Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Hrunamannahreppur | Sjö ný há- tæknifjós hafa verið byggð eða eru í byggingu í Hrunamannahreppi á undanförnum mánuðum. Þrjú þeirra hafa þegar verið tekin í notkun. Tækniframfarir í landbúnaði hafa verið miklar á undanförnum árum svo sem í öðrum atvinnu- greinum. Í landbúnaði hafa stór- virkar vélar verið teknar í notkun við jarðvinnslu og heyskap. Á síð- ustu misserum hafa einnig orðið breytingar á útihúsum, einkum þó fjósum sem er bylting frá því sem áður var. Byggðar hafa verið veg- legar byggingar en ekki þarf að byggja yfir hey þar sem það er geymt utandyra í plasti. Kýrnar ganga lausar og liggja á sérhönn- uðum dýnum í legubásum. Mjalta- kerfi, sem og fóðurkerfi, eru tölvu- stýrð og tölvan segir meðal annars til um hvenær kýrnar eru yxna. Sjö ný hátæknifjós á einu og hálfu ári Sjö ný fjós sem kallast há- tæknifjós hafa verið byggð, eða eru í byggingu. í Hrunamanna- hreppi á um 18 mánuðum. Þrjú þeirra hafa þegar verið tekin í notkun. Hjá Fjólu Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni í Birtingaholti 4 var fyrsta fjósið tekið í notkun, í fyrrahaust en það getur hýst 130 kýr. Þar eru tveir mjaltaþjónar í stöðugri notkun en sem kunnugt er láta kýrnar mjólka sig þrisvar til fjórum sinnum á sólahring. Marta Jónsdóttir og Ragnar Magnússon í Birtingaholti I tóku nýtt fjós í notkun síðastliðinn vet- ur en það tekur 120 til 130 kýr. Mjaltaþjónn sér um mjaltirnar og annar verður settur upp bráðlega. Í Bryðjuholti þar sem Þórunn Andrésdóttir og Samúel Eyjólfs- son eru bændur var farið að mjólka í 12 kúa mjaltabás 1. ágúst en það fjós hýsir 64 kýr. Auðvelt er að setja upp mjaltaþjón síðar. Þá er verið að leggja síðustu hönd á byggingu á nýju fjósi hjá bændum í Hrepphólum en þar búa Ásta Oddleifsdóttir og Ólafur Stef- ánsson. Í fjósinu eru 68 básar fyrir mjólkurkýr og mun mjaltaþjónn sjá um mjaltirnar. Hjá þeim Möggu Brynjólfs- dóttur og Gunnari Eiríkssyni í Túnsbergi hefur verið tekið í notk- un nýtt fjós með 70 básum fyrir mjólkurkýr, þar er mjólkað í mjaltabás. Þá er verið að byggja yfir 59 kýr í Skipholti 3 en þar búa Gyða Björnsdóttir og Bjarni Valur Guðmundsson. Öll eru þessi fjós byggð úr límtré frá Límtré hf. á Flúðum og klædd með yleiningum frá sama fyritæki, framleiddar í verksmiðj- unni Yleiningu í Reykholti í Bisk- upstungum. Sjöunda fjósið er verið að byggja á Sólheimum. Bændur þar eru Esther Guðjónsdóttir og Jó- hann B. Kormáksson. Fjós þeirra á að taka 44 kýr. Fagmenn frá Landsstólpa sem sérhæfir sig í innflutningi stálgrindarfjósa sér um uppsetningu á byggingunni. Það fyrirtæki annast einnig inn- flutning á innréttingum og fjöl- mörgu er varðar fjósbyggingar og viðhald þeirra. Þar á meðal hina vinsælu legubása sem þykja nú sjálfsagðir í öll ný fjós. Mjólkað verður á Sólheimum í mjaltabás sem gerður er með öðru sniði en aðrir mjaltabásar. Kýrnar ganga upp nokkurn halla en mjaltamaður stendur í flórhæð fjóssins. Auk þess að hýsa þennan fjölda kúa sem getið er um er einnig rými fyrir kýr sem eru í geldstöðu og mikinn fjölda ungviðis. Lífaldur kúa er miklu styttri en áður var. Strangt aðhald er með frumutaln- ingu mjólkurinnar og því nánast allir kálfar settir á til lífs, en ung- kálfadauði er mikið vandamál hér á landi. Endurnýjun og hagræðing nauðsynleg Þá má einnig geta þess að verið er að byggja fjós sem hýsir 77 mjólkurkýr auk rýmis fyrir geld- stöðukýr og ungviði í Bræðratungu í nágrannasveitinni Biskups- tungum en þar búa Guðrún Magn- úsdóttir og Kjartan Sveinsson. Allt það fólk sem er að byggja þessi nýju fjós er um og undir miðjum aldri og svör við spurningu hvers vegna farið væri út í þessar miklu framkvæmdir voru m.a. að stærðarhagræðing væri nauðsyn- leg, að ekki hafi verið um annað að ræða en fara út í þessar fram- kvæmdir eða hætta búskap ella. Sumstaðar voru fjós þessara bænda um hálfrar aldar gömul og löngu úrelt. Margir bændur hér í sveit sem og í uppsveitum Árnes- sýslu hafa byggt ný fjós eða stækkað þau og breytt til hagræð- ingar á undanförnum árum. Þá eru auknar kröfur gerðar til alls hrein- lætis á síðari árum. Nýlega var gerður nýr samn- ingur milli bænda og ríkis um mjólkurframleiðslu, sem gildir til 2012. Samningurinn styrkti rekstr- arumhverfi búgreinarinnar og hef- ur skapað aukin skilyrði til hag- ræðingar. Neysla mjólkurafurða hefur aukist og er hvati til fram- kvæmda á sviði mjólkurframleiðsl- unar víða um land. Sem kunnugt er hefur fjölda mjólkurframleiðanda mjög fækkað á undanförnum árum. Þannig hafa 10 mjólkurframleiðendur hér í hreppnum lagt niður kúabúskap á síðastliðum þremur árum. Þessi þróun er líkt og í öðrum nálægum löndum. Einingarnar verða stærri og færri svo sem er í mörgum öðr- um atvinnugreinum, nægir þar að nefna sjávarúrveg, iðnað og versl- un. Sjö ný hátæknifjós byggð í Hrunamannahreppi á átján mánaða tímabili og eru þrjú komin í notkun Valið stendur um að byggja upp eða hætta í búskapnum Eftir Sigurð Sigmundsson Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stórt fjós Nýja fjósið í Birtingaholti 4 er risastórt. Hér sér yfir hluta þess. Kýrnar ganga frjálsar á legubásana. Flytja inn Nýja fjósið í Hrepphólum verður tekið í notkun á næstu dögum. Bændurnir eru hér í fjósinu, Ásta Oddleifsdóttir og Ólafur Stefánsson. „ÉG FÆDDIST með þetta, ætlaði mér alltaf að verða bóndi,“ segir Ester Guðjónsdóttir, bóndi í Sól- heimum í Hrunamannahreppi. Hún og maður hennar, Jóhann B. Kor- máksson, eru meðal þeirra mörgu bænda í Hrunamannahreppi sem eru að endurnýja fjós sín um þessar mundir. Hún er alin upp á Álftanesi en segist hafa farið í sveit á hverju sumri til þess að kynnast sveita- störfunum. Ester og Jóhann hófu búskap á Sólheimum fyrir ellefu árum. For- eldrar hans voru þá að hætta. „Það var annað hvort að taka við eða sjá þetta drabbast niður og fara í eyði. Það var ég sem vildi fara út í búskap en hann ætlaði aldrei að verða bóndi. Þetta er því mér að kenna – eða þakka – og ég held að hann sjái ekkert eftir því nú,“ segir Ester. Fjósið í Sólheimum er minna en flest hinna. Ester segir að það sé þó tvöfalt stærra en gamla fjósið og þar sé hægt að framleiða allt að 300 þúsund lítra á ári. Mjaltaaðstaðan er nýjung hér á landi. Hún er ekki niðurgrafin heldur eru kýrnar látn- ar ganga upp á stall svo mjaltamað- urinn getur staðið í flórhæð við vinnu sína. Ester segir að þetta sé gert til þess að þau þurfi ekki að brölta upp og niður stiga. Kýrnar kunni hins vega vel við að standa í halla. Ester segist hafa séð þessa útfærslu úti í Danmörku og skilur ekki hvers vegna hún er ekki út- breiddari. Þau hyggjast ekki fá sér vél- menni til að mjólka. „Mér finnst róbótinn ekki gera nógu mikið gagn og honum fylgja líka vandamál. Það er til dæmis ekki hægt að bera júg- ursmyrsl á spenana á sumrin. Svo er ég hrædd um að missa tengslin við kýrnar ef ég hætti að mjólka þær,“ segir hún en tekur fram að róbótinn geti hentað á öðrum búum. Ester telur að verð á mjólkur- kvóta sé allt af hátt og segist aldrei kaupa hann á þessu verði. Þess vegna hafi þau farið út í að fjárfesta í fjósbyggingu, kvótann geti þau keypt síðar ef á þurfi að halda. „Við megum framleiða eins mikið og við viljum núna því það vantar mjólk á markaðinn. Við getum alltaf keypt kvóta síðar, ef það kemur þá að því að framleiðslan verður takmörkuð aftur,“ segir Ester en bætir því við að hún hafi trú á því að framleiðslan verði frjáls á næstu árum. „Ætlaði mér alltaf að verða bóndi“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nýjung Jóhann B. Kormáksson og Ester Guðjónsdóttir í nýja fjósinu. Á bak við þau sést í brautina sem er verið að steypa við mjaltaaðstöðuna. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MJÓLKURINNLEGGJENDUM hef- ur fækkað stöðugt á síðustu áratug- um. Sem dæmi má nefna að nú leggur 271 bóndi á Suðurlandi inn mjólk í Mjólkurbú Flóamanna á Sel- fossi en 960 á árinu 1970. Í Hrunamannahreppi eru 26 mjólkurframleiðendur með tæp- lega 4,5 milljón lítra greiðslumark. Á árinu 1970 framleiddu 64 bændur mjólk til sölu, samkvæmt upplýs- ingum Mjólkurbús Flóamanna. Í Árnessýslu allri eru 136 framleið- endur með tæplega 22 milljón lítra greiðslumark. Heildargreiðslumark 271 bónda á Suðurlandi sem leggur inn hjá MBF er liðlega 41 milljón lítra. Á landinu eru nú 873 fjós, sam- kvæmt samantekt Landssambands kúabænda, og hefur þeim fækkað um 111 á tveimur árum. Básafjós eru 77% og hefur þeim fækkað verulega á þessum tíma. Aftur á móti eru legubásafjós með mjalta- þjónum orðin 5,4% sem er marg- földun frá árinu 2003. Enn handmjólkar einn kúabóndi og sextán til viðbótar eru með fötu- kerfi við mjaltir. Framleiðendum fækkar stöðugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.