Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR Nýtt meistarastykki úr smiðju Gunnhildar Hrólfsdóttur Áleitin og einlæg. Saga um samkyn­ hneigða stúlku og fjölskyldu hennar. F a x a f e n i 1 0 – S í m i 5 6 8 1 0 0 0 – w w w . f r u m . i s Fr u m HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Mosfellsbær | Mosfellsbær tekur nú við umsóknum um byggingarrétt lóða í Krikahverfi. Til úthlutunar eru lóðir fyrir tæplega 200 íbúðir. Gert er ráð fyrir að áætlana-, skipu- lags- og byggingarkostnaður íbúð- arhúsnæðis, ásamt vegagerð og fleira, sem tengist framkvæmdinni, muni nema um 8 milljörðum króna. Að sögn bæjaryfirvalda í Mos- fellsbæ mun mun bygging Krika- hverfisins leiða til fólksfjölgunar í Mosfellsbæ upp á tæp 8% og því ljóst að áhrif af þessari viðbótar- byggð í Mosfellsbæ verði mikil. Búist við mörgum umsóknum Bæjaryfirvöld búast við mörgum umsóknum um lóðirnar í Krika- hverfi en hlutfall einbýlis-, rað- og parhúsalóða er sérstaklega hátt á svæðinu eða samtals 58%. Þá er Krikahverfið eitthvert eftirsóttasta byggingarland bæjarins enda í góð- um tengslum við vegakerfi, nálægt miðbæjarkjarna og góðum útivist- arsvæðum. Krikahverfið liggur að Vesturlandsvegi til vesturs, Reykja- vegi til norðurs, landi Teigs til aust- urs og Lágafelli til suðurs þar sem við tekur gróið skógræktarsvæði. Í fyrirhugaðri úthlutun er hreyfi- hömluðum og fjölskyldum þeirra veittur forgangur að fjórum ein- býlishúsalóðum sem eru á mismun- andi stöðum í hverfinu. Markmiðið er, að sögn bæjaryfirvalda, að veita hreyfihömluðum ákveðinn forgang og möguleika á að byggja íbúðar- húsnæði sem frá upphafi er hannað með þarfir þeirra í huga og gera þeim kleift að búa við eðlilegt heim- ilislíf. Af hinum tvö hundruð lóðum sem er úthlutað í Krikahverfi verða sex- tíu og átta einbýlishúsaeiningar, sex parhúsaeiningar sem í verða tólf íbúðir, átta raðhúsaeiningar sem í verða alls 31 íbúð og fimm fjölbýlis- húsaeiningar sem verða með 83 íbúðum. Við þessa tölu bætast aukaíbúðir í einbýlishúsum sem heimilaðar eru þar sem skipulags- og landfræðilegar aðstæður leyfa. Lóðirnar eru seldar á föstu verði. Byggingarréttindum verður úthlut- að til einstaklinga eða lögaðila og verða lóðirnar byggingarhæfar 1. júlí 2006. Lóðirnar sem boðnar eru í Krika- hverfi eru fremur stórar og eru húsagerðir ákveðnar fyrirfram fyrir hverja lóð. Vegna halla landsins verða þær fjölbreytilegar. Einbýlis- húsin verða annaðhvort á einni hæð, tveimur hæðum eða stölluð eftir því hvað hver lóð býður upp á. Gert er ráð fyrir hverfismiðju sem allar leiðir um hverfið og til nær- liggjandi svæða liggja um. Þar verða fjölbýlishúsin staðsett. Þau verða þrjár hæðir og stærstu húsin verða með 22 íbúðum. Tvö leik- svæði eru skipulögð í jaðri íbúð- arsvæðisins. Annað er suður af syðsta fjölbýlishúsinu og hitt er norðvestur af vestasta einbýlishús- inu. Dregið úr gildum umsóknum um einbýlis- og parhús Einstaklingar og lögaðilar þurfa að skila greiðslumati sem staðfestir að þeir ráði við byggingarkostnað á viðkomandi lóð. Lögaðilar þurfa að auki að skila inn ársreikningi. Dregið verður úr gildum umsókn- um í flokki einbýlis- og parhúsa. Umsækjendur munu velja sér lóðir í þeirri röð sem umsóknir þeirra verða dregnar út. Bæjarráð úthlut- ar byggingarrétti rað- og fjölbýlis- húsa. Að sögn Haralds Sverrissonar, formanns skipulags- og byggingar- nefndar Mosfellsbæjar, hefur þegar borist mikið af fyrirspurnum og ljóst að mikill áhugi er á lóðunum í hverfinu. „Við höfum fundið mikið fyrir því í kringum alla umfjöllunina um þetta nýja hverfi,“ segir Har- aldur. „Það er mikið hringt og spurt.“ Umsóknareyðublöð, skilmálar og upplýsingar fást hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, sími 525 6700. Einnig er hægt að nálgast gögn á heimasíðu Mos- fellsbæjar www.mos.is undir Krika- hverfi: Framkvæmdir. Tekið á móti umsóknum um lóð- ir fyrir 200 íbúðir í Krikahverfi Reykjavík | Enn er mannekla á frí- stundaheimilum í grunnskólum Reykjavíkur og hefur formaður fé- lags einstæðra foreldra (FEF) lagt til að komið verði á nokkurs konar veltukerfi á þeim frístundaheim- ilum þar sem enn er biðlisti. Segir hann það leið til þess að öll börn fái jafnan aðgang að frístundaheim- ilinu og það álag sem er á stökum heimilum meirihluta eða allan vet- urinn dreifist yfir öll heimilin í styttri tíma. Tillaga Ingimundar Sveins Pét- urssonar, formanns FEF, þessa efn- is verður lögð fyrir íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur á morgun. Segir Ingimundur það ennfremur von sína að hægt verði að koma í veg fyrir viðlíka ástand í framtíð- inni og að ÍTR láti af þeirri stefnu sinni að „fyrstir koma fyrstir fá“, heldur verði öllum börnum gert mögulegt að sækja frístund að skóladegi loknum. Ingimundur Sveinn segir mann- ekluna á frístundaheimilunum bitna illa á öllum heimilum og þá sér- staklega þar sem foreldrar eru einir og njóta ekki sama stuðnings og hjón eða fólk í sambúð. „Ég hef rætt þessi mál við einstæða foreldra sem þetta ástand bitnar illa á,“ segir Ingimundur. „Ástandið hefur samt lagast heilan helling, en ég veit að það er biðlisti í Breiðholti og var í Grafarvogi og á fleiri stöðum. Við vorum með aðra tillögu þar sem við báðum um að það yrði forgangs- raðað eftir aðstæðum. Því var neit- að og því sendi ég inn þessa tillögu.“ Aðspurður hvort þessar breyt- ingar bitni þá ekki á öðrum for- eldrum segir Ingimundur álagið dreifast á fleiri foreldra frekar en að eitt og eitt heimili taki það allt á sig. „Þannig gætu foreldrar þurft að taka barnið sitt snemma jafnvel aðeins einu sinni á tveggja vikna fresti. Börnin myndu aðeins missa úr staka daga,“ segir Ingimundur. Að sögn starfsmanna ÍTR var staðan þannig í síðustu viku að um 199 börn voru á biðlista á frístunda- heimilunum og vantaði 62 starfs- menn til að fullmanna þau. Um 2.000 börn njóta nú vistunar á frí- stundaheimilunum. Verst er ástand- ið í Breiðholti, en erfiðast gengur að manna stöður þar og í Grafarholti. Morgunblaðið/Jim Smart Leggja til veltukerfi á frístundaheimilum Elliðavatn | Starfsmenn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn hafa undanfarna daga tekið eftir ljúfu gæsapari sem sest hefur að við vatnið. Parið virðist vera vant mann- fólki því það betlar mat og heldur sig nærri Elliðavatns- bænum, þar sem Náttúruskóli Reykjavíkur er m.a. til húsa. Goggur hvítu gæsarinnar er brotinn, en hún ber sig þó ágætlega. Velta starfsmenn því fyrir sér hvort gæsirnar hafi mögu- lega villst af leið og rati ekki heim til sín. Herdís Friðriksdóttir, verk- efnastjóri hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur, segir gæsirnar bera sig nokkuð aumlega og þær séu sár- svangar. Því vilji hún endi- lega, ef einhver kannast við dýrin, að hann kíki í heimsókn og athugi með þau. Villuráfandi og svangar gæsir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.