Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 37 UMRÆÐAN SÍÐAN grunnskólinn var færð- ur frá ríki til sveitarfélaga árið 1995 hefur borgin aukið miðstýr- ingu grunnskóla til mikilla muna. Þetta tel ég óheillavænlega þróun þar sem ólíkar lausnir henta ólíkum nemendum, kenn- urum, skólum og jafnvel hverfum. Það er því mikilvægt að færa í auknum mæli ákvörðunarvald til skólanna sjálfra og farsælla, að treysta fagfólki frekar en borgaryfirvöldum til að ákveða bestu leið- irnar til að mennta börnin. Fyrr verða einstaklings- miðaðir kennsluhættir ekki að veruleika. Engum dytti til dæmis í hug að skylda alla íþróttaþjálfara til að haga íþróttaæfingum eftir skilgreindum ferlum frá borgaryf- irvöldum. Við teljum að íþrótta- þjálfarar séu í betri aðstöðu en yf- irvöld til að meta hvaða tegund þjálfunar henti aðstæðum og við- komandi börnum hverju sinni. Aukið sjálfstæði skóla Til þess að auka sjálfstæði skóla þarf að falla frá þeirri þróun að innleiða almenn ferli og hug- myndafræði í borgarrekna skóla. Hver skóli er einstakur og þarf að fá aukið frelsi til að móta sín ferli og sínar áherslur. Einstaklings- miðaðir kennsluhættir á að mótast af nemendum fyrst og fremst en einnig faginu sem um ræðir. Einn- ig þarf að styðja betur við einka- framtakið í skólamálum en nú er gert. Núverandi stefna borg- arinnar hefur nánast kippt rekstr- argrundvelli undan rótgrónum sjálfstætt reknum skólum. Einkaframtak í skóla- kerfinu hefur jákvæð áhrif á kerfið í heild sinni til dæmis með innleiðingu nýrra kennsluhátta. Tryggja þarf að auki valfrelsi foreldra um bæði einkarekna grunn- skóla og sjálfstætt rekna grunnskóla. Innsýn foreldra í skólastarf Samskipti foreldra og leikskóla- kennara eru yfirleitt töluverð og lögð er áhersla á að upplýsa for- eldra daglega um það sem fram fer í leikskólanum. Breytingin sem á sér stað þegar barn flyst úr leik- skóla yfir í grunnskóla er að jafn- aði nokkuð harkaleg fyrir bæði foreldra og barn. Ég legg áherslu á að skapa meiri samfellu milli leikskóla og grunnskóla, þannig að börn verði betur undirbúin þegar þau hefja skólagöngu sína. Ég vil einnig gefa foreldrum grunnskóla- barna kost á að fá ríkari innsýn og jafnvel taka aukinn þátt í því hvað á sér stað inni í kennslustofu barna þeirra þó faglegar ákvarð- anir séu í höndum kennara. Liður í aukinni samfellu og samstarfi foreldra við skóla er að koma á fót raunverulegum heilsdagsskóla með fagfólki innanborðs. Raun- verulegur heilsdagsskóli, þar sem börn geta einnig stundað íþróttir og tómstundir sínar, á að vera ná- lægt en ekki fjarlægt markmið borgaryfirvalda. Gerum gott skólastarf betra Borgin á að bjóða framúrskar- andi en fjölbreytta skóla. Lykill- inn að metnaðarfullu og skapandi skólaumhverfi felst í menntakerfi sem byggist á fjölbreytni og val- kostum bæði í grunn- og leik- skólum. Hlutverk borgarstjórnar er að setja og fylgja eftir gæða- viðmiðum en treysta þarf fagfólki til að sjá um framkvæmd og út- færslu. Valfrelsi og fjölbreytni fyrir grunnskólabörn Eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur ’Lykillinn að metnaðarfullu og skapandi skólaumhverfi felst í menntakerfi sem byggist á fjölbreytni og valkostum, bæði í grunn- og leikskólum.‘ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er gefur kost á sér í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík Fréttir í tölvupósti Kjartan í 3. sætið Veljum traustan og öflugan málsvara borgarbúa í borgarstjórn! www.kjartan.is Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Prag í nóvember. Prag er borg sem iðar af lífi alla vikuna. Gríptu tækifærið og kynnstu þessari einstöku borg. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Prag 7. eða 14. nóv. frá kr. 19.990 Síðustu sætin Verð kr. 19.990 Innifalið: Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 7. eða 14. nóv. og heim 10. eða 17. nóv. Netverð á mann. Gisting frá kr. 3.400 Verð á mann nóttin í tvíbýli á Hotel Quality með morgunverði. Munið Mastercard ferðaávísunina                          SJALDAN hefur harðari sam- keppni ríkt á fjölmiðlamarkaði en nú. Upp eru að rísa sterkir og öfl- ugir fjölmiðlar sem eiga í harðri samkeppni um peninga og athygli. Nægir að nefna uppgang 365 ris- ans, Moggann, Blaðið, héraðsblöð að ótöldum öllum netmiðlunum sem stöðugt sækja í sig veðrið. Þá er rétt ógetið RÚV í öllu þessu nýja umhverfi. Óhætt er að segja að sú mæta stofnun kunni að daga uppi ef ekk- ert verður að gert. Ákall starfsmanna og stuðningsmanna RÚV krefjast tafarlausra aðgerða. En hvernig á að bregðast við? Með hvaða hætti á að koma RÚV fyrir í hin- um harða heimi fjöl- miðlunar? Eign og hlutverk Útgangspunkturinn er sá að um það virðist ríkja nokk- uð þverpólitísk samstaða að Rík- isútvarpið eða RÚV skuli vera í eigu ríkisins. Enginn flokkur hefur boðað annað og verður ekki séð að á því verði breyting. Í annan stað virðist vera nokkuð almenn sátt um að RÚV skuli sinna menning- arlegri fjölbreytni, heiðarlegri fréttamennsku og sinna örygg- isþáttum. Þessir tveir þættir, þ.e. ríkiseign og menningarleg fjöl- breytni virðist útgangspunkturinn í allri umræðu um RÚV. Skoðum einstaka þætti. Einn skipstjóri þungur rekstur Í fyrsta lagi virðist RÚV vera stjórnunarlegur bastarður. Út- varpsstjóri er skipaður af ráðherra sem og nánustu stjórnendur aðrir. Mannaráðningar þarf að bera und- ir útvarpsráð sem sannarlega fundar ekki á hverjum degi. Stjórnunarleg ábyrgð er fyrir vikið mikið á reiki. Skipstjórar á skút- unni virðast margir. Afleiðing þess hefur rekið stofnunina nánast upp á sker þar sem hún situr nú föst. Rekstur og fjárhagur RÚV virð- ist vera nokkuð á reiki. Vegna stjórnunarfyrirkomulags má segja að sjálfvirkt renni stöðugt stærri hluti tekna stofnunarinnar til fastra verkefna. Stöðugt minni hluti kökunnar verður hins vegar eftir til dagskrárgerðar sem vitaskuld er einn helsti útgangspunkt- urinn í rekstri RÚV. Skýrari markmið og ábyrgð Þau tvö atriði sem hér hafa verið nefnd, stjórnunarleg kreppa og rekstrarlega óvissa, nægja í raun- inni til þess að kalla á tafarlausar breyt- ingar. Við þá vinnu, sem verður að ganga hratt fyrir sig, er mikilvægt að hafa nokkur atriði á hreinu. Í fyrsta lagi þarf að skerpa á markmiðum stofnunar- innar en sú skilgreining virðist að mestu leyti blasa við. Í öðru lagi þarf að einfalda allan stjórn- unarstrúktur þannig að skipstjór- inn verði einn og ábyrgðin verði skýr. Innanhúss á að deila verk- efnum og hver og einn millistjórn- andi þarf að vera ábyrgur gjörða sinna gagnvart útvarpsstjóra. Ábyrgðinni fylgja líka skyldur og afleiðingar. Og þá stendur eftir hið umdeilda atriði um formið. Í eigu ríkisins. Að grunni til byggja lög um Rík- isútvarpið á grunni þar sem fjöl- miðlaumhverfið var miklu einfald- ara og RÚV var eini ljósvakamiðillinn. Á því hefur orðið breyting og er mikilvægt að gefa stofnuninni það svigrúm sem hún þarf í gjörbreyttu umhverfi við harðnandi samkeppni um hlust- endur og áhorfendur. Í ljósi þess að enginn stjórnmálaflokkur á Al- þingi hefur lýst yfir vilja til að selja Ríkisútvarpið hljóta menn að velta upp því hvort rekstrarformið skipti þá einhverju máli. Ef eign- arhaldið er skýrt, þ.e. ríkisins, þá hlýtur að vera horft til þess hvaða rekstrarform hentar stofnuninni best. Hún þarf að geta brugðist við til þess að standast samkeppni. Menn hafa eðlilega bent á að hvort RÚV verði sameignarfélag, sjálfs- eignarstofnun eða hlutafélag þá breyti það í sjálfu sér litlu hvað varðar stofnunina sem almennings- eign ef fyrir liggur pólitískur vilji um að halda RÚV í eigu ríkisins. Markmiðin þurfa að vera ljós: Ríkisútvarpið í eigu ríkisins og rekstrarformið þannig að svigrúm stofnunarinnar til að standast sam- keppni verði sem best. Það er skylda Alþingis að bregðast fljótt og vel við neyðarópi Ríkisútvarps- ins, jafnt stjórnenda sem annarra starfsmanna. Neyðarkall frá RÚV Hjálmar Árnason fjallar um „neyðaróp“ RÚV ’Það er skylda Alþingisað bregðast fljótt og vel við neyðarópi Rík- isútvarpsins, jafnt stjórnenda sem annarra starfsmanna.‘ Hjálmar Árnason Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.