Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KARLARÁÐSTEFNA um jafn-
réttismál verður haldin á vegum
félagsmálaráðuneytisins í Saln-
um í Kópavogi 1. desember nk.,
að því er fram kom í máli Árna
Magnússonar félagsmálaráð-
herra í umræðu utan dagskrár
um stöðu jafnréttismála sem
fram fór á Alþingi í gær. Hann
kvaðst vænta þess að ráðstefnan
yrði vel sótt af körlum á öllum
aldri og úr öllum stéttum.
Jónína Bjartmarz, þingmaður
Framsóknarflokks, var málshefj-
andi umræðunnar. Hún sagði að
tilefni umræðunnar væri baráttu-
dagur kvenna sem haldinn var
24. október sl. Í máli hennar kom
fram að baráttan um jafnrétti
kynjanna snerist um það að koll-
varpa kerfi sem hefði varað í ár-
þúsundir og hlutverkaskiptingu
sem bæði kynin hefðu lengst af
verið sátt um. Þá sagði hún að ein
meginfyrirstaðan nú lægi í hug-
arfari og viðhorfum sem finna
mætti úti í samfélaginu sem og í
hefðbundinni verkaskiptingu
karla og kvenna.
Hún sagði síðar að konur sem
hefðu komist samsíða körlum inn
á Alþingi, í sveitarstjórnir, í
stjórnir fyrirtækja eða í aðrar
stjórnunarstöður – væru öðrum
konum vissulega fyrirmyndir.
Þær væru þó aðeins sýnishorn af
því sem konur gætu almennt til
jafns á við karla. „Þess vegna er
unnið gegn jafnréttinu með því
að tala kyn út af borðinu sem sér-
stakan verðleika en staglast á
hæfninni.“ Ef kynið væri ekki
verðleiki, sagði hún, hverju skipti
þá hlutur kynjanna í stjórnun,
stjórnunarstöðum fyrirtækja,
sveitarstjórnum eða í landstjórn-
inni.
Árni Magnússon ítrekaði þá
skoðun sína að hann teldi að það
bæri að skoða í fullri alvöru að
flytja jafnréttismálin til forsætis-
ráðuneytisins. Jafnréttismál
væru ekki málaflokkur sem ætti
endilega að tilheyra einu fag-
ráðuneyti. Jafnréttismálin vörð-
uðu alla málaflokka og öll svið
þjóðfélagsins. Ráðherra ítrekaði
ennfremur að ríkisstjórnin hefði í
kjölfar kvennafrídagsins 24.
október sl. ákveðið að veita tíu
milljónum króna til að stofna sér-
stakan rannsóknarsjóð, svokall-
aðan Jafnréttissjóð. Markmið
sjóðsins væri að styrkja kynja-
rannsóknir almennt. Hann sagði
ennfremur að sjóðurinn yrði vist-
aður í forsætisráðuneytinu.
„Ekkert eitt mál er mikilvæg-
ara að mínu mati, þegar jafnrétt-
ismálin eru annars vegar, en að
ráðast gegn kynbundnum launa-
mun,“ sagði hann og minnti einn-
ig á að hann hefði lagt til að kom-
ið verði á gæðavottun jafnra
launa. „Í félagsmálaráðuneytinu
er nú unnið að útfærslu íslenskr-
ar gæðavottunar jafnra launa og
verður unnið að því í nánu sam-
ráði við Jafnréttisráð og Jafn-
réttisstofu sem og atvinnurek-
endur, launafólk og háskóla-
samfélag. Ég er sannfærður um
að slík vottun geti gagnast vel
sem tæki til framfara við að koma
í veg fyrir áhrif kyns á launa-
ákvarðanir enda þótt það hvarfli
ekki að mér eitt augnablik að það
eitt feli í sér hina einu sönnu
töfralausn.“
Líkt við færeyskan dans
Þórunn Sveinbjarnardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
benti m.a. á að konur væru þriðj-
ungur fulltrúa í sveitarstjórnum
og á Alþingi Íslendinga. Þá sagði
hún að konur hefðu 65% af heild-
artekjum karla og að ekkert virt-
ist þokast í þeim efnum. „Við get-
um ekki látið sem þriðjungs-
hlutfallið, þriðjungsjafnréttið, ef
jafnrétti skyldi, kalla, geti verið
það sem við sættum okkur við
þrjátíu árum eftir kvennafrídag-
inn góða,“ sagði hún.
Drífa Hjartardóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokks, sagði að
jafnréttisbaráttan hefði vissulega
skilað árangri en samt ekki þeim
árangri sem óskandi væri. Hún
tók þó fram að sjálfstætt fæðing-
arorlof feðra hefði verið mikil-
vægur áfangi. „Ef tækifærin til
að sækja fram til valda og áhrifa
halda áfram að vera háð kyni,
verða hæfileikar og kraftar
kvenna áfram illa nýttir,“ sagði
hún og líkti jafnréttisbaráttunni
við færeyskan dans – tvö skref
áfram og eitt afturábak.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sagði í upphafi
máls síns að það hefði verið vel til
fundið hjá málshefjanda, Jónínu
Bjartmarz, að eiga þessi „huggu-
legu skoðanaskipti“ við fram-
sóknarmanninn og félagsmála-
ráðherra, Árna Magnússon.
„Með fullri virðingu þá finnst
mér að háttvirtur þingmaður,
Jónína Bjartmarz, eigi að tuska
sína ráðherra til, þar sem hún
hefur tækifæri til að gera það
sem stjórnarþingmaður, umfram
það sem ég hef sem stjórnarand-
stöðuþingmaður. Þannig að ég
treysti því að það fari nú að sjást
aðgerðir í þessum málum.“
Kolbrún minnti á að þingmenn
Vinstri grænna hefðu lagt fram
frumvarp sem taka eigi á kyn-
bundnum launamun. Í því sé lagt
til að jafnréttisráð fái í hendur
öflugt tæki til að tryggja að
launamuninum verði útrýmt.
Hún kvaðst treysta því að Jónína
og Árni myndu skoða frumvarpið
með opnum huga og sjá til þess
að það yrði lögleitt.
Meiri skattbyrði á konum
Sigurjón Þórðarson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, talaði
eins og Kolbrún um „hugguleg
skoðanaskipti“ í upphafi umræð-
unnar milli Jónínu og Árna. Að
baki orðum Jónínu lægi þó
ákveðin og alvarleg gagnrýni á
störf félagsmálaráðherra. Sigur-
jón gerði síðan launamun
kynjanna að umtalsefni og sagði
að ekki mætti líta framhjá því að
heildarlaun kvenna væru lægri
en heildarlaun karla. Framsókn-
armenn, sem hefðu bryddað upp
á þessari umræðu, ættu að íhuga
það, því þeir hefðu tekið þátt í því
að færa skattbyrðina frá þeim
sem hærri hefðu launin til þeirra
sem lægri hefðu launin. Þar með
hefðu þeir verið að færa skatt-
byrðina frá körlum til kvenna.
Magnús Þór Hafsteinsson, sam-
flokksmaður Sigurjóns, tók í
sama streng síðar í umræðunni.
Hann sagði að skattastefna rík-
isstjórnarinnar gengi út á það að
hygla þeim hæstlaunuðu í þjóð-
félaginu. Þar með væri verið að
halda konum niðri.
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði að
skapa þyrfti jafnrétti á efnahags-
legum grunni og að launamisrétt-
ið væri alvarlegasti þröskuldur-
inn á þeim vegi. Hann sagði að
launamisréttið væri tvöfalt; ann-
ars vegar væri um að ræða kröf-
una um sömu laun fyrir sömu
vinnu og hins vegar væru lág-
launastörfin einkum störf kvenna
og hálaunastörfin einkum störf
karla. Mörður sagði ennfremur
að verkefnin blöstu víða við, m.a. í
jafnréttislögum sem væru að
verða úrelt og í kjaramálum, sem
hið opinbera færi með.
Bjarni Benediktsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, sagði
undir lok umræðunnar að Alþingi
hefði ekki látið sitt eftir liggja í
baráttunni fyrir jöfnum rétti
kynjanna; samkvæmt íslenskum
lögum væru kynin jafnsett. Hann
sagði ennfremur að þróunin í
jafnréttismálum, að öðru leyti,
væri í rétta átt. Sífellt fleiri konur
velktust ekki í vafa um hæfni sína
til þess að láta að sér kveða, það
hefði m.a. komið fram í próf-
kjörum og framboðum á umliðn-
um vikum. „Og það er tilhneiging
í atvinnulífinu til að hleypa
konum að í fleiri ábyrgðarstöður
heldur en við höfum lengi áður
séð.“ Þá sagði hann að koma
þyrfti þeim skilaboðum áleiðis til
stjórnsýslunnar og atvinnulífsins
að þeir sem tækju kyn fram yfir
hæfileika væru að sóa hæfi-
leikum, fjármunum og þar með
tækifærum fyrir íslenskt sam-
félag.
Þingmenn ræða stöðu jafnréttismála
Er meginfyrirstaða jafn-
réttisbaráttunnar hefð-
bundin verkaskipting?
Karlaráðstefna boðuð í byrjun desember
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Einar Már Sigurðarson og Katrín Júlíusdóttir ræða málin á Alþingi í gær.
NÍU þingmenn tóku þátt í utandagskrárumræðunni um stöðu jafnréttismála á Alþingi í gær; fimm
karlar og fjórar konur. Félagsmálaráðherra vakti athygli á því í lok umræðunnar og fagnaði því alveg
sérstaklega. Hann sagði að til þess að umræðan um jafnréttismál kynjanna næði lengra fram að ganga
þyrftu karlmenn að láta sig jafnréttismál varða. Einmitt þess vegna stefndi hann að því að halda karla-
ráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi 1. desember nk. Hugmyndin kæmi upphaflega frá Vig-
dísi Finnbogadóttur, fyrrv. forseta Íslands.
Fimm karlar og fjórar konur
ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs og Frjálslynda flokksins hafa lagt fram á
Alþingi tillögu um að 98,1 milljón króna verði varið
til neyðaraðstoðar í kjölfar jarðskjálftanna í Pak-
istan. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri
grænna, benti á í upphafi þingfundar á Alþingi í
gær, að ríkisstjórnin hefði þegar ákveðið að láta
18,1 milljón króna af hendi rakna til neyðaraðstoð-
arinnar. Hann sagði að það væri rúmlega helm-
ingur þess fjár sem ríkisstjórnin hefði varið til
stuðnings fórnarlömbum fellibyljarins Katrínar í
suðurhluta Bandaríkjanna, fyrr á árinu. Nær væri,
sagði hann, að láta þær 87 milljónir, sem fara ætti
til stuðnings flugs NATO til Íraks og Afganistan,
ganga til fórnarlambananna í Pakistan. Til að svo
megi verða hafa þingmenn Vinstri grænna og
Frjálslyndra lagt fram tillögu um aukið fjár-
framlag til hjálparstarfsins í Pakistan.
Tvískinnungur í misjöfnum framlögum
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði á Al-
þingi í gær að það gæti auðvitað verið umdeilanleg
hve miklum fjármunum væri varið til að styðja
uppbyggingu eftir einstakar náttúruhamfarir. Það
hefði hins vegar verið álitið að þær upphæðir sem
Ögmundur hefði nefnt væru við hæfi. Hann vakti
jafnframt athygli á því að söfnun væri í gangi á
vegum Rauða kross Íslands, en þar hefðu þeir
möguleika sem vildu leggja málefninu lið.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
telur hins vegar ekki nóg að gert. Hann lagði til að
ráðherra léti meira af hendi rakna svo Íslendingar
myndu ekki standa sig síður „en gagnvart flóð-
bylgjunni miklu,“ sagði Pétur og bætti við: „En
það kannski sýnir tvískinnung okkar Íslendinga að
það urðu engir hvítir menn fyrir jarðskjálftanum í
Kasmír en þeir urðu fyrir flóðbylgjunni.“
Ögmundur og aðrir þingmenn lýstu ástandinu í
norðurhluta Pakistans eftir jarðskjálftana í lok
október sl. Hann sagði m .a. að yfir sjötíu þúsund
manns hefðu látið lífið og að annar eins fjöldi hefði
slasast. Nú bærust fréttir af því að sjúkdómar
væru að breiðast út og að veður færi kólnandi. Vet-
ur væri að ganga í garð og því væri vá fyrir dyrum.
Hann sagði að Alþjóða Rauða krossinn hefði í
lok október óskað eftir sem svaraði um sjö millj-
örðum íslenskra króna til hjálparstarfs á svæðinu.
Tæplega helmingur þess hefði skilað sér.
Sagði 18 milljónir hlægilega upphæð
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sagði að það hlyti að vera sameig-
inlegur vilji þingmanna að veita meira fé til hjálp-
arstarfsins í Kasmír og Magnús Þór Hafsteinsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að rúm-
arátján milljónir hlægilega lága upphæð. Hjálmar
Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaðst
telja ríkisstjórnina hafa brugðist hratt og fljótt við.
Vilja að rúmlega 98
milljónum verði
varið til hjálpar-
starfs í Pakistan
MAGNÚS Stefánsson, formaður fjárlaganefndar
þingsins, sagði aðspurður í umræðum á Alþingi í
gær að sendiráðum Íslands hefði ekki tekist að
standa undir þeim hagræðingarkröfum sem gerðar
hefðu verið til þeirra síðustu árin. Í frumvarpi til
fjáraukalaga ársins 2005 er óskað eftir samtals 274
milljóna króna aukafjárveitingu til að mæta upp-
söfnuðum halla vegna rekstrar sendiráða.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna,
gerði þetta að umtalsefni í annarri umræðu um
fjáraukalagafrumvarpið í gær. Hann sagði að þetta
væru gríðarlega háar fjárhæðir og spurði formann
fjárlaganefndar hvernig á þessu stæði.
Magnús sagði almennt um hallarekstur stofnana
að fjárlög væru lög og að menn ættu að fara að
þeim. „Mér skilst hins vegar varðandi sendiráðin
að ekki hafi tekist að standa undir hagræðing-
arkröfum sem gerðar hafa verið síðustu árin. Það
er alls ekki nógu gott og við hljótum að gera at-
hugasemdir við það.“
Jón spurði hvernig hægt væri að taka á svona
málum vísaði Magnús til umræðunnar sem marg-
oft hefði farið fram í slíkum málum. „Það er auðvit-
að um það að ræða að hafa eftirlit og beita þeim
tækjum sem til eru. Við höfum ýmis lög og reglu-
gerðir sem gilda um þessi efni og það er spurning
hvernig menn ætla að beita þeim.“
Fjáraukalagafrumvarpinuverður vísað til þriðju
og síðustu umræðu í dag.
274 milljónir til að
mæta uppsöfnuðum
halla sendiráða
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 12 í dag. Fyrst
eru atkvæðagreiðslur en síðan 26 fyrirspurnir til
ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður
Vinstri grænna, mun m.a. spyrja utanríkisráð-
herra, Geir H. Haarde, um fangaflug bandarísku
leyniþjónustunnar.