Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 31 nasjóðs sem lentu í þremur efstu sætum myndasamkeppninnar. Frá vinstri er s Björns Ásgrímssonar, sem lenti í 2. sæti, síðan mynd Arnars Geirs- enti í 1. sæti, og loks mynd Halldóru Hermannsdóttur, sem lenti í 3. sæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt vinningshöfum. ÞAÐ var danski þingmaðurinn Frank Aaen sem hleypti af stað umræðum um hvort bandaríska leyniþjónustan CIA hefði flutt fanga um Ísland og íslenska loft- helgi með spurningu sinni til danska samgönguráðherrans í október. Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Aaen að ef Danir reyndu ekki að koma í veg fyrir ólöglegt fangaflug væru yfirvöld meðsek um mannréttindabrot. Aaen spurði ráðherrann hvort flugvélar með 44 mismunandi kall- númer hefðu farið um danska loft- helgi eða lent á flugvöllum á Grænlandi eða Færeyjum frá 1. janúar 2001. Í svari danska sam- gönguráðherrans kom fram að sjö af þessum flugvélum hefðu farið um danska lofthelgi og þrjár lent á dönskum flugvöllum. Miklu oftar á Íslandi Þegar íslenskir fjölmiðlar grennsl- uðust fyrir um ferðir sömu flug- véla um íslenska lofthelgi og ís- lenska flugvelli kom í ljós að þær höfðu mun oftar farið um íslenska lofthelgi eða lent á flugvöllum hér á landi. Sextán af þeim flugvélum sem Aaen spurði um höfðu lent á Keflavíkurflugvelli í alls 72 skipti. Þá hefur ein vél a.m.k. lent á Reykjavíkurflugvelli og á þessu ári hafa fjórar þeirra farið um ís- lenska lofthelgi í 11 skipti, þar af fjórum sinnum án þess að lenda. Upplýsingar hafa ekki borist frá Flugmálastjórn Íslands um umferð flugvélanna um lofthelgina á ár- unum 2001–2004 eða hvort þær hafi lent á Reykjavíkurflugvelli á þessu tímabili. Upplýsingar berast víða að Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Aaen að upplýsingar um að flugvélarnar með kallnúmerin 44 hefðu tengsl við CIA kæmu úr ýmsum áttum. Í sumum tilfellum hefði verið fjallað ítarlega um þær í bandarískum fjölmiðlum, hann hefði einnig fengið upplýsingar frá bandarískum blaðamanni og sömuleiðis hefðu flugáhugamenn víða um heim lagt til upplýsingar. Vísbendingar um tengsl við CIA væru misjafnlega sterkar. Hann sagði að þrátt fyrir þetta væri afar erfitt að færa óyggjandi sannanir fyrir því að vélarnar hefðu verið notaðar til fangaflugs. Ein leiðin til að sýna fram á það væri að bera saman upplýsingar um flug þess- ara véla við upplýsingar sem lægju fyrir um dagsetningar fangaflugs. „Við erum vissir um að þetta sé flug á vegum CIA. Og ef CIA er að nota leppfyrirtæki þá hlýtur stofn- unin að vera að fela eitthvað. Við viljum vita hvað það er. Og við höf- um spurt stjórnvöld í Danmörku að þessu,“ sagði hann. Þá hefði al- þjóðasáttmálinn verið brotinn ein- faldlega með því að tilgreina flug- vélarnar sem borgaralegar flugvélar þegar þær hefðu í raun og veru verið á vegum stjórnvalda. Ríkisstjórnin vill geðjast Bandaríkjamönnum Málið verður rætt á næsta fundi utanríkismálanefndar danska þingsins og þar verður Per Stig Møller utanríkisráðherra spurður um ferðir þessara flugvéla. Aaen sagðist ánægður með að Møller skyldi í ágúst hafa minnt Banda- ríkjamenn á að ekki skyldi nota danska lofthelgi til verka sem ekki samrýmdust alþjóðlegum sátt- málum. „En síðan kemur í ljós að ein þessara flugvéla fór um danska lofthelgi 3. október. Og við munum að sjálfsögðu spyrja hann hvað skuli nú gera. Ætla banda- rísk stjórnvöld að fara sínu fram þrátt fyrir allt?“ Aaen sagði að ef Danmörk gripi ekki til sinna ráða væri landið meðsekt um brot á alþjóðlegum lögum. „En því miður vill danska ríkisstjórnin fyrir alla muni gæta þess að stjórnvöld í Bandaríkj- unum séu ánægð með hana,“ sagði hann. Danski þingmaðurinn Frank Aaen um fangaflutninga CIA Meðsek um mann- réttindabrot ef ekkert er aðhafst „Því miður vill danska ríkis- stjórnin fyrir alla muni gæta þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ánægð með hana,“ segir danski þingmaðurinn Frank Aaen. Hann er einn af sex þingmönnum Ein- ingarlistans, eins minnsta flokks- ins á danska þinginu. dur blaðs- ðferð CIA t var um desember frá fyr- gum frá fór um- m sinnum ímabilinu 003. Eitt Varsjár í til Prag í eimleið til unur leik- fyrir CIA slandi og einu sinni til viðbótar farið um lofthelgina. Kallnúmer þeirrar vélar er N168D. Þessi vél lenti á Reykjavíkurflugvelli þann 2. októ- ber á þessu ári og var á flugvell- inum í eina nótt, skv. upplýsingum frá Flugmálastjórn Íslands. Sam- kvæmt upplýsingum frá danska samgönguráðherranum var vélin á leið til Búdapest í Ungverjalandi. Þann 6. apríl 2004 lenti hún Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá Kanada til Prag. Þessi sama vél fór einnig um íslenska lofthelgi í apríl á þessu ári. New York Times sagði frá því í maí sl. að flugvélin, N168D, væri í eigu fyrirtækisins Aero Contract- ors sem hefði tengsl við CIA. Að sögn blaðsins virtist sem CIA ætti 26 flugvélar sem væru skráðar á sjö leppfyrirtæki. Þær hefðu ekki allar verið notaðar við fangaflug né hefðu vélarnar verið notaðar eingöngu í þeim tilgangi. Erfitt að viðhalda leynd Fleiri flugvélar sem danski þingmaður Frank Aaen kveðst hafa upplýsingar um að tengist CIA hafa lent á Keflavíkurflug- velli. Það á meðal annars við um flug- vél með kallnúmerið N1HC, af gerðinni Gulfstream V, en hún hefur þrisvar sinnum lent á Kefla- víkurflugvelli, einu sinni á leið til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einu sinni á leið frá Dubai og einu sinni á leið frá Mumbai í Indlandi. Aðrir við- komustaðir vélarinnar á árunum 2001-2005 voru m.a. Varsjá, Moskva, Prag, Kænugarður, Berl- ín, Dublin og Bratislava í Slóvak- íu, skv. upplýsingum danska sam- gönguráðherrans. Þá lenti flugvél með kallmerkið N822US, af gerðinni MacDonnell Douglas MD 82, á Keflavíkurflug- velli þann 12. mars sl. á leið sinni til Búkarest, skv. upplýsingum frá Flugmálastjórn á Keflavíkurflug- velli. Ástæðan fyrir því að CIA notar einkaþotur er sú að herþotur myndu vekja mun meiri athygli. Einkaþotur verða hins vegar að hafa kallmerki sem verður að koma fram á flugvélunum, annars yrðu þær stöðvaðar á flugvöllum. Þessi kallmerki gera það að verk- um að fjölmiðlamenn, áhugamenn um flug og aðrir hafa möguleika á að fylgjast með ferðum þeirra. Það hefur því reynst erfitt fyrir CIA að halda fangaflutningunum algjörlega leynilegum. Stofnunin hefur samt sem áður aldrei geng- ist við þeim. ví að leyniþjónustan CIA reki leynileg fangelsi í Austur-Evrópu r fóru um Ísland ustur-Evrópu Ljósmynd/New York Times merið N168D, er í eigu fyrirtækis sem virðist vera leppfyrirtæki CIA, skv. New York Times. Flugvélin hefur tvisvar sinn- u 2001, annars vegar lenti hún á Reykjavíkurflugvelli 2. október og fór daginn eftir, hins vegar á Keflavíkurflugvelli 6. hún yfir nótt á flugvellinum. Vélin sést hér skömmu fyrir flugtak á flugvelli við Prag á leið til Afganistan.  Meira á mbl.is/ítarefni ngarinnar hafa lagt fram um að ríkisstjórnin beiti t verði ákvæðum alþjóða- ví að koma í veg fyrir ega meðferð. Tilefnið er að ngar um að sterkar líkur eyniþjónustan hafi notað við flutninga fanga til ð pyndingum er beitt við til að ríkisstjórnin girði fyr- geti flutt fanga um ís- staða þar sem hætt er við að framangreind ákvæði alþjóðasamninga verði ekki virt. Þá skuli ríkisstjórnin gera utanríkis- málanefnd Alþingis grein fyrir hvernig hún hyggist beita sér til að tryggja að markmið ályktunarinnar nái fram að ganga. Í greinargerð með ályktuninni er minnt á að ný- legar breytingar á almennum hegningarlögum veiti íslenska ríkinu refsilögsögu í málum sem tengjast brotum á alþjóðasamningi um bann við pyndingum frá 1984, jafnvel þótt brotið sé framið utan íslensks forráðasvæðis. Íslenska ríkið fari með lögsögu á forráðasvæði sínu hvort sem um er að ræða á landi, landhelgi eða lofthelgi. rnin beiti sér gegn fangaflugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.