Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 27
Fleiri geta nú vænst þess að verða eldri ennokkur önnur kynslóð á undan. Völd og pen-ingar verða í auknum mæli í höndum þeirra,sem eldri eru. Viðhorfsbreytingar verða að eiga sér stað hjá okkur varðandi það hvernig við eyðum eftirlaunaárunum því það hvernig við ákveðum að haga lífi okkar sem aldraðir einstaklingar á eftir að verða ein stærsta áskorun í lífinu. Svona sér Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur meðal annars fyrir sér hina nýju kynslóð aldraðra, sem koma muni fram á sjón- arsviðið innan fárra ára og verða töluvert áberandi í þjóðfélaginu. Því sé afar brýnt fyrir okkur að búa þannig í haginn að þjónusta komi til með að mæta kröf- um þessa sístækkandi hóps. Berglind velti upp ýms- um spurningum um hina nýju kynslóð aldraðra á ný- legri ráðstefnu um málefni fjölskyldunnar í Reykja- nesbæ. Meðal annars velti hún fyrir sér hvað aldraðir teldu til lífsgæða og hver væri opinber stefna og framtíðarsýn í málefnum aldr- aðra. Ljóst væri að bætt heilsa og bættur efnahagur eldra fólks kallaði á breyttan lífsstíl. Persónuleikinn helst Venjan innan þróunarsálfræðinnar er að líta til þriggja þátta til að skýra út þroska og þróun á seinni fullorðinsárum: líffræðilegra breytinga, núverandi sam- félagsmyndar og persónuleika. „Það hægir á allri lík- amsstarfsemi. Kjarkurinn minnkar oft og tómleika- tilfinningar geta farið að gera vart við sig samfara starfslokum. Við getum ekki borið saman aðstæður og lífsbreytingar okkar við þær sem foreldrarnir gengu í gegnum og upplifðu. Rannsóknir benda til að persónu- leiki einstaklinga komi fram strax á unga aldri og að hann breytist ekki ýkja mikið út lífið sem þýðir að það sem einkennir einstakling hvað varðar framkomu, að- lögun, hegðun og smekk á miðjum aldri á líka við á efri árum. Þó að lífið geti breyst mikið breytist persónuleik- inn lítið. Hinsvegar nálgast kynin hvort annað eftir því sem árin færast yfir.“ Öldrun hefst ekki á ákveðnum tímapunkti, t.d. á 67 ára afmælisdaginn, heldur er hún undir því komin hvernig við högum lífinu á yngri árum og á eigin við- horfum gagnvart öldrun. Árið 2000 voru Íslendingar 65 ára og eldri 11,6%, en talið er að þeir verði um 19% af heildarfjöldanum árið 2030. Segja má að það sé ekki gamall siður að íhuga það í botn hvernig best sé að eyða eftirlaunaárunum því á fyrri öldum var fólk einfaldlega ekki gamalt. Það bara vann og dó enda hafa meðal ævilíkur manna 99% af þeim tíma, sem fólk hefur búið á jörðinni, verið um 18 ár. Því hafa þeir, sem borið hafa gæfu til að ná háum aldri, notið virðingar og upphefðar vegna uppsafnaðrar vitneskju og fróðleiks. Miklir aldursfordómar Töluverð öldrunarfælni ríkir í þjóðfélaginu, en afleið- ingar hennar eru aldursfordómar, sem geta, að sögn Berglindar, verið jafn slæmir og kynjamisrétti og kyn- þáttafordómar. Alhæft er um heilan hóp út frá stöðu þeirra veikustu í hópnum og eru fyrirsagnir og umræð- ur um aldraða gjarnan fremur neikvæðar á borð við „öldruðum fjölgar hratt“, „gráa kynslóðin“, „það vantar fleiri hjúkrunarrými“, „þetta verður byrði á sveitarfé- laginu“. Aldursfordómar eru líklegir til að einangra hina öldruðu og gera það að verkum að fólk kvíðir sinni eigin öldrun. Líklegustu skýringar á aldursfordómum eru þjóðfélagslegar áherslur á hraða, styrkleika, fram- farir. Það er því gott að vera ungur enda miðast flest við þarfir þeirra, t.d. götugönguljós og letur í dag- blöðum, að sögn Berglindar. Ný kynslóð aldraðra „Nú stöndum við frammi fyrir því að inn í þjóðfélagið fer að streyma ný kynslóð eldri borgara, sem rutt hefur fjölmargar brautir, er vön því að hafa áhrif og vill ráða sér sjálf. Þetta eru eftirstríðsárabörnin, hin svokallaða sprengikynslóð eða „baby boomers“, sem fæddir eru á árunum 1946 til 1956 og komast þeir fyrstu á eft- irlaunaaldur árið 2013. „Þetta fólk varð fyrst til að mennta sig í háskólum og varð fyrst til að tileinka sér tækninýjungar nútímans. Þetta fólk hættir líklegast til- tölulega ungt að vinna, er fullt af orku og hugmyndum, hefur gífurlega reynslu að baki og áhuga til áhrifa.“ Berglind dregur það stórlega í efa að þessari kynslóð finnist stofnanavist fýsilegur kostur þó hjúkrunarheim- ili verði auðvitað að vera til fyrir þá, sem veikir eru og lasburða. „Við þurfum að skapa þjóðfélag, þar sem fólk getur lifað því lífi, sem það kýs, óháð aldri. Með öðrum orðum á fólkið ekki að þurfa að elta þjónustuna, heldur á þjónustan að elta fólkið með stóraukinni heimaþjón- ustu. Við eigum að geta haft raunverulegt val um það hvort við förum inn á stofnun eða fáum þjónustuna heim. Við megum ekki líta á öldrun sem ógn heldur sem tækifæri og forréttindi. Við þurfum að sama skapi að minnka aðskilnað milli aldurshópa. Það er stærsta forvörn gegn einmanaleika, kvíða og lækkuðu sjálfs- mati.“  ALDRAÐIR | Ný kynslóð aldraðra kemur brátt fram á sjónarsviðið Þurfum að breyta viðhorfi til aldraðra Aldraðir eiga ekki að þurfa að elta þjónustuna heldur á þjónustan að elta fólk- ið. Berglind Magnúsdóttir sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að aldraðir ættu að geta haft raunverulegt val um stofnanavist eða heimaþjónustu. Morgunblaðið/Ásdís Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur segir að ekki eigi að líta á öldrun sem ógn held- ur tækifæri og forréttindi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 27 DAGLEGT LÍF Hvað segir unga fólkið:  Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.  Tryggjum öldruðum stofnanavist.  Aldraðir þarfnast leiðsagnar okkar.  Gráa kynslóðin. Hvað segir gamla fólkið:  Ég vil lifa innihaldsríku lífi.  Ég vil búa í mínu umhverfi og vera tryggð þjónusta þar.  Ég vil hafa áhrif á umhverfi mitt.  Gráa gullið. Þversagnir join@mbl.is E N N E M M / S IA / N M 18 98 8 Kanarí Kanaríeyjar eru langvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir vetrarmánuðina, enda er þar milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. ÁGranCanaria er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn. Vinsælustu staðirnir eru Enska ströndin og Maspalomas og þar eru Heimsferðir með sína gististaði. Tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið á Kanarí í vetur! á lægsta verðinu Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík, sími 595 1000 Akureyri, sími 461 1099 • Hafnarfjörður, sími 510 9500 • www.heimsferdir.is Frábært verð! Kr. 49.990 – vika, m.v. 2 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í íbúð á Aguacates, Vista Golf eða Las Arenas, vikuferð, 17., 24. og 31. janúar eða 7. febrúar. Netverð á mann. Kr. 59.990 – 2 vikur, m.v. 2 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í íbúð á Aguacates, Vista Golf eða Las Arenas, í 2 vikur, 17., 24. og 31. janúar eða 7. febrúar. Netverð á mann. *Verðtrygging Heimsferða tryggir þér lægsta verðið á viðkomandi ferð, m.v. gististað í boði, ferðadag og ferðalengd. Háð því að viðkomandi ferð sé í boði. 17. jan. – aðeins 11 íbúðir 24. jan. – aðeins 15 íbúðir 31. jan. – aðeins 17 íbúðir 7. feb. – aðeins 17 íbúðir Bókaðu strax! 100% verðtrygging til Kanarí Þú færð ávallt lægsta verðið og mestu gæðin hjá Heimsferðum – annars endurgreiðum við mismuninn.* Þjónustan í öndvegi Okkar kappsmál er að veita sem besta þjónustu. Allir fararstjórar Heimsferða hafa áralanga reynslu og sérþekkingu á Kanaríeyjum. • Íslensk fararstjórn • Úrval kynnisferða • Viðtalstímar á gististöðum • Beint leiguflug án millilendingar • Upplýsingabók Heimsferða með hagnýtum upplýsingum • Skemmti- og íþróttadagskrá í sérvöldum ferðum • Símavakt allan sólarhringinn • Örugg læknaþjónusta Viðbótargisting á frábæru verði - Aguacates - Vista Golf - Las Arenas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.