Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 51 MENNING Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handavinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Boccia kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30. Leikfimi kl. 11. Myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Söngur kl. 14, Lýð- ur Benediktsson mætir með harmón- ikkuna. Tungubrjótar koma í heimsókn kl. 15. Skráning á Halldór í Hollywood. Fastir liðir. Sími: 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Útskurðar- og út- sögnarnámskeið í smíðastofu grunn- skólans á fimmtudögum kl. 15.30– 18.30. Áhöld og viður til að skera út á staðnum. Kennari Friðgeir H. Guð- mundsson. Sperrileggirnir ganga sam- an, með eða án stafa, þriðjudags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 10–11. Mæt- ing fyrir framan Bessann og molasopi þar eftir göngu. Allir 60 ára og eldri velkomnir í hópinn. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu, sími 565 1831. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Aðventuferð eldri borgara til Kaupmannahafnar. Síðustu forvöð eru nú að skrá sig í ferð 4.–7. desember á vegum Emils Guðmundssonar og Fé- laga eldri borgara í Kópavogi og Sel- fossi. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá félagsmiðstöðvunum. Einnig hjá Kolbeini Inga s: 482 2002/ 697 8855 eða Þráni s: 554 0999. Greiða þarf ferðina fyrir 4. nóvember. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Árshátíð félagsins á morg- un, föstudaginn 4. nóv., miðar seldir á skrifstofu félagsins. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Bridsdeild FEBK í Gull- smára spilar alla mánu– og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Spil hefst kl. 13. Kaffi og meðlæti fáanlegt í spilahléi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gler- skurður kl. 9, ullarþæfing og perlur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi kl. 9.45, karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Handavinnuhorn kl. 13 í Garðabergi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 20. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsjón sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kl. 12.30 vinnustofur opnar m.a. myndlist og fjölbreytt föndurgerð. Kl. 13.30 leggur Gerðubergskór af stað í heimsókn í „opið hús“ í Laugarneskirkju. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Hand- mennt almenn, kaffiveitingar og bingó kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, leikfimi kl. 11.20, glerbræðsla kl. 13.30 og bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Fé- lagsvist kl. 13.30, góðir vinningar, kaffi og nýbakað. Böðun fyrir hádegi. Fóta- aðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Sönghópur kl. 13.30. Siffi mætir. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30. Kvenfélagið Hrönn | Jólapakkafundur fimmtudaginn 3. nóv. kl. 20 í Borg- artúni 22, 3. hæð. Sjáumst sem flest- ar. Stjórnin. Laugardalshópurinn í Laugardalshöll | Leikfimi í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 leir, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 11.30 bæn- arstund, kl. 13–16.30 leir, kl. 9 smíði. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátúni 12. Skák í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl 9 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl 9 Boccia. Kl 9:15 að- stoð v/böðun. Kl 9:15 handavinna. Kl 10:15 Spænska. Kl 11:45 hádegisverður. Kl 13 Leikfimi. Kl 13 kóræfing, gler- bræðsla. Kl 14:30 Kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Helgistund verður kl. 10.30, í umsjón séra Karls Matthías- sonar. Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík syngur við undirleik Kristína K. Szklenar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30–12.30. Bókband og pennasaum- ur kl. 9–13, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðsla og fótaað- gerðarstofur opnar, handmennt alm. kl. 13–16.30, glerskurður kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Sr. Birgir Snæbjörnsson les úr nýrri bók sinni. Stúlknakór Ak- ureyrarkirkju syngur. Kaffiveitingar og tónlist. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Lof- gjörð kl. 21. Árbæjarkirkja | Starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla kl. 16. Söng- ur, sögur, helgistund og leikir. Áskirkja | Opið hús kl. 14–17. Sam- söngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Klúbbur 8 til 9 ára barna. Spilafundur kl. 17–18 í dag. Allir mega koma með spil. Foreldrum er boðið til samveru með börn sín í safnaðarheim- ili II, kl. 10–12. Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Lesið er úr Galatabréfinu og efni þess útskýrt. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 á neðri hæð, kl. 11.15 leikfimi I.A.K. Bænastund kl. 12.10, barnastarf 6 9 ára kl. 17–18, á neðri hæð. Unglinga- starf kl. 19.3021.30, á neðri hæð. Dómkirkjan | Opið hús í Safn- aðarheimilinu kl. 14–16. Kaffi og með- læti. Fella- og Hólakirkja | Samverustund í Gerðubergi í umsjá presta og djákna Fella– og Hólakirkju kl. 10.30. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund í hádeginu á fimmtudög- um kl. 12.15. Tónlistin er vel fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmis konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10–12 ára á fimmtudögum í Húsaskóla kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 19. Hversdagsmessur eru sérstaklega ætlaðar fólki í önnum dagsins. Áhersla er lögð á létta og aðgengilega tónlist. Í hverri guðsþjónustu er altarisganga. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Vinafundir í Setrinu kl. 14. Umsjón sr. Tómas og Þórdís þjón- ustufulltrúi. Á vinafundum hjálpast fólk við að vekja upp gamlar og góðar minningar. Kaffi á eftir. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára börn, hittast í Hjallakirkju kl. 16.30– 17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara er kl. 15. Við syngj- um saman, biðjum og svo er hugleið- ing. Á eftir er kaffi og með því. Keflavíkurkirkja | Upplýsinga og kynningarfundur með foreldrum ferm- ingarbarna í Kirkjulundi kl. 20.30. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM fim. 3. nóv. kl. 20 á Holtavegi. „Mis- munandi trúarbrögð“. Gunnar J. Gunnarsson lektor sér um efnið. Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson hefur hug- leiðingu. Allir karlmenn eru velkomnir. Langholtskirkja | Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10 – 12. Ingibjörg Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur, fjallar um líðan mæðra eftir fæðingu. Kaffisopi, spjall og söngstund fyrir börnin. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund í hádegi. Að samveru lokinni bíður málsverður í safnaðarheimilinu á kostnaðarverði. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Gerðubergskórinn skemmtir og syngur. Kaffiveitingar í umsjá þjón- ustuhópsins og kirkjuvarðar. Sr. Bjarni stýrir samverunni. Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12.05. Opinn vettvangur þeirra sem glíma við sorg og missi og vilja vinna úr áföllum sínum. Þar kemur fólk saman til að tjá sig eða hlusta á aðra. Prestar kirkj- unnar leiða fundina til skiptis. Óháði söfnuðurinn | 12 sporin – and- legt ferðalag kl. 19–21. Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðs- félagi Selfosskirkju í Safnaðarheim- ilinu kl. 19.30 í kvöld. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos ÞAÐ liggur í hlutarins eðli, að eftir því sem viðfangsefnið er kunnara, því meir beinist aðalathygli hlust- enda að flytjandanum. Sérstaklega á það við hefðbundna klassíska einsöngstónleika þar sem kunn- ustu verkefnin verða smám saman að viðteknum mælistikum. Svo var einnig á aðeins miðlungi vel sóttum tónleikum Ólafs Kjart- ans Sigurðarsonar og Vovku Ashkenazy í Íslenzku óperunni á mánudagskvöld. Því þó að dag- skráin væri í sjálfu sér fjölbreytt, voru atriðin á hinn bóginn flest vel þekkt og að auki góðkunnug úr fyrri dagskrám söngvarans. Ferskasti þátturinn að þessu sinni var því píanóleikur Vovku Ashkenazys, enda fremur sjald- heyrður hérlendis, hvað þá í undir- leikshlutverki. Og ekki þarf að tví- nóna frekar við að nefna, að slíkan undirleik hafði maður afar sjaldan heyrt á þessu landi. Í fyrstu hefði mátt ímynda sér að píanistinn væri haldinn allt að því sjálfseyðandi hlédrægni, því hljómstyrkurinn var oft mörgum gráðum neðar en maður á að venjast hjá jafnvel fín- legustu ljóðasöngsspilurum. En smám saman – ekki sízt fyrir hvað maðurinn gaf sér oft ríflegan tíma í yfirveguðum en samt lús- fylgnum leik sínum – rann upp fyr- ir áheyrandanum að allt hlyti að vera með ráðum gert. Því þó að stundum lægi við að hljómborðs- lyklarnar bifuðust fremur undan andardrætti en áslætti, þá heyrðist ávallt í slaghörpunni. Sama hvað söngvarinn gaf mikið í, og hefði þó iðulega dugað til að stútfylla marg- falt stærri sal. Eins og fyrr var að ýjað, tæki varla að tíunda einstök verk, enda stóð þessutan fátt afgerandi upp úr í að jafnaði ljómandi góðri túlk- un þeirra félaga. Helzt má segja að undirrituðum létti talsvert frá síð- ustu reynslu af Ólafi Kjartani, því áður hálfsárar toppnóturnar voru nú mun óþvingaðri. Skal engum getum að leitt hvort kverka- slæmska hafi komið við sögu í fyrra skiptið, eða markviss æfing í seinna. En hitt er víst að söngv- arinn virtist nú í áberandi betra formi. Og ólíkt allt of mörgum öðrum yngri söngvurum var ekki hægt að væna hann um daufa textatúlkun. Hvort sem fjallað var um ást- arkvöl, heift, alsæld eða þórð- argleði – allt skein það út úr víð- feðmu tjáningunni, jafnt heyranlega sem sjáanlega. Oftast við fyrirmyndarskýran framburð, jafnt á íslenzku sem á ítölsku, frönsku, þýzku eða rússnesku. Helzt saknaði maður fleiri dæma til tilbreytingar um hlýja brjóst- tónasönginn sem Ólafur átti fyrr- um svo auðvelt með, þangað til stjörnustríðskraftur óperusviðsins ýtti þeim kosti til hliðar fyrir hálf- um áratug. Sem sagt er úr vöndu að velja hvað hrifið hafi mest. En til að nefna eitthvað mætti meðal ís- lenzku laganna minnast á Hamra- borgina óbrotgjörnu, Í fjarlægð og Ég lít í anda liðna tíð, þar sem tvö seinni komust hvað næst brjóst- tónahlýju fyrri ára. Non più andrai Fígaró-greifans var eld- hress herhvöt, drykkjusöngur Ravels úr Don Kíkóta-söngvarenn- unni sætkerskinn, og túlk- unarbreiddin fór út á víðasta völl í þrennu Jóns Þórarinssonar, „Of Love and Death“, með hámarki í My Friend. Athygliverða sléttsöngsmótun mátti heyra í Op. 6,4 Tsjækovsk- íjs, og í tveim þekktari lögum Rússans, Söngi Mignon og Kvöld- lokku Don Zhuana, flæddi ljóð- rænan sem smér af vörum við bók- staflega bráðnaðan píanóleik Vovku í fyrra og glettna fingrafimi í seinna laginu. Kallaði það að von- um á aukalag, Fuglafangarasöng Papagenós við gáskafull pan- flautuinnskot söngvarans. Lauk þar með skemmtilegum tónleikum á laufléttum alþýðunótum við af- bragðsgóðar undirtektir. Af krafti og mýkt TÓNLIST Íslenzka óperan Sönglög og aríur eftir íslensk og erlend tónskáld. Ólafur Kjartan Sigurðarson bassabarýton og Vovka Stefán Ashken- azy píanó. Mánudaginn 31. október kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Í DRAUMI gera fæstir sér grein fyrir að vera ekki vakandi. Draum- urinn virðist vera veruleikinn allt þar til svefninum lýkur. En hvað með það sem við upplifum í vöku? Er veruleikinn sá sem hann sýnist? Sjö ára dóttir mín spyr mig stund- um hvort við séum hugsanlega sögupersónur í bók sem einhver annar er að lesa. Þá segi ég henni að ég hafi lesið einhverntímann að ýmsar vísbendingar séu um að við séum inni í risastóru tölvuforriti. Veruleikinn sé hugsanlega bara sýndarveruleiki og að við séum per- sónurnar í tölvuleik. Hver spilar þá leikinn? Guð? Draumurinn var að mestu leyti viðfangsefni Hönnu Dóru Sturlu- dóttur sópran og Kurt Kopecky píanóleikara á hádegistónleikum í Íslensku óperunni á þriðjudaginn. Á efnisskránni voru lögin Ein Traum (Draumur) eftir Grieg, Var det en dröm? (Var það draumur?) eftir Sibelius og annað í þeim dúr. Skemmst er frá því að segja að frammistaða söngkonunnar var með miklum ágætum; rödd hennar var þétt og hljómfögur, tæknin örugg og túlkunin sannfærandi. Lagið eftir Grieg var tilfinn- ingaþrungið og gætt áhrifaríkri stígandi sem naut fullkomins stuðn- ings píanóleikarans og er sömu sögu að segja um annað á efnis- skránni. Með tveimur undantekn- ingum: Tvær aríur eftir Wagner og Verdi hefðu þurft kraftmeiri píanó- bassa; leikur Kopeckys var vissu- lega fallegur og nákvæmur, en of fíngerður fyrir hljómburðinn í Gamla bíói, sem er of þurr til að flygillinn njóti sín almennilega, sér- staklega þegar hann á að vera í hlutverki heillar hljómsveitar. Fyrir utan þetta voru tónleikarn- ir skemmtilegir og ég verð að segja að hádegistónleikar Íslensku óper- unnar eru yfirleitt alltaf kærkom- inn flótti frá veruleikanum; það er einstaklega ljúft að hverfa frá ann- ríkinu stutta stund í hádeginu og njóta skáldskapar og tónlistar í dimmunni í Gamla bíói. Burtséð frá því hvort veruleikinn sé draumur eða ekki þá hafa margar rann- sóknir sýnt fram á að draumar eru nauðsynlegir; án þeirra myndum við missa vitið. Ég hef líka heyrt að listiðkun og menningarstarfsemi sé draumar samfélagsins, að fólk þurfi að njóta listar í einhverri mynd ef grár hversdagsleikinn eigi ekki að gera alla vitlausa. Hvernig væri líf- ið án tónlistar? Varla svo eftirsókn- arvert. Er lífið draumur? TÓNLIST Íslenska óperan Hanna Dóra Sturludóttir og Kurt Kopecky fluttu Traum eftir Grieg, Var det en dröm? eftir Sibelius, Träume eftir Wagner, Ein- sam in trüben Tagen úr Lohengrin eftir Wagner og Salce úr Otello eftir Verdi. Þriðjudagur 1. nóvember. Söngtónleikar Jónas Sen Fréttir á SMS DAGBÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.