Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 4

Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Átakasaga byggð á einstökum heimildum www.jpv.is „Fróðleg og skemmtileg aflestrar…“ Soffía Auður Birgisdóttir / MORGUNBLAÐIÐ „Merkileg bók um litríkt og mis- viturt og misheiðarlegt og misgott fólk … undarlega hrífandi.“ Illugi Jökulsson / TALSTÖÐIN „Ég hvet fólk eindregið til að lesa þessa áhugaverðu og heillandi ævisögu þar sem ýmsum steinum er velt við … efnismikil og skemmtileg.“ Þórdís Gísladóttir / KISTAN.IS FREGNIR af umtalsverðum rjúpu- ungadauða koma formanni Skotvís á óvart, veiðimenn sem hann hefði rætt við hefðu ekki orðið varir við að ungfuglar væru færri en við hefði mátt búast. Hann hvetur veiðimenn eindregið til að senda Náttúru- rfræðistofnun vængi af þeim rjúpum sem þeir skjóta og merkja vel hvar fuglarnir veiddust. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að rannsókn á vængjum rjúpna benda til þess að allt að fjórð- ungs afföll hafi orðið á rjúpuungum á Norður, Austur og hugsanlega á Vesturlandi. Rannsakaðir voru 1.200 vængir sem borist höfðu Ólafi K. Nielsen, fuglafræðingi á Náttúru- fræðistofnun Íslands. Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigmar B. Ólafsson formaður Skot- veiðifélags Íslands, Skotvís, að fleiri vængir myndu streyma inn þegar liði að jólum en þá færu flestir veiðimenn að gera að sínum fuglum. Hann hvatti veiðimenn til að skila nákvæm- um veiðiskýrslum og senda vængi til Náttúrufræðistofnunar. Á þessu tvennu, ásamt fugltalningu í vor yrði byggt á við ákvörðun um veiðar úr stofninum næsta haust. Það færi afar mikilvægt að sem bestar upplýsingar lægju fyrir um ástand stofnsins enda væri það veiðimönnum í hag að veið- arnar væru sjálfbærar. Tíðarfar hefur mikið að segja fyrir veiðimenn og sagði Sigmar að í haust hefði veðrið alls ekki verið þeim hag- stætt, miklar sviptingar og af til vonskuveður. Víða væri snjór en einnig víða autt þess á milli. Af þeim sökum væri rjúpan dreifð og ætti auðveldara með að dyljast veiðmönn- unum. Aðspurður sagðist Sigmar ekki hafa orðið var við að afföll hefðu orðið á ungrjúpu, þvert á móti, tals- vert hefði verið um ungfugl á þeirri veiðislóð sem hann hefði farið um, þ.e.a.s. á Vestfjörðum. Þá hefðu veiðimenn sem hann hefði rætt við ekki séð þess stað. Aðspurður sagði hann þó að eftir fyrstu viku veiði- tímabilsins gæti verið erfitt að greina ungfugla frá eldri fuglum. Velflestir staðið sig með prýði Skotveiðisamband Íslands, Skotv- ís, hefur hvatt veiðimenn til að gæta hófs og veiða ekki meira en þeir þurfa fyrir sig og sína nánustu. Sig- mar sagði að átakið hefði hlotið ágæt- ar undirtektir og velflestir veiðimenn staðið sig með mikilli prýði. „Þessu átaki var fyrst og fremst beint gegn magnveiðimönnum, það er að segja þeim sem veiða og selja. Og ég fæ ekki betur séð en það muni heppnast því margir af þessum þekktu magn- veiðimönnum virðast hafa dregið saman seglin og jafnvel hætt,“ sagði hann. Þessir veiðimenn hefðu ekki beinlínis stundað magnveiðarnar til að þéna á þeim heldur fremur notað afraksturinn til að fjármagna veið- arnar. Sögusagnir hafa verið í gangi um gríðarlega veiði hér og hvar á landinu en Sigmar sagði að þrátt fyrir til- raunir hefði Skotvís ekki tekist að fá þær staðfestar. „Mesta veiði hjá ein- staklingi á dag sem ég hef fengið staðfest er 50 rjúpur,“ sagði hann. Meirihlutanum hefði gengið illa og nú þegar rúmlega tvær vikur væru eftir af veiðitímabilinu kvarti margir undan því að þeim muni ekki takast að veiða í jólamatinn. Aðspurður sagði Sigmar að Skotvís miðaði við að menn veiddu ekki meira en þeir þyrftu, sumir þyrftu 8, aðrir 12 eða 24. „Það er alveg ljóst að það er tals- vert minni rjúpnaveiði núna en und- anfarin ár. Margt kemur til, það er búið að stytta veiðitímann, það er sölubann á rjúpu og það hefur verið efnt til hvatningarátaks um að menn gæti hófs. Ég er frekar trúaður á að okkur takist að halda þessu mark- miði sem við settum okkur um þessa veiði,“ sagði hann og vísaði til þess að Umhverfisstofnun hefði miðað við 70.000 rjúpur. Siðbót hafin hjá veiðimönnum Ekki fara þó allir eftir þessum til- mælum en Sigmar sagði að veiðisóð- um og græðgisveiðimönnum færi fækkandi. Þróunin væri hafin en myndi taka einhvern tíma. Hjá stangveiðimönnum væri nú orðið al- gengara að menn veiddu á flugu og slepptu löxum. Hjá skotveiðimönn- um væri svipuð siðbót að hefjast og t.a.m. orðið algengara að menn not- uðu tvíhleypur fremur en hálfsjálf- virkar haglabyssur. Einnig væru fleiri komnir með minni byssur, í stað byssna númer 12 notuðu þeir byssur númer 20, en þær krefðust meiri leikni við skotveiðarnar. „Síðan eru gríðarlegar sögusagnir í gangi um að fólk sé tilbúið að greiða miklar fjárhæðir fyrir rjúpu á svört- um markaði. Þetta er ekki rétt, þetta er bara nútímaþjóðsaga,“ sagði hann. Það væru í öllu falli afar fá dæmi um það. Einn liðsmanna Skotvís hefði í fyrra að gamni sínu auglýst rjúpur á 2.000 krónur stykkið. Færri en fimm hefðu hringt og enginn þeirra hefði verið tilbúinn að greiða svo hátt verð. Inn í þetta spilaði að framboð á ann- arri villibráð hefði stóraukist og verð á öðru kjöti lækkað. „Menn eru ekki tilbúnir til að borga hvað sem er,“ sagði Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís. Rysjótt tíð dregur úr rjúpnaveiði Morgunblaðið/Ingó Hundurinn Ben sem er veiðihundur af tegund sem nefnist Pointing Labrador sækir nýskotna rjúpu fyrir húsbónda sinn. Rjúpan er ógreinileg í forgrunni enda er hún í felubúningi. Sigmar B. Hauksson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fréttir af ungadauða koma formanni Skotvís á óvart FRUMVARP til laga um að stofnað verði hlutafélag um Rafmagnsveitur ríkisins var afgreitt frá ríkisstjórn á fundi hennar í gærmorgun. Iðnaðar- ráðherra mun leggja það fyrir Al- þingi á yfirstandandi löggjafarþingi og er gert ráð fyrir að félagið taki til starfa 1. janúar 2006. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, sagði að það myndi skipta miklu máli fyrir fyrirtækið að fyrr- nefnd tímamörk stæðust og að því væri stefnt. „Þetta er mál sem fólk þekkir. Auðvitað getur verið ágrein- ingur um hvort þetta skuli gert eða ekki. En ég held að það þurfi ekki að fara í flókna umræðu um það í raun- inni,“ sagði hún. Málið hefði verið heilmikið rætt á Alþingi þegar frum- varp sama efnis var lagt fyrir Alþingi árið 2002. Þá hlaut frumvarpið ekki afgreiðslu. Aðspurð hvers vegna frumvarpið hefði ekki komið fram fyrr sagði Valgerður að vonir hefðu staðið til þess að þessa breytingu mætti gera í tengslum við breytingar á lögum vegna kaupa á eignarhlutum sameigenda ríkisins í Landsvirkjun. Ekki hefði tekist að ljúka því máli og raunar væri hún ekki of bjartsýn um að það tækist að ljúka því yfirleitt. Af þessum sökum hefði frumvarpið taf- ist en nú væri ekki seinna vænna en að leggja frumvarpið fram. Valgerð- ur sagði að ekki væru áform um að selja RARIK. Hún sagði að fyrst um sinn yrði RARIK rekið sem sjálf- stætt fyrirtækið þó að hugmyndir hefðu verið uppi um að setja eignir ríkisins í raforkugeiranum undir eitt móðurfyrirtæki. Óhjákvæmileg breyting Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneyt- inu er bent á að á undanförnum ár- um hafi orðið breytingar á skipulagi raforkumála og orkufyrirtækja í landinu. Fyrirtækjum hafi verið gert kleift að eiga í samkeppni í sölu og framleiðslu raforku sem hafi orðið til þess að rekstrarformi orkufyrir- tækja hafi verið breytt, s.s. Orku- veitu Reykjavíkur, Norðurorku og Hitaveitu Suðurnesja. Ljóst sé að RARIK muni eiga erfitt uppdráttar ef rekstrarforminu verði ekki breytt og að horfa verði til þess að heimildir ríkisins til að ábyrgjast skuldbind- ingar fyrirtækja á samkeppnismark- aði séu takmarkaðar. Í ljósi þessa hljóti að teljast óhjákvæmilegt að breyta rekstrarformi fyrirtækisins. Frumvarp um að RARIK verði að hlutafélagi ORKUVEITA Reykjavíkur hefur boðið út efni og uppsetningu á sjálfsafgreiðsluþvottastöð fyrir bíla fyrirtækisins á lóð þess við Bæjar- háls. Reiknað er með að í heildina kosti það OR um 1–2 milljónir að koma sér upp þvottastöðinni, sem verður með plani fyrir tvo bíla ásamt þvottakústum, sápum og bóni, og á að uppfylla allar reglur sem settar eru um slíkar stöðvar, t.d. um frárennsli. Talið er að óhag- ræði myndi skapast af því að bjóða út þvott á bílunum, segir Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri OR. Fyrirtækið á um 200 bíla sem eru þrifnir einu sinni til tvisvar í viku. Guðmundur segir að vaninn sé sá að vinnuflokkar deili með sér verk- um í lok vinnudags, og einn sjái um að þrífa bílinn þegar þess sé þörf. Þá væri óhagkvæmt að þurfa að keyra af svæði fyrirtækisins fyrir hvern einasta þvott. OR hyggst reisa bílaþvottastöð VERÐI nýtt frumvarp samgöngu- ráðherra að lögum munu sömu vín- andamörk gilda fyrir skipstjóra og aðra skipverja og gilda um vín- andamörk í blóði bílstjóra. Núgild- andi lög taka aðeins til ölvunar skipstjóra og eru þar að auki óskýr. Frumvarpinu er ætlað að stuðla að auknu öryggi til sjós með skýr- ari og víðtækari ákvæðum og hert- um viðurlögum. Í núgildandi sigl- ingalögum er aðeins fjallað um ölvun skipstjóra og er ákvæðið auk þess háð túlkunum hverju sinni. Þar segir að ef skipstjóri neytir áfengis eða fíkniefna með þeim hætti að hann reynist „ófær um að gegna starfi sínu á fullnægjandi hátt“ varði það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Lagt er til að breytingarnar taki til fleiri skipverja en eingöngu skip- stjóra og reynist þeir óhæfir til að rækja störf sín á fullnægjandi hátt, t.d. vegna neyslu áfengis, ofskynj- unarefna eða annarra örvandi eða deyfandi efna, skuli það varða sekt- um eða fangelsi. Öllum skipverjum verður gert skylt að gangast undir öndunarpróf eða læknisrannsókn að kröfu lögreglu eða annarra lög- gæsluaðila. Skipstjórar megi ekki vera ölvaðri en bílstjórar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.