Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 34
REYKVÍKINGAR eiga rétt á borg án biðlista. Börn eiga rétt á leikskólaplássi. Fólk á rétt á lóðum undir hús. Lands- menn allir eiga rétt á búsetu í höfuðborg- inni sinni. Eldra fólk á rétt á mannsæm- andi aðstæðum á ævi- kvöldinu þegar langur starfsdagur er að baki. Þess vegna þurfum við borg án biðlista. Þess vegna þurfa sjálfstæðismenn að koma vinstriflokk- unum frá völdum í Reykjavík og hefjast tafarlaust handa að loknum borgarstjórn- arkosningum næsta vor. Það bíða okkar margir biðlistar sem þarf að stytta og helst eyða að fullu. Einn þeirra er reyndar þeirrar náttúru að hann eyðir flestum hinna. Það er biðlisti brýnna verk- efna sem sjálfstæðismenn hafa lagt til að ráðist verði í en R-lista flokk- arnir kerfisbundið stungið undir stól. Málefnaleg stjórnarandstaða sjálfstæðismanna og þróttmikil stefnumótunarvinna á undanförnum árum hefur hlaðið upp löngum verkefnalista – enn einum alltof löngum biðlista í borg- inni. Við þurfum að ráðast á þessa biðlista taf- arlaust. Fyrsta skrefið stíga sjálfstæðismenn um helgina í prófkjöri sínu með því að samein- ast um öfluga frambjóð- endur sem líklegir eru til afreka við stjórnvöl borgarinnar. Næsta skref okkar snýst um vandaðan undirbúning kosninganna næsta vor. Í því stóra skrefi þurf- um við á stuðningi meirihluta borgarbúa að halda. Með stuðningi sínum við Sjálfstæð- isflokkinn leggja þeir langþráðan grunn að borg án biðlista eins fljótt og auðið er. Borg án biðlista Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Prófkjör Reykjavík Höfundur er oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins og frambjóðandi í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. ’Það bíða okkarmargir biðlistar sem þarf að stytta og helst eyða að fullu. ‘ 34 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HIN íslenska útrás færir okkur heim sanninn um að hægt er að ná miklum árangri með miklum pen- ingum, ef menn hafa yfirhöfuð vit á þeim. En margur verður af aurum api. Nú stendur sem hæst íslensk innrás í Kópavogi. Þar er farið með peninga eins og skít. Eigendur hesthúsa koma út úr þeim og mæta mönn- um í jakkafötum með hjólbörur fullar af pen- ingum. Þeir jakka- klæddu telja sig geta keypt það sem þeim sýnist, þar á meðal bæjaryfirvöld. Fullar hjólbörur af peningum geta verið ágætasta mál. En und- ir peningahrúgunni eru afsöl hesthúsanna og áætlanir um hvernig megi byggja sem allra stærstar blokkir þegar búið verður að brjóta þau nið- ur. Arðinn á sjálfsagt að flytja burt í flutningabílum. Gunnar Birgisson bæjarstjóri stendur eins og bjarg í straumnum. Hann staðfestir að samningur hestamanna um landið er til ársins 2038 og segir ekki koma til greina að hreyfa við honum. En skrið- drekar Mammons malla áfram í lágadrifinu um hesthúsahverfið. Grímuklæddir peningamenn eru við stýrið og kaupa fleiri hesthús. Mér er sagt að þeir eigi nú meðal annars flest af húsunum 6 sem rætt er um að víki fyrir Arnarnesvegi. Hvort það er Kópavogur, Garðabær eða Vegagerðin sem kaupa þyrftu þau hús undir veginn gildir einu, pen- ingamennirnir munu setja á þau verðið og skapa sér vígstöðu. Íslenskir frístund- ariddarar hafa stillt upp brynjulausum hestum sínum í þessu stríði. Hestamanna- félagið Gustur hefur keypt fjórar hest- húsaeiningar með for- kaupsrétti, enda við- semjandi bæjarins um landið sem húsin standa á. En verðið er ákveðið af hinum óboðnu gestum. Og það eru takmörk fyrir hve mörg hús hestamannafélag get- ur keypt. Landsvæðið í Glaðheimum er mikils virði. Í Glaðheimum standa þegar nýjar og glæsilegar fast- eignir, reiðhöll Gusts og fjöldi nýrra hesthúsa. Áætlanir eru uppi um að fegra og stækka gömlu húsin. Hestamenn vinna nú gott starf með heilbrigðisnefnd bæjarins. Heil- brigð íþrótta- og útivistarstarfsemi getur notið sín í sambýli og sátt við íbúa í nágrenninu. Bærinn þarf að vísu að herða sig þar sem mætast götur og reiðstígar, svo ekki verði slys. Peningamennirnir ætla að kaupa skipulagið. Sölsa undir sig hesthúsin og ákveða svo skipulagið fyrir bæj- aryfirvöld. Ég spyr nú bara, hvar bera þeir niður næst ef þetta skyldi nú heppnast? Kaupa íþróttamann- virkin í Smáranum og í Fagralundi? Það eru rosalega fínar bygg- ingalóðir þar. Ég segi nei. Ég skal standa í straumnum með Gunnari og hverjum öðrum sem er á móti svona gerræði. Vilji menn einhverju breyta í þessu er nógur tími. Fyrst er að staðfesta samninginn við Gust á táknrænan hátt, og framlengja hann amk. til 2050. Svo geta menn rætt hvort þessi starfsemi er betur kom- in annars staðar í framtíðinni. Byggingarlóðirnar verða áfram mikils virði. Breytist skipulagið eiga bæjaryfirvöld og hestamenn að ákveða það í sameiningu, ekki er- indrekar Mammons. Skriðdrekar Mammons keyra á hesthús Eftir Samúel Örn Erlingsson ’Íslenskir frístunda-riddarar hafa stillt upp brynjulausum hestum sínum í þessu stríði.‘ Samúel Örn Erlingsson Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi. UMHVERFISMÁL eru ein- ungis einn liður í heildar- stefnumótun og stjórnun, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða sveitarfélög. Umhverfismál snerta allt samfélagið í stóru og smáu, hvort sem fjallað er um skipu- lags-, efnahags- eða félagsmál. Hreint loft, heilnæmt og gott neysluvatn eru algjör grundvallarskilyrði fyrir heilbrigðu lífi. Skynsamleg meðferð á frárennsli, flokkun og endurvinnsla úr- gangs bætir lífsgæði í borginni. Með því t.d. að færa grænt bók- hald er unnt að mæla orku og auðlindanotk- un, stýra notkuninni og þar með spara fjármagn og draga úr mengun. Vistvæn vöruinnkaup eru einn hlekkur í slíkri keðju. Við þurfum að líta á þessi mál sem eina heild en ekki sem einangruð fyrirbæri. Gríðarlegur samfélags- legur ávinningur er fólginn í um- hverfisstjórnun. Þess vegna þurf- um við að gefa umhverfismálum í Reykjavík meiri gaum. Skipulag og umhverfi Hægt er að bæta hag og lífsskil- yrði borgarbúa meðal annars með því að draga úr útþenslu borg- arinnar, með þéttingu byggðar og endurbótum á húsakosti. Með þessu vinnst margt, svo sem hag- kvæmari og skilvirkari auðlinda- notkun. Undir þetta fellur dreifing og notkun á orku, s.s. raforku, varmaorku og neysluvatni. Skólp- og frárennslismál, ásamt endur- vinnslu og förgun úrgangs og sorps verður einnig hagkvæmari og vistvænni ef vel er að verki staðið. Vel hönnuð umferðarmannvirki, bættar almenningssamgöngur og styttri vegalengdir í daglegu lífi fólks spara orku og draga úr mengun. Minna álag verður á gatnakerfið og farartækin endast betur. Gróður og útivist Græn svæði og gróður í borgum og bæjum hafa mikla þýðingu sem mengunarsía bæði fyrir vatn og loft ásamt því að hafa góð áhrif á nærloftslag, dýralíf og mannlíf. Græn svæði hafa einnig félagslega og efnahagslega þýðingu því þau bæta andlega og líkamlega líðan fólks. Blómleg svæði til útivistar ættu að vera í göngufjarlægð frá hverju heimili. Hafa ber í huga við notkun á fyrirferð- armiklum gróðri að varðveita víðsýni sem nátt- úrugæði. Náttúran í borginni Einn þáttur í borgarskipulagi er að leita leiða til að endurskapa og viðhalda náttúrulegum svæðum og einkennum þeirra en skapa jafn- framt nauðsynlegt rými fyrir íbúa- byggð, samgöngumannvirki, iðnað og landbúnað innan borgarmark- anna. Tvinna þarf saman í skipu- lagsvinnuna á snjallan hátt, mann- gert umhverfi og óspjallaða náttúru. Með því að samtvinna umhverfismálefni og gæðastjórnun í heildarstefnu Reykjavíkurborgar mótum við betri borg og betra mannlíf. Vistvæn og betri borg Ef við setjum okkur það mark- mið að móta vistvæna og betri borg, sem ég tel að sé afar brýnt, er þörf á víðtækri þátttöku íbúa og samvinnu borgaryfirvalda. Samvinna við almenning og fyr- irtæki um markmiðssetningu og aðgerðir getur leitt til sjálfbærra lausna á fjölda viðfangsefna. Verk- efnin sem vinna þarf eru óþrjót- andi og snerta flesta þætti sam- félagsins, þ.m.t. hagkvæmni í samgöngum, nýsköpun, menntun og almenna velferð borgarbúa. Með þessum hætti setja bæði íbú- arnir og þeir sem um stjórnvölinn halda, fingurinn á púlsinn, til að fylgjast með fjárstreymi og fram- gangi aðgerða til umhverfisbóta. Ávinningur samfélagsins Samfélagslegur ávinningur af umhverfis- og gæðastjórnun er augljós. Þess vegna er að mínu mati afar brýnt að samþætta um- hverfissjónarmið með jákvæðum formerkjum í langtímastefnumót- un og stjórnun Reykjavíkur- borgar. Í þeim efnum er með- alhófið farsælast. Stefnumótunin þarf að vera framsækin og í takt við fjárhagsgetu borgarsjóðs og að sjálfsögðu á að setja óskir, þarfir og öryggi íbúanna í öndvegi. Gefum umhverfismálum meiri gaum Eftir Stein Kárason ’Brýnt er að samþættaumhverfissjónarmið með jákvæðum formerkjum í langtíma- stefnumótun og stjórnun Reykjavík- urborgar. Í þeim efnum er meðalhófið farsælast.‘ Steinn Kárason Höfundur er garðyrkju-, viðskipta- og umhverfisstjórnunarfræðingur M.Sc. og starfar sem háskólakennari og ráðgjafi. Steinn gefur kost á sér í 5.–6. sæti á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í komandi prófkjöri. Nán- ar um Stein á www.steinn.is Prófkjör Reykjavík Á UNDANFÖRNUM árum hefur árekstrum fjölgað til muna í Reykja- vík. Lítið hefur verið aðhafst til að sporna við þessari þróun og svo virðist sem stjórn- endur borgarinnar hafi ætlað öðrum það verk. Stofnæðar borgarinnar eru fáar, umferð- armagnið mikið og slysagildrurnar marg- ar. Þrennt skiptir höf- uðmáli. – Bifreiðin, vegurinn og ökumað- urinn. Væri það svo að allir ökumenn væru alltaf með hugann við aksturinn, hefðu getu sem hæfði bifreið, vegi og aðstæðum, yrðu aldrei veikir undir stýri, þá yrðu engin umferðaróhöpp. En því er ekki að heilsa. Sem betur fer hafa ábyrgir aðilar gert sér grein fyrir þessu og nú er það við- urkennt að óhöpp gerast og munu gerast. Þessir ábyrgu aðilar – FIA (Federation International de L’Atomobile) – móðursamtök FÍB (Félag íslenskra bifreiðaeigenda) fé- laga um allan heim, hafa því á und- anförnum 10 árum gerbreytt hugs- unarhætti framleiðenda bifreiða. Bifreið á að vernda þá sem í henni eru þegar óhapp á sér stað! Í dag keppast framleiðendur við að fram- leiða örugga bíla og er stuðst við stjörnugjöf Euro-NCAP (vefsíða www.euroncap.com). Hver og einn sem hugar að kaupum á nýrri bifreið ætti að kynna sér hvað er í boði hvað varðar öryggi mismunandi bifreiða. Fimm stjörnur er best. Sem dæmi um hvað réttur búnaður getur gert þá fækkaði innlögnum á Landspít- alann Háskólasjúkrahús á börnum 0 til 4 ára, vegna umferðarslysa, um 90% á árunum 1974–2003. Þökk sé barnabílstólum og öryggisbeltum. Niðurstaða: Bifreiðarnar eru til- búnar. Vegirnir okkar eru frekar bág- bornir. Of mjóir, merkingar litlar, að- og fráreinar stuttar og mjóar, stund- um renna að- og fráreinar saman án þess að það sé á nokkurn hátt merkt, gatnamót of mörg, oft hægt að notast við hringtorg þar sem nú eru ljósa- stýrð gatnamót og þannig má lengi telja. En kemur FIA til sögunnar. Til eru systursamtök EuroNCAB, Euro- RAP (www.eurorap.org) sem miða að því að stjörnumerkja vegi. Nú þegar hafa meðal annarra Svíar og Bretar tekið þetta kerfi upp og nýlega var geng- ið frá því að FÍB mun taka að sér að gera út- tekt á vegum sem Vega- gerðin hefur umsjón með. Ég hef trú á að slíkur samstarfssamn- ingur á milli Reykjavík- urborgar og FÍB geti komið Reykvíkingum að góðum notum í barátt- unni við umferðarslysin. Sérstaklega þarf að koma stofnbrautum borgarinnar til bjargar, fjarlægja fjölda gatna- móta af þeim og auka öryggi vegfarenda. Hér þurfa menn aðeins að staldra við. Sundabraut- in mun ekki leysa núverandi vanda umferðarinnar í Reykjavík. Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar munu ekki leysa núverandi vandamál umferð- arinnar í Reykjavík. Vandamálin eru svo miklu víðar og horfa þarf á heild- armyndina. Draga þarf úr álaginu á Miklubraut með því að gera aðrar leiðir færar. Má þar nefna Sæbraut og Hlíðarfót. Niðurstaða: Teikningar að betra vegakerfi eru til – nú þarf að fram- kvæma. Ökumaðurinn, stóra málið Þá er komið að því sem er hvað viðamest, ökumönnum. Hér er aðeins eitt að gera. Stórauka umferð- arfræðslu, taka hana inn í skólana á sama hátt og við tókum upp sund- kennslu. Ráða ökukennara til verks- ins. Ef þú hefur áhuga þá er ýmislegt um umferðaröryggi á heimasíðu minni biggibraga.is – þar kemur einnig fram að ég sækist eftir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Þetta er hægt, það eru til ráð Eftir Birgi Þór Bragason Birgir Þór Bragason ’Við höfum náðárangri í örygg- ismálum til sjós, nú er komið að umferðinni.‘ Höfundur er dagskrárgerðarmaður og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík Prófkjör Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.