Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný uppistöðulón þarsem vatni er safn-að vegna raforku-
framleiðslu eyðileggja
mikilvæg vatnasvæði og
valda efnahagslegum
truflunum að því er kemur
fram í nýrri skýrslu frá
umhverfisverndarsamtök-
unum World Wide Fund
for Nature (WWF). Segir
í skýrslunni að uppistöðu-
lón geti skaðað votlendi,
sem geymi vatn líkt og
svampar og geti ekki verið
endurgerð af mönnunum. Metin
eru umhverfisáhrif sex uppistöðu-
lóna víðs vegar um heiminn, m.a. í
Velize, Laos og á Íslandi. Þá segir
að almennt sé hætta á flóðum frá
slíkum lónum, þau geti því ógnað
fiskimiðum og stefni dýrategund-
um í útrýmingarhættu í voða.
Nefnt er sem dæmi að í Belize hafi
verið stefnt að því að raforkuverð
lækkaði með tilkomu stórvirkjun-
ar en reyndin hafi orðið þveröfug
því raforkuverð fari hækkandi og
lónið hafi eyðilagt stór svæði
regnskóga. Þá segir í skýrslunni
að nú þegar þrengi að í vatnsbú-
skap og orkumálum verði að
leggja áherslu á að leita annarra
leiða sem bæði séu hagstæðar
náttúrunni og efnahagslega hag-
kvæmar.
Kárahnjúkastífla stenst
ekki allar kröfur
Skýrsla WWF, sem er 16 blað-
síður, inniheldur eina blaðsíðu þar
sem fjallað er um Kárahnjúkstíflu
og uppistöðulónið sem myndast
mun við hana. Segir að Ísland sé
eitt af ríkustu löndum heims og
ákveðið hafi verið að byggja hluta
hagvaxtar landsins á álfram-
leiðslu, jafnvel þó allt hráefni
verði að flytja inn frá fjarlægum
stöðum. Vonast sé til að sam-
keppnislegir yfirburðir á heims-
vísu náist með lágu raforkuverði
til álversins. Segir að fram-
kvæmdirnar við Kárahnjúka hafi
valdið bæði innlendum og alþjóð-
legum ágreiningi, þar sem greint
hafi verið á um þau umhverfis-
áhrif sem svo stórt verkefni geti
haft á viðkvæma og ósnortna auðn
hálendisins í kringum lónið. Muni
lónið líklega færa í kaf 500 hreið-
urstæði fágætra heiðargæsa og
eyðileggja hluta af heimkynnum
eina hreindýrastofns landsins. Þá
segir að votlendi muni verða fyrir
uppblæstri og áfoki frá jarðvegi
sem skilinn verði eftir opinn eftir
framkvæmdirnar og frá ströndum
lónsins. Einnig segir að ýmis fé-
lagasamtök telji að ekki hafi verið
farið eftir tillögum nefndar Bern-
arsáttmálans um mótvægisað-
gerðir við Kárahnjúka.
Í skýrslunni er því jafnframt
fagnað að til standi að setja á fót
þjóðgarð og/eða verndarsvæði
norðan Vatnajökuls og vernda þar
með Jökulsá á Fjöllum.
Í lok skýrslunnar segir að verk-
efnið standist ekki stefnumark-
andi forgangsmál númer 2 og 4
sem svonefnd Heimsstíflunefnd
undir forystu Nelsons Mandela
setti fram í skýrslu sinni árið
2000. Alls voru kröfurnar sem
settar voru fram í skýrslunni 7,
m.a. að tryggja þurfi almanna-
samþykki og að gæta þurfi rétt-
inda og skipta ávinningi. Krafa
númer 2 er sú að heildstætt mat
fari fram á þeim kostum sem til
greina koma og krafa númer 4
segir að varðveita skuli ár og lífs-
afkomu þeirra sem við þær búa.
Ókunnugleiki og
áróðursbrögð
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
skýrsluna bera ýmis merki um
ókunnugleika og áróðursbrögð
þar sem treyst sé á vanþekkingu
lesenda. Bendir hann m.a. á að
stofn heiðargæsarinnar hafi verið
óvenju stór undanfarin ár og mat
sérfræðinga Náttúrufræðistofn-
unar sé að áhrif lónsins á stofn-
stærðina verði innan skekkju-
marka mælinga á stofnstærð. Þá
segir hann að þrátt fyrir að nokk-
uð óljóst sé hvað verði um ferðir
hreindýra á Vesturöræfum megi
benda á að hjarðirnar séu fjöl-
margar og stærð stofnsins ráðist
og hafi verið stýrt af veiðum en
ráðist ekki af áhrifum lónsins.
Varðandi uppblástur og áfok segir
Þorsteinn að líklegt sé talið að
aurasvæði neðar í ánni grói upp
eftir virkjun svipað og sjá má með
farvegi Blöndu, t.d. í Laugardal.
Þá segir Þorsteinn að nefnd Bern-
arsáttmálans hafi ekki talið efni til
að gera málefni Kárahnjúkavirkj-
unar að formlegu umfjöllunarefni
nefndarinnar á fundi hennar 2004
en leiðbeinandi ábendingar hafi
verið samþykktar. Stjórnvöld og
stofnanir þeirra séu að beita sér í
samræmi við þær ábendingar.
Hvað kröfur Heimsstíflunefnd-
ar varðar segir Þorsteinn að mat á
umhverfisáhrifum hafi farið fram í
samræmi við nútímaleg lög sem
sett hafi verið eftir evrópskri fyr-
irmynd þar sem mismunandi
kostir eru metnir. Fjallað hafi ver-
ið um samspil samfélags, náttúru
og virkjunarinnar á heildstæðan
hátt bæði í matinu og með samráði
við fjölbreyttan hóp ólíkra hags-
munaaðila. Þá bendir Þorsteinn á
að hér á landi hafi fólk ekki þurft
að flytja burt frá heimkynnum
sínum vegna stíflubygginga.
Fréttaskýring | Skýrsla World Wide fund
for Nature gagnrýnir gerð uppistöðulóna
Telja lónin
valda skaða
Talsmaður Landsvirkjunar segir margt
í skýrslunni byggt á ókunnugleika
Framkvæmdir við Kárahnjúka.
Hafa starfsstöðvar víðs
vegar um heiminn
World Wide Fund for Nature
eru umhverfisverndarsamtök
með starfsstöðvar víða í heim-
inum sem berjast fyrir fyrir nátt-
úruvernd, verndun skóglendis og
sjávar, gegn loftslagsbreytingum
o.fl. Síðastliðinn mánudag birtu
samtökin skýrslu þar sem fjallað
er um ákvarðanatöku stjórn-
valda og framkvæmdir sex
stíflna og uppistöðulóna í heim-
inum og er Kárahnjúkastífla ein
þeirra.
Eftir Sigurhönnu
Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
SJÓÐFÉLAGAR í Lífeyrissjóði
lækna hafa samþykkt sameiningu
við Almenna lífeyrissjóðinn í al-
mennri atkvæðagreiðslu. Verði
sameiningin samþykkt á sjóð-
félagafundi í Almenna lífeyr-
issjóðnum verður til fimmti stærsti
lífeyrissjóður landsins.
Póstkosning fór fram í Lífeyr-
issjóði lækna í október, en á kjör-
skrá voru alls 1.805 manns. Alls
greiddi 451 atkvæði og samþykktu
sameiningu 327, á móti voru 103 og
auðir seðlar og ógildir voru 21.
Miðað við síðustu áramót verða
eignir sameinaðs sjóðs um 52 millj-
arðar króna. Almenni lífeyrissjóð-
urinn hefur sameinast úr nokkrum
sjóðum í gegnum tíðina, þar á með-
al Almennum lífeyrissjóði VÍB og
Lífeyrissjóði arkitekta og tækni-
fræðinga.
Læknar
samþykkja
sameiningu
HJARTAVERND stendur undir nafni og rekur um-
fangsmikla rannsóknar- og vísindastarfsemi og hefur
gert í áraraðir. Aðsetur Hjartaverndar er í Kópavogi
og þar var í gær unnið við að laga hjartað og koma því
saman á réttan hátt til að enginn færi í grafgötur um
hvar starfsemina er að finna.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hjartað bætt hjá Hjartavernd
Á FUNDI fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna á Seltjarnarnesi sem
haldinn var laugardaginn 12. nóv-
ember sl. var samþykkt að efna til
prófkjörs um val á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar. Próf-
kjörið mun fara fram laugardaginn
4. febrúar 2006 og verður fram-
boðsfrestur auglýstur á næstu dög-
um.
Prófkjör hjá
Sjálfstæðis-
flokknum á
Seltjarnarnesi
LÍÐAN mannsins sem slasaðist í
rafmagnsslysi við háspennulínu í
Blöndudal í fyrradag er stöðug að
sögn læknis á bruna- og lýtalækn-
ingadeild Landspítalans. Maðurinn
var á gjörgæsludeild fyrstu nóttina
á spítalanum og var síðan færður
yfir á brunadeild. Hann mun vera
með 2. stigs bruna á fæti eftir að
hafa fengið í sig 11 þúsund volta
straum.
Stöðug líðan eftir
rafmagnsslys