Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 45 FRÉTTIR Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu eyju Karíbahafsins. Kúbuferð er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist þú stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar heldur einnig einstakri þjóð. Þú tryggir þér flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kúbu 8. nóvember frá kr. 49.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr.49.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 6 nætur með morgunverði. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 8. nóvember. Einstakt tækifæri - Allra síðustu sæti www.bjorngislason.is Björn Gíslason slökkviliðsmaður 7. sæti „Í öruggum höndum“ Á DÖGUNUM fór fram lukkuleikur Ís- lensk-ameríska ehf. og Bónus í versl- unum Bónus. Með kaupum á ákveðnum vörumerkjum frá P&G áttu neytendur kost á að komast í lukkupott og fá tæki- færi til að vinna vinninga. Aðalvinning- urinn var ferð fyrir tvo til Bandaríkj- anna með Icelandair. Á myndinni er aðalvinningshafinn, Berglind Reynisdóttir, með son sinn Magnús Loga. Með henni á myndinni eru Þórhallur Baldursson, frá Íslensk– ameríska ehf, dreifingaraðila P&G á Ís- landi og Svanur Valgeirsson, starfs- mannastjóri Bónus. Lukkuleikur í Bónus STÍGAMÓTUM var nýlega af- hentur styrkur upp á kr.1.500.000, sem safnaðist á uppskeruhátíð byggingariðnaðarins í samvinnu við Steypustöðina. Þar voru seld vinabönd með áletruninni „Som- body to love“ til styrktar Stíga- mótum. Vísar texti bandanna í texta hljómsveitarinnar Queen, en tón- list þeirra var þema hátíðarinnar að þessu sinni. Mörg fyrirtæki og einstaklingar gáfu í söfnunina, þar á meðal voru JB-byggingafélag, Stafna á milli, Sérverk, Bygg Ben, SÞ-verktakar, Rís, Fasteignasalan Klettur, Steypustöðin og Húsasmiðjan ásamt fleiri fyrirtækjum og ein- staklingum. Stígamót kunna eig- endum JB-byggingafélags, þeim Sigurði Sigurgeirssyni og Vil- borgu Hjaltested, þakkir fyrir framtakið en þau stóðu fyrir söfn- uninni og áttu hvað stærstan þátt í að ýta framtakinu úr vör, segir í fréttatilkynningu. Á myndinni eru Hannes Sig- urgeirsson, frkvstj. Steypustöðv- arinnar, Vilborg Hjaltested og Sigurður Sigurgeirsson frá JB- byggingafélagi að afhenda Guð- rúnu Jónsdóttur, Halldóru Hall- dórsdóttur, Björgu Gísladóttur og Bergrúnu Sigurðardóttur frá Stígamótum styrkinn. Morgunblaðið/Þorkell Byggingariðnaður- inn styrkir Stígamót FUNDUR um áfengis og vímu- efnameðferð í fangelsum verður haldinn á Grand hóteli, föstudag- inn 4. nóvember kl. 8–10. Gesta- fyrirlesari á fundinum verður Michael Levy, yfirmaður heil- brigðismála fanga í Ástralíu. Fundurinn er haldinn fyrir til- stilli samráðsnefndar varðandi málefni fanga. Í nefndinni sitja fulltrúar frá: Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Fangelsismálastofnun ríkisins, velferðarsviði Reykjavík- urborgar, Þjónustumiðstöð Breið- holts, Landlæknisembættinu, Rauða krossi Íslands, Lögregl- unni í Reykjavík, Fangavarða- félaginu og einnig fangaprestur. Fundarstjóri er Sveinbjörg Pálsdóttir guðfræðingur, starfs- maður hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Fundur um vímu- efnameðferð í fangelsum AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins var haldinn í Norræna húsinu 31. október sl. Gestir fundarins voru Páll Magn- ússon útvarpsstjóri sem lýsti af- stöðu sinni til Ríkisútvarpsins og sat fyrir svörum og Pétur Gunn- arsson rithöfundur sem flutti hugvekju um dagskrá og tilgang almannaútvarps. Á fundinum voru eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Hollvina- samtakanna: Margrét K. Sverr- isdóttir framkvæmdastjóri var endurkjörin formaður, varafor- maður er Valgeir Sigurðsson rit- höfundur og aðrir stjórnarmenn eru: Viðar Hreinsson fram- kvæmdastjóri Reykjavíkur- akademíunnar, Þorgrímur Gestsson rithöfundur, Þór Magn- ússon, fv. þjóðminjavörður, Hörður Áskelsson tónlistarmaður, Lárus Ýmir Óskarsson kvik- myndagerðarmaður og Ragnheið- ur Tryggvadóttir framkvæmda- stjóri Rithöfundasambands Íslands. Kosið í stjórn Hollvina- samtaka RÚV EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Samtökum um betri byggð: „Samtök um betri byggð ítreka enn og aftur að Vatnsmýrarmálið er í raun tvö ólík og aðskilin mál. Annars vegar er um að ræða mikilvægasta skipulagsmál Reyk- víkinga fyrr og síðar, skipulag og byggingu nýs borgarhluta í Vatnsmýri. Það er lagalegur og siðferðilegur grundvallarréttur Reykvíkinga að skipuleggja sjálf- ir allt land innan borgarmarka sinna og með sama hætti er það hlutverk og skylda kjörinna borg- arfulltrúa að gera slíkt skipulag í samráði við kjósendur sína og með hagsmuni þeirra að leið- arljósi. Hins vegar er um að ræða mik- ilvægt samgöngumál, sem snertir alla landsmenn. Það er ótvírætt hlutverk og skylda fagráðuneytis samgöngumála og fagstofnunar þess á sviði flugmála að finna nýj- an stað á Suðvesturlandi fyrir miðstöð innanlandsflugsins, sem tryggir hagsmuni flugfarþega og flugrekenda til frambúðar, í fullri sátt við umhverfi og samfélag. Nú í aðdraganda prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er skorað á alla þátttakendur í því prófkjöri svo og aðra, sem gefa kost á sér til þjónustu við Reyk- víkinga á næsta kjörtímabili að nefna það ár sem vænta má að fyrstu íbúarnir og fyrstu fyr- irtækin geti flust inn í nýja mið- borgarbyggð í Vatnsmýrinni.“ Vatnsmýrarmálið tvö aðskilin mál VERÐLAUNAHAFAR úr fyrsta útdrætti í afmælisleik fasteignasöl- unar Kletts, Skeifunni 11, Reykja- vík, hafa verið dregnir út. Vinnings- hafar eru Kristbjörn Már Harðarson og Linda Björk Gunn- arsdóttir og hlutu þau í vinning 600.000 kr. úttekt sem er gefin mán- aðarlega úr seldum eignum eða 6 sinnum 100.000 kr. gjafabréf frá eft- irtöldum fyrirtækjum Úrval-Útsýn, Álfaborg, Harðviðarval, Bræðr- unum Ormsson, Ego dekor og Nú- tíma. Á myndinni má sjá Sigurð Hjalte- sted afhenda þeim Krisbirni Má Harðarsyni, Lindu Björk Gunn- arsdóttur og fjölskyldu vinninginn. Verðlaunahafar úr fyrsta útdrætti í afmælisleik fasteignasölunnar Kletts. Vinningshafar í afmælisleik Kletts  GUÐRÚN Rósa Þórsteinsdóttir varði doktorsritgerð sína í bóka- safns- og upplýsingafræði við Há- skólann í Gautaborg 1. október sl. Ritgerðin ber titilinn „The In- formation Seek- ing Behaviour of Distance Stud- ents. A Study of Twenty Swedish Library and In- formation Science Stud- ents“. Í rannsókninni er fjallað um ýmsa þætti sem hafa áhrif á upp- lýsingaöflun fjarnema í meist- aranámi. Þetta eru þættir eins og búseta, vinnustaður, upplýs- ingalæsi, tæknikunnátta og bak- grunnur nemenda. Rýnt var í val og notkun nemenda á hinum ýmsu upplýsingaleiðum og einnig hvern- ig persónulegir hagir þeirra, upp- lýsingalæsi og fyrri reynsla af námi og störfum hefur áhrif á að- ferðir þeirra við að afla sér upp- lýsinga í sambandi við námið. Einnig er fjallað um kennslu- fræðilega þætti, s.s. hvernig upp- bygging og framsetning verkefna getur haft áhrif á val nemandans á upplýsingaleiðum og upplýs- ingalindum svo og hvernig nálgun nemenda á viðfangsefninu hefur áhrif á upplýsingaleitina. Rannsóknin er þverfagleg og voru fræðikenningar sóttar bæði í bókasafns- og upplýsingafræði og uppeldis- og kennslufræði. Um er að ræða notendarannsókn þar sem reynsla og upplifun nemenda er lögð til grundvallar við túlkun gagna. Hér er á ferðinni eigindleg rannsókn þar sem reynslugögnin byggjast á 42 viðtölum við tuttugu fjarnema í bókasafns- og upplýs- ingafræði á ýmsum aldri sem bú- settir eru víðsvegar í Svíþjóð, tvo starfsmenn háskólans og dagbók- arskrifum níu af fjarnemunum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fjarnemarnir höfðu jákvæða reynslu af fjarnámi þótt flestir upplifðu tækniörðugleika sem gerði það m.a. að verkum að fjar- lægð frá háskóla hafði áhrif á upp- lýsingaöflun, upplýsingaleit og notkun upplýsinganna. Nemendur áttu ennfremur í nokkrum erf- iðleikum með að ná tökum á tækni við upplýsingaleitir. Þetta bendir til að leggja þurfi meiri áherslu á kennslu í upplýsingatækni svo að landfræðileg fjarlægð hafi ekki áhrif á þennan þátt fjarnámsins. Nemendurnir kusu heldur að leita sér upplýsinga í heimabyggð og voru tregir til að leita lengra og nota millisafnalán bókasafna. Einnig kom í ljós að framboð efnis í heimabyggð og upplýsingalæsi nemandans hafði áhrif á hvaða upplýsingalindir voru notaðar, frekar en verkefnið sem átti að vinna. Færni í upplýsingalæsi, bakgrunnur nemandans, markmið með náminu og metnaður hafði svo áhrif á hvernig nemandinn nálgaðist viðfangsefnið. Leiðbeinandi Guðrúnar var dr. Louise Limberg, prófessor við Há- skólann í Borås í Svíþjóð. Guðrún naut einnig ráðgjafar hjá dr. Lars Höglund, prófessor við háskólann í Gautaborg, en andmælandi við vörnina var dr. Jannica Heinström við Rutgers State University. Í dómnefnd sátu dr. Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor, dr. Tom Wilson prófessor og dr. Reijo Savolainen prófessor. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir fæddist á Akureyri 27. mars 1970, dóttir hjónanna Þórsteins Arnars Jóhannessonar og Rósu Jónu Jóakimsdóttur bænda á Bárð- artjörn, Grýtubakkahreppi. Hún lauk stúdentsprófi frá Verk- menntaskólanum á Akureyri 1990, BA-prófi í bókasafns- og upplýs- ingafræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og prófi í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla 1994. Árið 1997 lauk hún MA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá háskólanum í Borås. Guðrún vann við rannsóknir og kennslu við Háskólann í Gautaborg og Borås frá 1995 til ársins 2002 er hún flutti til Íslands. Eiginmaður Guðrúnar er Ragnar K. Ásmunds- son, doktor í eðlisfræði og eiga þau tvo syni, Ásmund Smára og Þórstein Atla. Doktor í bókasafns- og upplýsingafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.