Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 51

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 51 MENNING Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handavinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Boccia kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30. Leikfimi kl. 11. Myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Söngur kl. 14, Lýð- ur Benediktsson mætir með harmón- ikkuna. Tungubrjótar koma í heimsókn kl. 15. Skráning á Halldór í Hollywood. Fastir liðir. Sími: 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Útskurðar- og út- sögnarnámskeið í smíðastofu grunn- skólans á fimmtudögum kl. 15.30– 18.30. Áhöld og viður til að skera út á staðnum. Kennari Friðgeir H. Guð- mundsson. Sperrileggirnir ganga sam- an, með eða án stafa, þriðjudags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 10–11. Mæt- ing fyrir framan Bessann og molasopi þar eftir göngu. Allir 60 ára og eldri velkomnir í hópinn. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu, sími 565 1831. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Aðventuferð eldri borgara til Kaupmannahafnar. Síðustu forvöð eru nú að skrá sig í ferð 4.–7. desember á vegum Emils Guðmundssonar og Fé- laga eldri borgara í Kópavogi og Sel- fossi. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá félagsmiðstöðvunum. Einnig hjá Kolbeini Inga s: 482 2002/ 697 8855 eða Þráni s: 554 0999. Greiða þarf ferðina fyrir 4. nóvember. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Árshátíð félagsins á morg- un, föstudaginn 4. nóv., miðar seldir á skrifstofu félagsins. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Bridsdeild FEBK í Gull- smára spilar alla mánu– og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Spil hefst kl. 13. Kaffi og meðlæti fáanlegt í spilahléi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gler- skurður kl. 9, ullarþæfing og perlur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi kl. 9.45, karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Handavinnuhorn kl. 13 í Garðabergi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 20. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund, umsjón sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kl. 12.30 vinnustofur opnar m.a. myndlist og fjölbreytt föndurgerð. Kl. 13.30 leggur Gerðubergskór af stað í heimsókn í „opið hús“ í Laugarneskirkju. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Félagsstarfið Langahlíð 3 | Hand- mennt almenn, kaffiveitingar og bingó kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, leikfimi kl. 11.20, glerbræðsla kl. 13.30 og bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Fé- lagsvist kl. 13.30, góðir vinningar, kaffi og nýbakað. Böðun fyrir hádegi. Fóta- aðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Sönghópur kl. 13.30. Siffi mætir. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30. Kvenfélagið Hrönn | Jólapakkafundur fimmtudaginn 3. nóv. kl. 20 í Borg- artúni 22, 3. hæð. Sjáumst sem flest- ar. Stjórnin. Laugardalshópurinn í Laugardalshöll | Leikfimi í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1, | Kl. 9–12 leir, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 11.30 bæn- arstund, kl. 13–16.30 leir, kl. 9 smíði. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátúni 12. Skák í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl 9 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl 9 Boccia. Kl 9:15 að- stoð v/böðun. Kl 9:15 handavinna. Kl 10:15 Spænska. Kl 11:45 hádegisverður. Kl 13 Leikfimi. Kl 13 kóræfing, gler- bræðsla. Kl 14:30 Kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Helgistund verður kl. 10.30, í umsjón séra Karls Matthías- sonar. Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík syngur við undirleik Kristína K. Szklenar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9.30–12.30. Bókband og pennasaum- ur kl. 9–13, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hárgreiðsla og fótaað- gerðarstofur opnar, handmennt alm. kl. 13–16.30, glerskurður kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Sr. Birgir Snæbjörnsson les úr nýrri bók sinni. Stúlknakór Ak- ureyrarkirkju syngur. Kaffiveitingar og tónlist. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Lof- gjörð kl. 21. Árbæjarkirkja | Starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla kl. 16. Söng- ur, sögur, helgistund og leikir. Áskirkja | Opið hús kl. 14–17. Sam- söngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Klúbbur 8 til 9 ára barna. Spilafundur kl. 17–18 í dag. Allir mega koma með spil. Foreldrum er boðið til samveru með börn sín í safnaðarheim- ili II, kl. 10–12. Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Lesið er úr Galatabréfinu og efni þess útskýrt. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10 á neðri hæð, kl. 11.15 leikfimi I.A.K. Bænastund kl. 12.10, barnastarf 6 9 ára kl. 17–18, á neðri hæð. Unglinga- starf kl. 19.3021.30, á neðri hæð. Dómkirkjan | Opið hús í Safn- aðarheimilinu kl. 14–16. Kaffi og með- læti. Fella- og Hólakirkja | Samverustund í Gerðubergi í umsjá presta og djákna Fella– og Hólakirkju kl. 10.30. Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og bænastund í hádeginu á fimmtudög- um kl. 12.15. Tónlistin er vel fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmis konar fyr- irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn 10–12 ára á fimmtudögum í Húsaskóla kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Hversdagsmessa kl. 19. Hversdagsmessur eru sérstaklega ætlaðar fólki í önnum dagsins. Áhersla er lögð á létta og aðgengilega tónlist. Í hverri guðsþjónustu er altarisganga. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Vinafundir í Setrinu kl. 14. Umsjón sr. Tómas og Þórdís þjón- ustufulltrúi. Á vinafundum hjálpast fólk við að vekja upp gamlar og góðar minningar. Kaffi á eftir. Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9 ára börn, hittast í Hjallakirkju kl. 16.30– 17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara er kl. 15. Við syngj- um saman, biðjum og svo er hugleið- ing. Á eftir er kaffi og með því. Keflavíkurkirkja | Upplýsinga og kynningarfundur með foreldrum ferm- ingarbarna í Kirkjulundi kl. 20.30. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM fim. 3. nóv. kl. 20 á Holtavegi. „Mis- munandi trúarbrögð“. Gunnar J. Gunnarsson lektor sér um efnið. Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson hefur hug- leiðingu. Allir karlmenn eru velkomnir. Langholtskirkja | Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10 – 12. Ingibjörg Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur, fjallar um líðan mæðra eftir fæðingu. Kaffisopi, spjall og söngstund fyrir börnin. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðarstund í hádegi. Að samveru lokinni bíður málsverður í safnaðarheimilinu á kostnaðarverði. Kl. 14 Samvera eldri borgara. Gerðubergskórinn skemmtir og syngur. Kaffiveitingar í umsjá þjón- ustuhópsins og kirkjuvarðar. Sr. Bjarni stýrir samverunni. Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12.05. Opinn vettvangur þeirra sem glíma við sorg og missi og vilja vinna úr áföllum sínum. Þar kemur fólk saman til að tjá sig eða hlusta á aðra. Prestar kirkj- unnar leiða fundina til skiptis. Óháði söfnuðurinn | 12 sporin – and- legt ferðalag kl. 19–21. Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðs- félagi Selfosskirkju í Safnaðarheim- ilinu kl. 19.30 í kvöld. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos ÞAÐ liggur í hlutarins eðli, að eftir því sem viðfangsefnið er kunnara, því meir beinist aðalathygli hlust- enda að flytjandanum. Sérstaklega á það við hefðbundna klassíska einsöngstónleika þar sem kunn- ustu verkefnin verða smám saman að viðteknum mælistikum. Svo var einnig á aðeins miðlungi vel sóttum tónleikum Ólafs Kjart- ans Sigurðarsonar og Vovku Ashkenazy í Íslenzku óperunni á mánudagskvöld. Því þó að dag- skráin væri í sjálfu sér fjölbreytt, voru atriðin á hinn bóginn flest vel þekkt og að auki góðkunnug úr fyrri dagskrám söngvarans. Ferskasti þátturinn að þessu sinni var því píanóleikur Vovku Ashkenazys, enda fremur sjald- heyrður hérlendis, hvað þá í undir- leikshlutverki. Og ekki þarf að tví- nóna frekar við að nefna, að slíkan undirleik hafði maður afar sjaldan heyrt á þessu landi. Í fyrstu hefði mátt ímynda sér að píanistinn væri haldinn allt að því sjálfseyðandi hlédrægni, því hljómstyrkurinn var oft mörgum gráðum neðar en maður á að venjast hjá jafnvel fín- legustu ljóðasöngsspilurum. En smám saman – ekki sízt fyrir hvað maðurinn gaf sér oft ríflegan tíma í yfirveguðum en samt lús- fylgnum leik sínum – rann upp fyr- ir áheyrandanum að allt hlyti að vera með ráðum gert. Því þó að stundum lægi við að hljómborðs- lyklarnar bifuðust fremur undan andardrætti en áslætti, þá heyrðist ávallt í slaghörpunni. Sama hvað söngvarinn gaf mikið í, og hefði þó iðulega dugað til að stútfylla marg- falt stærri sal. Eins og fyrr var að ýjað, tæki varla að tíunda einstök verk, enda stóð þessutan fátt afgerandi upp úr í að jafnaði ljómandi góðri túlk- un þeirra félaga. Helzt má segja að undirrituðum létti talsvert frá síð- ustu reynslu af Ólafi Kjartani, því áður hálfsárar toppnóturnar voru nú mun óþvingaðri. Skal engum getum að leitt hvort kverka- slæmska hafi komið við sögu í fyrra skiptið, eða markviss æfing í seinna. En hitt er víst að söngv- arinn virtist nú í áberandi betra formi. Og ólíkt allt of mörgum öðrum yngri söngvurum var ekki hægt að væna hann um daufa textatúlkun. Hvort sem fjallað var um ást- arkvöl, heift, alsæld eða þórð- argleði – allt skein það út úr víð- feðmu tjáningunni, jafnt heyranlega sem sjáanlega. Oftast við fyrirmyndarskýran framburð, jafnt á íslenzku sem á ítölsku, frönsku, þýzku eða rússnesku. Helzt saknaði maður fleiri dæma til tilbreytingar um hlýja brjóst- tónasönginn sem Ólafur átti fyrr- um svo auðvelt með, þangað til stjörnustríðskraftur óperusviðsins ýtti þeim kosti til hliðar fyrir hálf- um áratug. Sem sagt er úr vöndu að velja hvað hrifið hafi mest. En til að nefna eitthvað mætti meðal ís- lenzku laganna minnast á Hamra- borgina óbrotgjörnu, Í fjarlægð og Ég lít í anda liðna tíð, þar sem tvö seinni komust hvað næst brjóst- tónahlýju fyrri ára. Non più andrai Fígaró-greifans var eld- hress herhvöt, drykkjusöngur Ravels úr Don Kíkóta-söngvarenn- unni sætkerskinn, og túlk- unarbreiddin fór út á víðasta völl í þrennu Jóns Þórarinssonar, „Of Love and Death“, með hámarki í My Friend. Athygliverða sléttsöngsmótun mátti heyra í Op. 6,4 Tsjækovsk- íjs, og í tveim þekktari lögum Rússans, Söngi Mignon og Kvöld- lokku Don Zhuana, flæddi ljóð- rænan sem smér af vörum við bók- staflega bráðnaðan píanóleik Vovku í fyrra og glettna fingrafimi í seinna laginu. Kallaði það að von- um á aukalag, Fuglafangarasöng Papagenós við gáskafull pan- flautuinnskot söngvarans. Lauk þar með skemmtilegum tónleikum á laufléttum alþýðunótum við af- bragðsgóðar undirtektir. Af krafti og mýkt TÓNLIST Íslenzka óperan Sönglög og aríur eftir íslensk og erlend tónskáld. Ólafur Kjartan Sigurðarson bassabarýton og Vovka Stefán Ashken- azy píanó. Mánudaginn 31. október kl. 20. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Í DRAUMI gera fæstir sér grein fyrir að vera ekki vakandi. Draum- urinn virðist vera veruleikinn allt þar til svefninum lýkur. En hvað með það sem við upplifum í vöku? Er veruleikinn sá sem hann sýnist? Sjö ára dóttir mín spyr mig stund- um hvort við séum hugsanlega sögupersónur í bók sem einhver annar er að lesa. Þá segi ég henni að ég hafi lesið einhverntímann að ýmsar vísbendingar séu um að við séum inni í risastóru tölvuforriti. Veruleikinn sé hugsanlega bara sýndarveruleiki og að við séum per- sónurnar í tölvuleik. Hver spilar þá leikinn? Guð? Draumurinn var að mestu leyti viðfangsefni Hönnu Dóru Sturlu- dóttur sópran og Kurt Kopecky píanóleikara á hádegistónleikum í Íslensku óperunni á þriðjudaginn. Á efnisskránni voru lögin Ein Traum (Draumur) eftir Grieg, Var det en dröm? (Var það draumur?) eftir Sibelius og annað í þeim dúr. Skemmst er frá því að segja að frammistaða söngkonunnar var með miklum ágætum; rödd hennar var þétt og hljómfögur, tæknin örugg og túlkunin sannfærandi. Lagið eftir Grieg var tilfinn- ingaþrungið og gætt áhrifaríkri stígandi sem naut fullkomins stuðn- ings píanóleikarans og er sömu sögu að segja um annað á efnis- skránni. Með tveimur undantekn- ingum: Tvær aríur eftir Wagner og Verdi hefðu þurft kraftmeiri píanó- bassa; leikur Kopeckys var vissu- lega fallegur og nákvæmur, en of fíngerður fyrir hljómburðinn í Gamla bíói, sem er of þurr til að flygillinn njóti sín almennilega, sér- staklega þegar hann á að vera í hlutverki heillar hljómsveitar. Fyrir utan þetta voru tónleikarn- ir skemmtilegir og ég verð að segja að hádegistónleikar Íslensku óper- unnar eru yfirleitt alltaf kærkom- inn flótti frá veruleikanum; það er einstaklega ljúft að hverfa frá ann- ríkinu stutta stund í hádeginu og njóta skáldskapar og tónlistar í dimmunni í Gamla bíói. Burtséð frá því hvort veruleikinn sé draumur eða ekki þá hafa margar rann- sóknir sýnt fram á að draumar eru nauðsynlegir; án þeirra myndum við missa vitið. Ég hef líka heyrt að listiðkun og menningarstarfsemi sé draumar samfélagsins, að fólk þurfi að njóta listar í einhverri mynd ef grár hversdagsleikinn eigi ekki að gera alla vitlausa. Hvernig væri líf- ið án tónlistar? Varla svo eftirsókn- arvert. Er lífið draumur? TÓNLIST Íslenska óperan Hanna Dóra Sturludóttir og Kurt Kopecky fluttu Traum eftir Grieg, Var det en dröm? eftir Sibelius, Träume eftir Wagner, Ein- sam in trüben Tagen úr Lohengrin eftir Wagner og Salce úr Otello eftir Verdi. Þriðjudagur 1. nóvember. Söngtónleikar Jónas Sen Fréttir á SMS DAGBÓK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.