Morgunblaðið - 16.11.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 16.11.2005, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝJU skyr- og jógúrtdrykkirn- ir frá íslensku mjólkurbúunum sópuðu til sín verðlaunum á Mjólkursýningunni í Herning á Jótlandi, sem er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Úrslit voru tilkynnt í gær en nærri tvö þúsund tegundir osta, smjörs og ferskvöru voru teknar til dóma. Íslenskar vörur urðu stigahæstar í fimm flokkum, unnu til tíu gullverðlauna, tutt- ugu silfurverðlauna og jafn- margra bronsverðlauna. Drykkjarskyr frá MS og Norð- urmjólk, og þykkmjólk og AB mjólk frá MS hlutu gullverðlaun og voru tilnefnd í keppni Norð- urlandameistara sem stiga- hæstu vörurnar í sínum flokki. Þá var 26% Gouda-gullverð- launaostur frá KS tilnefndur í Norðurlandakeppnina, en danskar afurðastöðvar náðu öll- um þremur titlunum í Norður- landakeppninni. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, Helgi Jóhann- esson, forstjóri Norðurmjólkur, og Hólmgeir Karlsson, markaðsstjóri Norðurmjólkur, ánægðir með viðtökurnar á sýningunni. Skyrdrykkir slá í gegn á Jótlandi LÍTA þarf á heildarafkomu Reykja- víkurborgar til að meta skuldastöð- una rétt, og ekki stoðar að nota sjón- hverfingar til að fela skuldir borgarinnar, sagði Margrét Sverris- dóttir, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, þegar rætt var um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgarstjórn í gær. Margrét sagði að hreinar skuldir samstæðunnar, þ.e. borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar, verði 63 milljarðar á þessu ári og verði rúmlega 73 milljarðar á næsta ári. Þessi hækkun skýrist m.a. af því að fjárhagsvanda borgarsjóðs hafi und- anfarin ár verið velt yfir á fyrirtæki borgarinnar. „Hingað til hafa skuldir verið millifærðar frá borgarsjóði yfir á Orkuveituna og látnar safnast upp þar og núna er svipað upp á teningn- um þegar þeirri sjónhverfingu er beitt í bókhald- inu, að Fráveitan, sem skuldaði jafn mikið og eignum hennar nam, eða tæpa 8 milljarða, er sameinuð Orkuveitunni og síðan endurmetin verulega hærra en áður til að hækka eigna- stöðu Orkuveitunnar á móti,“ sagði Margrét. Hún benti á að þessi sameining Fráveitunnar og Orkuveitunnar hafi þannig lækkað heildarskuldir borg- arsjóðs um rúma 7 milljarða, sem slagar hátt í þá 8,2 milljarða sem skuldir borgarsjóðs eigi að lækka á næsta ári samkvæmt kynningu borgarstjóra. Margrét gagnrýndi einnig orð borgarstjóra, sem sagði stefnu borg- aryfirvalda þá að halda þjónustu- gjöldum í lágmarki og veita almenna þjónustu gjaldfrjálst eða gegn lágu gjaldi. „Er þessi stefna aðeins í orði en ekki á borði? Því ég sat fyrir um það bil hálfum mánuði aðalfundi Sorpu bs., Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Þar var m.a. rætt um að auka gjaldheimtu vegna sorphirðu verulega, þrátt fyr- ir umdeilda hækkun sorphirðugjalda á síðasta ári,“ sagði Margrét. „Á aðalfundi Strætó bs. sama dag kynnti stjórnarformaðurinn og borg- arfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir að brýnt væri að hækka strætófargjöld og draga jafnframt úr þjónustunni.“ Margrét ræddi stutlega um mál- efni Hringbrautar. Hún minnti á að F-listinn hefði flutt tillögur um aðrar útfærslur lagningar nýrrar Hring- brautar en raun ber vitni. Margrét Sverrisdóttir borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins Segir sjónhverfingum beitt í bókhaldi borgarinnar Margrét Sverrisdóttir FYRRI umræða frumvarps að fjár- hagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2006 fór fram í borgarstjórn í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri mælti fyrir frumvarpinu en í umræðum sem á eftir fóru gagn- rýndi minnihlutinn í borgarstjórn ýmis atriði sem fram koma í því. Síðari umræða um fjárhagsáætl- unina fer fram 6. desember og þá verða greidd atkvæði um það. Gert er ráð fyrir því í frumvarp- inu að hreinar skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur muni lækka um 1,1 milljarð króna að raungildi og heildarskuldir borgarsjóðs um 8,2 milljarða króna að raungildi á næsta ári. Áætlunin gerir ráð fyrir 9,6 prósenta hækkun á heildar- tekjum borgarsjóðs á milli ára og afgangur af rekstri verður 1,4 milljarðar króna samkvæmt frum- varpinu. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að bókfærðar heildareignir lækki um 5,2 prósent milli ára og skýrist lækkunin af sameiningu Fráveitu og Orkuveitu Reykjavíkur. Hins vegar er gert ráð fyrir að bókfærð- ar heildareignir samstæðunnar hækki um 14,3 prósent milli ára. Fyrri umræða um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar Morgunblaðið/Þorkell Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna við umræðurnar í gær. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavík- urlistans afhjúpar veikburða og löngu þreytt kosningabandalag sem á skilið að fara frá völdum eftir borgarstjórn- arkosningar á komandi vori. Þetta sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn í umræðunum í borgarstjórn í gær. Han sagði að stjórn R-listans endurspeglaðist ekki hvað síst í þeim vinnubrögðum sem snertu sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Legið hefði fyrir í langan tíma að Reykja- víkurborg hygðist selja 45% hlut sinn í Landsvirkjun til ríkisins. Nú virtist liggja fyrir að borgarfulltrúar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ætluðu sér ekki að taka þátt í sölunni. „Undir þessum kringum- stæðum gefst R-listinn upp og setur málið í heild sinni ofan í skúffu. Hann bætti við að stjórnunarvandi og veik- leiki meirihlutans væri augljós og áberandi í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Þetta stefnumál R- listans hefði verið sett „í frystikistuna eins og svo mörg önnur mál vegna innbyrðis ágreinings“. Skattar á íbúa hækkaðir Vilhjálmur ræddi um skatttekjur borgarinnar og sagði að útsvarstekj- ur á tímabilinu 2004–2006 hækkuðu um 20% en tekjur af fasteignaskött- um hækkuðu um 32% á sama tíma. Aðrar tekjur hækkuðu úr 6,7 millj- örðum króna í 7,7 milljarða króna á tímabilinu, en það jafngilti um 15% hækkun. Þá hækkuðu skattar á hvern íbúa um 36% frá árinu 2000 og fram til ársins 2006 samkvæmt áætlunum. Vilhjálmur benti á að hreinn hagnað- ur borgarsjóðs af sölu byggingarrétt- ar yrði um 2 milljarðar króna á þessu ár og því næsta. „Lóðaskortsstefna R-listans, sem hefur einkennst af tak- mörkuðu framboði á lóðum undir íbúðarhúsnæði, veldur þessu fyrst og fremst,“ sagði Vilhjálmur. Samkvæmt útkomuspá verður rekstrarniðurstaða borgarsjóðs á þessu ári rúmlega 400 milljónir króna. Um þetta atriði sagði Vil- hjálmur að engan skyldi undra að hægt væri „að skila borgarsjóði með tiltölulega litlum afgangi í framhaldi mikilla skattahækkana, skatttekna langt umfram áætlun vegna mikils góðæris, verulegum hagnaði af sölu byggingarréttar og afar hagstæðrar gengisþróunar“. Hreinar skuldir ekki lækkað á síðustu árum Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að ágreiningur hefði verið milli sjálf- stæðismanna og meirihlutans um fjármálastjórn Orkuveitu Reykjavík- ur. Einnig hefði verið ágreiningur um forgangsröðun í rekstri og fram- kvæmdum, skattastefnu og stjórnun- arháttum. Sagði hann að teknir hefðu verið úr rekstri Orkuveitunnar marg- ir milljarðar króna umfram það sem eðlilegt gæti talist til að bæta hag borgarsjóðs. Næmu verðmæti vegna flutning- anna um 44 milljörðum króna á ár- unum 1995–2004, umfram það sem arðgreiðslan miðað við árið 1993 hefði gert. Þrátt fyrir þessar aðgerðir hefðu hreinar skuldir borgarsjóðs ekki lækkað á síðustu árum fyrr en nú, ef miðað væri við útkomuspá. Þá ræddi Vilhjálmur um skipulags- og lóðamál. Benti hann á að íbúum í Reykjavík hefði fjölgað afar lítið en á sama tíma hefði fjölgað verulega í ná- grannasveitarfélögum. Til þess að stöðva þetta stöðnunartímabil þyrftu borgaryfirvöld að auka framboð lóða verulega og tryggja eðlilegt framboð þeirra, ekki síst undir sérbýli. Enn- fremur sagði hann að borgarstjórn mætti sjá sóma sinn í að sinna betur byggingu þjónustuíbúða með háu þjónustustigi og byggingu hjúkrunar- heimila. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Stjórnunar- vandi meirihlut- ans áberandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.