Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 11
FRÉTTIR
„Á UNDANFÖRNUM árum hefur
athyglinni fyrst og fremst verið
beint að grunnskólanum og við
sjáum að þar hefur náðst óvenjulega
góður árangur í forvarnarstarfi.
Hins vegar hefur minni athygli ver-
ið beint að eldri aldurshópnum. Nið-
urstöður rannsóknarinnar gefa vís-
bendingu um að við þurfum að huga
mun meir að unglingum eftir að þeir
koma í framhaldsskólann og beina
athygli foreldra að því að nýtt skóla-
stig þýði ekki að hægt sé að sleppa
algjörlega tökunum af þeim,“ segir
dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, hjá
Rannsóknum & greiningu og deild-
arforseti kennslufræði- og lýð-
heilsudeildar Háskólans í Reykja-
vík, sem kynnti niðurstöður
rannsóknarinnar.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Inga Dóra að ríkjandi stemning sé
að þegar ungmenni ljúki grunnskól-
anum séu þau komin í fullorðinna
manna tölu. Inga Dóra minnir hins
vegar á að unglingar breytist ekki í
fullorðna manneskju á einni nóttu
við það eitt að ákveðnum aldri er
náð. „Sjálfræðisaldurinn er kominn
upp í 18 ár og unglingar eru skil-
greind börn fram að þeim tíma. Það
er því full ástæða til að veita for-
eldrum styrk í hlutverki sínu sem
foreldrar, líka þegar unglingarnir
þeirra eru komnir í framhaldsskól-
ann. Við teljum að full ástæða sé til
þess að styðja við ungmennin og
reyna með jákvæðum hætti að hafa
áhrif á atferli þeirra, enda hafa
rannsóknir sýnt að það skilar ár-
angri. Ákjósanlegast er að foreldrar
losi þannig smám saman um taum-
inn, en sleppi honum ekki algjörlega
þegar unglingar byrja í framhals-
skóla,“ segir Inga Dóra og nefnir í
því samhengi mikilvægi þess að for-
eldrar sýni aðhald, stuðning, eftirlit
og atlæti.
Að lokum er hún innt eftir því
hvað sé jákvæðast í tölum nýju rann-
sóknarinnar. Sagði hún jákvætt
hversu stór hluti framhalds-
skólanema neytti ekki áfengis að
staðaldri, reykti ekki og hefði aldrei
neytt ólöglegra vímuefna.
Styðja þarf
betur við
bakið á
unglingum
GUÐMUNDUR Daðason fagnaði í gær 105 ára afmæli
sínu í hópi sambýlisfólks síns á dvalarheimilinu Holts-
búð í Garðabæ.
Meðal gesta í fagnaðinum voru nokkrir for-
ystumenn Framsóknarflokksins en Guðmundur hefur
lengstum fylgt flokknum að málum. Hér fagna þau
Siv Friðleifsdóttir og Halldór Ásgrímsson með afmæl-
isbarninu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fagnaði 105 ára afmæli
Sumarið eftir að grunnskólalýkur er sérstakur áhættu-tími fyrir unglinga hvaðvarðar upphaf reykinga,
ölvunardrykkju, notkunar áfengis og
annarra vímuefna. Þegar bornir eru
saman nemendur í 10. bekk grunn-
skóla vorið 2004 og sami árgangur
nemenda í fyrsta bekk framhalds-
skóla um haustið sama ár, kemur í
ljós að hlutfall þeirra sem reykja
daglega hefur aukist á þessum fáu
mánuðum úr 11,7% í rúm 15%. Hlut-
fall þeirra sem hafa orðið ölvaðir síð-
ustu 30. daga eykst á sama tíma úr
26% í 53% og þeim sem hafa prófað
hass fjölgar úr 9% í 12,7%. Þetta eru
meðal niðurstaðna nýrrar rannsókn-
ar um vímuefnaneyslu ungmenna í
framhaldsskólum hér á landi árið
2004 sem Rannsóknir & greining
vann fyrir Lýðheilsustöð. Rannsókn-
ina unnu Álfgeir Logi Kristjánsson,
Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sig-
fússon.
Rannsóknin byggist á könnunum
sem Rannsóknir & greining lagði
fyrir nemendur í þrjátíu framhalds-
skólum á Íslandi í október árin 2000
og 2004. Fyrra árið fengust gild svör
frá 8.702 nemendum, en svarhlutfall-
ið var 70,5%. Seinna árið fengust gild
svör frá rúmlega 11 þúsund nemend-
um, þar af voru strákar 48% svar-
enda og stelpur 51%, en 1% gaf ekki
upp kyn sitt. Svarhlutfallið árið 2004
var 80,9%.
Niðurstöðurnar sýna að heldur
dregur úr reykingum framhalds-
skólanemenda milli áranna 2000 og
2004. Þannig sögðust 20,6% stráka
og 21,7% stelpna reykja daglega í
framhaldsskólum árið 2000, en árið
2004 var hlutfallið komið niður í 17%
meðal stráka og 20,8% meðal stelpna.
Séu svörin skoðuð eftir aldri má
glögglega sjá að hlutfallslega fæstir
reykja daglega í yngsta aldurshópn-
um, en í aldurshópnum 16 ára og
yngri segjast rúm 15% reykja dag-
lega. Í aldurshópnum 17–19 ára eru
hlutföllin í kringum 17%, en í hópi
þeirra sem eru 20 ára og eldri reykja
rúm 32% daglega. Rannsóknin leiðir í
ljós að mun fleiri nemendur reykja ef
annað eða báðir foreldra þeirra er
reykingafólk. Þannig sýna tölur að
23,3% þeirra nemenda sem eiga for-
eldra sem reykja, reykja sjálfir, en
hlutfallið er 13,8% þar sem hvorugt
foreldrið reykir.
Mikil breyting verður á áfengis-
neyslu nemenda fyrstu mánuðina eft-
ir að grunnskóla lýkur. Hlutfall nem-
enda í 10. bekk sem hafa orðið ölvaðir
síðustu 30 daga var 26% vorið 2004,
en samsvarandi hlutfall meðal fyrsta
árs nemenda í framhaldsskólum þá
um haustið var 53,4%. Sama mynstur
kemur fram hjá þeim sem höfðu orð-
ið drukknir a.m.k. einu sinni um æv-
ina. Í þeim hópi voru 48% í 10. bekk
vorið 2004, en tæplega 67% hjá sama
árgangi fjórum mánuðum seinna.
Séu svör framhaldsskólanema
milli áranna 2000 og 2004 borin sam-
an kemur í ljós að lítil breyting verð-
ur á áfengisneyslu framhaldsskóla-
nemenda milli ára. Fyrra árið höfðu
75,5% stráka og rúm 77% stelpna
drukkið áfengi einu sinni eða oftar sl.
30 daga, en þetta hlutfall var 73,7%
meðal stráka og 76,2% meðal stelpna
árið 2004. Þegar skoðað var hlutfall
þeirra sem höfðu orðið drukkin á sl.
30 dögum kom í ljós að það var tæp
64% frá strákum og 62,7% hjá stelp-
um.
Bjór algengasti
áfengi drykkurinn
Rannsóknin leiðir í ljós að bjór er
langalgengasti áfengi drykkurinn
meðal framhalsskólanema. Tæp 90%
stelpna og um 96% stráka sem á ann-
að borð drukku áfengi, hafa drukkið
bjór sl. 30 daga. Athygli vekur að
mati skýrsluhöfunda að 76% 16–17
ára nema, sem á annað borð hafa
drukkið áfengi, hafa drukkið sterkt
áfengi sl. 30. daga. Mestur munur
milli kynja kemur fram í neyslu
áfengra gosdrykkja, sem eru jafn-
framt þriðju algengustu drykkirnir.
Um 67% stelpna sem hafa neytt
áfengis sl. 30 daga hafa drukkið
áfenga gosdrykki og 43,5% stráka.
Fram kemur í skýrslu Rannsókna
& greiningar að sumarið eftir að
grunnskóla lýkur fjölgar þeim sem
hafa prófað hass úr 9% í 12,7%. Stöð-
ug aukning verður á hlutfalli þeirra
sem hafa prófað hass meðan á námi í
framhaldsskóla stendur. Um 12,7%
nemenda sem eru 16 ára og yngri
hafa prófað hass, um 28% þeirra sem
eru 19 ára og tæp 48% þeirra nem-
enda í framhaldsskólum sem eru 20
ára og eldri hafa notað hass.
Örlítil aukning hefur orðið á notk-
un harðari efna milli áranna 2000 og
2004. Tæp 9% höfðu notað amfeta-
mín árið 2000 en um 10% árið 2004.
Um 5,7% höfðu notað kókaín árið
2000 en 6,6% árið 2004. Þá höfðu
3,7% notað e-töflur árið 2000, en
þetta hlutfall var orðið 4,8% árið
2004. Alls sögðust þrír af hverjum
fjórum framhalsskólanemum aldrei
hafa prófað nein ólögleg vímuefni og
er hlutfallið óbreytt frá árinu 2000.
Vímuefnaneysla unglinga virðist aukast þegar kemur að framhaldsskólanámi
Sumarið að loknum
grunnskóla áhættutími
Morgunblaðið/Þorkell
Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð, fjallaði á blaða-
mannafundinum stuttlega um áhrif foreldra á lífsstíl unglinganna. Kynnti
hún fundargestum m.a. bækling SAMAN-hópsins um þetta efni.
!
"
#
$
%
&
!
'
() *+,-
.
/
!%0!$
!#0!"
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is