Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Hrunamannahreppur | Sjö ný há- tæknifjós hafa verið byggð eða eru í byggingu í Hrunamannahreppi á undanförnum mánuðum. Þrjú þeirra hafa þegar verið tekin í notkun. Tækniframfarir í landbúnaði hafa verið miklar á undanförnum árum svo sem í öðrum atvinnu- greinum. Í landbúnaði hafa stór- virkar vélar verið teknar í notkun við jarðvinnslu og heyskap. Á síð- ustu misserum hafa einnig orðið breytingar á útihúsum, einkum þó fjósum sem er bylting frá því sem áður var. Byggðar hafa verið veg- legar byggingar en ekki þarf að byggja yfir hey þar sem það er geymt utandyra í plasti. Kýrnar ganga lausar og liggja á sérhönn- uðum dýnum í legubásum. Mjalta- kerfi, sem og fóðurkerfi, eru tölvu- stýrð og tölvan segir meðal annars til um hvenær kýrnar eru yxna. Sjö ný hátæknifjós á einu og hálfu ári Sjö ný fjós sem kallast há- tæknifjós hafa verið byggð, eða eru í byggingu. í Hrunamanna- hreppi á um 18 mánuðum. Þrjú þeirra hafa þegar verið tekin í notkun. Hjá Fjólu Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni í Birtingaholti 4 var fyrsta fjósið tekið í notkun, í fyrrahaust en það getur hýst 130 kýr. Þar eru tveir mjaltaþjónar í stöðugri notkun en sem kunnugt er láta kýrnar mjólka sig þrisvar til fjórum sinnum á sólahring. Marta Jónsdóttir og Ragnar Magnússon í Birtingaholti I tóku nýtt fjós í notkun síðastliðinn vet- ur en það tekur 120 til 130 kýr. Mjaltaþjónn sér um mjaltirnar og annar verður settur upp bráðlega. Í Bryðjuholti þar sem Þórunn Andrésdóttir og Samúel Eyjólfs- son eru bændur var farið að mjólka í 12 kúa mjaltabás 1. ágúst en það fjós hýsir 64 kýr. Auðvelt er að setja upp mjaltaþjón síðar. Þá er verið að leggja síðustu hönd á byggingu á nýju fjósi hjá bændum í Hrepphólum en þar búa Ásta Oddleifsdóttir og Ólafur Stef- ánsson. Í fjósinu eru 68 básar fyrir mjólkurkýr og mun mjaltaþjónn sjá um mjaltirnar. Hjá þeim Möggu Brynjólfs- dóttur og Gunnari Eiríkssyni í Túnsbergi hefur verið tekið í notk- un nýtt fjós með 70 básum fyrir mjólkurkýr, þar er mjólkað í mjaltabás. Þá er verið að byggja yfir 59 kýr í Skipholti 3 en þar búa Gyða Björnsdóttir og Bjarni Valur Guðmundsson. Öll eru þessi fjós byggð úr límtré frá Límtré hf. á Flúðum og klædd með yleiningum frá sama fyritæki, framleiddar í verksmiðj- unni Yleiningu í Reykholti í Bisk- upstungum. Sjöunda fjósið er verið að byggja á Sólheimum. Bændur þar eru Esther Guðjónsdóttir og Jó- hann B. Kormáksson. Fjós þeirra á að taka 44 kýr. Fagmenn frá Landsstólpa sem sérhæfir sig í innflutningi stálgrindarfjósa sér um uppsetningu á byggingunni. Það fyrirtæki annast einnig inn- flutning á innréttingum og fjöl- mörgu er varðar fjósbyggingar og viðhald þeirra. Þar á meðal hina vinsælu legubása sem þykja nú sjálfsagðir í öll ný fjós. Mjólkað verður á Sólheimum í mjaltabás sem gerður er með öðru sniði en aðrir mjaltabásar. Kýrnar ganga upp nokkurn halla en mjaltamaður stendur í flórhæð fjóssins. Auk þess að hýsa þennan fjölda kúa sem getið er um er einnig rými fyrir kýr sem eru í geldstöðu og mikinn fjölda ungviðis. Lífaldur kúa er miklu styttri en áður var. Strangt aðhald er með frumutaln- ingu mjólkurinnar og því nánast allir kálfar settir á til lífs, en ung- kálfadauði er mikið vandamál hér á landi. Endurnýjun og hagræðing nauðsynleg Þá má einnig geta þess að verið er að byggja fjós sem hýsir 77 mjólkurkýr auk rýmis fyrir geld- stöðukýr og ungviði í Bræðratungu í nágrannasveitinni Biskups- tungum en þar búa Guðrún Magn- úsdóttir og Kjartan Sveinsson. Allt það fólk sem er að byggja þessi nýju fjós er um og undir miðjum aldri og svör við spurningu hvers vegna farið væri út í þessar miklu framkvæmdir voru m.a. að stærðarhagræðing væri nauðsyn- leg, að ekki hafi verið um annað að ræða en fara út í þessar fram- kvæmdir eða hætta búskap ella. Sumstaðar voru fjós þessara bænda um hálfrar aldar gömul og löngu úrelt. Margir bændur hér í sveit sem og í uppsveitum Árnes- sýslu hafa byggt ný fjós eða stækkað þau og breytt til hagræð- ingar á undanförnum árum. Þá eru auknar kröfur gerðar til alls hrein- lætis á síðari árum. Nýlega var gerður nýr samn- ingur milli bænda og ríkis um mjólkurframleiðslu, sem gildir til 2012. Samningurinn styrkti rekstr- arumhverfi búgreinarinnar og hef- ur skapað aukin skilyrði til hag- ræðingar. Neysla mjólkurafurða hefur aukist og er hvati til fram- kvæmda á sviði mjólkurframleiðsl- unar víða um land. Sem kunnugt er hefur fjölda mjólkurframleiðanda mjög fækkað á undanförnum árum. Þannig hafa 10 mjólkurframleiðendur hér í hreppnum lagt niður kúabúskap á síðastliðum þremur árum. Þessi þróun er líkt og í öðrum nálægum löndum. Einingarnar verða stærri og færri svo sem er í mörgum öðr- um atvinnugreinum, nægir þar að nefna sjávarúrveg, iðnað og versl- un. Sjö ný hátæknifjós byggð í Hrunamannahreppi á átján mánaða tímabili og eru þrjú komin í notkun Valið stendur um að byggja upp eða hætta í búskapnum Eftir Sigurð Sigmundsson Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stórt fjós Nýja fjósið í Birtingaholti 4 er risastórt. Hér sér yfir hluta þess. Kýrnar ganga frjálsar á legubásana. Flytja inn Nýja fjósið í Hrepphólum verður tekið í notkun á næstu dögum. Bændurnir eru hér í fjósinu, Ásta Oddleifsdóttir og Ólafur Stefánsson. „ÉG FÆDDIST með þetta, ætlaði mér alltaf að verða bóndi,“ segir Ester Guðjónsdóttir, bóndi í Sól- heimum í Hrunamannahreppi. Hún og maður hennar, Jóhann B. Kor- máksson, eru meðal þeirra mörgu bænda í Hrunamannahreppi sem eru að endurnýja fjós sín um þessar mundir. Hún er alin upp á Álftanesi en segist hafa farið í sveit á hverju sumri til þess að kynnast sveita- störfunum. Ester og Jóhann hófu búskap á Sólheimum fyrir ellefu árum. For- eldrar hans voru þá að hætta. „Það var annað hvort að taka við eða sjá þetta drabbast niður og fara í eyði. Það var ég sem vildi fara út í búskap en hann ætlaði aldrei að verða bóndi. Þetta er því mér að kenna – eða þakka – og ég held að hann sjái ekkert eftir því nú,“ segir Ester. Fjósið í Sólheimum er minna en flest hinna. Ester segir að það sé þó tvöfalt stærra en gamla fjósið og þar sé hægt að framleiða allt að 300 þúsund lítra á ári. Mjaltaaðstaðan er nýjung hér á landi. Hún er ekki niðurgrafin heldur eru kýrnar látn- ar ganga upp á stall svo mjaltamað- urinn getur staðið í flórhæð við vinnu sína. Ester segir að þetta sé gert til þess að þau þurfi ekki að brölta upp og niður stiga. Kýrnar kunni hins vega vel við að standa í halla. Ester segist hafa séð þessa útfærslu úti í Danmörku og skilur ekki hvers vegna hún er ekki út- breiddari. Þau hyggjast ekki fá sér vél- menni til að mjólka. „Mér finnst róbótinn ekki gera nógu mikið gagn og honum fylgja líka vandamál. Það er til dæmis ekki hægt að bera júg- ursmyrsl á spenana á sumrin. Svo er ég hrædd um að missa tengslin við kýrnar ef ég hætti að mjólka þær,“ segir hún en tekur fram að róbótinn geti hentað á öðrum búum. Ester telur að verð á mjólkur- kvóta sé allt af hátt og segist aldrei kaupa hann á þessu verði. Þess vegna hafi þau farið út í að fjárfesta í fjósbyggingu, kvótann geti þau keypt síðar ef á þurfi að halda. „Við megum framleiða eins mikið og við viljum núna því það vantar mjólk á markaðinn. Við getum alltaf keypt kvóta síðar, ef það kemur þá að því að framleiðslan verður takmörkuð aftur,“ segir Ester en bætir því við að hún hafi trú á því að framleiðslan verði frjáls á næstu árum. „Ætlaði mér alltaf að verða bóndi“ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Nýjung Jóhann B. Kormáksson og Ester Guðjónsdóttir í nýja fjósinu. Á bak við þau sést í brautina sem er verið að steypa við mjaltaaðstöðuna. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MJÓLKURINNLEGGJENDUM hef- ur fækkað stöðugt á síðustu áratug- um. Sem dæmi má nefna að nú leggur 271 bóndi á Suðurlandi inn mjólk í Mjólkurbú Flóamanna á Sel- fossi en 960 á árinu 1970. Í Hrunamannahreppi eru 26 mjólkurframleiðendur með tæp- lega 4,5 milljón lítra greiðslumark. Á árinu 1970 framleiddu 64 bændur mjólk til sölu, samkvæmt upplýs- ingum Mjólkurbús Flóamanna. Í Árnessýslu allri eru 136 framleið- endur með tæplega 22 milljón lítra greiðslumark. Heildargreiðslumark 271 bónda á Suðurlandi sem leggur inn hjá MBF er liðlega 41 milljón lítra. Á landinu eru nú 873 fjós, sam- kvæmt samantekt Landssambands kúabænda, og hefur þeim fækkað um 111 á tveimur árum. Básafjós eru 77% og hefur þeim fækkað verulega á þessum tíma. Aftur á móti eru legubásafjós með mjalta- þjónum orðin 5,4% sem er marg- földun frá árinu 2003. Enn handmjólkar einn kúabóndi og sextán til viðbótar eru með fötu- kerfi við mjaltir. Framleiðendum fækkar stöðugt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.