hún kom hingað fyrst. Hún stend- ur nú fyrir Íslandskynningu í Strassborg. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SÍÐASTLIÐINN sunnudag skrifaði ég umfjöllun um verk Harðar Ágústssonar í Safni þar sem ég fjallaði í stuttu máli um þróun kon- kretlistar til op listar eða bliklistar. Er nú við hæfi að nefna verk Harðar og konkretlistina á ný í samhengi við sýningu Þórs Vigfússonar í Galleríi i8. Þór er öllu yngri listamaður en Hörður og tilheyrir póstmódern- kynslóðinni sem kemur fram á sjón- arsviðið í kjölfar Nýja málverksins á níunda áratug síðustu aldar sem leit- uðu í smiðju mínimalismans, sem er annað afsprengi konkretlistarinnar en op listin sem ég fjallaði um í greininni um Hörð. Undanfarin ár hefur Þór sýnt verk þar sem hann skeytir saman lit- uðu gleri og/eða plexigleri sem varp- ar spegilmynd umhverfis og sýnir þar af leiðandi óáþreifanlegt rými. Í i8 sjáum við ný verk eftir listamann- inn. Einingar af lituðum „formica“ renningum eða plötum sem lista- maðurinn raðar saman á vegg. Má tengja efnisnotkunina við Richard Artschwager sem er kunnur innan mínimalismans fyrir að brúka „formica“ í myndir og skúlptúra. Notar Artschwager „formica“aftur á móti sem „falskt“ efni, þ.e. efni sem lítur út eins og viður, á meðan Þór notar það eingöngu sem litafleti og af þeim sökum þykir mér ástæða til að minnast á sýninguna á verkum Harðar Ágústssonar í Safni, því líkt og litböndin sem Hörður notar þá eru „formica“ plöturnar tilbúið efni sem hægt er að raða saman og skapa þannig mynd. Þór leggur þó ekki áherslu á myndbyggingu eins og Hörður og samtímamenn hans gerðu jafnan. Hrynjandi á milli lita er samstilltur. Þ.e. að taktfastur litaskalinn skapar jafnvægi í myndunum en ekki tengsl á milli forma. Hleður Þór síðan plöt- urnar nálægt gólfi og lofti svo maður fær tilfinningu fyrir rýminu um- hverfis þær. Minnir aðferðin dálítið á Íslandsvininn Donald Judd, heit- inn, sem var lykilmaður í stefnumót- un mínimalismans. En hann setti gjarnan saman einingar til að skapa skúlptúr í rými. Þá liggur einhver einkennilegur Ikea-keimur yfir þessari sýningu Þórs þar sem að allt er fyrirfram tilbúið og síðan raðað saman inn í listrýmið eins og þegar maður kaup- ir borð eða hillur frá Ikea. Eru það þessi Ikea-áhrif sem vekja áhuga minn hvað mest því án þeirra er fátt annað að hafa en viðtekinn og vel út- færðan arketónískan mínimalisma, sem í sjálfu sér er í góðu lagi, en hann þarf samt á einhverri viðbót að halda til að virka lifandi, einhverri tvíræðu sem vekur forvitni eða óvissu. Slíka tvíræðni má finna á sýningu Þórs Vigfússonar. Annars vegar vegna þess hve hún vegur salt á milli tvívíðrar og þrívíðrar nálg- unar, málverks og skúlptúrs, og hins vegar vegna tilvísunar í iðnað og framleiðslu. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á iðnhönnun samtímans og konkretlistin. Eru fyrirtæki á borð við Ikea einmitt sprottin út frá þess háttar hugmyndafræði og er því áhugavert að sjá þau hafa svo aftur áhrif inn í listina. Morgunblaðið/Kristinn Frá sýningu Þórs Vigfússonar í i8. Ikea-áhrifin MYNDLIST Gallerí i8 Opið miðvikudaga til föstudaga frá 11– 17 og laugardaga frá 13–17. Sýningu lýkur 23. desember. Þór Vigfússon Jón B.K. Ransu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.