Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 4. SÆTID JÓRUNN Kosningaskrifstofan í Glæsibæ er opin kl. 12 - 22. Sími 517 0 617. www.jorunn.is LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú til- drög þess að sprengja sprakk undir bíl við bak- arí Myllunnar í Skeifunni um klukkan 2 í fyrri- nótt. Í sprengingunni slasaðist kona sem vinnur hjá Myllunni á fótum og var hún flutt á slysa- deild til aðhlynningar en meiðsli hennar munu þó ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Sprengjunni hafði verið komið fyrir undir bíl framan við vinnustaðinn þar sem fólk var í næt- urvinnu. Konan var þeirra á meðal og hafði brugðið sér út til að fá sér frískt loft. Var hún fyrir tilviljun stödd við bílinn þegar sprengjan sprakk. Við athugun lögreglu á vettvangi bendir margt til þess að um heimatilbúna sprengju sé að ræða sem lá á jörðinni undir bílnum. Sprengjan var það öflug að gat kom á undirvagn bílsins framan við aftursætið vinstra megin. Því til viðbótar skemmdist bíll sem stóð við hliðina. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögreglu- þjóns er ekki útilokað að málið tengist spreng- ingu sem tilkynnt var um í nágrenni við Grens- ásveg fyrir skemmstu. Ekki vitað hvaða efni voru notuð Bílarnir sem skemmdust við Mylluna eru í eigu starfsmanna fyrirtækisins og að sögn lög- reglu er ekkert sem bendir til þess að sprengj- unni hafi verið beint gegn konunni sem slasaðist eða bíleigendunum. Ekki er þó vitað hvaða sprengiefni voru notuð. Hins vegar er ólíklegt talið að stolið dínamít hafi verið notað. Á vett- vangi fannst mikið af plasttægjum sem bendir til þess að um heimatilbúna sprengju hafi verið að ræða. Engin merki um faglega umgjörð á borð við alvöru kveikibúnað fundust á vettvangi. Þá er ekki vitað hvað hleypti sprengingunni af stað, þ.e. hvort einhvers konar tímastillir hafi verið notaður eða að kveikt hafi verið á sprengj- unni og henni komið fyrir rétt áður en hún sprakk. Vera kann að sá sem kom henni fyrir hafi legið í leyni skammt frá en lögreglan hefur ekki fengið botn í þann hluta málsins. Hörður Jóhannesson segir að sprengjan hafi sprungið á miðjum næturvinnutíma fólksins og því sé atvik- ið ekki tengt við komur eða brottfarir starfs- fólksins til og frá vinnustaðnum. Þá hefur verið upplýst að hin slasaða eða bíleigendurnir áttu sér ekki óvildarmenn sem gætu hafa viljað þeim eitthvað illt með athæfinu. Málið er í rannsókn og lítur lögreglan alvar- legum augum á það. Ekki er gott að átta sig á því hvað vakti fyrir gerandanum hvort sem hann var einn að verki eða með vitorðsmönnum. Hjá Myllunni í Skeifunni starfa 180 manns en starfshópurinn sem var á næturvaktinni í fyrri- nótt var að taka til pantanir morgundagsins. Björn Jónsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Myllunnar, segir engan innan- dyra hafa orðið var við hávaðann. Ekki sé vitað hvort sprengingunni hafi verið beint gegn Myll- unni eða starfsmönnum þar eða öðrum fyrir- tækjum sem eru í sama húsi. Stjórnendur Myll- unnar ræddu atvikið við starfsfólkið í gær auk þess sem lögreglan var daglangt að taka skýrslur og sinna vettvangsrannsókn. Björn segir það vissulega skelfilega tilhugsun að næt- urvaktarfólk frá Myllunni hafi verið í stórhættu af þessum sökum. Öflug sprengja slasaði konu og gerði gat á bíl Ekkert sem bendir til að sprengjunni hafi verið beint gegn konunni eða bíleigendunum Lögreglumenn leituðu vísbendinga á vettvangi í gær en enginn var handtekinn vegna sprengj- unnar sem sprakk um kl. 2 í fyrrinótt við bakaríið Mylluna í Skeifunni. Eftir Örlyg Sigurjónsson orsi@mbl.is Ljósmynd/Magnús I. Kristmannsson VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, nýtur meiri stuðn- ings til að leiða lista flokksins en Gísli Marteinn Baldursson vara- borgarfulltrúi, samkvæmt niður- stöðum könnunar sem IMG Gallup gerði fyrir stuðningsmenn Vil- hjálms vikuna 26.–31. október 2005. Spurningin „Hvort vilt þú frekar sjá Gísla Martein Baldursson eða Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sæti sjálfstæðismanna í næstu borgarstjórnarkosningum?“ var lögð fyrir 243 svarendur. Af þeim 178 sem tóku afstöðu vildu 108 (60,7%) Vilhjálm í 1. sæti en 70 (39,3%) vildu Gísla Martein. Alls tóku 43 ekki afstöðu og 22 vildu hvorugan. Þegar einungis eru skoðaðir þeir sem sögðust myndu kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, væri gengið til kosninga nú, naut Vilhjálmur stuðnings 52% aðspurðra en Gísli Marteinn 48%. Hjá þeim sem kváð- ust ætla að kjósa annan flokk/lista naut Vilhjálmur 70% stuðnings en Gísli Marteinn 30%. Sömu hlutföll voru hjá þeim sem voru óákveðnir eða ætluðu ekki að kjósa. Samkvæmt Gallup-könnun sem greint var frá í Morgunblaðinu 14. október sl., sögðust 102 eða 62,2% þeirra sem tóku afstöðu frekar vilja sjá Vilhjálm í fyrsta sæti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins og 62 eða 37,8% sögðust frekar vilja sjá Gísla Martein í fyrsta sæti. Þá sögðust 53% þeirra sem sögð- ust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk- inn í komandi kosningum frekar vilja Vilhjálm í fyrsta sæti en 47% vildu frekar sjá Gísla Martein í því sæti. 52% vilja Vilhjálm – 48% Gísla Martein FYRIRHUGUÐ færsla Sæbrautar og hljóðvistaraðgerðir vegna hennar voru kynntar á sérstökum kynning- arfundi í Laugalækjarskóla í gær- kvöld. Áætlað er að framkvæmdir við færslu Sæbrautar til norðurs hefjist á næsta ári, en verkefnið fer í útboð nú í nóvember. Tilgangur færslunnar er tvíþætt- ur. Annars vegar að rýma fyrir um- ferð í tvær áttir á Kleppsvegi og gera strætósamgöngur þannig úr garði að notendur strætisvagna þurfi ekki að fara yfir Sæbrautina til að taka vagn á vesturleið. Þannig segir Björk Vilhelmsdóttir, stjórn- arformaður Strætó bs., að öryggi notenda strætisvagna aukist til muna. Hins vegar er tilgangurinn að bæta hljóðvist í íbúðum við Klepps- veg 2–76, bæði með því að auka fjar- lægð Sæbrautarinnar frá íbúðar- húsum við Kleppsveg um 10–15 metra og með byggingu sérstaks hljóðveggs. Járnþiljaveggur minnkar hávaða Í máli Stefáns Finnssonar, deild- arstjóra á mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs Reykjavík- urborgar, kom fram að hljóðstyrkur væri næstum alls staðar yfir 65 desi- belum í íbúðarhúsum við Kleppsveg, en rannsóknir hafa sýnt að viðvar- andi hljóðstyrkur yfir 65 getur haft slæm áhrif á heilsu fólks. Sýndi hann skýringarmyndir þar sem sjá mátti áhrif hljóðveggs og færslu Sæbraut- arinnar, en með því myndi hávaði minnka umtalsvert á fyrstu tveimur hæðum húsa við Kleppsveg. Lagt hefur verið til að reistur verði járn- þiljaveggur, um 1,40–2 metrar á hæð og tré og runnagróður verði gróð- ursett meðfram honum til að minnka útlitsmengun af honum. Bílastæðamál ofarlega Í umræðum eftir kynninguna voru bílastæðamál íbúum ofarlega í huga og sögðu þeir framkvæmdirnar fækka bílastæðum á svæðinu, þar sem fólk hefði lagt norðan í Klepps- veginum. Bentu fulltrúar borg- arinnar á að þar væri ekki um að ræða lögleg bílastæði, en löglegum bílastæðum fjölgaði hins vegar. Fólk gæti þó haldið áfram að brjóta lögin ef það vildi. Fulltrúar borgarinnar skýrðu einnig frá því að breytingarnar á Sæbrautinni myndu hafa í för með sér mikið öryggi fyrir notendur strætisvagna, sem meðal annars væru gamalt fólk á dvalarheimili DAS, sem nýtti sér mikið stræt- isvagnasamgöngur. Mörg slys hefðu orðið undanfarin ár sem rekja mætti til þess að fólk þyrfti að fara yfir Sæ- brautina til að taka strætó, en nú yrði komið í veg fyrir það. Færsla Sæbrautar kynnt Morgunblaðið/Golli Stefán Finnsson hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar fer yfir áætlun um færslu Sæbrautar á kynningarfundinum í Laugalækjarskóla. INNLEND eftirspurn er mun meiri það sem af er þessu ári en var á sama tímabili í fyrra. Þannig óx kreditkortaveltan um 13,4% á fyrstu níu mánuðunum í ár sam- anborið við fyrstu níu mánuðina í fyrra og debetkortaveltan jókst um tæpan fjórðung á sama tímabili eða um 24,4%. Þá jókst kreditkortavelta Íslend- inga erlendis um fimmtung eða 20,3% á sama tímabili. Um þetta er meðal annars fjallað í hagvísum Hagstofu Íslands. Þar kemur einnig fram að nýskrán- ingum bifreiða fjölgaði um 57,8% fyrstu níu mánuði ársins. Þá var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 71,7 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins, en var óhagstæður um 24,4 milljarða króna á sama gengi fyrstu níu mánuðina í fyrra. Á þessum níu mánuðum jókst inn- flutningur um 3,9%. Debetkortaveltan jókst um fjórðung SAMTÖKIN FFL á Íslandi munu standa fyrir legóhönnunarkeppni grunnskólanema á aldrinum 10-16 hér á landi hinn 12. nóvember næst- komandi en stefna samtakanna er að efla raunvísindaáhuga barna. Hefur keppnin fengið mjög góðar viðtökur meðal grunnskólanema og hafa nú þegar 22 lið af öllu landinu skráð þátttöku sína. Keppnin mun standa allan daginn og verður Björgvin Franz leikari kynnir. Á sama tíma verður einnig keppt á hinum Norðurlöndunum og verður hægt að fylgjast með keppninni á Netinu. Vinningsliðið fer svo til Noregs þar sem lið frá öllum Norð- urlöndunum keppa til úrslita. Aðalstyrktaraðili keppninnar er Marel og verður keppnin haldin í húsakynnum Marels. Aðrir styrkt- araðilar eru Barnasmiðjan, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins. „Okkur finnst þetta skemmtilegt verkefni því þetta tengir raun- greinanám við leik. Stefna Marels er að auka skilning á gildi góðrar vísinda- og raungreinamenntunar í samfélaginu og af þeirri ástæðu styrkir Marel fjölmörg verkefni á sviði nýsköpunar og raunvísinda- kennslu. Þetta verkefni er liður í þeirri stefnu,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir hjá markaðsdeild Marel um aðkomu fyrirtækisins. Legóhönnunar- keppni á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.