Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 1

Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 1
Íslenskt reggí Nýja platan með Hjálmum er alvöru reggí | Menning 42 Úr verinu og Íþróttir Úr verinu | Síldarfrystingin nánast sjálfvirk  Stoltar af sinni litlu rannsóknastofu Íþróttir | KA-menn drógust gegn Steaua Búkarest  Eyjastúlkur með í knattspyrnunni ALÞÝÐUSAMBAND Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu síðdegis í gær samkomulag um breyt- ingar á kjarasamningum. Í því felst að launþegar ASÍ fá 26 þúsund króna eingreiðslu fyrir 15. desember næst- komandi og 0,65% launahækkun um- fram umsamdar hækkanir 1. janúar 2007. Þá munu lágmarkslaun fyrir dagvinnu hækka. Samningsaðilar voru sammála um að aðild ríkisstjórnarinnar að málinu hefði skipt miklu og haft úrslitaþýð- ingu. Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegur þyngst framlag upp á um 1.500- 1.800 milljónir króna til að draga úr örorkubyrði lífeyrissjóða á samnings- sviði ASÍ og SA. Ríkisstjórnin mun einnig beita sér fyrir lögum um starfsmannaleigur og að umfangs- miklar breytingar verði gerðar á at- vinnuleysisbótakerfinu. Í þeim felst m.a. að atvinnuleysisbætur verða tekjutengdar í þrjá mánuði á þriggja ára tímabili, þannig að bótaþegi fær 70% af heildartekjum síðustu sex mánaða, en þó ekki hærri upphæð en 180.000 krónur á mánuði. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra sagði að samkomulagið væri mikill viðburður í efnahagsmálum og að vissa um fram- haldið hefði skapast á ný. Hann sagð- ist telja að samkomulagið drægi úr verðbólguvæntingum og þar af leið- andi verðbólgu til lengri tíma. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði að samningarnir styrktu stöðu vinnumarkaðarins og sagði mjög mik- ilvægt að ríkið kæmi að fjármögnun á örorkubótaþætti lífeyrissjóðanna. Ingimundur Sigurpálsson, formað- ur SA, sagði að þær hækkanir sem samið hefði verið um yrðu þungar fyr- ir ákveðinn hóp fyrirtækja en í ljósi þeirra heildarhagsmuna sem í húfi voru, væri þessi niðurstaða öllum að- ilum málsins til hagsbóta. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar SA og ASÍ, Ari Edwald, Grétar Þorsteinsson, Hannes Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Andrason, bera hér saman bækur sínar. Aðild ríkisstjórnarinn- ar hafði úrslitaáhrif Samkomulag Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins um að kjarasamningar haldi  Ýmsar aðgerðir | Miðopna Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Lissabon. AFP. | Vísindamenn í Portúgal hafa þróað bóluefni sem þeir segja að verji rottur í miklum mæli fyrir tann- skemmdum og vonast þeir til að finna af- brigði sem henti mönnum. Rottur voru notaðar við tilraunirnar vegna þess að þær mynda holur af svipaðri gerð og hol- urnar í tönnum manna. Holur í tönnum myndast vegna þess að bakteríur í munni framleiða sýrur sem éta í sundur glerunginn. Paula Ferreira, einn af þrem vísindamönnum við Oporto- háskóla sem stóðu fyrir tilraununum, seg- ir að enn sé lagt í land áður en fundið verði bóluefni sem gagnist fólki. „Fyrst þarf að gera tilraunir með dýr sem eru skyldari mönnum, einkum apa, og það kostar peninga,“ sagði hún. Vísindamennirnir hafa þegar fengið einkaleyfi á bóluefninu í Portúgal og ætla að reyna að fá einkaleyfi í Bandaríkj- unum í von um fé til frekari rannsókna. Bólusett við tannpínu? JAFNAÐARMAÐURINN Ritt Bjerregaard verður næsti yfir- borgarstjóri Kaupmannahafnar en flokkur hennar sigraði í höfuðborg- inni í sveitarstjórnarkosningunum í Danmörku í gær. Voru jafnaðar- menn líklegir til að bæta við sig allt að fjórum sætum í borgarráði og fá 20 en þar sitja 55 fulltrúar. Tals- menn tveggja annarra öflugra flokka, miðjuflokksins Radikale Venstre (RV) og Sósíalíska þjóðar- flokksins (SF), sögðust myndu styðja Bjerregaard, sem tryggir henni embættið. Venstre, flokkur Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, tap- aði fylgi í Kaupmannahöfn, SF tap- aði einnig en RV vann verulega á. Lýsti Søren Pind, borgarstjóraefni Venstre, yfir því í gærkvöldi að hann myndi hætta afskiptum af sveitarstjórnarpólitík. Bjerregaard verður fyrst kvenna til að gegna embættinu. Hún er 64 ára gömul, er meðal þekktustu stjórnmálamanna Dana síðustu áratugina, hefur gegnt ráð- herraembættum og átti um hríð sæti í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. Jafnaðarmenn hafa verið öflugasti flokkur í Kaup- mannahöfn í meira en 100 ár. Kjörsókn var tæp 70%. Á lands- vísu voru jafnaðarmenn með um 34,3% en Venstre var með 27,5%. Íhaldsmenn, sem eiga aðild að rík- isstjórn Fogh Rasmussen, unnu mikinn sigur í Óðinsvéum undir forystu Jan Boye, fjarskylds frænda jafnaðarmannsins Ankers Boye sem missir því embætti borg- arstjóra. Hann hefur gegnt því í 11 ár og flokkur hans verið við völd í borginni undanfarin 68 ár. Jafnað- armenn náðu aftur völdum í næst- stærstu borginni, Árósum, og héldu þriðja stærsta sveitarfé- laginu, Álaborg. Jafnaðarmenn hafa sitt trygg- asta fylgi í stærstu borgunum en Venstre stendur víða sterkt á landsbyggðinni og í litlum bæjum. Kosið var til 98 ólíkra bæjar-, hverfis- og borgarráða og í fimm stórar héraðsstjórnir. Sveitar- stjórnir í Danmörku hafa mikil völd og eru heilbrigðismál, stærsti út- gjaldaliður opinberra aðila, að miklu leyti í höndum þeirra. Um 4,2 milljónir manna voru á kjörskrá og voru um 190.000 þeirra útlendingar sem fengið hafa var- anlegt dvalarleyfi. Bjerregaard sigraði í Kaup- mannahöfn Ritt Bjerregaard, verðandi yfir- borgarstjóri Kaupmannahafnar. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STOFNAÐ 1913 311. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Framlag ríkisstjórnarinnar:  Framlag sem nemur 0,25% af tryggingargjaldsstofni til að greiða fyrir jöfnun á örorkubyrði milli lífeyr- issjóða. Kemur til fram- kvæmda 2007–9 og nemur alls 1.500–1.800 milljónum króna.  Lagt verður fram laga- frumvarp um starfs- mannaleigur fyrir jólahlé Alþingis.  Atvinnuleysisbætur verða tekjutengdar þannig að bótaþegi á rétt á 70% af heildartekjum síðustu sex mánaða í þrjá mánuði á þriggja ára tímabili.  Grunnbætur til atvinnu- lausra hækka úr 91.426 krónum á mánuði í 96 þús- und krónur.  Um 100 milljónir settar í að efla starfs- og endur- menntun ófaglærðra og einstaklinga með litla menntun. Þá er einnig horft til þess að efla stöðu erlends vinnuafls hér á landi. Samkomulag ASÍ og SA:  Eingreiðsla fyrir 15. des- ember næstkomandi upp á allt að 26 þúsund krónur til þeirra sem hafa verið í fullu starfi allt árið en hlutfallslega minna til þeirra sem ekki hafa unnið alllt árið.  Almenn launahækkun 1. janúar 2007 verði 0,65% hærri en samningar kveða á um og alls 2,9%.  Lágmarkstekjur fyrir fullt starf verði 108 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. janúar næstkom- andi og 110 þúsund krónur frá og með 1. janúar 2007.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.